Ég ætla bara að halda áfram þar sem frá var horfið, held líka að ég þurfi að skrifa nokkur upprifjunarblogg, en af hverju, jú þetta blogg er dagbókin okkar, þegar ég segi við Gunnar hvernig var þetta nú? hvenær fórum við x og z þá getum við alltaf kíkt á bloggið.
Það er líka svo ótrúlega margt spennandi, skemmtilegt, taugatrekkjandi og ógnvænlegt að gerast þessa dagana, best ég búi til lista: (og smá viðvörun, ég ætla ekki að hugsa um málfræði, setningalengd, framsetningu né skýrleika framar í þessu bloggi, þið, ef einhver les þetta einhverntíman verðið bara að þola það.
1. Ég er að klára RITGERÐINA þetta er nú búið að vera 4 ára process, vá hvað það er langt, og í kjölfarið er ég með vöðvabólgu, offitu, kvíða ekki viss um að ég mæli með þessu en....
2. Við vorum að kaupa okkur hús, það er geggjað hlakka svo mikið til að flytja niður á jörðina og dudda í
garðinum og halda hundrað veislur og fá gesti, ef þú lest þetta verður þú að koma í heimsókn
3. Ég er að fara á námsskeið/verkefni/eitthvað
um að nota samfélagsmiðla til lýðræðislegrar þátttöku. Kom bara til fyrir tilviljun en í þessu felst að fara á kick off fund til
Strasbourg í september vinna og lesa og skrifa yfir veturinn í félagi við aðra gegnum netið og hitta þau svo aftur í vor, veit ekki hvar, í Evrópu.
4. kannski ætti þetta að vera nr. 3 líka en fyrst ég var að fara til Frakklands ákvað Gunnar að skella sér líka og við verðum yfir helgi í París fyrst, ég er búin að dreyma um að fara þangað allt frá því ég las allar Barböru Cartland bækurnar hennar mömmu þar sem söguhetjan flýr til eða er send til Parísar en fellur fyrir fátækum listamanni sem reynist svo auðvitað vera hertogi eða jarl og allt fellur í ljúfa löð eftir baráttu við vondar stjúpur, stigamenn, þröngsýna pabba og illmennisvonbiðla. Ætlum að mæla göturnar og soga í okkur andrúmsloftið.
5. Ég ætla að sækja um starf, þegar það verður auglýst, er eiginlega akkúrat það sem mig langar að gera, verkefnastjórn, kennsla og rannsóknir, vona að það gangi vel
6. Vonandi fæ ég meiri tíma á næstunni til að sinna uppáhaldsverkefninu mínu
Náttúrutorg. Í fyrr vann ég með kennurum á Suðurnesjum og ætla að halda því áfram og bæta nú höfuðborgarsvæðinu við.
7. Svo líklega í október fer ég til Leeds að verja ritgerðina, úbbssss magapína
8. og síðast en sko alls ekki síst þá er ferðinni heitið til USA í desember með Bergþóru Sól, Gunnari Halldóri, Möggu og Óðni. Þá heimsækum við Washington og Florida. Meira um það síðar.
9. já og svo birtist von bráðar grein sem heitir "The effectiveness of integrating existing digital learning resources into classroom teaching – an evaluation of the learning achievement" efttir S. Pétursdóttir, sko pabbi nafnið þitt verður áberandi en ekki mitt....