Tókum einn dag í rólegheit og að ganga frá fiskinum og elda prufur af honum.
Við gerðum nú ekki margt seinustu dagana, fórum í mat til Önnu og Bob með fisk, bæði lúðu og lax sem bragðaðist allt mjög vel, og aftur komu vinir þeirra og Bjartmar með Sweeny vin sinn.
Þarna er Gunnar með Ottó vin sin barnabarn Franks og Teresu sem komu með Önnu og Bob 2013 og gistu þá heima hjá okkur.
Dóra og Bjartmar eru annars búin að vera mikið upptekin við tiltektir í húsinu sem þau eru að gera upp, liggur mikið við þar sem Bjössi og co flytja þangað fljótlega.
Veislan heppnaðist vel, sungið og kjaftað fram á nótt svo við fórum ekkert stórt næsta dag nema að skella okkur í bíó og rúnta um downtown Alaska sem minnir mig að mörgu leiti á Minneapolis, sérlega það að húsin eru mörg tengd saman með göngubrúm á svona 3ju hæð, kemur sér örugglega vel þegar allt er á kafi í snjó og tveggja stafa frost úti.
Svo fórum við í bíltúr og Dóra með okkur, heimsóttum Alaska Wildlife Conservation Center, sáum þar allskyns dýr sem hafð verið bjargað úr ógöngum í náttúrunni og svo vinnur miðstöðin að því að koma dýrum eins og vísinundum (bison) og antilópum og hreindýrum út i náttúruna. Það var hellirigning sem skyggði svolítið á upplifunina en góð heimsókn samt, fórum með rútu um svæðið og fengum góða leiðsögn. Í góðu veðri væri skemmtilegta að ganga hreinlega hringinn og sjá öll dýrin.
Næst fórum við upp að vatni Portage, þar sem ætlunin var að sigla upp að skriðjökli sem er víst rosalega brattur og flottur og jakarnir falla í vatnið svipað og jökulsárlónið okkar. Okkur grunaði það svosem að ekki yrði siglt, en ákváðum að kíkja samt uppað vatninu að sjá. Jú, öllum siglingum var búið að aflýsa enda mikið rok, og rigning. Komum við í gestamóttökunni að Chugach þjóðgarðinum en keyrðum svo aftur af stað og fóum í hádegismat á þorpi Girdwood, sem er eiginlega skíða svæði.
Svo þurfti að versla smá, þessi ameríkuferð endaði í 5 pörum af skóm, hefur stundum verið meira.
Mér gekk ágætlega að versla á mig, en það er samt áberandi að í búðunum eru næstum því bara sumarvörur svo ég fékk bara þunn föt á Guðmund Pálma og ekki er víst mikil þörf á því á klakanum.
Við fórum líka uppfyrir borgina þar sem er gott útsýni og fólk leggur af stað í göngur, á þeirra Esju greinilega sem heitir Flattop, nafnið segir sig svolítið sjálft þar sem flestir aðrir tindar í Alaska eru mjög strýtulaga en þessi er flatur efsti. Gaman að sjá þar gróðurinn við bílstæðið, krækiberjalyng, fífla og holtasóley, við létum það alveg vera að ganga nokkuð enda ekki miklir garpar í þeirri deildinni og töluvert rok og kuldi.
Tímamismunurinn er 8 tímar svo núna 2 dögum seinna erum við öll í ruglinu, vöknum um miðjar nætur og sofum á daginn, tekur ábyggilega viku að snúa þessu við aftur.
Bestu þakkir til allra í Alaska fyrir móttökurnar og samveruna, lán á bíl og gistingu, partí og félagsskap.
Meiri myndir hér
Svava og Gunnar.