laugardagur, maí 03, 2014

Apríl 2013, tíminn flýgur

Smá skýrsla fyrir apríl, ekki sögulegur mánuður en samt smá í fréttum. Mamma hans Gunnar hún Guðbjörg var lögð inná spítala 1. apríl með hjartaflökt og svo til hætt að vilja borða.  Hún er mikið hressari núna og beðið eftir að hún komist á Landakot.

Og alveg úr hinni áttinni þá er von á fjölgun því Ágústa og Jón eiga von á barni 26. október, rosaspennandi og þá verður nú freistandi að renna oft í Innri Njarðvík þar sem þau búa.

Ég er búin að vera mikið á flakkinu, fór með ritunarhópnum mínum á Laugarvatn, svo með Samkórnum í æfingabúðir í Skálholt og svo með Fríðunum til Helgu í Kaffi Prímus á Hellnum.

Inga sæm bauð mér í Bláa Lónið, við fengum couchsurfera frá Samså í tvær nætur, skruppum á hádegistónleika í Hörpu. Fórum líka eina nótt í til Iðunnar og Stebba í bústaðinn í upphafi mánaðarins alveg uppúr þurru.

Páskarnir voru rólegir, ætluðum alltaf að fara að vinna í garðinum en þá kom hríð, krakkarnir komu allir í hamborgarhrygg og við fórum í mat til Daða og Dísu og röltum svo okkar rauðvínsleið í hrið. Gabríel gisti líka einu sinni og sagði ömmu sína hrjóta svo mikið að hann fékk illt í eyrun, en þá var ég líka búin að vaka legni við að púsla síðbúna afmælisgjöf frá Pétri. 
Vorið er samt komið og við keyptum sumarblóm og kryddjurtir á heimleið frá Skálholti. Pétur er svo búinn að koma að stinga upp kartöflugarðinn svo sumarið má líka fara að koma.

Hér eru svo restin af apríl myndunum: