miðvikudagur, desember 31, 2008
Jólamyndirnar
Ég er háftvístígandi hvar ég eigi að halda áfram að birta myndirnar mínar, finnst gaman að hafa þær á Picasa en hugsa að fleirri skoði þær á Facebook ? Hvað finnst ykkur.
Allavega núna eru þær komnar á Facebook hér : http://www.facebook.com/album.php?aid=49386&l=7e560&id=696749115
Þetta er úr þrem boðum. Aðfangadagur með Möggu og hennar strákum, Jóladagur með Guðbjörgu og svo svakapartý með öllum hjá Gerði þar sem alltof mikill matur var á boðstólum, við spiluðum actionary þar sem margir fóru á kostum og sjá mátti húsmóðurina velta um á gólfinu leikandi rúllupylsu. Mitt lið var reyndar meira frammi að reykja en inni að leika svo ekkert gekk, ætla að hafa það í huga næst þegar ég kýs í lið. Svo var dansað og sungið og mikið stuð.
Í kvöld erum við svo hjá Iðunni, með Möggu lika og allir okkar krakkar, stelpurnar voru reyndar hjá okkur á annan, og Bergþóra búin að vera meira og minna hér. En mínir strákar voru á aðfangadag hjá pabba sínum og hafa svo verið að vinna og bauka við sitt og lítið sést.
Svava
Ég er háftvístígandi hvar ég eigi að halda áfram að birta myndirnar mínar, finnst gaman að hafa þær á Picasa en hugsa að fleirri skoði þær á Facebook ? Hvað finnst ykkur.
Allavega núna eru þær komnar á Facebook hér : http://www.facebook.com/album.php?aid=49386&l=7e560&id=696749115
Þetta er úr þrem boðum. Aðfangadagur með Möggu og hennar strákum, Jóladagur með Guðbjörgu og svo svakapartý með öllum hjá Gerði þar sem alltof mikill matur var á boðstólum, við spiluðum actionary þar sem margir fóru á kostum og sjá mátti húsmóðurina velta um á gólfinu leikandi rúllupylsu. Mitt lið var reyndar meira frammi að reykja en inni að leika svo ekkert gekk, ætla að hafa það í huga næst þegar ég kýs í lið. Svo var dansað og sungið og mikið stuð.
Í kvöld erum við svo hjá Iðunni, með Möggu lika og allir okkar krakkar, stelpurnar voru reyndar hjá okkur á annan, og Bergþóra búin að vera meira og minna hér. En mínir strákar voru á aðfangadag hjá pabba sínum og hafa svo verið að vinna og bauka við sitt og lítið sést.
Svava
laugardagur, desember 27, 2008
Kæru vinir og ættingjar óskum ykkur öllum gleðilegra jóla.
Sendum engin jólakort í ár en þökkum kærlega þau sem okkur hafa borist og lofum að standa okkur betur næst.
Erum búin að hafa það svaka gott, á aðfangadag hjá Möggu, Guðbjörgu á jóladag og Gerði í gær. Erum núna hjá Herði og Sillu og ég fékk aðeins að nota tölvu, netið bilaði hjá pabba og við erum öll búin að vera hálf vængbrotin yfir því en Pétur verstur, svo að hann fór aftur með tölvuna í kjallaraherbergið sitt ! Vona samt að þetta komist í lag og hann komi aftur!
Sendum engin jólakort í ár en þökkum kærlega þau sem okkur hafa borist og lofum að standa okkur betur næst.
Erum búin að hafa það svaka gott, á aðfangadag hjá Möggu, Guðbjörgu á jóladag og Gerði í gær. Erum núna hjá Herði og Sillu og ég fékk aðeins að nota tölvu, netið bilaði hjá pabba og við erum öll búin að vera hálf vængbrotin yfir því en Pétur verstur, svo að hann fór aftur með tölvuna í kjallaraherbergið sitt ! Vona samt að þetta komist í lag og hann komi aftur!
miðvikudagur, desember 24, 2008
Þorláksmessa
Gunnar kom á klakann í gær, við fórum að hitta fólkið hans og dreifa pökkum, ég varð nú bara smá upp með mér þegar Kristín Hrönn rétti mér Gabríel Veigar og spurði hann hvort hann vildi fara til "ömmu Svövu" sko ég er amma :) Fórum með stelpurnar í bæinn aðeins að ná í smá jólafíling, ætluðum á Lækjarbrekku en lögðum ekki í skötulyktina og enduðum á Kaffi París sem var fínt.
Svo lá leiðin til pabba í hangikjötssmakk, þessi hefð okkar byrjaði allavega þannig að hangikjötið var soðiði á Þorláksmessu og allir vildu smakka, smám saman fór mamma að gera ráð fyrir smakkinu og sjóða meira en nú er svo komið að pabbi býður okkur öllum í hangikjöt á Þorlák.
Tókum líka í spil, kannski smá svindl, alveg eins og jólin séu bara komin hjá okkur.
Einhver sagði sem svo að við værum eins og ítölsk fjölskylda, við vorum víst svo hávær og málglöð.
Hér eru nokkrar myndir í viðbót; http://www.facebook.com/album.php?aid=46622&l=79964&id=696749115
fimmtudagur, desember 18, 2008
Kalt á klakanum
Ég get nú ekki verið eins heimspekileg og Gunnar er greinilega að verða þarna einn úti í Leeds. Ég er búin að koma mér vel fyrir hjá pabba, og Jón og Pétur líka. Þeir þrír njóta þess vonandi að ég eldi smá fyrir þá.
Ég ætti nú að vera að læra meira en einhvernveginn margt sem truflar, er samt ekki alveg á meltunni, er búin að :
-setja upp spurningalistann minn og prufukeyra einu sinni.
-Lesa slatta og skrifa smá.
- sýna Fálkahöfðann,
- sýna Hringbrautina,
- fara á tónleika í kirkjunni, fjórir kórar og einsöngur rosa flott
- fara á tónleika hjá söngdeildinni, sakna þeirra allra.
- fara í heimsókn í Heiðarskóla
- fara til Guðbjargar
- setja upp jólaseríur úti með Jóni
- fara í saumaklúbb og búa til konfekt
- sjóða ýsu, gera pestopasta, plokkfisk og hakk í ostrusósu
- moka tröppurnar x4
Og svo kláraði ég bókina "The Curious incident of the dog in the night time" alveg meirihátta bók í alla staði, innsýn í líf drengs með Asperger heilkenni og ævintýri hans. Heyrði fyrst um þessa bók á námskeiði fyrir stærðfræðikennara og hún er full af skemmtilegri stærðfræði er svona smákrimmi annan þráðinn en samt ekki.
kv. Svava
Ísland desember 2008 |
Ég get nú ekki verið eins heimspekileg og Gunnar er greinilega að verða þarna einn úti í Leeds. Ég er búin að koma mér vel fyrir hjá pabba, og Jón og Pétur líka. Þeir þrír njóta þess vonandi að ég eldi smá fyrir þá.
Ég ætti nú að vera að læra meira en einhvernveginn margt sem truflar, er samt ekki alveg á meltunni, er búin að :
-setja upp spurningalistann minn og prufukeyra einu sinni.
-Lesa slatta og skrifa smá.
- sýna Fálkahöfðann,
- sýna Hringbrautina,
- fara á tónleika í kirkjunni, fjórir kórar og einsöngur rosa flott
- fara á tónleika hjá söngdeildinni, sakna þeirra allra.
- fara í heimsókn í Heiðarskóla
- fara til Guðbjargar
- setja upp jólaseríur úti með Jóni
- fara í saumaklúbb og búa til konfekt
- sjóða ýsu, gera pestopasta, plokkfisk og hakk í ostrusósu
- moka tröppurnar x4
Og svo kláraði ég bókina "The Curious incident of the dog in the night time" alveg meirihátta bók í alla staði, innsýn í líf drengs með Asperger heilkenni og ævintýri hans. Heyrði fyrst um þessa bók á námskeiði fyrir stærðfræðikennara og hún er full af skemmtilegri stærðfræði er svona smákrimmi annan þráðinn en samt ekki.
kv. Svava
miðvikudagur, desember 17, 2008
mánudagur, desember 15, 2008
föstudagur, desember 12, 2008
Annir, jólamarkaður og gott fólk kvatt.
Það eru hreinlega búnar að vera það miklar annir að ég hef bara ekkert bloggað. Alltaf nóg í skólanum, er núna búin að smíða spurningalistann sem ég ætla að prufukeyra meðan ég er heima og svo er það blessuð aðferðafræðin sem sér nú samt fyrir endann á núna ætla ég að vona, á allavega að skila báðum ritgerðunum 20. jan.
Um síðustu helgi fórum við til Huldu og skelltum jólagjöfunum í skip, þægilegt að vera ekki að ferðast með of mikið, svo ég er sko búin að versla og pakka inn svotil öllum jólagjöfum. Svo á laugardeginum fórum við til Lincoln á jólamarkað í kastalanum. Voðalega huggulegt fórum bara með lestinni og ráfuðum um og keyptum ekkert, nema jólaglögg, jólabjór, og strútborgara !
Það skyggði samt aðeins á helgina að pabbi hans Les lést, hann var búin að vera veikur undanfarið og orðinn mjög fullorðinn.
Hér að neðan er líka minningargrein um fyrrverandi tengdamóður mína hana Sigrúnu, reyndar sagði hún þegar leiðir okkar Mumma lágu í sundur " mér er alveg sama hvað þið gerið, ég ætla samt að vera tengdamamma þín áfram" og það gerði hún þó samskiptin hafi smám saman minnkað. Hennar verður sárt saknað en hún hefur barist við æxli í heila í um 3 ár.
Á miðvikudagskvöldið söng ég með kórnum mínum, tveim öðrum kórum og brassbandi, frekar furðuleg upplifun, það var bara búin að vera ein æfing, en prógrammið öllum gamalkunnugt. Þetta eru árlegir jólatónleikar og stútfull ca 800 manna kirkja. Ég kunni sumt en hreyfði varirnar við annað, nei það er ekki svo slæmt, bara skemmtilegt.
Í dag var svo árslokapartýið í skólanum, ég söng, Winter Wonderland, í allt of lágri tóntegund með taugaveikluðum undirleikara, held samt þetta hafi verið þolanlegt.
Er núna að tína drasl í tösku, reyna að taka ekki of mörg kg af bókum en þarf samt smá!
kv. Svava
Minningargrein Sigrún Guðný Guðmundsdóttir
(Birtist í Morgunblaðinu 7. desember)
Stundum á lífsleiðinni á maður því láni að fagna að kynnast fólki sem bæði reynist manni vel og kennir manni nýja sýn á lífið. Sigrún var ein af þessum manneskjum, ég var svo lánsöm að búa á heimili hennar um stund sem ung kona. Þó margt væri í heimili og átti eftir að fjölga þá fann ég aldrei annað en að ég væri velkomin og var það ómetanlegt.
Í mannmörgu heimili var nóg að gera, við bökuðum flatbrauð og kleinur og úrbeinuðum folöld, tókum slátur og suðum sultu og eyddum við það mörgum góðum stundum í eldhúsinu. Þá ræddum við heima og geima, við skiptumst á skoðunum og ég fann þá stuðning hennar á þægilegan hátt því hún var ekki að skipta sér af að óþörfu. Við áttum líka sameiginleg áhugamál, Sigrún hafði gaman af tónlist og spilaði á gítar og söng svo hún kenndi mér vinnukonugripin og við sungum saman. Hún las mikið og hafði bæði gaman af því að ræða við mig um krimma og rómana og svo að lesa Rasmus Klump fyrir barnabörnin. Það var því frábært þegar hún fór að vinna í bókasafninu og vera í miðri hringiðu bókanna.
Strákunum mínum var hún besta amma, þeim þótti alltaf gott að koma til Sillu ömmu, vissir um að þar væri alltaf tekið hlýlega á móti þeim, svo vel að Jón minn bauð vinunum líka í kaffi, vitandi að þeir fengju allir eitthvað gott í gogginn. Þegar strákarnir fengu að gista mátti panta pizzu en oftar en ekki völdu þeir frekar hafragraut, ekta ömmugraut með hunangi. Hún var ávallt stolt af barnabörnunum en ég fór nú samt hjá mér þegar hún reif Pétur minn úr sokkunum til að sýna gestum hvað hann væri nú með stóra og myndarlegar fætur.
Sigrún hafði skoðanir á flestum hlutum og lét til sín taka ef með þurfti, starfaði bæði með Verkalýðsfélaginu og í bæjarpólitíkinni. Hún vildi veg kvenna sem mestan og hvatti mig óspart að standa fast á mínu, hvað sem ég tók mér fyrir hendur. Dýrmætasti lærdómurinn sem hún gaf mér var að gefast ekki upp sama hvað á móti blési, heldur takast á við erfiðleika með jafnaðargeði og þrautseigju . Hún glímdi alltaf við slæma fótinn sinn en lét það ekki stoppa sig í neinu og það var aðdáunarvert hversu samviskusamlega hún gerði æfingarnar sínar, enda gátu þau Guðmundur notið lífsins lengi við ferðalög og að sinna garðinum og fjölskyldunni.
Ég kveð Sigrúnu með söknuði og þakklæti fyrir að hafa átt hana að og vinskap hennar.
Kæri Guðmundur, börn, barnabörn og tengdabörn bestu samúðaróskir, megi Guð vera með ykkur .
Svava Pétursdóttir
Leeds
Í mannmörgu heimili var nóg að gera, við bökuðum flatbrauð og kleinur og úrbeinuðum folöld, tókum slátur og suðum sultu og eyddum við það mörgum góðum stundum í eldhúsinu. Þá ræddum við heima og geima, við skiptumst á skoðunum og ég fann þá stuðning hennar á þægilegan hátt því hún var ekki að skipta sér af að óþörfu. Við áttum líka sameiginleg áhugamál, Sigrún hafði gaman af tónlist og spilaði á gítar og söng svo hún kenndi mér vinnukonugripin og við sungum saman. Hún las mikið og hafði bæði gaman af því að ræða við mig um krimma og rómana og svo að lesa Rasmus Klump fyrir barnabörnin. Það var því frábært þegar hún fór að vinna í bókasafninu og vera í miðri hringiðu bókanna.
Strákunum mínum var hún besta amma, þeim þótti alltaf gott að koma til Sillu ömmu, vissir um að þar væri alltaf tekið hlýlega á móti þeim, svo vel að Jón minn bauð vinunum líka í kaffi, vitandi að þeir fengju allir eitthvað gott í gogginn. Þegar strákarnir fengu að gista mátti panta pizzu en oftar en ekki völdu þeir frekar hafragraut, ekta ömmugraut með hunangi. Hún var ávallt stolt af barnabörnunum en ég fór nú samt hjá mér þegar hún reif Pétur minn úr sokkunum til að sýna gestum hvað hann væri nú með stóra og myndarlegar fætur.
Sigrún hafði skoðanir á flestum hlutum og lét til sín taka ef með þurfti, starfaði bæði með Verkalýðsfélaginu og í bæjarpólitíkinni. Hún vildi veg kvenna sem mestan og hvatti mig óspart að standa fast á mínu, hvað sem ég tók mér fyrir hendur. Dýrmætasti lærdómurinn sem hún gaf mér var að gefast ekki upp sama hvað á móti blési, heldur takast á við erfiðleika með jafnaðargeði og þrautseigju . Hún glímdi alltaf við slæma fótinn sinn en lét það ekki stoppa sig í neinu og það var aðdáunarvert hversu samviskusamlega hún gerði æfingarnar sínar, enda gátu þau Guðmundur notið lífsins lengi við ferðalög og að sinna garðinum og fjölskyldunni.
Ég kveð Sigrúnu með söknuði og þakklæti fyrir að hafa átt hana að og vinskap hennar.
Kæri Guðmundur, börn, barnabörn og tengdabörn bestu samúðaróskir, megi Guð vera með ykkur .
Svava Pétursdóttir
Leeds
miðvikudagur, desember 03, 2008
Snowed in !!!
Nei ekki alveg en það var samt afsökun einnar sem kom ekki í tíma í dag! Hún býr reyndar við einvern sveitaveg og það var hressileg hálka á vegum í morgun þar sem ekki var búið að salta. Það er búið að vera skítakalt úti og slydda í gær, spáir snjó á morgun og fjölmiðlar tala ekki um annað. Þurftum að skafa bílinn í gær og í dag, ekki gerst áður, áttum enga sköfu og notuðum pottasleikju og spaða !!!
Nei ekki alveg en það var samt afsökun einnar sem kom ekki í tíma í dag! Hún býr reyndar við einvern sveitaveg og það var hressileg hálka á vegum í morgun þar sem ekki var búið að salta. Það er búið að vera skítakalt úti og slydda í gær, spáir snjó á morgun og fjölmiðlar tala ekki um annað. Þurftum að skafa bílinn í gær og í dag, ekki gerst áður, áttum enga sköfu og notuðum pottasleikju og spaða !!!
sunnudagur, nóvember 30, 2008
Meistaramót UMSK í sundi
Meistaramót UMSK í sundi verður haldið í Sundlaug Kópavogs nú um helgina. Mótið stendur yfir bæði laugardag og sunnudag og hefst keppni báða dagana kl. 9:30. Tæplega hundrað keppendur hafa skráð sig til leiks.
Meistaramót UMSK í sundi verður haldið í Sundlaug Kópavogs nú um helgina. Mótið stendur yfir bæði laugardag og sunnudag og hefst keppni báða dagana kl. 9:30. Tæplega hundrað keppendur hafa skráð sig til leiks.
Bergþóra Sól tók þátt í þessu móti um helgina og stóð sig feykivel, varð m.a. í 6. sæti bæði í 50 m. bringusundi og 100 m. bringusundi, stelpurnar sem voru á betri tíma en hún voru allar 11 og 12 ára, þannig að þetta var flottur árangur hjá henni. Að auki keppti hún í skriðsund, bak og boðsundi. Úrslitin úr sundunum er hér og hér
Helgin hjá okkur skötuhjúunum fór hinsvegar í jóla-innkaup og tókst okkur nánast að klára verkefnið, þannig að það er frá og er það vel. Hlökkum bæði heilmikið til að koma heim um jólin.
Kv
Gunnar Halldór
miðvikudagur, nóvember 26, 2008
Glöð að hafa tekið þátt í Olweus verkefninu, hvers vegna ? Fullt af reynslu í vinnslu með stór talnasöfn, kannski ekki flókin greining en nóg til að koma að gagni við að skilja hvernig svona stórar kannanir virka. Annars átti ég fund með leiðbeinendunum í gær og þau rifu í sig uppkastið að spurningalistanum mínum svo enn slatti eftir af því verkefni.
Held ég þurfi líka að segja hvað ég er ótrúlega heppin, ég er alveg orðin fordekruð, er keyrð í skólann, svo er verslað fyrir mig og eldað og ég þarf bara að halda mér að verki við námið. Lucky me :) Takk, takk, takk, takk, takk Gunnar minn :)
Held ég þurfi líka að segja hvað ég er ótrúlega heppin, ég er alveg orðin fordekruð, er keyrð í skólann, svo er verslað fyrir mig og eldað og ég þarf bara að halda mér að verki við námið. Lucky me :) Takk, takk, takk, takk, takk Gunnar minn :)
sunnudagur, nóvember 23, 2008
Tónleikar og dutyful husbands!
Tónleikarnir með LCM kórnum voru í gær, ég hef nú farið betur undirbúin á tónleika an hafði samt gaman af þessu. Það voru nú ekki margir áheyrendur og greinilega fullt af mönnum að rækja eiginmannsskyldurnar að mæta, Gunnar greyið sagði að þetta hefðu verið með leiðinlegri tónleikum sem hann hefur farið á dóninn! Ok kannski pínu satt, fyrir utan kórstykkin sem mér líkar allavega vel þó þau séu fáheyrð, þá var heilmikill orgelleikur sem er nú ekki fyrir alla svona einn og sér Gunnar sagði að ein konan í kórnum hefði dottað undir honum, svo flutti tenórinn sem söng í St Cecilia með okkur nokkur einsöngslög og ekki svo skemmtilega. Mér fannst reyndar frábærir strákar sem sungu í Purcell stykkinu, tveir alt og alveg einstaklega fínn bassi .
laugardagur, nóvember 22, 2008
Ég var að hafa áhyggjur af því að ég væri ekki að læra nóg aðferðarfræði í fyrravetur, en ég get steinhætt því, hugsa ekki um annað þessa dagana, hef gefið aðalefninu smá frí og er núna að einbeita mér að tveimur ritgerðum sem á að skila í janúar, vil vera komin vel á veg með þær áður en ég fer til Íslands. Svo bætti ég við mig að mæta í tíma í öðrum áfanga sem er um meðferð og greiningu gagna, það var sko rétt ákvörðun þó það væri ekki nema vegna þess að í tímanum eru bara doktorsnemar sem flestir eru búinir með sína gagnasöfnun og sum eru það sem ég myndi kalla "scarily smart" og maður lærir eiginlega meira af þeim en kennaranum. Erum líka að læra á hugbúnað til gagnagreiningar.
Gunnar Halldór er orðinn norskur, allavega fór hann í klippingu í gær og sagði rakaranum að hann væri norskur, nennti hreinlega ekki að fara í gegnum alla umræðuna um kreppu og læti.
Gunnar Halldór er orðinn norskur, allavega fór hann í klippingu í gær og sagði rakaranum að hann væri norskur, nennti hreinlega ekki að fara í gegnum alla umræðuna um kreppu og læti.
fimmtudagur, nóvember 20, 2008
Computer says NO
Eins og flest ykkar vitið þá fljúgum við ávalt heim í gegnum Manchester því það er ekki nema klukkutími frá Leeds á flugvöllinn. Þá kemur eingöngu eitt flugfélag til greina sem flýgur þangað á mánudögum og föstudögum, JÁ rétt hjá ykkur, þaaaaað er Icelandair / FlugLEIÐIR.
Svava keypti sinn miða í ágúst en ég fyrir nokkrum vikum. Áætlun Svövu er 12 desember til Íslands og 12 janúar til Englands aftur (hún þarf að vinna á Íslandi vegna doktorsritgerðarinnar), en áætlun mín er 22 des. til Íslands og 5 janúar aftur út. Núnú við fáum boð um að hringja á skrifstofu Icelandair í ákveðna konu (segjum Anna) þar vegna þess að búið væri að fella niður flugið þann 12 desember. Þannig að ég hringdi í gær og “fékk” að hlusta á tónlist í rúman hálftíma og bað síðan um að “Anna” hringdi í mig, vegna þess að mér var sagt að hún væir upptekin. Núnú ekkert gerðis þann daginn, nema hvað að ég gaf aftur upp símanúmerið mitt eftir hina “lögbundnu tónlistarhlustun”. Í dag var ég orðinn svolítið fúll vegna þessa og hringdi aftur og fékk “eyrnanauðgun” og síðan samband við starfsmann sem sagði mér að Anna kæmi klukkan 1100 OG þá kæmi hún til með að hringja, eftir hádegi var ég orðinn mikið fúll ;( og hringdi og fékk “minn skammt” í eyrað og síðan manneskju sem sagðist ætla að hringja STRAX í mig, en eftir smá bið og enginn hringdi (tékkaði t.d. hvort það væri ekki hægt að hringja í símann minn) þá hringdi ég í “tónlistarstöðina” og fékk síðan að tala við starfsmann sem var starfi sínu vaxinn (það sauð á karli). Svövu miða var breytt þannig að hún kemur til með að fljúga í gegnum London 13 des. (það er líka búið að fella niður flugið þann 15 des) og verður hún því að greiða fyrir lestarferð til London, því mér var tjáð að Flugleiðir greiddu EKKI. Ég spurðist þá fyrir hvort ég gæti breytt mínum miða frá 22 des í 19 des, “JÚjú það er hægt, en það kostar 65 þúsund”, breytingargjald og svona gjald og svona gjald. Ég RÆDDI það við hana hvort það væri nú ekki óréttlátt, að þegar ÞEIR fella niður flug og við verðum fyrir kostnaði, töfum og leiðindum þá greiða ÞEIR ekkert en þegar við biðjum um smá leiðréttingu í sambandi við þetta þá eigum VIÐ að greiða helling. Hún sagðist ekkert geta gert neitt því að svona væru “reglurnar”, ég sagði nú vita allt um það að þetta væri ekki spurning að tölvan segði NEI, heldur að einhver ábyrgur aðili kæmist að sanngjarni niðurstöðu.
Það fór hellings tími hjá henni í þetta, nokkur símtöl í mig og aðra, og hringdi siðan í mig og sagði hróðug að ég gæti fengi þessa breytingu fyrir 26 þús. (hmm tölvan búin að skipta um skoðun), ég þakkaði pent fyrir og sagðist eingöngu vera tilbúinn að borga breytingargjald (10 þús), þannig að ekkert varð úr þessu og ég kvaddi hana með þeim orðum að ég vonaðist að Hannes Smárason fengi áfram gjaldfrjálsa farmiða með Icelandair, hann ætti það svo sannarlega skilið.
Kveðja
Gunnar Halldór
PS
Þetta vídeó er gott áður en maður ræðir við starfsfólk tónlistar-flugfélagsins;
Svava keypti sinn miða í ágúst en ég fyrir nokkrum vikum. Áætlun Svövu er 12 desember til Íslands og 12 janúar til Englands aftur (hún þarf að vinna á Íslandi vegna doktorsritgerðarinnar), en áætlun mín er 22 des. til Íslands og 5 janúar aftur út. Núnú við fáum boð um að hringja á skrifstofu Icelandair í ákveðna konu (segjum Anna) þar vegna þess að búið væri að fella niður flugið þann 12 desember. Þannig að ég hringdi í gær og “fékk” að hlusta á tónlist í rúman hálftíma og bað síðan um að “Anna” hringdi í mig, vegna þess að mér var sagt að hún væir upptekin. Núnú ekkert gerðis þann daginn, nema hvað að ég gaf aftur upp símanúmerið mitt eftir hina “lögbundnu tónlistarhlustun”. Í dag var ég orðinn svolítið fúll vegna þessa og hringdi aftur og fékk “eyrnanauðgun” og síðan samband við starfsmann sem sagði mér að Anna kæmi klukkan 1100 OG þá kæmi hún til með að hringja, eftir hádegi var ég orðinn mikið fúll ;( og hringdi og fékk “minn skammt” í eyrað og síðan manneskju sem sagðist ætla að hringja STRAX í mig, en eftir smá bið og enginn hringdi (tékkaði t.d. hvort það væri ekki hægt að hringja í símann minn) þá hringdi ég í “tónlistarstöðina” og fékk síðan að tala við starfsmann sem var starfi sínu vaxinn (það sauð á karli). Svövu miða var breytt þannig að hún kemur til með að fljúga í gegnum London 13 des. (það er líka búið að fella niður flugið þann 15 des) og verður hún því að greiða fyrir lestarferð til London, því mér var tjáð að Flugleiðir greiddu EKKI. Ég spurðist þá fyrir hvort ég gæti breytt mínum miða frá 22 des í 19 des, “JÚjú það er hægt, en það kostar 65 þúsund”, breytingargjald og svona gjald og svona gjald. Ég RÆDDI það við hana hvort það væri nú ekki óréttlátt, að þegar ÞEIR fella niður flug og við verðum fyrir kostnaði, töfum og leiðindum þá greiða ÞEIR ekkert en þegar við biðjum um smá leiðréttingu í sambandi við þetta þá eigum VIÐ að greiða helling. Hún sagðist ekkert geta gert neitt því að svona væru “reglurnar”, ég sagði nú vita allt um það að þetta væri ekki spurning að tölvan segði NEI, heldur að einhver ábyrgur aðili kæmist að sanngjarni niðurstöðu.
Það fór hellings tími hjá henni í þetta, nokkur símtöl í mig og aðra, og hringdi siðan í mig og sagði hróðug að ég gæti fengi þessa breytingu fyrir 26 þús. (hmm tölvan búin að skipta um skoðun), ég þakkaði pent fyrir og sagðist eingöngu vera tilbúinn að borga breytingargjald (10 þús), þannig að ekkert varð úr þessu og ég kvaddi hana með þeim orðum að ég vonaðist að Hannes Smárason fengi áfram gjaldfrjálsa farmiða með Icelandair, hann ætti það svo sannarlega skilið.
Kveðja
Gunnar Halldór
PS
Þetta vídeó er gott áður en maður ræðir við starfsfólk tónlistar-flugfélagsins;
þriðjudagur, nóvember 18, 2008
Svava álfur kálfur og klaufabárður
Við leigðum um helgina sendiferðabíl og fluttum dótið hennar Höllu til Immingham í skip, ég keyrði þar sem allir reikingar eru á mínu nafni og sanna þarf heimilisfang til að leigja bíl eins og annað. Það gekk ljómandi vel og ég var farin að hugleiða sendibílakstur sem annan starfsvettvang, en á leiðinni að skila bílnum villtist ég gleymdi að taka díselolíu og svo loks þegar ég var kominn í hlaðið á leigunni hætti ég að vanda mig og keyrði á vegrið við bensíndælurnar og reif úr brettinu lófastórt stykki, nokkur hundruð pund í vaskinn arrrrggggggg........... ætla bara að halda áfram að vera menntakona.
Við leigðum um helgina sendiferðabíl og fluttum dótið hennar Höllu til Immingham í skip, ég keyrði þar sem allir reikingar eru á mínu nafni og sanna þarf heimilisfang til að leigja bíl eins og annað. Það gekk ljómandi vel og ég var farin að hugleiða sendibílakstur sem annan starfsvettvang, en á leiðinni að skila bílnum villtist ég gleymdi að taka díselolíu og svo loks þegar ég var kominn í hlaðið á leigunni hætti ég að vanda mig og keyrði á vegrið við bensíndælurnar og reif úr brettinu lófastórt stykki, nokkur hundruð pund í vaskinn arrrrggggggg........... ætla bara að halda áfram að vera menntakona.
miðvikudagur, nóvember 12, 2008
Þetta er fyndið; COUNCILS INVESTED £1BN IN TINY VOLCANO SURROUNDED BY FISH
"I suppose the haddock-shaped piece of lava with every new account was probably a clue."
"I suppose the haddock-shaped piece of lava with every new account was probably a clue."
sunnudagur, nóvember 09, 2008
laugardagur, nóvember 08, 2008
A hugely busy day
Þetta er búið að vera annasamur dagur eða þannig, venjulega er rútínan bara fara í skólann, fara heim búið.
Í dag fórum við fyrst til Höllu Kolbeins, fullorðin kona sem býr í Normanton rétt hjá Leeds, við komust í tengsl við hana þegar ættingjar hennar spurðu Huldu systir í vinnunni hjá Samskip, hvar þau gætu fengið aðstoð fyrir hana til að flytja til Íslands, Hulda spurði mig og ég vissi ekki um neitt fyrirtæki en vissi um Gunnar, svo hann er búinn að vera að fara til hennar og pakka öllu niður, og í dag fórum við að þrífa. Hún er búin að vera hér í áraraðir gift breta sem féll frá núna í sumar svo hún vill flytja aftur til Íslands. Svo á föstudag keyrum við hana í flug og dótið hennar í skip.
Eftir þrifin fórum við að sjá Bond í bíó, með Suman, Manvir og Sandhyu, mér fannst þessi nú skárri en síðasta, kannski því ég passaði mig að vera ekki með neinar væntingar, það vantar samt heilmikið upp á að þessi nýji sé eins og alvöru Bond með húmor og alvöru kvennafar, þessi er alltof alvarlegur og skítugur.
Eftir bíó kíktum við á Starbucks, svo kíktum við uppí háskóla þar sem vinkona okkar var búin að bjóða okkur á celebration of Mexican death day, en hann er mikið mál í Mexíkó, bæði minnst þeirra sem eru farinir og gert grín að dauðanum því eftir því sem Myriam segir eru þeir skíthræddir við að deyja. Meiri myndir hér .
föstudagur, nóvember 07, 2008
Vorum að koma úr sundi syntum samtals 2000 m, heheh þe. 1000 m hvort, ég er nú greinilega meiri fiskur en Gunnar, hann var ekki á því að synda svona mikið, en þegar við erum úti að ganga þá er það hann sem dregur mig áfram sérstaklega ef það er upp brekkur, en í lauginni flýt ég nátturulega eins og korktappi verst ef bossinn stendur uppúr og hausinn fer í kaf !!
já það kostaði 6 pund fyrir okkur í sund eða 1200 kr! og engi heitir pottar.
Bættum það svo upp með hálfskrýtnu ´take away´ kjúklingabitar, salat, franskar og þrælsterk chillisósa allt í einni hrúgu.
já það kostaði 6 pund fyrir okkur í sund eða 1200 kr! og engi heitir pottar.
Bættum það svo upp með hálfskrýtnu ´take away´ kjúklingabitar, salat, franskar og þrælsterk chillisósa allt í einni hrúgu.
fimmtudagur, nóvember 06, 2008
Bonfire Night
Gunnar Halldór
Við fórum í uppáhalds garðinn okkar (Roundhay park) í gærkvöldi með Sunday eins og sænska vinkonan hennar Svövu kallar hana en hún heitir Sandhya. Við fórum ásamt miklum fjölda til að horfa á brennu og flugelda og síðan var þarna svið þar sem var hljómsveit og kynnir sem reyndi að koma lýðnum í stuð. Kvöldið í garðinum varð mjög fyndið því allt varð svo mislukkað. Ég tók með mér "Kreppu" (nýja fína myndavélin mín sem var keypt rétt fyrir hrunið á Íslandi), því auðvitað ætlaði ég að taka flottar myndir af öllum flugeldunum, Sandhya var ekki með myndavél og var ánægð á fá bara myndir frá okkur. Þegar við komum í garðinn kom í ljós að "Kreppa" var rafmagnslaus :( , en Svava sagði það væri nú í lægi því hún væri með myndavél (vél sem hún erfði þegar ég fékk "Kreppu")............en þegar á reyndi var hún líka rafmagnslaus :( úfffffff Svava vildi meina að þetta væri allt mér að kenna því hún hafði beðið mig um að hlaða vélina.........já kannski........ég man það óljóst að hún hafi beðið mig um það........þannig að ég tók það að mér að vera The GUILTY ONE. Þannig að við ætluðum bara að horfa á flugeldana og njóta kvöldsins. Kynnirinn reyndi og reyndi að koma lýðnum í stuð með því að fá alla til að "verða háværasti hópurinn í Bretlandi" en það var sama hvað hann reyndi þá heyrðist nánast ekkert í lýðnum,,,,,,,,,,,þannig að ég var farinn að vorkenna strákgreyinu........að lokum gafst hann upp........og það síðasta sem heyrðist til hans var þegar hann og örfáir aðrir töldu niður.........tíu,níu,átta,sjö,,,,,,,,,,,og þá var kveikt í brennunni sem var búin til úr brettum sem brunnu mjög hratt. Síðan var talið niður aftur fyrir flugeldana en þeir sáust varla vegna reykský sem var yfir öllu svæðinu, þannig að þarna brunnu upp flugeldar fyrir fleiri þúsund pund í boði Leeds City Council engum til yndisauka. Þarna voru semsagt tugir þúsunda manns í reykskýi. Ég var mest hissa á því hvað allir tóku þessu létt, þrátt fyrir hálf mislukkað Bonfire kvöld.
KvGunnar Halldór
sunnudagur, nóvember 02, 2008
Hermitarnir
Eitthvað hlýt ég að geta sagt í fréttum , en varla þó, við erum að verða óttalegir "hermitar" hittum fáa nema hvort annað, í vinnuherberginu mínu eru 10 skrifborð en flesta daga erum við bara tvö þar ég og Charles sem er frá Kenya og með einbeittustu mönnum sem ég hef séð. Svo koma hinir í smá stund vinna smá og prenta og hitta kennarnana og biðja, já biðja, einn daginn sá ég bara í bossann á stöllu minni þarna og hélt fyrst að hún hefði misst eitthvað undir borð en við nánari athugun var konugreyið bara að biðja.
Eitthvað hlýt ég að geta sagt í fréttum , en varla þó, við erum að verða óttalegir "hermitar" hittum fáa nema hvort annað, í vinnuherberginu mínu eru 10 skrifborð en flesta daga erum við bara tvö þar ég og Charles sem er frá Kenya og með einbeittustu mönnum sem ég hef séð. Svo koma hinir í smá stund vinna smá og prenta og hitta kennarnana og biðja, já biðja, einn daginn sá ég bara í bossann á stöllu minni þarna og hélt fyrst að hún hefði misst eitthvað undir borð en við nánari athugun var konugreyið bara að biðja.
Við erum farin að kynda erum samt þrælnísk við það, en hér er búið að vera óvenjukalt.
kv. Svava
miðvikudagur, október 29, 2008
Gabríel Veigar
Þá er litli afastrákurinn búinn að fá þetta fallega nafn. Hann var skírður á sunnudaginn og dafnar vel. Drekkur eins og herforingi og stækkar með hverjum deginum. Enda veit hann að hann þarf að vera duglegur að drekka og síðan að borða ef hann ætlar að verða eins stór og sterkur og afi sinn. Að sjá hann núna og hugsa til þess að stelpurnar mínar voru bara svona smábörn fyrir nokkrum árum síðan, kemur manni í skilning um hvað tíminn æðir áfram á ótrúlegum hraða.
Þá er litli afastrákurinn búinn að fá þetta fallega nafn. Hann var skírður á sunnudaginn og dafnar vel. Drekkur eins og herforingi og stækkar með hverjum deginum. Enda veit hann að hann þarf að vera duglegur að drekka og síðan að borða ef hann ætlar að verða eins stór og sterkur og afi sinn. Að sjá hann núna og hugsa til þess að stelpurnar mínar voru bara svona smábörn fyrir nokkrum árum síðan, kemur manni í skilning um hvað tíminn æðir áfram á ótrúlegum hraða.
sunnudagur, október 26, 2008
Hugleiðing
Ég hef verið að hugleiða fréttamat og framsetningu fjölmiðla hér í UK miðað við hvernig hún er á Íslandi.
T.d. hefur í dag verið fjallað mikið um mótmæli gegn valdhöfunum á Íslandi í fréttum BBC og öðrum sjónvarpstöðvum ásamt umfjöllunar á vef sömu aðila. En þegar ég fer á íslenskar fréttaveitur þá er lítið sem ekkert fjallað um þetta, í besta falli gert svona góðlátlegt grín að þessu og í Ríkissjónvarpinu var þetta sjötta frétt á undan t.d. þriðju frétt sem var um að fellihýsi hafi eyðilagst á Kjalanesinu. Þetta segir allt sem segja þarf, fellihýsið er mikilvægara en mótmæli fólksins, Hrunadansi Íslands á öllum sviðum þjóðfélagsins. Annað er það hvernig umfjöllunin er öðruvísi í UK. Hérna er ávalt talað við og tekið dæmi um hvernig þetta mál snertir "venjulegt" fólk. Rætt við þá sem málið varðar, talað semsagt við "grasrótina" En á Íslandi er næstum því eingöngu bara viðtöl við forstjóra stórfyrirtækja, sjórnmálamenn, fulltrúa atvinnulífsins og kannski einhvern forkólf atvinnulífsins. Í frétt BBC var t.d. viðtal við íslending um það hvernig þessi krísa kæmi við hann og hvað viðkomandi hefði að segja um þessi mótmæli. En á Íslandi ekki eitt viðtal þar að lútandi. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum sem ég hef séð á þessum mánuðum sem ég hef búið hérna í UK.
T.d. hefur í dag verið fjallað mikið um mótmæli gegn valdhöfunum á Íslandi í fréttum BBC og öðrum sjónvarpstöðvum ásamt umfjöllunar á vef sömu aðila. En þegar ég fer á íslenskar fréttaveitur þá er lítið sem ekkert fjallað um þetta, í besta falli gert svona góðlátlegt grín að þessu og í Ríkissjónvarpinu var þetta sjötta frétt á undan t.d. þriðju frétt sem var um að fellihýsi hafi eyðilagst á Kjalanesinu. Þetta segir allt sem segja þarf, fellihýsið er mikilvægara en mótmæli fólksins, Hrunadansi Íslands á öllum sviðum þjóðfélagsins. Annað er það hvernig umfjöllunin er öðruvísi í UK. Hérna er ávalt talað við og tekið dæmi um hvernig þetta mál snertir "venjulegt" fólk. Rætt við þá sem málið varðar, talað semsagt við "grasrótina" En á Íslandi er næstum því eingöngu bara viðtöl við forstjóra stórfyrirtækja, sjórnmálamenn, fulltrúa atvinnulífsins og kannski einhvern forkólf atvinnulífsins. Í frétt BBC var t.d. viðtal við íslending um það hvernig þessi krísa kæmi við hann og hvað viðkomandi hefði að segja um þessi mótmæli. En á Íslandi ekki eitt viðtal þar að lútandi. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum sem ég hef séð á þessum mánuðum sem ég hef búið hérna í UK.
Hvað segir þetta okkur? Hefur þetta eitthvað með eigendur fjölmiðilsins að gera og pólitísk tök ráðandi afla á Ríkisútvarpinu? Ég hef verið svo naive hingað til að trúa að eignarhald og stjórnartaumar yfir viðkomandi fjölmiðli hefði lítið sem ekkert að segja. Hvar var t.d. gagnrýnin umfjöllun fjórða valdsins þegar var verið að steypa OKKUR í skuldafen ókominna kynslóða. Núna er ég viss um að ég tek ÖLLU með miklum vara sem frá þeim kemur. Þeim er ekki treystandi.
Kv
Gunnar Halldór
föstudagur, október 24, 2008
Magga í heimsókn
Magga og Óðinn eru búin að vera í heimsókn, þau komu á mánudagskvöldið og við drifum okkur strax á þriðjudeginum í Bolton Abbey fórum í mikinn göngutúr, fengum á okkur eina dempu en rosalega flottan regnboga í skaðabætur.
Á miðvikudeginum fór ég í skólann en Gunnar hjálpaði möggu að eyða peningum, svo fórum við á fínan tapas stað og borguðum með Tesco punktum, ekki slæmt.
Í gær tókum við daginn snemma og fórum í Roundhay Park í flottan göngutúr og enduðum í lunch á pöb. Svo fór Magga til Grimsby og kemur aftur á mánudag til að fara áfram til Manchester og heim. Ég ætla ekki að láta það eftir mér að fara með til Grimsby er eiginlega að dragast eftir áætlun svo ætla bara að halda áfram að vinna.
Myndir frá heimsókninni eru hér http://picasaweb.google.com/svavaoggunnar/MaggaHeimsKn#
sunnudagur, október 19, 2008
Grár raunverjuleikinn ræður núna, er alltaf að reyna að vinna finnst ekkert ganga en hausinn allavega smáfyllist. Svo dregur Gunnar mig í göngutúra, förum í Roundhay Park og þrömmum í kringum vatnið.
Nei það er ekki rétt að segja að ég sé alltaf að vinna, er nefnilega bæði komin í söngtíma og kór í Leeds College of Music, þeir eru með svona outreach department fyrir gamlingja eins og mig. Kennarinn minn er þrælhress, mjög ánægð með mig segir að mér hafi verið kennt vel á Íslandi og mér finnst gott að finna að ég hef fáu gleymt.
föstudagur, október 17, 2008
Til hamingju með afmælið Lilja Björg
Samkvæmt mínum útreikningum er nýi framhaldsskólaneminn nú að vera orðinn 16 ára, hún er í Menntaskólanum í Kópavogi og passar svo börn á líkamsræktarstöð, dugleg stelpa :)
Samkvæmt mínum útreikningum er nýi framhaldsskólaneminn nú að vera orðinn 16 ára, hún er í Menntaskólanum í Kópavogi og passar svo börn á líkamsræktarstöð, dugleg stelpa :)
From Gamlárskvöld, New years eve |
þriðjudagur, október 14, 2008
laugardagur, október 11, 2008
Til hamingju með daginn Guðbjörg
Það er ekkert smá afmæli að eiga að baki 90 ár. Bestu hamingjuóskir með daginn og vona að allir skemmti sér vel í partýinu þínu á sunnudaginn.
Vil kannski ekki vera að skrifa nein leiðindi á svona flottum degi, en þrátt fyrir kreppu hef ég það allt í lagi, fólk sem ég hitti hefur meiri áhyggjur að það sé í lagi með mig en hvað Íslendingar séu miklir hryðjuverkamenn. Lifi bara eins or kirkjurotta og fékk reyndar þær góðu fréttir að ég hefði fengið smá styrk frá skólanum svo það eru aðeins minni skólagjöld sem bíða greiðslu. Þarf bara núna að hætta að lesa fréttir og koma einbeitningunni aftur í gang.
mánudagur, október 06, 2008
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN HULDA :)
Best að henda inn nokkrum línum, það kostar ekki neitt og það er það eina sem maður leyfir sér þessa dagana ! Er i hálfgerðu losti yfir þessu gengi og Gunnar hlær eins og vitleysingur og segir að annað sé ekki hægt. Í janúar vorum við svo heppin að vera nýbúin að borga skólagjöldin áður en gengið fór af stað en nú er allt farið til andskotans ( afsakið orðbragðið) og ég þarf að borga skólagjöldin á næstu dögum.
pínu pinu bót í máli að ég er búin að fá vinnu í bókasafninu 4 tíma á viku næ allavega að vinna fyrir strætógjaldi! Fyrsti dagurinn í dag.
Nú eru afmælin á fullu Kristín Hrönn varð 20 ára í gær, hjartanlega til hamingju ef þú lest þetta, Skapti Ben var líka í gær orðinn 13 ára og Hulda systir er , hey hún á hálfstórafmæli var ekki búin að átta mig á því en hún er 35 Til hamingju með daginn
PS ætli Gunnar sé ekki svona á svipinn yfir genginu, eða óáfenga bjórnum sem hann fékk þarna um daginn!
Best að henda inn nokkrum línum, það kostar ekki neitt og það er það eina sem maður leyfir sér þessa dagana ! Er i hálfgerðu losti yfir þessu gengi og Gunnar hlær eins og vitleysingur og segir að annað sé ekki hægt. Í janúar vorum við svo heppin að vera nýbúin að borga skólagjöldin áður en gengið fór af stað en nú er allt farið til andskotans ( afsakið orðbragðið) og ég þarf að borga skólagjöldin á næstu dögum.
pínu pinu bót í máli að ég er búin að fá vinnu í bókasafninu 4 tíma á viku næ allavega að vinna fyrir strætógjaldi! Fyrsti dagurinn í dag.
Nú eru afmælin á fullu Kristín Hrönn varð 20 ára í gær, hjartanlega til hamingju ef þú lest þetta, Skapti Ben var líka í gær orðinn 13 ára og Hulda systir er , hey hún á hálfstórafmæli var ekki búin að átta mig á því en hún er 35 Til hamingju með daginn
PS ætli Gunnar sé ekki svona á svipinn yfir genginu, eða óáfenga bjórnum sem hann fékk þarna um daginn!
mánudagur, september 29, 2008
Gunnar sendi mér myndir í dag, gullfallegur strákur og ég sé ekki betur en að Gunnar sé alsæll með nýja hlutverkið. Hér til hliðar eru myndir af prinsinum með fjölskyldunni allri . Móðir og sonur eru komin heim núna og heilsast bara vel.
Ég var að koma úr söngtíma með yndilegum kennara pínulítil og röggsöm á ákveðin og glaðværan hátt, akkúrat sem þarf til að ýta mér áfram.
Prufukeyrði líka vinnuaðstöðuna sem mér hefur verið úthlutað uppi í skóla, verður fínt að hafa sitt borð og drasl á einum stað, þó þetta sé ekkert voðalega vistlegt, koma myndir kannski síðar.
föstudagur, september 26, 2008
Litli maðurinn er kominn í heiminn !
Til hamingju Kristín Hrönn og Reynir.
Gunnar hringdi áðan með fréttirnar, Kristín Hrönn elsta dóttir hans eignaðist son áðan, allt gekk vel og þau eru hress, en drengurinn er 10 merkur. Fáum meiri fréttir síðar og vonandi fullt af myndum því nýbakaði afinn fjárfesti í svaka myndavél á leiðinni til Íslands en hann var alsæll í veiði búinn að fá fjóra laxa.
Gerður og fjölskylda eru komin og farin til Huldu, vorum aðallega að þvælast í búðum, skoðuðum háskólann og kynntum okkur úrval skyndibita í hverfinu. Ætla svo að kíkja til Grimsby um helgina.
sunnudagur, september 21, 2008
Í gær voru tónleikarnir hjá Leeds Methodist choir, ferlega gaman að syngja í svona flottri byggingu og tónleikarnir gengu bara vel, þó mér hafi fundist það ansi bratt að hitta hljómsveitina í fyrsta skipti í gær þá bara gekk það snuðrulaus, stjórnandinn búinn að fara vel í allar innkomur með okkur svo það bara rúllaði flott.
Ég var bara ánægð að geta selt nokkra miða, Gunnar kom auðvitað, Paula nágranni okkar frá Stanmore Grove kom og Hulda og Les líka, við skelltum okkur svo í síðbúinn kvöldverð.
Í morgun eftir gestamorgunverð með lummum og baconi steðjuðum við á Thackray Museum sem er um heilsu og lækningar hér í Leeds frá 18 öld, mikið erum við heppin að vera uppi núna en ekki þá. Svo uppí Roundhay Park enda veðrið dásamlegt.
Svo fékk ég símtal áðan, frá Leeds College of Music og ég fæ söngtíma í vetur, jibbí !
Skriffinnskan í skólanum rúllar líka áfram og búin að fá bréf með formlegu boði frá þeim, en get ekki innritast fyrr en 1.10 meira bullið.
Við Gunnar fórum í 'white wine and nibbles' í skólanum á föstudaginn í tilefni þess að 2 af 3 náttúrfræðistofunum voru teknar í gegn í sumar, kannski líka að þau eru með nýja unga hressa konu sem nennir að skipuleggja svona. Allavega þá hélt ég að þetta yrði stutt og pent en endaði með prófessornum mínum fyllandi glasið mitt endalaust og setið lengur en áætlað var, bara gaman en kannski ekki það skynsamlegasta daginn fyrir tónleika.
Ég var bara ánægð að geta selt nokkra miða, Gunnar kom auðvitað, Paula nágranni okkar frá Stanmore Grove kom og Hulda og Les líka, við skelltum okkur svo í síðbúinn kvöldverð.
Í morgun eftir gestamorgunverð með lummum og baconi steðjuðum við á Thackray Museum sem er um heilsu og lækningar hér í Leeds frá 18 öld, mikið erum við heppin að vera uppi núna en ekki þá. Svo uppí Roundhay Park enda veðrið dásamlegt.
Svo fékk ég símtal áðan, frá Leeds College of Music og ég fæ söngtíma í vetur, jibbí !
Skriffinnskan í skólanum rúllar líka áfram og búin að fá bréf með formlegu boði frá þeim, en get ekki innritast fyrr en 1.10 meira bullið.
Við Gunnar fórum í 'white wine and nibbles' í skólanum á föstudaginn í tilefni þess að 2 af 3 náttúrfræðistofunum voru teknar í gegn í sumar, kannski líka að þau eru með nýja unga hressa konu sem nennir að skipuleggja svona. Allavega þá hélt ég að þetta yrði stutt og pent en endaði með prófessornum mínum fyllandi glasið mitt endalaust og setið lengur en áætlað var, bara gaman en kannski ekki það skynsamlegasta daginn fyrir tónleika.
miðvikudagur, september 17, 2008
Við fengum gesti í dag, gaman að fá góða gesti, Jakob sem vann á hæðinni á Hvammstanga með Gunnari og Sigga konan hans. Þau eru að heimsækja vini og spila golf og eyddu deginum með okkur. Við fórum í heimsókn í Harewood House, eitt af þessum stóru eignum með svaka hús, fullt af listaverkum og skrauti, flottir garðar og þarna er líka stór fuglagarður og planitarium. Væri hægt að eyða þarna mörum dögum. Meiri myndir á picasa en engar innanhús mátti ekki taka myndir.
ps. hvernig væri nú að skella inn einu commenti eða svo ?
sunnudagur, september 14, 2008
Lift your mood with Radox and Friends !
Ég held ég hafi áður skrifað um fíkn mína að horfa á Friends og kannski líka að þeir sem ég umgengst smitast fljótt.
Þegar ég horfði fyrst á þættina horfði Pétur oft með mér og síðasta vetur Bergþóra, í sjónvarpi er það oft einn sponsor sem á auglýsingarnar fyrir og eftir ákveðinn þátt, hér er það Radox freyðibað sem sponsorar Friends og Bergþóra lærði fljótt 'lift your mood with Radox and Friends' og endurtók hann alltaf með tilþrifum.
Nú er það Gunnar greyið listaspíran sjálf sem er farinn að sogast inn í Friends heiminn, getur örugglega bráðum farið að geta bleiku spurningarnar í Trivial og orðið þá þungur viðureignar. En svo ég klári fyrra efni þá er 'radox-friends' frasinn það sem minnir okkur helst á Bergþóru þessa dagana þar sem Gunnar situr og horfir á Friends með mér, þá kemur annar frasi í huga frá íslenskum fjölmiðlamanni 'sé ég tár á hvarmi?'
Annars heyrist okkur á Bergþóru að hún plumi sig vel í Kópavogsskóla, er mest ánægð með að vera í allskyns fögum eins og textilmennt og íþróttirnar séu miklu betri. Englendingar setja mest trukk í 'the core subjects' ensku, stærðfræði og náttúrufræði, listum og íþróttum er ekki gert hátt undir höfði og stýring samræmdra prófa og obinberra úttekta 'Ofsted' alsráðandi.
Bergþóra hefur samt ekki mikið getað verið með í íþróttum undanfarið þar sem hún braut á sér fótinn á hlaupahjóli. Brotið var 'gott' og síðast þegar við heyrðum í henni var hún laus við gifsið svo vonandi kemst hún bráðum í íþróttir og á sundæfingar.
Ég held ég hafi áður skrifað um fíkn mína að horfa á Friends og kannski líka að þeir sem ég umgengst smitast fljótt.
Þegar ég horfði fyrst á þættina horfði Pétur oft með mér og síðasta vetur Bergþóra, í sjónvarpi er það oft einn sponsor sem á auglýsingarnar fyrir og eftir ákveðinn þátt, hér er það Radox freyðibað sem sponsorar Friends og Bergþóra lærði fljótt 'lift your mood with Radox and Friends' og endurtók hann alltaf með tilþrifum.
Nú er það Gunnar greyið listaspíran sjálf sem er farinn að sogast inn í Friends heiminn, getur örugglega bráðum farið að geta bleiku spurningarnar í Trivial og orðið þá þungur viðureignar. En svo ég klári fyrra efni þá er 'radox-friends' frasinn það sem minnir okkur helst á Bergþóru þessa dagana þar sem Gunnar situr og horfir á Friends með mér, þá kemur annar frasi í huga frá íslenskum fjölmiðlamanni 'sé ég tár á hvarmi?'
Annars heyrist okkur á Bergþóru að hún plumi sig vel í Kópavogsskóla, er mest ánægð með að vera í allskyns fögum eins og textilmennt og íþróttirnar séu miklu betri. Englendingar setja mest trukk í 'the core subjects' ensku, stærðfræði og náttúrufræði, listum og íþróttum er ekki gert hátt undir höfði og stýring samræmdra prófa og obinberra úttekta 'Ofsted' alsráðandi.
Bergþóra hefur samt ekki mikið getað verið með í íþróttum undanfarið þar sem hún braut á sér fótinn á hlaupahjóli. Brotið var 'gott' og síðast þegar við heyrðum í henni var hún laus við gifsið svo vonandi kemst hún bráðum í íþróttir og á sundæfingar.
þriðjudagur, september 09, 2008
Upphafið að endalokunum
Þá er ég búin að senda frá mér uppkast af fyrsta skammti af fyrsta hluta af fyrirhugaðri doktorsritgerð...
Vinkonur mínar margar eru horfnar á braut, keyrði Islauru á flugvöllinn hún var að taka með sér fullt af dóti til Kúbu. Fei er farin til Kína, Sumin er í Kanada núna er kemur aftur í október og Sandhya og nokkrar enn ætla að vera hér fram að útskrift, ferðast, taka hlutastörf og dingla sér.
Nyree er líka farin til Turks og Caicos, núna hafa fréttir af fellibyljum í Karabíska hafinu allt aðra þýðingu þegar maður á vini þar, vona bara að Islaura hafi komist alla leið og all verið i lagi heima hjá henni.
Við erum aftur farin að fara í göngutúra eftir of langt letitímabil, veitir ekki af, Gunnar fór til Noregs og léttist og ég sit við lestur og þyngist uss uss uss.
Förum þá í Rounday park sem er alveg dásamlegur og njótum okkar með róðramönnum, joggurum, hundum, svönum og hoppandi fiskum. Ég er líka að setja nokkrar myndir í picasa albúmið.
föstudagur, september 05, 2008
Ferð til fjár (Ålesund)
Þegar Svava tók á móti mér á lestarstöðinni í Leeds eftir ferðina til Noregs, var það fyrsta sem hún sagði; "Hvaða villimaður er nú þetta"
Núna eru nokkrir dagar síðan ég kom úr rúmlega hálfs mánaðar ferðalagi til Noregs. Ástæða ferðar minnar þangað var að Bjössi vinur minn hringdi og spurði hvort ég vildi ekki koma og aðstoða hann við að veiða eina ufsagöngu eða svo. Ferðalagið var eftirfarindi og hófst klukkan átta um morguninn, 2 tíma lestarferð frá Leeds til Derby og síðan 40 mín rútuferð til East Midlands Airport og eftir töluðverða bið 2 tíma flug til Gardemoen, Oslo flugvallar og önnur eins bið eftir næturrútunni til Ålesund. Rútan kom klukkan ellefu og ég kom til Álasundar um átta leitið um morguninn eftir þar sem Bjössi tóka á móti mér. Ég fór síðan sömu leið til baka og ódýrasti ferðamátinn var flugið til og frá Ósló (ferðin til East Midlands Airport frá Ledds var einn pakki), svona er þetta nú öfugsnúið stundum í frumskógi flugfargjalda. Leitið og þér munuð finna lögmálið.
Ålesund er virkilega fallegur bær sem var algjörlega endurbyggður eftir að bærinn brann til kaldra kola árið 1904. Bærinn var endurbyggður í Jugendstíl (Art Nouveau) og aðal áhrifavaldur í því var Wilhem keisari sem kom reglulega þangað í sumarfríum sínum og var heillaður af norsku fjörðunum.
Við félagarnir vorum semsagt þarna saman í tvær vikur á ufsaveiðum. Veiðarnar gengu ágætlega og eftir bara 2 daga var ég búinn að vinna fyrir fargjaldinu. Þetta var líka alveg meiriháttar að vera út á sjó og inná fallegum fjörðum og upplifa náttúruna á fullu. Báturinn heitir Cindy og fór vel með mann. Við fengum frá nokkur hundruð kílóum á dag til 1 og hálft tonn eftir einn daginn. Síðan var nú tími inn-á-milli að túristast svolítið, njóta góðs matar og drykkjar. Bara nokkuð gott og einnig var líka gaman að taka þátt í Den Norske Matfestivalen i Ålesund og fl.
Eftir góða ferð til Noregs var nú gott að koma aftur heim í mjúkan faðminn en samt kem ég nú til með að fljúga til Íslands 22 september og stoppa í 3 vikur.
Gunnar Halldór
Þegar Svava tók á móti mér á lestarstöðinni í Leeds eftir ferðina til Noregs, var það fyrsta sem hún sagði; "Hvaða villimaður er nú þetta"
Núna eru nokkrir dagar síðan ég kom úr rúmlega hálfs mánaðar ferðalagi til Noregs. Ástæða ferðar minnar þangað var að Bjössi vinur minn hringdi og spurði hvort ég vildi ekki koma og aðstoða hann við að veiða eina ufsagöngu eða svo. Ferðalagið var eftirfarindi og hófst klukkan átta um morguninn, 2 tíma lestarferð frá Leeds til Derby og síðan 40 mín rútuferð til East Midlands Airport og eftir töluðverða bið 2 tíma flug til Gardemoen, Oslo flugvallar og önnur eins bið eftir næturrútunni til Ålesund. Rútan kom klukkan ellefu og ég kom til Álasundar um átta leitið um morguninn eftir þar sem Bjössi tóka á móti mér. Ég fór síðan sömu leið til baka og ódýrasti ferðamátinn var flugið til og frá Ósló (ferðin til East Midlands Airport frá Ledds var einn pakki), svona er þetta nú öfugsnúið stundum í frumskógi flugfargjalda. Leitið og þér munuð finna lögmálið.
Ålesund er virkilega fallegur bær sem var algjörlega endurbyggður eftir að bærinn brann til kaldra kola árið 1904. Bærinn var endurbyggður í Jugendstíl (Art Nouveau) og aðal áhrifavaldur í því var Wilhem keisari sem kom reglulega þangað í sumarfríum sínum og var heillaður af norsku fjörðunum.
Við félagarnir vorum semsagt þarna saman í tvær vikur á ufsaveiðum. Veiðarnar gengu ágætlega og eftir bara 2 daga var ég búinn að vinna fyrir fargjaldinu. Þetta var líka alveg meiriháttar að vera út á sjó og inná fallegum fjörðum og upplifa náttúruna á fullu. Báturinn heitir Cindy og fór vel með mann. Við fengum frá nokkur hundruð kílóum á dag til 1 og hálft tonn eftir einn daginn. Síðan var nú tími inn-á-milli að túristast svolítið, njóta góðs matar og drykkjar. Bara nokkuð gott og einnig var líka gaman að taka þátt í Den Norske Matfestivalen i Ålesund og fl.
Eftir góða ferð til Noregs var nú gott að koma aftur heim í mjúkan faðminn en samt kem ég nú til með að fljúga til Íslands 22 september og stoppa í 3 vikur.
Gunnar Halldór
þriðjudagur, september 02, 2008
Gamlar myndir
Var að garfa í tölvunni og setti slatta af ,, gömlum'' myndum á Facebook. Smellið ef þið viljið kíkja.
Var að garfa í tölvunni og setti slatta af ,, gömlum'' myndum á Facebook. Smellið ef þið viljið kíkja.
laugardagur, ágúst 30, 2008
Búin að endurheimta bóndann, og við drifum okkur bara eftir skyndihugettu að sjá Evitu í Grandtheater, þetta var farsýning frá West End og bara alveg svakalega góð sérstaklega sú sem söng aðalhlutverkið. Við löbbuðum bara niður í bæ, eftir sýning fórum við á Indverskan og svo var veðrið svo dásamlegt að við bara gengum heim aftur, ekki amalegt að vera svona nálægt miðbænum.
Annars er ég með tvö lög í uppáhaldi þessa dagana, hvorugt úr Evitu, annað er með Hönsu og Ragnhildi Gísla Perlukafaradúettinn eftir Bizet, og svo hlær Gunnar að mér að fíla Pál Rósinkrans syngja þetta lag því Katie Melua, sem mér finnst eiginlega of væmin, "á" eiginlega þetta lag en svona er þetta bara.
Svona gerir Páll þetta, en Katie svona, hvað finnst ykkur ? Lagið er allavega gott.
þriðjudagur, ágúst 26, 2008
Teljarar
Við erum núna búin að vera með teljara á síðunni í næstum ár. Ferlega gaman að fylgjast með umferðinni og heldur manni við efnið að skrifa stundum eitthvað.
Gestir samtals eru orðnir 3022, við sjáum að þetta eru mest sömu ip tölurnar og þekkjum orðið vini og vandamenn. Svo detta inn skrýtnir gestir í gegnum leitarsíður, í morgun kom einn frá Kína var að leita á google á nafni á klaustri í Tíbet sem við höfðum heimsótt, ekki góðar upplýsingar fyrir hann á íslensku. Leitarorðið sem skilar flestum gestum er Tenerife.
Mánudagar fá flesta gesti og gestir eru flestir milli 9 og 10 á kvöldin, sem þýðir að ég ætti að tryggja á sunnudagskvöldum að skella inn helgarpistli :) Well er á leiðinni á bókasafnið tek strætó, rán um hábjartan dag að borga bílastæðagjöld, svo er kóræfing í kvöld :)
Við erum núna búin að vera með teljara á síðunni í næstum ár. Ferlega gaman að fylgjast með umferðinni og heldur manni við efnið að skrifa stundum eitthvað.
Gestir samtals eru orðnir 3022, við sjáum að þetta eru mest sömu ip tölurnar og þekkjum orðið vini og vandamenn. Svo detta inn skrýtnir gestir í gegnum leitarsíður, í morgun kom einn frá Kína var að leita á google á nafni á klaustri í Tíbet sem við höfðum heimsótt, ekki góðar upplýsingar fyrir hann á íslensku. Leitarorðið sem skilar flestum gestum er Tenerife.
Mánudagar fá flesta gesti og gestir eru flestir milli 9 og 10 á kvöldin, sem þýðir að ég ætti að tryggja á sunnudagskvöldum að skella inn helgarpistli :) Well er á leiðinni á bókasafnið tek strætó, rán um hábjartan dag að borga bílastæðagjöld, svo er kóræfing í kvöld :)
sunnudagur, ágúst 24, 2008
Afmæli í ágúst.
Til hamingju með afmælið Iðunn systir, ekki nóg með það að hafa átt afmæli í gær þá skellti hún sér á Bifröst í skóla, er búin að vera að mjólka inn einingar í FS í gegnum árin en nú er sko kominn tími á næsta stig. Óska þér góðs gengis og býð þig velkomna í hóp háskólanema :)
Gerður systir hamast við að klárast sína mastersgráðu nú í september og ég rembist við að lesa, nóg að gera hjá skólakonum.
Nú er afmælisvertíðin sem sagt að byrja í okkar fjölskyldu, sniðugt hvernig þetta er allt á einum árstíma, Soffía byrjaði 2. ágúst, svo Óðinn þann. 10 og er núna orðinn 13 ára, þau fermast 3 núna í vor systrabörn mín, orðið stórt þetta lið. Já og vo eigum við öll afmæli á sjö mánuðum. Bara mágar mínir sem brjóta upp mynstrið og eru í Júní. (verð líka að viðurkenna að ég get ekki fyrir mitt litla líf munað afmælisdaginn hennar Röggu mágkonu en finns það endilega vera einhverntímann um haustið, hressið upp á minnið mitt endilega)
Well, endurheimti bóndann á fimmtudagskvöldið ósköp verður það nú notalegt.
Grasekkjan kveður í bili.
ps. er búin að kaupa mér miða verð á klakanum 12. des - 12. jan.
Til hamingju með afmælið Iðunn systir, ekki nóg með það að hafa átt afmæli í gær þá skellti hún sér á Bifröst í skóla, er búin að vera að mjólka inn einingar í FS í gegnum árin en nú er sko kominn tími á næsta stig. Óska þér góðs gengis og býð þig velkomna í hóp háskólanema :)
Gerður systir hamast við að klárast sína mastersgráðu nú í september og ég rembist við að lesa, nóg að gera hjá skólakonum.
Nú er afmælisvertíðin sem sagt að byrja í okkar fjölskyldu, sniðugt hvernig þetta er allt á einum árstíma, Soffía byrjaði 2. ágúst, svo Óðinn þann. 10 og er núna orðinn 13 ára, þau fermast 3 núna í vor systrabörn mín, orðið stórt þetta lið. Já og vo eigum við öll afmæli á sjö mánuðum. Bara mágar mínir sem brjóta upp mynstrið og eru í Júní. (verð líka að viðurkenna að ég get ekki fyrir mitt litla líf munað afmælisdaginn hennar Röggu mágkonu en finns það endilega vera einhverntímann um haustið, hressið upp á minnið mitt endilega)
Well, endurheimti bóndann á fimmtudagskvöldið ósköp verður það nú notalegt.
Grasekkjan kveður í bili.
ps. er búin að kaupa mér miða verð á klakanum 12. des - 12. jan.
þriðjudagur, ágúst 19, 2008
Of mikið af kóngulóm, það er búin að vera vætusöm tíð og þá.... koma kóngulærnar inn, ég er nú ekki mikil skræfa þegar pöddur eru annars vegar en stórar hlaupandi ..... argh það er of mikið svona nálægt manni, bara í dag var ein í baðinu, ein í ferðatöskunni þar sem ég var að leita að hvítu blússunni sem ég ætla að vera í á tónleikunum, og ein bara á elhúsgólfinu. Vona að þetta sé einsdæmi.
Tónleikarnir já, ég fann svona sumarkór held ég hafi verið búin að segja frá því en allavega erum að æfa 'feel the spirit' safn af gospel sálum útsettum af John Rutter og the Crucifixion eftir John Stainer, bara gaman en hjálpi mér hvað ég er dottin úr æfingu, alger haugur leyfa mér að detta svona úr þjálfun en reyndar verið að dunda annað.
Fékk verkefnið til baka sem ég skilaði í júlí, fékk 63 bara fín einkunn.
sunnudagur, ágúst 17, 2008
Á ég ekki bara að sýna ykkur mynd af fallegu blómi ? Eða hverfinu þar sem við búum ?
Núna þegar við búum í þéttbýlinu, þá skilur maður alla þessa almenningsgarða. Fórum um daginn í göngutúr og tókum fullt af blómamyndum.
Ekkert að frétta, er bara heima að lesa og alveg agalega erfitt að halda sér að verki. Bjargar mér að fara út og hitta stelpurnar sem eru reyndar að týna tölunni, farnar heim til Oman, Turcs og Caicos, Kanada ......... sumar búnar að klára og sumir ætla að klára að skrifa heima. Hér eru nokkrar myndir af Leedsvinkonum.
Gunnar var úti á sjó síðast þegar ég talaði við hann búinn að fá 800 kg af ufsa og nokkra golþorska.
Núna þegar við búum í þéttbýlinu, þá skilur maður alla þessa almenningsgarða. Fórum um daginn í göngutúr og tókum fullt af blómamyndum.
Ekkert að frétta, er bara heima að lesa og alveg agalega erfitt að halda sér að verki. Bjargar mér að fara út og hitta stelpurnar sem eru reyndar að týna tölunni, farnar heim til Oman, Turcs og Caicos, Kanada ......... sumar búnar að klára og sumir ætla að klára að skrifa heima. Hér eru nokkrar myndir af Leedsvinkonum.
Gunnar var úti á sjó síðast þegar ég talaði við hann búinn að fá 800 kg af ufsa og nokkra golþorska.
þriðjudagur, ágúst 12, 2008
Home alone................
Jæja nú hafa skipast veður í lofti, báðir karlarnir mínir flognir á burt.
Jón fór í gærkvöldi, bara kátur að fara að hitta vinina og kærustuna, búinn að fá nóg af að hanga hér, held að hann hafi samt notið þess að slappa rækilega af.
Bjössi trillukarl í Noregi, vinur Gunnars bauð honum í heimsókn að taka þátt í að fanga eina ufsagöngu eða svo, svo hann verður sjómaður næstu tvær vikurnar.
Jæja nú hafa skipast veður í lofti, báðir karlarnir mínir flognir á burt.
Jón fór í gærkvöldi, bara kátur að fara að hitta vinina og kærustuna, búinn að fá nóg af að hanga hér, held að hann hafi samt notið þess að slappa rækilega af.
Bjössi trillukarl í Noregi, vinur Gunnars bauð honum í heimsókn að taka þátt í að fanga eina ufsagöngu eða svo, svo hann verður sjómaður næstu tvær vikurnar.
laugardagur, ágúst 02, 2008
Dagarnir fljúga hjá núna þó það sé ekki beint mikið að gera. Við enduðum á að vera í Grimsby fram á mánudag því bílgreyið var víst svo ryðgað að neðan að Les þurfti að sjóða fullt undir hann. Ekki slæmt að eiga mág sem getur reddað svona fyrir mann.
Við erum búin að kaupa og kaupa stöff, það þarf víst þegar maður flytur úr húsi fullu af græjum og í tómt hús. Listinn er svona núna:
þvottavél 60
rúm fyrir gestaherbergi 40
rúm fyrir okkur 200
teketill og brauðrist 24
lök og dýnuhlíf og ruslatunna og skrifborð og uppþvottagrind ofl. ca 50
vorum hagkvæm í innkaupum og keyptum stóru hlutina notaða en í fínu standi.
Er núna búin að skila rannsóknaráætlun og formlegri umsókn er annars lítið að gera í náminu þarf að fara að koma mér í gang aftur.
Íbúðin mín á Hringbrautinni er laus ef þið vitið um einhvern sem vill kaupa eða leigja........
Jón er enn hér, á rúma viku eftir, hann lætur sig hafa þessa útlegð, spilar World of Warcraft og horfir á sjónvarp. Við fórum í gærkvöldi að sjá The Dark Knight, skrítin mynd dark og gloomy miðað við svona hetjumynd.
C U Svava
Við erum búin að kaupa og kaupa stöff, það þarf víst þegar maður flytur úr húsi fullu af græjum og í tómt hús. Listinn er svona núna:
þvottavél 60
rúm fyrir gestaherbergi 40
rúm fyrir okkur 200
teketill og brauðrist 24
lök og dýnuhlíf og ruslatunna og skrifborð og uppþvottagrind ofl. ca 50
vorum hagkvæm í innkaupum og keyptum stóru hlutina notaða en í fínu standi.
Er núna búin að skila rannsóknaráætlun og formlegri umsókn er annars lítið að gera í náminu þarf að fara að koma mér í gang aftur.
Íbúðin mín á Hringbrautinni er laus ef þið vitið um einhvern sem vill kaupa eða leigja........
Jón er enn hér, á rúma viku eftir, hann lætur sig hafa þessa útlegð, spilar World of Warcraft og horfir á sjónvarp. Við fórum í gærkvöldi að sjá The Dark Knight, skrítin mynd dark og gloomy miðað við svona hetjumynd.
C U Svava
laugardagur, júlí 26, 2008
Er búin að bæta við fullt af nýjum myndum á picasa safnið okkar.
- frá flutningum í nýtt hús eigum samt eftir að koma okkur fyrir og mynda almennilega
- frá 'farewell' partýinu sem við héldum fyrir Bergþóru, buðum öllum bekknum, og skátunum, leigðum hoppukastala, grilluðum og mikið stuð.
- í Bergþóru albúmið bætti við myndum úr sundi, skátum og skrúðgöngu með skólanum
- nokkrar myndir í 'krakkar í heimsókn'
- og nýtt albúm frá Blackpoolferðinni.
Erum nú í Grimsby, fórum með dótið hennar BErgþóru í skip og bílinn í viðgerð og skoðun.
- frá flutningum í nýtt hús eigum samt eftir að koma okkur fyrir og mynda almennilega
- frá 'farewell' partýinu sem við héldum fyrir Bergþóru, buðum öllum bekknum, og skátunum, leigðum hoppukastala, grilluðum og mikið stuð.
- í Bergþóru albúmið bætti við myndum úr sundi, skátum og skrúðgöngu með skólanum
- nokkrar myndir í 'krakkar í heimsókn'
- og nýtt albúm frá Blackpoolferðinni.
Erum nú í Grimsby, fórum með dótið hennar BErgþóru í skip og bílinn í viðgerð og skoðun.
fimmtudagur, júlí 24, 2008
Halló aftur...
Síðan við blogguðum síðast erum við búin að fara til Blackpool yfir eina nótt gistum á einu af mýmörgum litlum hótelum sem eru þarna við ströndina. Fórum í vatnsgarð þar með rennibrautum og fossum mikið stuð. Lilja og Jón fóru í go-kart og við prófuðum traminn sem gengur eftir sjávarsíðunni.
Stelpurnar fóru svo á föstudaginn svo nú og meira seinna.
Höfum einfaldlega ekki haft tíma að blogga
Skrifum fljótlega aftur og ítarlegri fréttir.
Síðan við blogguðum síðast erum við búin að fara til Blackpool yfir eina nótt gistum á einu af mýmörgum litlum hótelum sem eru þarna við ströndina. Fórum í vatnsgarð þar með rennibrautum og fossum mikið stuð. Lilja og Jón fóru í go-kart og við prófuðum traminn sem gengur eftir sjávarsíðunni.
Stelpurnar fóru svo á föstudaginn svo nú og meira seinna.
Höfum einfaldlega ekki haft tíma að blogga
Skrifum fljótlega aftur og ítarlegri fréttir.
laugardagur, júlí 12, 2008
Krakkar í heimsókn
Lítið um blogg núna, búið að vera mikið að gera eða kannski erill.
Bergþóra hefur nú lokið skólagöngu í Leeds, búin að kveðja alla og fékk frábærar umsagnir frá kennara og skólastjóra, líka dásamleg kort frá bekkjarfélögum þar sem stelpurnar tala um bros og létta lund en strákarnir um hæfileika hennar í tæklingum !
Pétur er kominn og farinn. Ég fór með stóra liðið í Alton Towers, stóran tívolígarð með klikkuðum tækjum og fallegu umhverfi, þau keyptu sér hraðpassa til að komast örugglega í öl klikkuðu tækin. Ég prófaði eitt svona sakleysislegt og æpti allan tímann og sá ekkert fyrir hárinu sem fór fyrir andlitið á mér svo það var nóg fyrir mig þann daginn, las bara bók og skoðaði umhverfið í rigningunni.
Það er búið að taka eina verslunarrispu á mann, Jóni sagðist mest yfir því að fá í H&M 3 hettupeysur, skyrtu, 2 armbönd og belti á verði einnar peysu sem hann keypti á ísl í vor.
Fór með stóru krakkana í Royal Armories, þau eru nú ekki beint safnatýpurnar en strákarnir voru samt imponeraðir eins og strákum ber yfir byssum og sverðum.
Já og svo skruppum við öll til Grimsby um síðustu helgi. Fengjum gott að borða eins og venjulega og skruppum á boot sale.
Lítið um blogg núna, búið að vera mikið að gera eða kannski erill.
Bergþóra hefur nú lokið skólagöngu í Leeds, búin að kveðja alla og fékk frábærar umsagnir frá kennara og skólastjóra, líka dásamleg kort frá bekkjarfélögum þar sem stelpurnar tala um bros og létta lund en strákarnir um hæfileika hennar í tæklingum !
Pétur er kominn og farinn. Ég fór með stóra liðið í Alton Towers, stóran tívolígarð með klikkuðum tækjum og fallegu umhverfi, þau keyptu sér hraðpassa til að komast örugglega í öl klikkuðu tækin. Ég prófaði eitt svona sakleysislegt og æpti allan tímann og sá ekkert fyrir hárinu sem fór fyrir andlitið á mér svo það var nóg fyrir mig þann daginn, las bara bók og skoðaði umhverfið í rigningunni.
Það er búið að taka eina verslunarrispu á mann, Jóni sagðist mest yfir því að fá í H&M 3 hettupeysur, skyrtu, 2 armbönd og belti á verði einnar peysu sem hann keypti á ísl í vor.
Fór með stóru krakkana í Royal Armories, þau eru nú ekki beint safnatýpurnar en strákarnir voru samt imponeraðir eins og strákum ber yfir byssum og sverðum.
Já og svo skruppum við öll til Grimsby um síðustu helgi. Fengjum gott að borða eins og venjulega og skruppum á boot sale.
laugardagur, júlí 05, 2008
Krakkar í heimsókn
Brödrene lost og Lilja Björg flugu yfir hafið í gær og eru núna komin til Leeds. Þetta verður eitthvað skrýtið allt saman, Pétur stoppar bara í viku, Lilja í tvær og Bergþóra fer svo með henni alfarin. En Jón er komin í langa útlegð og verður með okkur í fimm vikur og fær þá heiðurinn af því að hjálpa okkur að finna nýtt húsnæði og flytja. Svo skilur hann okkur tvö eftir í kotinu.
Búið að vera dásamlegt veður núna í nokkra daga en grenjandi rigning og þungbúið í augnablikinu.
Ég er búin að skila af mér ritgerðinni sem er eini mælanleg afrasktur annarinnar. Leið svolítið eins og ég væri ekkert búin að vera að gera en þurfti svo að taka þetta allt saman fyrir formlega umsókn um flutning yfir í EdD og þá var það bara heilmikið en ekkert sem klárast vegna flutningsins. Svo er ég að vinna rannsóknaráætlunina, mikið stuð og fékk í gær þær fréttir að vegna efnisins verður annar leiðbeinandinn minn Aisha Walker, hún er prófessor i upplýsingatæknideildinni og verður örugglega styrkur af henni.
kv. Svava
Brödrene lost og Lilja Björg flugu yfir hafið í gær og eru núna komin til Leeds. Þetta verður eitthvað skrýtið allt saman, Pétur stoppar bara í viku, Lilja í tvær og Bergþóra fer svo með henni alfarin. En Jón er komin í langa útlegð og verður með okkur í fimm vikur og fær þá heiðurinn af því að hjálpa okkur að finna nýtt húsnæði og flytja. Svo skilur hann okkur tvö eftir í kotinu.
Búið að vera dásamlegt veður núna í nokkra daga en grenjandi rigning og þungbúið í augnablikinu.
Ég er búin að skila af mér ritgerðinni sem er eini mælanleg afrasktur annarinnar. Leið svolítið eins og ég væri ekkert búin að vera að gera en þurfti svo að taka þetta allt saman fyrir formlega umsókn um flutning yfir í EdD og þá var það bara heilmikið en ekkert sem klárast vegna flutningsins. Svo er ég að vinna rannsóknaráætlunina, mikið stuð og fékk í gær þær fréttir að vegna efnisins verður annar leiðbeinandinn minn Aisha Walker, hún er prófessor i upplýsingatæknideildinni og verður örugglega styrkur af henni.
kv. Svava
sunnudagur, júní 29, 2008
Busy weekend
Það má fullyrða að það hafi verið allt á fullu hjá Bergþóru Sól um þessa helgi. Föstudagskvöldið var að venju undirlagt skátfundi, og síðan ver vaknað á laugardagsmorgni klukkan 7 til að fara á stórt sundmót. Þetta var á sama stað og síðast, yfir 600 áhorfendur og kringum 100 keppendur. Bergþóru gekk mjög vel og bætti tíman sinn í baksundi og skriðsundi um 3-4 sekúndur en "bara" um 1 sekúndu í bringusundi sem er í raun hennar sterkasta grein. Þar sem bringusundið er ávalt fyrsta keppnisgreinin og hún yfir-spennt, skemmir það mikið fyrir henni. Það er svolítið fyndið að sjá hana rétt áður en hún fer uppá start-blokkina, hún getur ekki verið kjurr, hoppar og læti. Eftir fyrsta sundið er hún síðan orðin róleg og einbeitt. Ég veit að hún getur betur í bringunni vegna þess að stelpa sem hún er að æfa með er ávalt á eftir henni í keppni á æfingum, en er svo með betri tíma en hún á sundmótum. Eftir mótið fórum við og sóttum Svövu á kóræfingu og fórum í bíltúr út í sveit. Á sunnudagsmorguninn var einnig vaknað klukkan 7 of farið á brautarstöðina hér í Leeds þar sem 15 aðrar skátastelpur biðu. Flokkurinn fór síðan til Eureka sem er frábært safn fyri krakka, með áherslur á að leika og læra.
Skátastelpurnar komu svo til baka með lestinni rétt fyrir fimm og þá var farið strax á sundæfingu sem byrjar fimm. Þannig að það var ánægð og þreytt stelpa sem sofnaði í kvöld og mætir síðan með bros á vör í fyrramálið í skólann. Hún fékk sérstök verðlaun á sal fyrir helgi.
En eins og segir á skjalinu; Bergthora was praised in our Special Assembly for a lovely friendly attitude.............
Það má fullyrða að það hafi verið allt á fullu hjá Bergþóru Sól um þessa helgi. Föstudagskvöldið var að venju undirlagt skátfundi, og síðan ver vaknað á laugardagsmorgni klukkan 7 til að fara á stórt sundmót. Þetta var á sama stað og síðast, yfir 600 áhorfendur og kringum 100 keppendur. Bergþóru gekk mjög vel og bætti tíman sinn í baksundi og skriðsundi um 3-4 sekúndur en "bara" um 1 sekúndu í bringusundi sem er í raun hennar sterkasta grein. Þar sem bringusundið er ávalt fyrsta keppnisgreinin og hún yfir-spennt, skemmir það mikið fyrir henni. Það er svolítið fyndið að sjá hana rétt áður en hún fer uppá start-blokkina, hún getur ekki verið kjurr, hoppar og læti. Eftir fyrsta sundið er hún síðan orðin róleg og einbeitt. Ég veit að hún getur betur í bringunni vegna þess að stelpa sem hún er að æfa með er ávalt á eftir henni í keppni á æfingum, en er svo með betri tíma en hún á sundmótum. Eftir mótið fórum við og sóttum Svövu á kóræfingu og fórum í bíltúr út í sveit. Á sunnudagsmorguninn var einnig vaknað klukkan 7 of farið á brautarstöðina hér í Leeds þar sem 15 aðrar skátastelpur biðu. Flokkurinn fór síðan til Eureka sem er frábært safn fyri krakka, með áherslur á að leika og læra.
Skátastelpurnar komu svo til baka með lestinni rétt fyrir fimm og þá var farið strax á sundæfingu sem byrjar fimm. Þannig að það var ánægð og þreytt stelpa sem sofnaði í kvöld og mætir síðan með bros á vör í fyrramálið í skólann. Hún fékk sérstök verðlaun á sal fyrir helgi.
En eins og segir á skjalinu; Bergthora was praised in our Special Assembly for a lovely friendly attitude.............
fimmtudagur, júní 26, 2008
Gunnar og ástarsambandið við krónuna
Uppáhalds vefsíða Gunnars er um gengi íslensku krónunnar gagnvart pundi, þetta er svona "love - hate relationship" Fluttum smá pening í gærmorgun, hefðum sparað okkur þó nokkrar krónur að bíða fram eftir degi, en Gunnar var búinn að bíða eftir betra gengi en það virtist ekkert á leiðinni. Vona samt að þetta skáni, svo verður tryggara þegar Gunnar fer að fá laun í pundum sem ekki rýrna reglulega.
Uppáhalds vefsíða Gunnars er um gengi íslensku krónunnar gagnvart pundi, þetta er svona "love - hate relationship" Fluttum smá pening í gærmorgun, hefðum sparað okkur þó nokkrar krónur að bíða fram eftir degi, en Gunnar var búinn að bíða eftir betra gengi en það virtist ekkert á leiðinni. Vona samt að þetta skáni, svo verður tryggara þegar Gunnar fer að fá laun í pundum sem ekki rýrna reglulega.
miðvikudagur, júní 25, 2008
laugardagur, júní 21, 2008
Jæja komin aftur heim til Leeds, smá ruglingslegt hvað er heim !
Gunnar sótti mig til Manchester og þau voru búin að skvera allt til svo mér leið eins og prinsessu.
Ferðin var ósköp fín, svolítið annar bragur en áætlað var en var samt glöð að vera á Íslandi því amma mín lést þremur dögum eftir að ég kom, blessuð sé minning hennar. Svo ég náði að kveðja hana og vera við kistulagningu, útför og hitta ættingja.
Reyndi að hitta sem flesta, en komst ekki yfir allt og vona að ég nái þeim í næstu heimsókn. Fyrri vikan var undirlögð af ráðstefnunni sem var mjög góð, varð til þess að ég gjörbreytti áherslum í komandi doktorsverkefni, alveg sannfærð um að það verði heillaskref.
Svo núna undanfarið er ég búin að vera að vinna í verkefni, skiladagur nálgast óðum, ég gisti hjá pabba sem varð að orði, hva! komstu til Íslands til að læra !
Jón var með mér hjá pabba, hann er núna að vinna við smíðar. Pétur vildi bara vera á sínum stað í herberginu í blokkinni og sækja sína vinnu í Dominos, svo skrapp hann líka á Bíladaga á Akureyri en kom heill heim. Þeir virðast ósköp sáttir við lífið, fannst gott að fá mömmumat nokkrum sinnum.
Já og íbúðin mín er laus til leigu eða sölu, ef þið vitið um einhvern sem vantar nóg pláss fyrir sanngjarnt verð. Er með létt í maganum ef hún stendur auð lengi fer fljótt að hringla í buddunni.
Gunnar sótti mig til Manchester og þau voru búin að skvera allt til svo mér leið eins og prinsessu.
Ferðin var ósköp fín, svolítið annar bragur en áætlað var en var samt glöð að vera á Íslandi því amma mín lést þremur dögum eftir að ég kom, blessuð sé minning hennar. Svo ég náði að kveðja hana og vera við kistulagningu, útför og hitta ættingja.
Reyndi að hitta sem flesta, en komst ekki yfir allt og vona að ég nái þeim í næstu heimsókn. Fyrri vikan var undirlögð af ráðstefnunni sem var mjög góð, varð til þess að ég gjörbreytti áherslum í komandi doktorsverkefni, alveg sannfærð um að það verði heillaskref.
Svo núna undanfarið er ég búin að vera að vinna í verkefni, skiladagur nálgast óðum, ég gisti hjá pabba sem varð að orði, hva! komstu til Íslands til að læra !
Jón var með mér hjá pabba, hann er núna að vinna við smíðar. Pétur vildi bara vera á sínum stað í herberginu í blokkinni og sækja sína vinnu í Dominos, svo skrapp hann líka á Bíladaga á Akureyri en kom heill heim. Þeir virðast ósköp sáttir við lífið, fannst gott að fá mömmumat nokkrum sinnum.
Já og íbúðin mín er laus til leigu eða sölu, ef þið vitið um einhvern sem vantar nóg pláss fyrir sanngjarnt verð. Er með létt í maganum ef hún stendur auð lengi fer fljótt að hringla í buddunni.
miðvikudagur, júní 11, 2008
Jæja nú er ég barasta á Íslandi, á laugardaginn var gilli með saumaklúbbnum, fór ekki með Möggu og Erlu í göngu, en sleppti sko ekki Bláa Lóninu :)
Svo var humarveisl og irish hjá Írisi, mikið stuð fórum meðal annars út í skúr með Ómari að hlusta á tónlist á LP - plötum ! Lög sem hann lét Ómar kom okkur uppá á sínum tíma
Njótið ! Og syngið hátt
Svo var humarveisl og irish hjá Írisi, mikið stuð fórum meðal annars út í skúr með Ómari að hlusta á tónlist á LP - plötum ! Lög sem hann lét Ómar kom okkur uppá á sínum tíma
Njótið ! Og syngið hátt
mánudagur, júní 02, 2008
Stórborgin
Stundum verður maður áþreifanlega var við það að maður býr núna í stórri borg með þeim kostum og göllum sem því fylgja. Ég labbaði í skólann í dag og það er kyrrt veður, þá finn ég sko fyrir menguninni þó vinkona mín frá Indlandi hlægi og segi að þetta sé sko ekki mengun.
Hnífaglæpir eru agalega algengir hér í Englandi og varla líður sú vika að ekki gerist eitthvað skelfilegt. Í morgun fannst kona látin af stungusárum heima hjá sér, og barnabarn hennar handtekið. Það sem verra er að hún er þekkt baráttukona gegn ofbeldisglæpum eftir að sonur hennar var myrtur. Það sem gerði þetta áþreifanlegt er að hún bjó við götuna sem við keyrum niður í bæ, og áðan sá ég syrgjendurnar og blómin við húsið. Fréttin er hér.
Stundum verður maður áþreifanlega var við það að maður býr núna í stórri borg með þeim kostum og göllum sem því fylgja. Ég labbaði í skólann í dag og það er kyrrt veður, þá finn ég sko fyrir menguninni þó vinkona mín frá Indlandi hlægi og segi að þetta sé sko ekki mengun.
Hnífaglæpir eru agalega algengir hér í Englandi og varla líður sú vika að ekki gerist eitthvað skelfilegt. Í morgun fannst kona látin af stungusárum heima hjá sér, og barnabarn hennar handtekið. Það sem verra er að hún er þekkt baráttukona gegn ofbeldisglæpum eftir að sonur hennar var myrtur. Það sem gerði þetta áþreifanlegt er að hún bjó við götuna sem við keyrum niður í bæ, og áðan sá ég syrgjendurnar og blómin við húsið. Fréttin er hér.
sunnudagur, júní 01, 2008
Ég er að fríka út !
Hef aldrei held ég unnið eins leiðinlegt verkefni, um athuganir og viðtöl í aðferðarfræði, við höfðum bara þrjú ritgerðarefni og þetta fannst mér skást. Sit og þykist vinna er reyndar búin að lesa allan fj... um viðtöl og athuganir sem vonandi kemur að gagni á næstu árum.
Fer til Ísland á föstudaginn ! verð þá að vera búin að skila uppkasti og helst fá viðtal um það....
Suðum hangikjötið sem er búið að bíða í frystinum frá jólum, nammi namm. Erum að reyna að tæma frystinn, erum víst að fara að flytja, veit ekkert hvert, Gunnar er með málið í nefnd, vonast samt eftir niðurstöðu fljótlega.
Það rignir mikið, skólinn orðinn tómur allir í grunnnámi farnir burt og eftir sitja alvarlegir doktors- og mastersnemar.
Sé ykkur Svava
Hef aldrei held ég unnið eins leiðinlegt verkefni, um athuganir og viðtöl í aðferðarfræði, við höfðum bara þrjú ritgerðarefni og þetta fannst mér skást. Sit og þykist vinna er reyndar búin að lesa allan fj... um viðtöl og athuganir sem vonandi kemur að gagni á næstu árum.
Fer til Ísland á föstudaginn ! verð þá að vera búin að skila uppkasti og helst fá viðtal um það....
Suðum hangikjötið sem er búið að bíða í frystinum frá jólum, nammi namm. Erum að reyna að tæma frystinn, erum víst að fara að flytja, veit ekkert hvert, Gunnar er með málið í nefnd, vonast samt eftir niðurstöðu fljótlega.
Það rignir mikið, skólinn orðinn tómur allir í grunnnámi farnir burt og eftir sitja alvarlegir doktors- og mastersnemar.
Sé ykkur Svava
miðvikudagur, maí 28, 2008
Best friend for life
Það er mikið að gerast í vinkonumálum Bergþóru Sólar þessa daganna. Virkilegir sviptivindar. Hún er aðalega að umgangast 5 "vinkonur" Frankie, Chelsea, Lauren, Tia og Shanell. Miklar og stórar yfirlýsingar eru hafðar um að "þessi" vinkona sé frábærlega skemmtileg og þær séu sko best friends for life, og það er farið út að leika, í sund, heim til hennar eða upp í herbergi. Stundum 4 saman en stundum bara ein. Eftir nokkra klukkutíma er hurðum skelt, kannski grátið pínu og sagt að "þessi" stelpa væri hundleiðinleg, hún hafi sko sagt og gert þetta og þetta, og hún ætlaði sko ekki að leika við hana "ever" hinar væru miklu skemtilegri. Morguninn eftir kemur "þessi" stelpa og bankar á hurðina hjá okkur og Bergþór fer til dyra og tekur á móti "þessari" stelpu með bros á vör. "Viltu koma út að leika" heyrir maður og svarið JÁ, bíddu meðan ég fer í skóna. Og í kvöld er stór stund því hún hefur fengið leyfi til að gista SLEEPOVER hjá Chelsea skólasystur og það eru stórar yfirlýsingar um að þær séu sko BEST FRIENDS
Hér má sjá tvær vinkonur; Frankie og Bergþóru og yfirlýsingu sem Frankie skrifaði
laugardagur, maí 24, 2008
Áfram Ísland
Náði að greiða 10 atkvæði áður en tíminn leið út, bíð núna spennt eftir atkvæðagreiðslunni topp 10 og þá er ég sátt. Vissi ekki að það væri bara ein kjólatíska í Evrópu, þ.e. silfraðir rétt niður fyrir rasskinnar og varla það !
Bergþóra heldur með sjóræningjunum og ég með Portúgal svona fyrir utan Eurobandið !
Evrovison fríkið ....
Náði að greiða 10 atkvæði áður en tíminn leið út, bíð núna spennt eftir atkvæðagreiðslunni topp 10 og þá er ég sátt. Vissi ekki að það væri bara ein kjólatíska í Evrópu, þ.e. silfraðir rétt niður fyrir rasskinnar og varla það !
Bergþóra heldur með sjóræningjunum og ég með Portúgal svona fyrir utan Eurobandið !
Evrovison fríkið ....
Hef verið að hamast við að lesa og skrifa undanfarna daga, um tilgang náttúrufræðikennslu og svo um viðtöl og athuganir. Er að reyna að vera búin með eins mikið og ég get áður en ég skrepp á klakann 7. júní, hitta strákana mína og fara á þessa ráðstefnu . Fékk brandara í frá Iðunni og við Gunnar sáum okkur alveg í þessum :) Höfum nefnilega verið að prófa að versla online og það er bara skrambi þægilegt svo ber einhver gaukur vörurnar inn á eldhúsborð ! Svo er það auðvitað áfram Ísland í kvöld, gaman að hlusta á enska kynninn á BBC, greinilegt að Englendingar taka þessu ekkert alvarlega og hann aðallega gerir grín að öllu.
mánudagur, maí 19, 2008
miðvikudagur, maí 14, 2008
Mikið um að vera á næstu dögum
Dagskrá næstu daga er að taka á sig mynd. Sif og Dóri eru að koma í dag og verða framá sunnudag. Hulda og Les koma á Föstudag og verða eina eða tvær nætur.
Ég sjálfur er að fara til Manchester til að horfa á útslitaleik UEFA-keppninnar Zenit-Rangers. Þar sem ég er meðlimur í stuðningklúbbi Rangers þá fer ég með Marteini hinum skoska ásamt nokktum þús. áhagendum Rangers FC. frá Leeds. Það á að hittast á pöb niðurí bæ og taka lestina saman til Manchester.
Síðan verður farið á tvenna tónleika, tvisar út að borða, göngutúrar í Yorkshire Dales og miðborg Leeds og margt fleirra.
Mikið verður það gaaaaaaaaaaman ;)
Dagskrá næstu daga er að taka á sig mynd. Sif og Dóri eru að koma í dag og verða framá sunnudag. Hulda og Les koma á Föstudag og verða eina eða tvær nætur.
Ég sjálfur er að fara til Manchester til að horfa á útslitaleik UEFA-keppninnar Zenit-Rangers. Þar sem ég er meðlimur í stuðningklúbbi Rangers þá fer ég með Marteini hinum skoska ásamt nokktum þús. áhagendum Rangers FC. frá Leeds. Það á að hittast á pöb niðurí bæ og taka lestina saman til Manchester.
Síðan verður farið á tvenna tónleika, tvisar út að borða, göngutúrar í Yorkshire Dales og miðborg Leeds og margt fleirra.
Mikið verður það gaaaaaaaaaaman ;)
þriðjudagur, maí 13, 2008
laugardagur, maí 10, 2008
Síðasta helgi og ýmislegt blaður
Er ekki hægt að fá svona Kjarnafæðis hvítlaukssósu, takk fyrir.. við erum að fara að grilla úti er 28°C en samt skýjað, ég er búin að þróa með mér nýjan hæfileika, ég las á meðan ég gekk heim, ekki fræðirit, bara reyfara, einn sem ég fann í Lincoln Castle það var á bókinni gulur miði sem sagði " I am not lost - I am FREE" svo ég stóðst ekki mátið og kippti henni með, hún var þá frá frábæru fyrirbæri sem heitir Bookcrossing virkar þannig að þú skráir bækurnar og skilur þær svo eftir á víðavangi, getur svo fylgst með á netinu hvert þær flakka, alveg tilvalið fyrir bókaorm eins og mig.
Já Lincoln, við fórum til Grimsby um síðustu helgi og fórum þaðan í dagferð til Lincoln með Huldu og Les, við skoðuðum kastalann þar, þar í gömlu fangelsi er safn bæði um fangelsið og um stjórnarskrár, þar hvílir Magna Carta , við líka vorum mjög forvitin um fagurgula akra sem eru hér um allt, þetta eru rapeseed akrar, við fengum Les til að stoppa við einn til að skoða og mynda fyrirbærið. Úr þessu er unnin olía líka þekkt sem canola olía og ef þið kaupið olíu sem heitir einfaldlega vegetable oil eru allar líkur á að það sé rapeseed olís. Og líka þetta er ræktað afbrigði af vesturíslendingi DR. Baldur Stefannson.
Er ekki hægt að fá svona Kjarnafæðis hvítlaukssósu, takk fyrir.. við erum að fara að grilla úti er 28°C en samt skýjað, ég er búin að þróa með mér nýjan hæfileika, ég las á meðan ég gekk heim, ekki fræðirit, bara reyfara, einn sem ég fann í Lincoln Castle það var á bókinni gulur miði sem sagði " I am not lost - I am FREE" svo ég stóðst ekki mátið og kippti henni með, hún var þá frá frábæru fyrirbæri sem heitir Bookcrossing virkar þannig að þú skráir bækurnar og skilur þær svo eftir á víðavangi, getur svo fylgst með á netinu hvert þær flakka, alveg tilvalið fyrir bókaorm eins og mig.
Já Lincoln, við fórum til Grimsby um síðustu helgi og fórum þaðan í dagferð til Lincoln með Huldu og Les, við skoðuðum kastalann þar, þar í gömlu fangelsi er safn bæði um fangelsið og um stjórnarskrár, þar hvílir Magna Carta , við líka vorum mjög forvitin um fagurgula akra sem eru hér um allt, þetta eru rapeseed akrar, við fengum Les til að stoppa við einn til að skoða og mynda fyrirbærið. Úr þessu er unnin olía líka þekkt sem canola olía og ef þið kaupið olíu sem heitir einfaldlega vegetable oil eru allar líkur á að það sé rapeseed olís. Og líka þetta er ræktað afbrigði af vesturíslendingi DR. Baldur Stefannson.
föstudagur, maí 09, 2008
fimmtudagur, maí 01, 2008
I have difficult news for you !
Þannig heilsaði prófossorinn minn þegar ég mætti á fund með honum áðan, en .... hann er einn af þeim sem er alltaf að grínast. O g fréttirnar voru að allir kennaranir mínir mæla með að ég verði doktorsnemi, svo þannig verður það.... og ég verð næstu tvö árin við þetta, eitt hér og eitt frá Íslandi með ferðum hingað eftir þörfum.
kveðja tilvonandi Doktor Svava :)
Þannig heilsaði prófossorinn minn þegar ég mætti á fund með honum áðan, en .... hann er einn af þeim sem er alltaf að grínast. O g fréttirnar voru að allir kennaranir mínir mæla með að ég verði doktorsnemi, svo þannig verður það.... og ég verð næstu tvö árin við þetta, eitt hér og eitt frá Íslandi með ferðum hingað eftir þörfum.
kveðja tilvonandi Doktor Svava :)
miðvikudagur, apríl 30, 2008
Jæja nú er apríl að verða búinn mikið óskaplega líður tíminn hratt, ég sé á teljaranaum að aðsóknin minnkar þegar við erum svona löt við að blogga, en eiginlega er frá svo fáu að segja, lífið hefur bara gengið sinn vanagang. Þessa dagana eru síðustu tímarnir á þessari önn í skólanum og við taka skriftir. Fyrir þá sem áhuga hafa er ég annars vegar að skrifa um tilgang náttúrufræðikennslu og hins vegar um hvernig kennarar bregðast við umbótarátökum tilskipuðum af yfirvöldum.
Nú þramma ég í skólann eftir að hjólinu var stolið, þá hefur maður meiri tíma til að spá í umhverfinu og get hlustað á tónlist á meðan svo nú horfi ég á tré og hlusta á klassíska tónlist, poppið er einhvernveginn að hverfa meira og meira af vinsældalistanum hjá mér, nema þegar ég ryksuga !
Í myndasýningunni má sjá fugl sem er búinn að gera sér hreiður á fjölförnustu gatnamótunum við háskólann, þau eru flautandi allan daginn og ef vel er að gáð þá sést að hreiðrið er ekki bara úr náttúruefnum heldur hefur þessi nútíma fugl náð sér í einhverja bláa plastþræði í hreiðurgerðina. Svo eru öll tré að grænka og kirsuberjatrén standa í fullum blóma við student union bygginguna.
Svo erum við að líta í kringum okkur með húsnæði fyrir næstu önn, og komumst að því að skilgreiningin á "garden" er annsi víð hjá sumum, líklega bara autt svæði við hús, því á einni myndinni stendur Gunnar við umræddan garð !
þriðjudagur, apríl 22, 2008
Helgin
Hér er myndband af Bergþóru og Frankie vinkonu hennar í keilu um helgina.
Við fórum líka í bíltúr til Wetherby sem er hér í útjaðri Leeds, gleymdum að taka myndavélina en bærinn er lítill og heillandi. Einhverjir rótary karlar fengu okkur til að mæla blóðþrýstinginn og sældarlífið hér í Leeds er farið að segja til sín, neðri mörkin mín voru eins og venjulega of há úps....
Hér er myndband af Bergþóru og Frankie vinkonu hennar í keilu um helgina.
Við fórum líka í bíltúr til Wetherby sem er hér í útjaðri Leeds, gleymdum að taka myndavélina en bærinn er lítill og heillandi. Einhverjir rótary karlar fengu okkur til að mæla blóðþrýstinginn og sældarlífið hér í Leeds er farið að segja til sín, neðri mörkin mín voru eins og venjulega of há úps....
mánudagur, apríl 14, 2008
Ég er svo reiður, ég er svo reiður, sagði Baktus
og ég líka líður alveg eins og Baktusi, en veit ekki hvern ég á að bíta, líklega mig sjálfa fyrir að skilja hjólið eftir ólæst í bakgarðinum og nú er búið að stela því rakkara pakk........ nú verð ég að labba eða reiða mig á einkabílstjórann minn. Hann er reyndar í augnablikinu að keyra Dóru á Manchester flugvöll eftir 10 daga ánægjulega dvöl, allavega vorum við ánægð að hafa hana vonum að hún hafi haft það gott. Svo er hann líka í vondum málum skildi eftir fyllingu í karamellu í gærkvöldi svo hann þarf líklega að heimsækja tannlækni á næstunni.
kv. Svava reiða fyrrverandi hjóleigandi :(
og ég líka líður alveg eins og Baktusi, en veit ekki hvern ég á að bíta, líklega mig sjálfa fyrir að skilja hjólið eftir ólæst í bakgarðinum og nú er búið að stela því rakkara pakk........ nú verð ég að labba eða reiða mig á einkabílstjórann minn. Hann er reyndar í augnablikinu að keyra Dóru á Manchester flugvöll eftir 10 daga ánægjulega dvöl, allavega vorum við ánægð að hafa hana vonum að hún hafi haft það gott. Svo er hann líka í vondum málum skildi eftir fyllingu í karamellu í gærkvöldi svo hann þarf líklega að heimsækja tannlækni á næstunni.
kv. Svava reiða fyrrverandi hjóleigandi :(
sunnudagur, apríl 13, 2008
Sundmót
Bergþóra Sól fór á mjög stórt sundmót í gær sem haldið var í Aquatics Centre. Þar kepptu 200 krakkar frá mismunandi stöðum hér í Leeds. Bergþóra keppti í 3 greinum, 50 m. skrið, bak og bringusundi. Hér er listi keppenda; http://www.swimleeds.org.uk/events/events_files/2008%20Meets/sd08%20prog%20final.pdf20final.pdf , og þar má finna nafnið hennar á þremur stöðum. Við vöknuðum klukkan sjö og vorum komin í sundhöllina tuttugu mínútur í átta. Þetta var mikil og góð reynsla fyrir hana. Hún bætti tíma sinn í baksundi og bringu um ca. 4-5 sek í hvoru sundi en gekk ekki eins vel í skriðsundinu, þar sem hún sagðist bara ekki hafa heyrt þegar ræst var og stakk sér þarafleiðandi seinna en hinir (væntanlega svolítið með taugarnar að gera ;) ). Síðan verður svipað mót og þetta í Júní. Ætli það hafi ekki verið svona 500-600 áhorfendur, mikið kallað og klappað. Maður sá á öllu að þetta var "ALVÖRU", mjög góð skipulagining á öllu. Eins var mikil og góð keppni í flestum riðlum.
Á töflunni sjáið þið að í 50 m. bringusundi synti hún á 6 braut, nafnið hennar, tíman hennar og síðan að hún lenti í 5 sæti í þessum riðli. Bara flott hjá stelpunni, bjóst kannski við meiri bætingu, en miðað við að taugarnar voru þandar þarna til hins ítrasta og í sínu fyrsta alvöru móti, þá er þetta flott hjá henni.
Siðan fórum við öll á Töfraflautuna eftir Mosart um kvöldið á The Venue. Sem stóðst bara allar mínar væntingar.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)