Núna er ég fyrst að upplifa það að strákarnir eru fluttir að heiman og engin plön um að það breytist til baka. Auðvitað voru þeir ekki með okkur í Englandi og fóru svo báðir á tímabili til Noregs en þá vissi maður alltaf að þeir kæmu aftur.
En nú er Pétur fluttur uppá Ásbrú, býr þar með Ævari, Halla og Jóhönnu í stóru og huggulegu raðhúsi. Það var alltaf vitað að hann færi suður aftur þegar smiðjan flutti á Ásbrú og svo var hann líka hálfvængbrotinn án vina sinna og eyddi tímanum hér í Hafnarfirði mest heima. Við heimsóttum Pétur þegar við komum frá Englandi, hann tók vel á móti okkur með kaffi og heimabökuðum brownies.
Hjá Jóni gerðist það snögglega að hann og Ágústa ákváðu að fara að búa saman og fengu íbúð í Innri-Njarðvík. Við reyndum líka að heimsækja hann er hann var að vinna lengi svo það bíður bara betri tíma. Þeir vinna og vinna drengirnir, Pétur er í Málmey smiðjunni og er svo í aukavinnu í bílaleigu á kvölin. Jón er í Eskju, fiskverkun hér í Hafnarfirði, skilst að hann verði fram að áramótum og svo taki Fisktækniskólinn aftur við.
Allavega, kunningjakona mín amerísk spurði hvor við værum að upplifa empty nest syndrom og við héldum nú ekki við værum orðin vön að vera bara tvö. Held ég verði að taka það að einhverju leiti til baka því mér finnst tilfinningin eitthvað skrýtin að eiga ekki von á einhverjum svöngum inn um dyrnar any moment.
Ekki það að þeir komi ekki svangir, þeir komu báðir í mat á sunnudag og Kristín Hrönn líka, vona að það verði fastir liðir og að norður dömurnar komi stundum líka.
mánudagur, júlí 15, 2013
sunnudagur, júlí 14, 2013
Ferðalok
Heimsóttum vínekruna Three sisters, tekið vel á móti okkur og fengum mjög góða fræðslu um vínrækt í Englandi, fengum að smakka mjög gott hvítvín og keyptum bæði hvítt og rautt en getum ekki alveg mælt með þessu rauða.
Við drukkum það með surfn´turf sem Hulda lagaði handa okkur og var alveg meiriháttar. Það er alltaf jafn notalegt að heimsækja þau hjónakornin og við þökkum bara kærlega fyrir okkur.
Næsta dag fórum við eldsnemma í lestina beint til Mancherster og svo heim í rokið og rigninguna.
Við drukkum það með surfn´turf sem Hulda lagaði handa okkur og var alveg meiriháttar. Það er alltaf jafn notalegt að heimsækja þau hjónakornin og við þökkum bara kærlega fyrir okkur.
Næsta dag fórum við eldsnemma í lestina beint til Mancherster og svo heim í rokið og rigninguna.
Dagur 10 milli staða
Dagur 10
Sóttum bílinn í Woodhouse Lane car park og skunduðum undir okkar leiðsögn sem var þveröfug við satnav gelluna. Komum við á Junction 32 og versluðum aðeins, töskurnar okkar eru nú orðnar vel fullar en sleppur samt. Svo skundað til Grimsby í afslöppun og Huldu dekur.
Heimsóttum Tesco, leigðum myndir og fegnum dásamlegt linguini með rækjum. Nýja eldhúsið þeirra er flott og innkeyrslan líka. Dundarnir glaðir að hitta mömmu sína en Jessica greyið fer að heiman til að eftirláta okkur rúmmið sitt. Thanks Jess:)
Sóttum bílinn í Woodhouse Lane car park og skunduðum undir okkar leiðsögn sem var þveröfug við satnav gelluna. Komum við á Junction 32 og versluðum aðeins, töskurnar okkar eru nú orðnar vel fullar en sleppur samt. Svo skundað til Grimsby í afslöppun og Huldu dekur.
Heimsóttum Tesco, leigðum myndir og fegnum dásamlegt linguini með rækjum. Nýja eldhúsið þeirra er flott og innkeyrslan líka. Dundarnir glaðir að hitta mömmu sína en Jessica greyið fer að heiman til að eftirláta okkur rúmmið sitt. Thanks Jess:)
ÚTSKRIFT :)
Dagur 9 ÚTSKRIFT
Þá var loks komið að aðaldeginum. Ég átti að mæta 90 mínútum fyrr til að skrýðast og í myndatöku eða kl. 8:00. Glampandi sól og hátt í 30 stiga hiti svo mjööööög sveittur dagur fyrir mig. Skrúðinn er í þrennu lagi, þykkur og þung kápa, hetta og hattur. Kápan skreið aftur á mér og hettan líka og togaði í kjólinn minn, hatturinn var sem betur fer léttur og ekki mikið íþyngjandi. Mælt hafði verið með að við værum í hnepptum skyrtu en ég hafði pantað mér kjóla online og látið senda til Huldu, grunaði að það yrði heitt, en kannski ekki svona. Þeir pössuðu báðir og útskriftakjólinn var svartur með rauðum panel framaná.
Allt skipulag var til fyrirmyndar og gekk hratt og vel fyrir sig að skrýðast og fara í myndatöku. Svo hittum við stöllur mínar Emmu og Helen sem líka voru að útskrifast. Tókum fullt af myndum sem eru á Facebook og komum okkur svo fyrir.
Athöfnin var stutt, ræða frá vice chancellor og svo bara afhending skírteina, upptöku af allri athöfninni má sjá hér. Eftir athöfn meiri myndir meðal annars við tréð hans Phil, fann fyrir því á þessum degi að hafa hann ekki þarna. Aisha kom en Jenny var í London með nýju barnabarni. Svo var móttaka í Hillary Place boðið upp á vatn, djús te og kaffi og fullt af kökum, hitti reyndar mjög fáa þar. Rölti yfir í CCSME og þar voru Matt Homer, Jim Ryder og Stef. Voðalega skrýtið hvað margir eru farnir en síðan ég kom fyrst eru núna einn látinn, einn hættur, og þrjú farin á eftirlaun svo eiginlega bara Jim Ryder eftir af þeim sem voru fyrst. Eftir að ég skilaði gallanum fórum við í hádegismat á Zizzi í The Light. Við Hulda höfðum farið þangað tvisvar áður og alveg elskum antipasti þar. Áttum huggulega stund áður en aftur var haldið á pubbinn að hitta fólkið. Emma og Lasse, Helen og Andy, Maria og Sacha og Chung komu. Svo við sátum þarna lengi vel og kjöftuðum í sólinni. Um kvöldið fórum við á Sheesh Mahal, indverska uppáhaldið okkar á Kirkstall road. Maturinn alltaf jafn góður og Hulda hamaðist við að reyna að fá uppskriftina frá þjónum og eigendum. Held samt að við höfum bara verið orðin þreytt eftir þennan langa og mikla dag og fórum snemma aftur uppá hótel þar sem við rotuðumst. Þetta var frábær dagur og gaman að þekkja fleirri sem voru að útskrifast. Við þrjár vorum mikið samferða í gegnum allt ferlið og Helen prófarkalas ritgerðina mína fyrir mig. Eftir situr samt tilfinningin að eiga ekki aftur eftir að eiga erindi til Leeds en þetta er búin að vera mjög eftirminnilegur tími í alla staði.
Athöfnin var stutt, ræða frá vice chancellor og svo bara afhending skírteina, upptöku af allri athöfninni má sjá hér. Eftir athöfn meiri myndir meðal annars við tréð hans Phil, fann fyrir því á þessum degi að hafa hann ekki þarna. Aisha kom en Jenny var í London með nýju barnabarni. Svo var móttaka í Hillary Place boðið upp á vatn, djús te og kaffi og fullt af kökum, hitti reyndar mjög fáa þar. Rölti yfir í CCSME og þar voru Matt Homer, Jim Ryder og Stef. Voðalega skrýtið hvað margir eru farnir en síðan ég kom fyrst eru núna einn látinn, einn hættur, og þrjú farin á eftirlaun svo eiginlega bara Jim Ryder eftir af þeim sem voru fyrst. Eftir að ég skilaði gallanum fórum við í hádegismat á Zizzi í The Light. Við Hulda höfðum farið þangað tvisvar áður og alveg elskum antipasti þar. Áttum huggulega stund áður en aftur var haldið á pubbinn að hitta fólkið. Emma og Lasse, Helen og Andy, Maria og Sacha og Chung komu. Svo við sátum þarna lengi vel og kjöftuðum í sólinni. Um kvöldið fórum við á Sheesh Mahal, indverska uppáhaldið okkar á Kirkstall road. Maturinn alltaf jafn góður og Hulda hamaðist við að reyna að fá uppskriftina frá þjónum og eigendum. Held samt að við höfum bara verið orðin þreytt eftir þennan langa og mikla dag og fórum snemma aftur uppá hótel þar sem við rotuðumst. Þetta var frábær dagur og gaman að þekkja fleirri sem voru að útskrifast. Við þrjár vorum mikið samferða í gegnum allt ferlið og Helen prófarkalas ritgerðina mína fyrir mig. Eftir situr samt tilfinningin að eiga ekki aftur eftir að eiga erindi til Leeds en þetta er búin að vera mjög eftirminnilegur tími í alla staði.
Efnisorð:
England,
ferðalög,
leeds,
unifriends
Dagur 8 Bakewell til Leeds
Dagur 8
Yfirgáfum Bakewell í dag. Fórum fyrst á markað og ég keypti eitt og annað, veski, crocs, derhúfu. Keyrðum yfir fjöllin og til Leeds. Hulda systir er alltaf jafn pirruð og keyra í Leeds en var ánægð með leiðsögn frá okkur. Ég hafði valið hótel og annað miðað við að þurfa að ganga sem minnst svo við vorum á Premier Inn nýja við nýja first direct arena tónleikahöllin en bæði opnaði bara núna í vetur. Mjög huggulegt og fínn morgunmatur á hótelinu en við furðum okkur á því að við vorum bæði með baðherbergi fyrir fatlaða? Fórum og náðum í jakkafötin sem Gunnar verslaði í Manchester og 5 skyrtur. Fórum eins og fína fólkið í Harvey Nichols í YO-sushi, mikið gaman og góður matur. Svo var steðjað á Weatherspoons í Millenium square til að hitta Leeds skólafélaga, drukkinn cider og snætt eitthvað smá. Arthur frá Brasilíu og Marina konan hans komu, Emma frá Liverpool og Lasse maðurinn hennar komu og annað par vinir Arthurs því hann var að fara til Brasilíu næsta dag. Svo snemma í háttinn til að búa sig undir stóra daginn. Því miður gleymdist alveg að taka myndir af þeirri samkomu, en hér eru nokkrar frá deginum (smellið á myndina fyrir fleirri myndir)
Dagur 8 Leeds |
fimmtudagur, júlí 11, 2013
Chatsworth House
Dagur 7 Chatsworth house
Við heimsóttum Chatsworth h
House í brakandi blíðu. Fórum í guided tour sem kostaði 4 pund á haus
vorum bara sex og leiðsögumaðurinn alltaf að vísa öðrum frá sem voru að reyna að hlusta " excuse
me, this is a private tour". Húsið er hundgamalt og allt skreytt allavega sá hluti sem
ferðamönnum er sýnt. hertoginn fyrsti útbjó staterooms fyrir kónginn sinn William sem svo aldrei
kom og sjötti hertoginn bætti við heilli álmu fyrir partíhald, tók meðal annars á móti Victoríu
drottningu og borðstofan var eins og þá. Það vakti athygli mína að gaflarnir voru á hvolfi en það
var víst gert til að ermarnar á herramönnunum flæktust ekki í tindunum. Við tókum góðan göngutúr
um garðana með cascade þar sem við sulluðum aðeins, villtumst mikið í völundarhúsinu þar sem
Hulda og Les komust fyrst í miðjuna, höfðu reyndar farið áður og Gunnar síðastur. Versluðum svo
skrýtna minjagripi en kannski ekki svo, fínustu garðyrkjuáhöld úr eðalstáli.
Svo dinner á pöbbnum en nú var kominn sunnudagur og bærinn tómur en kannski líka haft áhrif að
úrslit Wimbelton stóðu yfir og allir bretar að fylgjast með sínum skoska manni Andy Murray vinna
í fyrsta skipti í 77 ár.
Chatsworth House |
Dagur 6 Bakewell festival
Dagur 6 Bakewell festival
Annar heitur dagur með glampandi sól. Gunnar skrapp í bakaríið og náði í gúmmilaði sem dugði út
veruna í Bakewell. Gengum svo góðan túr um bæinn sem var í hátíðarskapi og fullur af fólki.
bærinn er pínulítill en mjög huggulegur og margir pöbbar en ekki svo margir veitingastaðir. Við
gegnum meðfram á með alveg tæru vatni svo silungarnir sáust slást við endurnar um brauðið sem
fólkið fleygði til þeirra. Á krikett vellinum var skrúðgangan að stilla sér upp, fyrst
uppstrílaðar stelpur í fallega skreyttum bílum. Svo allskonar vagnar skreyttir með þemum úr
bíómyndum, Mary Poppins, vestrar, Willy wonka and the chocolate factory, flestir spiluðu mjög
háværa tónlist og þetta söng í hausnum á okkur næstu daga og þi getið hlustað á Candyman hér að neðan.
Síðast voru mótorhjól og fornbílar. Kvöldmatur á pöbbnum í steikjandi hita og vínið úr plastglösum þar sem
löggan bannar gler á hátíðinni. Líklega skynsamlegt því það var mikið fjör í gangi.
Bakewell festival |
Staðsetning:
Bakewell, Derbyshire DE45, UK
Alston til Bakewell
Dagur 5, aftur fínn morgunmatur, pakka saman, keyra niður löngu brekkuna og alla leið eftir A6
til Manchester airport, skila bílnum rötuðum nú í gegnum kaflann þar sem verið er að breyta
veginum en satnav gellan var ekki sammála okkur, og bað okkur "in 600 meters make a u-turn, in
300 meters make a u-turn, when possible MAKE a u-turn" skemmtilegt hvernig upptökurnar eru með
innbyggðum ákafa eftir því hversu mikilvæg skilaboðin eru !
Aksturinn hafði gengið allur vel og ég vandaði mig allt til enda minnug þess þegar ég tók brettið
úr sendibílnum í Leeds eftir að hafa keyrt til Immingham og til baka!
Svo tókum við pakkfulla lest til Chesterfield þar sem Hulda og Les tóku á móti okkur og keyrðu
til Bakewell þar sem við komum okkur fyrir í Hillside Cottage á þrem hæðum með hrúgum af
brickabrack og bara baðkari með engri sturtuslöngu einu sinni. Eigandin tók á móti okkur úti á götu, yndislega ensk með nýja manninn sinn til 9 ára en hún hafði keypt kotið ein og farið svo að leigja það til túrhesta þegar hún giftist honum Brian sínum.
Skelltum okkur á næsta pöbb The Wellington og svo á annan The Peacock í dinner þar sem við gátum fylgst með
hjólbörukeppninni sem var hluti af Bakewell festival sem stóð yfir um helgina. Veðrið var geggjað
heitt og dásamlegt.
Aksturinn hafði gengið allur vel og ég vandaði mig allt til enda minnug þess þegar ég tók brettið
úr sendibílnum í Leeds eftir að hafa keyrt til Immingham og til baka!
Bakewell pub |
Svo tókum við pakkfulla lest til Chesterfield þar sem Hulda og Les tóku á móti okkur og keyrðu
til Bakewell þar sem við komum okkur fyrir í Hillside Cottage á þrem hæðum með hrúgum af
brickabrack og bara baðkari með engri sturtuslöngu einu sinni. Eigandin tók á móti okkur úti á götu, yndislega ensk með nýja manninn sinn til 9 ára en hún hafði keypt kotið ein og farið svo að leigja það til túrhesta þegar hún giftist honum Brian sínum.
Skelltum okkur á næsta pöbb The Wellington og svo á annan The Peacock í dinner þar sem við gátum fylgst með
From Bakewell pub |
heitt og dásamlegt.
Alston hæsta markaðsþorp í Englandi
Dagur 4 byrjaði með morgunmat með silfrinu, allt borið til okkar og rosalega huggulegt. Svo fórum
við í bíltúr til Alston. Alston er pínulítið þorp, það og þrjú önnurhafa um 2000 íbúa. Eiginlega
bara ein gata og smá út frá henni. Mér tókst samt að finna snyrtidömu á einu mini hótelinu til að
lita og vaxa á mér augabrúnirnar. Gunnar fór á meðan í Town Hall og aflaði upplýsinga, kom til
baka með bækling með self guided tour sem við gerðum.
Hittum fyrir Simon nokkurn, ljósmyndari sem
var að vesenast með frönsk flögg. Í ljós kom að hann var fjölfróður um sögu staðarins, dró okkur
inn til sín í gamla smiðju sem hann býr í til að selja okkur DVD um staðinn sem hann hafði gert.
Frönsku flöggin voru hluti af undirbúiningi fyrir franska kvikmyndahátíð.
Svo var stefnt á einn af þrem pöbbum bæjarins, Turks head inn þar sat eigandinn einn, sá var frá Skotlandi og
þeir Gunnar kjöftuðu mikið. Í hópinn bætist karl sem stormaði inn og bað um stórt rauðvínsglas
sem varð fyrsta af þremur. Hann var að bíða eftir að vera sóttur eftir að hafa brætt úr Range
roverinum sínum (blew a casket) sem var svo settur á flutningavagn eins og sést á einni myndinni.
.
Eftir gott og langt spjall þar meðan ég las í bók fórum við aftur á Lovelady. Ætluðum í kvöldmat
á pöb í nágrenninu en enduðum bara á að leggja okkur og borða snakk og vínber.
Alston |
Lake district yfir í Norður Pennines.
Dagur þrjú var dagurinn sem við fórum frá Lakedistrikt yfir í norður Pennines. Við höfðum nú ætlað
okkur að fara á Beatrix Potter safn þar sem við höfðum fallið fyrir bíómyndinni um hana svo við
settum stefnuna beint á Windermere en þegasr við komum að safninu sáum við að það var kannski ekki
það sem við áttum von á heldur meira stílað inn á börn og persónurnar sem hún skapaði World of
Beatrix Potter, hinu megin við vatnið virtist vera safn með málverkunum hennar og trúlega þá líka
eitthvað um l´ðif hennar en of löng keyrsla fyrir þann dag. Svo við sátum bara í sólinni og
röltum um. Windermere er stútfull af túristum, heilu rúturnar í löngum með bunum svo það var
aðeins öðruvísi upplifun.
Keswick er líka með mikið af túristum en það eru meira bretar að fara í göngutúra og annað andrúmsloft. Svo keyrðum við af stað mjóu vegina með öllum beygjunum og trjágöngunum, oft þannig að næstum þurfti að stoppa til að víkja þegar bílar mættust og á löngum köflum eru hlaðnir veggir á báða vegu svo lítið svigrúm. Ég keyrði víst ansi rólega því ég var alltaf að safna röðum og hleypa fram úr mér. Smá hluti af leiðinni var um A vegi en fljótt tóku við mjóir vegir aftur. Líka upp móti því svæðið sem við vorum að fara að heimsækja er í 400 m hæð svo ég mátti bruna upp langa brekkur, svo sem allt í lagi, ég var allavega á bíl en ekki á reiðhjóli eins og margir túrhestarinr þarna en það er vinsælt að hjóla á þessum slóðum. Navigatorinn vildi nú ekki alveg finna Lovelady út frá póstnúmerinu og fór með okkur troðning uppá hæð, en ég þóttist hafa séð skiltið og fór til baka og fór á réttan stað. Hótelið er alveg úti í sveit, Lovelady Shield Country House rosa krúttlegt og allt voða fínt með hvítu damask og ekta silfri.
Við fórum þangað því við höfðum fundið tilboð með gistingu og sjö rétta matseðli. Sjö rétta
matseðillinn var frábær, allt mjög gott en samt ekki mikið vá:
Windermere to North Pennines |
Keswick er líka með mikið af túristum en það eru meira bretar að fara í göngutúra og annað andrúmsloft. Svo keyrðum við af stað mjóu vegina með öllum beygjunum og trjágöngunum, oft þannig að næstum þurfti að stoppa til að víkja þegar bílar mættust og á löngum köflum eru hlaðnir veggir á báða vegu svo lítið svigrúm. Ég keyrði víst ansi rólega því ég var alltaf að safna röðum og hleypa fram úr mér. Smá hluti af leiðinni var um A vegi en fljótt tóku við mjóir vegir aftur. Líka upp móti því svæðið sem við vorum að fara að heimsækja er í 400 m hæð svo ég mátti bruna upp langa brekkur, svo sem allt í lagi, ég var allavega á bíl en ekki á reiðhjóli eins og margir túrhestarinr þarna en það er vinsælt að hjóla á þessum slóðum. Navigatorinn vildi nú ekki alveg finna Lovelady út frá póstnúmerinu og fór með okkur troðning uppá hæð, en ég þóttist hafa séð skiltið og fór til baka og fór á réttan stað. Hótelið er alveg úti í sveit, Lovelady Shield Country House rosa krúttlegt og allt voða fínt með hvítu damask og ekta silfri.
From Windermere to North Pennines |
Gourmet
Tasting Dinner
Beef tomato, many accompaniments, mozzarella mousse.
Wine Selection (125ml.) Rheinhessen Spatlese Oppenheimer Krotenbrunnen 2009 (Rhine) Germany
ooOOoo
Sweet potato velouté.
ooOOoo
Trio of salmon, home smoked, tartar, civiche.
Wine Selection (125ml.) La Brouette Rosé Plaimont (France)
ooOOoo
Lemon sorbet
ooOOoo
Trio of spring lamb, braised shoulder, herb crusted
loin, shepherds pie, daulphine potato, spring vegetables, jus
Wine Selection (125ml.) Merlot
Limited Release Bain’s Kloof (South
Africa )
ooOOoo
A selection of local cheeses.
Wine Selection (50ml.) Monbazillac 2009 Chateau Septy (France)
ooOOoo
Caramel poached
pineapple, rum sphere, coconut gel, pineapple and lemongrass sorbet.
ooOOoo
Freshly brewed coffee
þriðjudagur, júlí 02, 2013
Lake district and Manchester
jæja þá erum við Gunnar farin saman af stað í útskriftarferð/frí til Englands.
Fluginu okkar út var seinkað um tvo tíma sem við vorum bara hamingjusöm því þá gátum við sofið aðeins lengur. Við byrjuðum nú daginn á undarlegan hátt, mun allavega mörgum finnast en við ákváðum að bjóða tveim couchsurferum að vera í húsinu okkar í tvær nætur. Þau eru þýsk, búin að vera á ferðalagi í 11 mánuði og búin að blogga um allt ferðalagið. Þegar við lentum í Manchester fengum við glænýja ford Fiestu til leigu, Gunnar hafði gleymt ökuskírteininu sínu svo ég sé um aksturinn í þessari ferð.
Við fórum beint inn í miðborg Manchester og keyptum jakkaföt á Gunnar sem vill vera fínn í útskriftinni. Ég var búin að panta tvo kjóla og Hulda kemur með þá þegar við hittumst.
Keyrðum í dag góðan hring frá Keswick sem er við Derwent upp skarðið, ís í Buttermere og svo áfram hringinn í kringum fjallið á kortinu.
Landsslagið sem oft á tíðum minnir á Ísland en er samt svo ólíkt Íslandi. Sumar sömu plönturnar, burknar og fingurbjargarblóm eins og ég er með í garðinum. Blóðbert og fífur en svo fullt af öðru sem ég þekki ekki. Svo ekki sé talað um trén. Við gengum í dag inni í skógi það er nú eiginlega blekking þessir skógar, þeir eru bara grænir efst og í jöðrunum allavega í þessum voru trén aðframkomin og hálfhrinin, mjög grönn og vögguðu ískyggilega. Mér gekk alveg ágætlega að venjast því að keyra aftur á vinstri hlutanum, en samt ansi snúið að keyra í dag þar sem vegurinn var rosalega mjór á köflum og svo stoppaði ég í brekku þar sem hallinn var mjög mikill og átti í erfiðleikum með að taka af stað aftur. En uppi á fjallaskraðinu er mikil náma af flögusteinum (slate) Honister Slate Mine við stoppuðum þar og gengum eftri gömlum brautateinum. Situm núna á The Inn at Keswick þar sem við gistum með rauðvínsglas, vorum að klára fínan kvöldverð og erum með tölvu og ipad uppi við þar sem netið virkar eiginlega ekki uppi á herberginu sem er með hallandi gólf og gluggasæti, eina og Hulda kallaði það character eins og þeir gera á vefsíðu hótelsins :) . Hér eru allar myndirnar frá deginum
Fluginu okkar út var seinkað um tvo tíma sem við vorum bara hamingjusöm því þá gátum við sofið aðeins lengur. Við byrjuðum nú daginn á undarlegan hátt, mun allavega mörgum finnast en við ákváðum að bjóða tveim couchsurferum að vera í húsinu okkar í tvær nætur. Þau eru þýsk, búin að vera á ferðalagi í 11 mánuði og búin að blogga um allt ferðalagið. Þegar við lentum í Manchester fengum við glænýja ford Fiestu til leigu, Gunnar hafði gleymt ökuskírteininu sínu svo ég sé um aksturinn í þessari ferð.
Við fórum beint inn í miðborg Manchester og keyptum jakkaföt á Gunnar sem vill vera fínn í útskriftinni. Ég var búin að panta tvo kjóla og Hulda kemur með þá þegar við hittumst.
Keyrðum í dag góðan hring frá Keswick sem er við Derwent upp skarðið, ís í Buttermere og svo áfram hringinn í kringum fjallið á kortinu.
Landsslagið sem oft á tíðum minnir á Ísland en er samt svo ólíkt Íslandi. Sumar sömu plönturnar, burknar og fingurbjargarblóm eins og ég er með í garðinum. Blóðbert og fífur en svo fullt af öðru sem ég þekki ekki. Svo ekki sé talað um trén. Við gengum í dag inni í skógi það er nú eiginlega blekking þessir skógar, þeir eru bara grænir efst og í jöðrunum allavega í þessum voru trén aðframkomin og hálfhrinin, mjög grönn og vögguðu ískyggilega. Mér gekk alveg ágætlega að venjast því að keyra aftur á vinstri hlutanum, en samt ansi snúið að keyra í dag þar sem vegurinn var rosalega mjór á köflum og svo stoppaði ég í brekku þar sem hallinn var mjög mikill og átti í erfiðleikum með að taka af stað aftur. En uppi á fjallaskraðinu er mikil náma af flögusteinum (slate) Honister Slate Mine við stoppuðum þar og gengum eftri gömlum brautateinum. Situm núna á The Inn at Keswick þar sem við gistum með rauðvínsglas, vorum að klára fínan kvöldverð og erum með tölvu og ipad uppi við þar sem netið virkar eiginlega ekki uppi á herberginu sem er með hallandi gólf og gluggasæti, eina og Hulda kallaði það character eins og þeir gera á vefsíðu hótelsins :) . Hér eru allar myndirnar frá deginum
2013 07 Lake district |
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)