miðvikudagur, október 31, 2007
sunnudagur, október 28, 2007
Fórum í dag á bændamarkað í Otley, rétt hjá Leeds
þriðjudagur, október 23, 2007
Veit ekki með aðra sem hafa búið erlendir en ég fæ reglulega þá tilfinningu að ég sé stödd í sjónvarpsþætti eða draumi .... Svo slæmt að í dag bjóst ég alveg eins við að kennarinn myndi á hverri stundu svissa yfir í íslensku. En þetta er víst raunveruleikinn.
Fer loks í prufu hjá Leeds Festivel Chorus á morgun, wish me luck !
mánudagur, október 22, 2007
mánudagur, október 15, 2007
laugardagur, október 13, 2007
Ég óska öllum afmælisbörnum mánaðarins til hamingju. Október er mikill afmælismánuður í minni fjölskyldu. Stelpurnar mínar, Kristín Hrönn og Lilja Björg eru vogir og mamma einnig, eins má telja Kötu frænku sem talaði stöðugt um það þegar við vorum krakkar að hún væri sko 2 dögum “eldri” en undirritaður. Mamma stelpnanna minna er vog , Guðlaugur frændi minn á sama afmælisdag og ég og Kristín Hrönn sama afmælisdag og bróðir hennar mömmu, Þórhallur heitinn afi Guðlaugs og svona mætti lengi telja.
Við fórum til Huldu systur Svövu minnar um síðustu helgi, hún á afmæli 6 október , og átti við góða stund með henni og Les. Fórum út að borða á mjög fínan Ítalskan veitingastað og vorum hjá þeim í góðu yfirlæti eins og ávalt þegar við förum til Grimsby.
Ég var vakinn upp með afmælissöng ,kortum og pökkum í morgun af Svövu og Bergþóru Sól og það er nú ekkert leiðinlegt fyrir utan að fá morgunmat í rúmið, TAKK.;)
Við fórum í gærkveldi niður í bæ vegna þess að það var ljósanótt hér í Leeds og töluðvert um að vera, en fyrst fórum við á ágætan veitingastað http://www.pizzaexpress.com/mainm.htm og ég fékk mér Pansetta Pomodoro http://www.pizzaexpress.com/mainmenu.htm sem á að vera svona Pizza eins og þær voru upphaflega gerðar í Róm, og miðað við það að ég er nú enginn sérstakur aðdáandi Pizzunnar þá var þetta mjög gott, þannig að það var nú ekki gæfuríkt spor að Dominosvæða þessa tegund matar. Við fengum okkur svo ekta ítalskan ís í eftirrétt.
Þegar við komum út, þá lentum við í göngu stórs hóps, "fórum svona með flæðinu", og enduðum á einhverskonar leik/fimleikasýningu fyrir utan Royal Armouries http://www.royalarmouries.org/ og eftir þá sýningu fórum við inn í safnið sem er alskonar svona dót frá mismunandi stríðstímum, mjög stórt og mikið, við Svava sögðum í kór “Hingað skulum við fara með Óðinn þegar hann kemur í heimsókn”
Það er búið að vera mjög gott veður undanfarið og gærkveldið toppaði nú allt saman með 19 gráðu hita og sól, þannig að í gærkveldi var tilfinningin sú sama og að ganga um í einhverri borg við Miðjarðarhafið.
Svava er núna þessa stundina á 3 tíma kóræfingu, þetta er sko alvöru kór sem stúlkan er í.
Svo á að toppa helgina með því að fara á einhvern mjög fínan Indverskan veitingastað í kvöld, já ég veit það er verið að spilla manni, en það er jú líka “BARA GOTT” og eins og Jón hennar Svövu segir “Ég á það skilið”.
Gunnar Halldór
fimmtudagur, október 11, 2007
Fór í jóga, ný stöð svona lítil og heimilisleg svotil í næsta húsi vorum bara 3 í tímanum. Fæ örugglega hressilegar harðsperrur. Líkaði þetta vel og er að hugsa um að fara aftur.
Mér finnst ég vera að drukkna i fólki á leiðinni í og úr skólanum er , líka á göngum skólans, greinilegt að við íslendingar erum ekki nema þrír á ferkílómetra !
þriðjudagur, október 09, 2007
Hitti hana Erlu um daginn sem er líka í University of Leeds, hún sagði mér að það væru nokkrir íslendingar hér. Hún var nýbúin að fara í boð hjá Rory Turk sem er prófessor í íslenskum fræðum og talar íslensku og býður við og við heim þeim íslendingum sem hann veit af hér í Leeds.
Það er komið haust og það er alltaf verið að sópa lauf af gangstéttunum, annars væru þær líklega alltaf sleipar og ógeðlegar.
Bergþóra er farin að æfa kick boxing og fer á skátafundi allt með bekkjarsystur sinni henni Shenell.
Les og les ferlega hægt, alltaf að fletta upp einhverjum orðum, getur einhver sagt mér hvað ontological þýðir í uppeldisfræðilegu samhengi?
Er orðin ferlega flink að hjóla upp brekkur.
Fór í skólaheimsókn um daginn í barnaskóla, var með 8 ára krökkum. Þau vildu vita allt um ísland, hvort við hefðum rafmagn, hvort við hefðum háð einhver stríð, hitastigið, mannfjöldan, hvernig ég hefði komist til íslands. Skólarnir eru í stórum dráttum líkir okkar, allar stofur með smart board svo kennarar hafa dregið mikið úr notkun á kennslubókum. Töluvert meiri agi enda alls konar punkta og verðlaunakerfi í gangi til að verðlauna góða hegðun. Kennararnir kenna bekkjunum sínum öll fög, líka leikfimi og söng, þau eru ekki í smíði, handavinnu, myndmennt né heimilisfræði.
miðvikudagur, október 03, 2007
Haust
Það fór eins og mig grunaðir að það yrði minna um blogg um leið og ég færi að stunda nám :) Ætla samt ekki að hætta og stikla á stóru hér.
Það er komið haust eins og sést á myndinni sem tekin er í Royndhay Park, fórum þangað á laugardaginn.
Svo erum við búin að kveikja á kyndingunni því það er ansi hráslagalegt á kvöldin og morgnana án hennar.
Á sunnudaginn hélt ég að við værum að fara í rannsóknarferð í Outlet Village Junction32 en þá fór Gunnar of all people offari í búðunum og verslaði jakkaföt, úlpu, buxur, skó á sig, úlpu á Bergþóru og ég keypti mér tvö pils, því veðrið hér leyfir svoleiðis fatnað. Fínt að versla þarna og ágæt verð.
Skólinn er frábær, ég er í tveim áföngum + ýmislegt :
- nám og kennsla í náttúrufræði, um hugtakaskilning, kennslu, námsskrár, námsmat o.þ.h.
- Náttúrufræði: tilgangur, stefna og fagleg þróun, segir sig svolítið sjálft.
- svo sit ég áfanga í aðferðafræði og les efnið en þarf ekki að skila verkefnum, ætti að koma góðum notum, en aðferðafræðin úr KHÍ situr ótrúlega vel í mér svo þetta er meira eins og upprifjun enn sem komið er.
- við fáum tíma í tölvunotkun, þar bíð ég eftir kennslu í glósuforriti og gagnavinnslu og gagnagrunnum en sleppi tímum í word og powerpoint.
- tímar í academic writing, ferlega góðir tímar þjálfun í að nota orðaforða sem þarf og uppbyggingu og vinnubrögð við ritun, veitir ekki af þar sem eina námsmatið hér eru ritgerðir.
- umsjónartímar, ekki hægt að kalla þá annað, (personal tutor group) allskonar praktísk atriði og hópefli.
Og bækurnar mínar sjö !!!!!!!!!!!!! bara byrjunin fyrir hvern tíma er bent á sjö aðrar og annað eins af greinum .
Nóg í bili Svava