Við sváfum vel og skelltum okkur svo til Versala með lestinni. Veðrið hafði breyst, kólnað og smá skúrir.
Versalir eru rosa flott höll og hvílíkur íburður, ekki má heldur gleynma því sem ég komst að að Versalir eru líka bær, með meira að sjá, sem við reyndar gerðum ekki. Hér eru nokkrar myndir :
Eitt það besta við heimsókn í Versali var að það voru bekkir í eiginlega hverju herbergi og svo fínn audioguide.
Veskið hans Gunnars hvarf á heimleiðinni, ömurlega eliðinlegt en shit happens. Hér er hann í lestinni sem var skreytt í anda Loðvíks!Hvíldum okkur og fórum svo með síðustu evrurnar út að borða og njóta síðustu tímanna :)
næsta dag eða réttara sagt þá um nóttina farið heim, gott að vera með hóp og fá rútu út á völl, verra að tékkinn röðin tók klukkutíma, eins gott að það er ekki mikið um að vera eftir security á Charles deGaul.
Flott ferð, maður keyrir sig samt hressilega áfram í svona stuttum ferðum, það átti kannski þátt í því að ég kvefaðist illa í flugvélinni og lá með hita og leiðindi í tvo daga.
Annað sem ég hef verið hugsi eftir þessa ferð er mismunandi hegðun hópa, ég er vön svona hjarðhegðun þar sem allri vilja alltaf vera saman og ferðir oft einkennst að því. En þessi hópur var bara sáttur að hittast í einni ferð og einum kvöldverð og svo bara fólk að dúlla sér í sínum takti þess á milli. Með smá rannsókarmennsku hef ég komist að því að svona eer þetta oft hjá karlavinnustöðum, eiginlega bara skemmtileg tilbreyting. Þakka því samferðafólki samferðina og góðar stundir.