Chatsworth House |
fimmtudagur, júlí 11, 2013
Chatsworth House
Dagur 7 Chatsworth house
Við heimsóttum Chatsworth h
House í brakandi blíðu. Fórum í guided tour sem kostaði 4 pund á haus
vorum bara sex og leiðsögumaðurinn alltaf að vísa öðrum frá sem voru að reyna að hlusta " excuse
me, this is a private tour". Húsið er hundgamalt og allt skreytt allavega sá hluti sem
ferðamönnum er sýnt. hertoginn fyrsti útbjó staterooms fyrir kónginn sinn William sem svo aldrei
kom og sjötti hertoginn bætti við heilli álmu fyrir partíhald, tók meðal annars á móti Victoríu
drottningu og borðstofan var eins og þá. Það vakti athygli mína að gaflarnir voru á hvolfi en það
var víst gert til að ermarnar á herramönnunum flæktust ekki í tindunum. Við tókum góðan göngutúr
um garðana með cascade þar sem við sulluðum aðeins, villtumst mikið í völundarhúsinu þar sem
Hulda og Les komust fyrst í miðjuna, höfðu reyndar farið áður og Gunnar síðastur. Versluðum svo
skrýtna minjagripi en kannski ekki svo, fínustu garðyrkjuáhöld úr eðalstáli.
Svo dinner á pöbbnum en nú var kominn sunnudagur og bærinn tómur en kannski líka haft áhrif að
úrslit Wimbelton stóðu yfir og allir bretar að fylgjast með sínum skoska manni Andy Murray vinna
í fyrsta skipti í 77 ár.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli