jahérnahér, bara eitt ár enn farið og frekar hratt.
Þetta var hið fínasta ár og margt brallað. Ef við byrjum á þeim yngstu þá var Bergþóra Sól í VMA og vann á Subway á Akureyri, á haustönninni á vistinni við gott yfirlæti. Kannski bara of gott því hún pakkaði saman pjönkum sínum og er flutt á Klettahraunið til okkar og hyggur á áframhaldandi nám í Flensborg.
Lilja Björg er á fljúgandi ferð í gegnum sálfræðinámið við HA og vinnur enn á sambýli og kemur reglulega í annasamar heimsóknir á höfuðborgarsvæðið.
Árið var fjörugt hjá Kristínu og hennar fólki. Hún og Ragnar nýji maðurinn hennar fóru til Florída í júní og settu þar upp hringa í loftbelg. Huggðu svo á frekari landvinninga og rifu sig upp og fóru til Hönefoss og svo stutt stopp í Kaupmannahöfn en svo breyttust áform fljótt og þau komu barasta í Hafnarfjörðin og var Gabríel þá í Hvaleyrarskóla. Nú eru þau flutt í Salahverfið og við tekur Salaskóli eftir áramótin.
Jón fór líka víða, vann á bílaleigu, fór á sjó í Noregi, Grindavík og Grundafirði.
Guðmundur Pálmi er aðalmyndefni okkar þetta árið enda hvers manns hugljúfi og vex og dafnar vel með bros á vör. Foreldrarnir ákváðu aftur á móti að segja þetta gott sín á milli og slitu samvistum en sem betur fer sýnist okkur að við fáum að sjá nóg af þeim stutta þrátt fyrir það.
Pétur skellti sér í sveinspróf í og stóðst það með ágætum, var viðloðandi upptekinn kvennmann um stund sem því miður gekk ekki sem skyldi, og er enn búandi á Ásbrú með félögum sínum. Hann fjárfesti líka í íbúð í Keflavík með stuðningi okkar svo að einhverjar eignir fari nú að myndast hjá drengnum.
Það gátum við því við misstum leigjendurnar á Hringbrautinni og ákváðum að reyna að selja og það gekk bara svona ljómandi vel, Gunnari til mikillar gleði og ánægju.
Við erum bæði í nýjum störfum á sama stað svo það er nú ekki mikil breyting nema í daglegum verkum okkar. Tilraunaverkefninu Starf lauk um svipað leiti og losnaði staða hjá FIT, félagi iðn- og tæknigreina sem Gunnar var ráðinn til og er hannþví nú þjónustufulltrúi hjá stéttarfélagi með öllu sem því fylgir. Mín ráðning sem nýdoktor rann út 1. des en þá var ég búin að fá stöðu lektors í kennslufræði yngri nemenda við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Fólk hváir aðeins við yngri barna kennslunni og er þá kannski búið að gleyma því að fyrstu 9 árin mín í kennslu var ég að kenna litla fólkinu svo ég er jafnvíg á það og annað. Svo vill líka svo skemmtilega til að ég er í mjög skemmtilegu verkefni um notkun á upplýsingatækni í leikskólum og kenni námskeið sem ætlað er bæði verðandi grunnskólakennurum og leikskólakennurum og er því alltaf að kynnast þeirri hlið mála betur og betur. Annars eru verkefnin mín ótrúlega fjölbreytt og á þessu ári fór ég á Höfn, Seyðisfjörð, Sauðárkrók, upp í Ásbrú og í 15 skóla á höfuðborgarsvæðinu og nokkra á suðurnesum ýmist til að halda námskeið, stunda rannsóknir eða heimsækja kennaranemna í vettvangsnámi. Enginn dagur er eins og allir jafn skemmtilegir. Ekki má heldur gleyma að vegna leikskólaverkefnisins og ráðstefnuferða fékk ég að heimsækja, Helsinki, Gautaborg, Halmstad og Kongsberg og hitta fullt af skemmtilegu fólki og læra mikið.
Það var margt skemmtilegt á þessu ári, þegar ég fletti í gegnum myndirnar okkar frá árinu eru nokkur atriði sem standa uppúr.
Garðræktin, en þar gekk á ýmsu, kartöflur fóru seint niður, og sumar aldrei upp, jarðaberja uppskera var betri en nokkru sinni, enda heitt og mátulega rakt sem þeim líkar bara vel. En ekki mikið af rifsi. Við vorum löt við viðhald á beðum en þess duglegri að sitja á palli og grasi og hafa það huggulegt með börnum og vinum.
Við fórum í frábært ferðalag um langan veg og heimsóttum Dóru systir Gunnars, hennar mann Bjartmar í Alaska, en þar búa einnig þeirra börn með sínar fjölskyldur og áttum við góða daga með þeim öllum. Nánar má lesa um þá ferði í nokkrum póstum hér.
Um verslunarmannahelgina fórum við svo í frábæra ferð með Daða og Dísu, ekki langt en fengum samt að sjá hliðar á Íslandi sem við höfðum ekki séð áður og lesa má um í nokkrum póstum hér.
Við áttum skemmtilegan dag með Gabríel í smá borgarferði í Reykjavík og ég fór á Menningarnótt með Möggu meðan Gunnar fór í veiði með Tuma.
Ég átti góða hlegi með vinkonum úr barnaskóla að heimsækja Helgu Magneu á Hellnum og Arnarstapa.
Við mættum uppstríluð á árshátíð Oddfellow og vorum svo líka uppstríluð þegar við enduðum árið á frábærri sýningu á Njálu í Borgarleikhúsinu.
Góðar stundir og gleðilegt nýtt ár.
fimmtudagur, desember 31, 2015
laugardagur, desember 05, 2015
Heimkoman Pinter
Við fórum að sjá Heimkomuna eftir Pinter í gær, eins og eiginlega alltaf vissi ég ekkert hvað ég var að fara á og finnst það fínt. Þá er ég ekki með neinar fyrirframgefnar hugmyndir áður. Mér fannst leikararnir frábærir, kannski síst Vigdís Hrefna Pálsdóttir, en kannski var það ekki leikurinn heldur karakterinn sem ég bara náði ekki, skil ekki fólk sem velur sér svona hlutskipti, út frá því skil ég kannski ekki neitt af þeim. Enda varð Bergþóru að orði eftir sýninguna, ég skildi ekkert!
Þetta er svona leikrit sem var óþægilegt að horfa á, mikil átök, mikil nekt, mjög nákvæmt samlíf.... hm kannski er ég bara tepra.... en
Við semsagt fórum með Bergþóru og Huldu Vigdísar og snæddum fyrst á Kryddlegnum Hjörtum á hverfisgötunni, alltaf jafn næs og góður salatbar.
Þetta er svona leikrit sem var óþægilegt að horfa á, mikil átök, mikil nekt, mjög nákvæmt samlíf.... hm kannski er ég bara tepra.... en
Maður fær einhvern verk í magann við að lesa þetta leikrit og ef vel tekst til á sú tilfinning að sitja eftir hjá áhorfandanum að sýningu lokinni,“ segir Atli Rafn Sigurðarson um Heimkomuna eftir Nóbelsverðlaunaskáldið Harold Pinter,Svo líklega ekki, því ég var með einhven verk í maganum og Atla Rafni því tekist vel upp.
Við semsagt fórum með Bergþóru og Huldu Vigdísar og snæddum fyrst á Kryddlegnum Hjörtum á hverfisgötunni, alltaf jafn næs og góður salatbar.
Efnisorð:
Bergþóra,
Hulda Vigdísar,
leikhús,
veitingahús
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)