Jæja, svo kom þriðjudagur, Gunnar skutlaði okkur hinum til Allyson og Tuma á Hólum og bílnum á verkstæði. Gunnar fór svo áfram með Tuma að gera úttekt á löxum í Refasveit með rafveiði.
Bergþóra var alsæl að vera komin í netsamband og var á heimleið því hún hafði ekki áhuga á að gista með okkur í tjaldi síðustu nóttina. Henni tókst að fá kunningja til að skutla sér á rútu og heim í vinnuna og vinina.
Í ljós kom að allt var bráðnað saman í kringum hjólaleguna og panta þurfti meiri varahluti í partasölu frá Akureyri sem myndu koma næsta dag. Gunnar fór því aftur að veiða með Tuma og við hin héldum áfram að dunda okkur.
Gabríel var heppinn því hann hitti fullt af krökkum til að leika við, bæði gesti og sem búa á staðnum. Hann var alsæll með það og útiveruna, hundinn hana Ösku, tjaldið og ipadinn. Svo fórum við í sund og margar gönguferðir með Allyson sem dekraði við hann á allan hátt eins og henni og Tuma einum er lagið. Fljótt myndaðist hefð að Tumi fór með Gabríel í göngu á kvöldin að lesa á alla legsteinana í kirkjugarðinum að kröfu Gabríels.
Jæja nú var kominn fimmtudagur og parturinn einhversstaðar í Skagafirði að okkur var sagt svo við ákváðum að kíkja á Vesturfarasafnið á Hofsósi og inná Krók með Marín sem var á leið á Akureyri. Safnið er skemmtilegt en góða veðrið togaði mig fljótt út, stoppuðum líka í Gröf þar sem þjóðminjasafnið hefur gert upp miðaldakirkju.
Jæja næsti kafli í bílamálum var að verkstæðið hringdi til að segja okkur að parturinn væri víst enn á Akureyri og hvort við gætum fengið einhvern til að sækja hann. Ekki náðist í Lilju svo Gunnar fékk bílinn hjá Tuma og Allyson og ók af stað. Svo náðist í Lilju og hún sótti partinn og lagði af stað til Siglufjarðar, smá misskilningur í gangi!! Gunnar heyrði í henni við Dalvík svo hún snéri við, parturinn komst á Krókinn og var settur undir. Við borðuðum svo með gestgjöfum og meiri gestum, að þessu sinni spaghetti og hakk, en höfðum annars verið í fínu yfirlæti í kjúklingasúpu og steiktum fisk
Þegar svo bíllinn var búinn,eða þannig, ekki tókst að taka hann í sundur og komast að legunni, svo allt draslið var sett undir í einu lagi í þeim tilgangi að "koma okkur úr dalnum" eins og Rúnar á verkstæði KS orðaði það. Svo brunuðum við af stað og komum í Hafnarfjörðinn um miðnættið svo Gabríel gisti og fór svo til pabba síns næsta dag.
Við verðum Allyson og Tuma ævinlega þakklát fyrir að taka svona vel á móti okkur og bjarga okkur í þessum bíla vandræðum, tveggja tíma heimsókn varð að tveggja nátta dvöl.
Myndir hér.
fimmtudagur, júlí 24, 2014
þriðjudagur, júlí 22, 2014
Norðurferð- Sigríðarstaðir
Föstudaginn 18. júlí fórum við norður á Sigríðarstaði með Bergþóru og Gabríel.
Við sóttum Bergþóru á Akureyri og fórum svo Lágeheiðina, bíllinn var ein drulluhrúga enda allt blautt, en lika skaflar sem gnæfðu yfir veginn svo það var tilvalið að stoppa og fara í snjókast.
Á Sigríðarstöðum er alltaf jafn gott að vera. Við spiluðum, RISK og Monoply gengum og höfðum það gott í stilltu þokuveðri og smá úða á köflum. Í göngutúrunum hittum við hesta, tíndum ber, fældum upp jaðrakan og endur, fuglarnir eru alltaf jafn áberandi í dalnum, enda heyrist ekkert annað. Svo koma rollurnar daglega að klóra sér á gamalli rakstrarvél sem brýðir hlaðið á Sigríðarstöðum, Gabríel til mikillar gleði. Bergþóru tókst að koma okkur í 1,2,3,4,5 dimma limma limm, feluleik í blautu grasi og Þrír hlutir snertir fyrir mér, sem er einhver útgáfa af Fallin spýta. Svo lituðum við Gabríel næstum heila lítabók af Angry Birds.
Á laugardaginn fórum við á Hofsós að veiða á bryggjunni og prófa nýju sundlaugina þar. Við vorum ekki með miklar veiðigræjur en það kom ekki í veg fyrir að Gunnar halaði inn 5 þorskum sem ég flakaði á staðnum og voru svo snæddir næstu daga. Gunnar kann greinilega handtökin við þetta og var ekki bara að berja vatnið eins og við hin vorum full sátt við. Gabríel skildi ekkert í ömmu sinni sem ætlaði að skera fiskana, þangað til hann áttaði sig á að það átti að borða þá.
Sundlaugin er fín en í þetta skiptið full af ættarmóti, pottuirnn ekkert mjög stór og frekar heitur og laugin og heit til að vera það í rólegheitum.
Bíllinn hafði verið með einhver leiðindi daginn áður og skalf og urraði svo Gunnar fór á Krókinn meðan við syntum og kom til baka með þær fréttir að hjólalega væri farin, búið væri að panta nýja og við mættum koma með bílinn í 2ja tíma viðgerð á þriðjudagsmorgni.
Við héldum því kyrru fyrir á Sigríðarstöðum, laumuðumst einu sinni í sund á Sólgörðum, sú er eins og risastór heitur pottur og mikið afslappandi að dóla í, svo lét sú gula aðeins sjá sig svo það var velheppnuð heimsókn nema mér tókst að gleymna bæði sundgleraugum og sólgleraugum ;(
Efnisorð:
Bergþóra,
ferðalög,
Gabríel,
gönguferðir,
matur
Staðsetning:
Flókadalur
þriðjudagur, júlí 15, 2014
Priestess of the white.
Ég les orðið skammarlega lítið, en hlusta á hljóðbækur meðan ég ber út blaðið. Í morgun kláraði ég Priestess of the White eftir Trudi Caravan. Alveg ágæt, kannski bestu meðmælin að ég er að hugsa um að kaupa næstu bók. Þær eru svona ævintýrabækur með göldrum og gerast í skáldaðri veröld.
sunnudagur, júlí 13, 2014
Leiðsögn og búðarráp og sund
Magga á eftir að hlægja ;) en það var eitthvað lítið í skápunum í morgun svo við ákváðum að drífa okkur í morgunmat í IKEA, mælum með því, gott og hræbillegt.
Svo fórum við í Grasagarðinn í Laugardal, þar var boðið upp á leiðsögn um tré og blómstrandi runna. Við urðum mikils vísari, vitum fullt nú um kvisti, reyni og sírenur. Stóra umræðuefnið er nú hvort við eigum að klippa stóru kvistana fyrir framan eldhúsgluggann. Kíktum líka í Kaffi Flóru í köku og súpu.
Tókum svo smá búðarrúnt, ELKÓ, Húsasmiðjuna og Nettó, keyptum ekki margt, jú fékk muffinsform í stil við stellið mitt og fyrirtaks vatnsflösku.
Svo sund, mér finnst gaman að prófa nýjar sundlaugar svo nú fórum við í Álftaneslaug. Hún er flott, hentar sérlega vel svona gaurum, með öldulaug og hárri rennibraut. Fínir heitir pottar , stór plús við þá hvað þeir eru djúpir svo það flýtur yfir axlir á mér þegar ég sit.
Nú er það borgari og lokaleikur HM í knattspyrnu í Rio.
Meiri myndir
Svo fórum við í Grasagarðinn í Laugardal, þar var boðið upp á leiðsögn um tré og blómstrandi runna. Við urðum mikils vísari, vitum fullt nú um kvisti, reyni og sírenur. Stóra umræðuefnið er nú hvort við eigum að klippa stóru kvistana fyrir framan eldhúsgluggann. Kíktum líka í Kaffi Flóru í köku og súpu.
Tókum svo smá búðarrúnt, ELKÓ, Húsasmiðjuna og Nettó, keyptum ekki margt, jú fékk muffinsform í stil við stellið mitt og fyrirtaks vatnsflösku.
Svo sund, mér finnst gaman að prófa nýjar sundlaugar svo nú fórum við í Álftaneslaug. Hún er flott, hentar sérlega vel svona gaurum, með öldulaug og hárri rennibraut. Fínir heitir pottar , stór plús við þá hvað þeir eru djúpir svo það flýtur yfir axlir á mér þegar ég sit.
Nú er það borgari og lokaleikur HM í knattspyrnu í Rio.
Meiri myndir
laugardagur, júlí 12, 2014
Gengið um Álftanesið
Keyptum okkur bók með 25 gönguleiðum á höfuðborgarsvæðinu. Fórum í gönguferð um Álftanesið mjög skemmtileg leið. Hittum kanínur, skrautlega hana, hesta, kolbrjálaðar kríur, vælandi veiðibjöllur, skelkaðar sandlóur. tignarlega tjalda, spóa, lóur og hrossagauk.
Svo er gengið hjá varðturni úr stríðinu, forvitnilegum steypustykkjum, flotbryggjum á þurru landi og síðadt en ekki síst um hlaðið á Bessastöðum. Bókin segir 6,3 km. tók okkur vel á þriðja tíma enda ekki farið hratt yfir. Gunnar endaði á smá rúnt með Krumma sem keyrir strætó um nesið.
Að lokum fórum við á BanKúnn nýjan tælenskan stað í Hafnarfirði með ágætum mat ig afleitum karókísöng. Ætla að stinga upp á því að annar kórinn minn hafi haustpartí þarna.
Myndir
Svo er gengið hjá varðturni úr stríðinu, forvitnilegum steypustykkjum, flotbryggjum á þurru landi og síðadt en ekki síst um hlaðið á Bessastöðum. Bókin segir 6,3 km. tók okkur vel á þriðja tíma enda ekki farið hratt yfir. Gunnar endaði á smá rúnt með Krumma sem keyrir strætó um nesið.
Að lokum fórum við á BanKúnn nýjan tælenskan stað í Hafnarfirði með ágætum mat ig afleitum karókísöng. Ætla að stinga upp á því að annar kórinn minn hafi haustpartí þarna.
Myndir
Efnisorð:
gönguferðir
Staðsetning:
Alftanes, Iceland
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)