miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Jarðskjálfti
Eins og segir hér í MBL þá var jarðskjálfti hér hjá okkur um 01 síðast liðna nótt.
Við urðum vel var við skjálftan, húsið hristist pínulítið. Svava var niðri en ég upp í svefnherbergi og það fyrsta sem Svava hélt var að ég hafi stokkið svona hressilega framúr rúminu. Ég er ennþá að spá í því hvort ég eigi að móðgast svolítið................en nenni því valla.

mánudagur, febrúar 25, 2008

Grettukeppni
Heimilisfólkið á Stanmore Grove fór í grettukeppni og hérna eru "bestu" gretturnar. Vinsamlegast sendið inn ykkar álit. Hvaða gretta er best? En ekki vildi ég mæta þessu liði að kvöldi til.

fimmtudagur, febrúar 21, 2008

Pakkinn er kominn
Ég er búin að vera að bíða eftir afmælispakka frá Gerði sem hún setti í póst 5.2. við vorum farnar að hafa áhyggjur af honum, en svona leit hann út og þetta fína innihald sem Gerður vonar að ég fái ekki hjartaáfall af. Þetta var frábær sending og ég fæ örugglega nóg hjálp til að forða mér frá hjartaáfalli. Takk takk Gerður & Co.

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Garðar Cortes og Ronan Keating
stóðu sig með sóma á hljómleikunum í Sheffield. Einnig voru listdansararnir á skautum frábærir. Semsagt frábært Art on Ice.
Við fórum snemma til Sheffield til að skoða borgina og fórum einnig á góðan ítalskan veitingastað.
Við erum orðin mjög örugg að keyra um og til nágrannabæjanna eins og ekkert CCCCCCCC.

sunnudagur, febrúar 17, 2008

Afmælisveisla
Í gær hélt Bergþóra Sól afmæliveislu fyrir nokkrar skólasystur sínar. Svava bakaði og Bergþóra aðstoðaði við að baka afmælisköku, búa til heimlagaðar pizzur og ýmislegt annað góðgæti. Síðan var stofan skreytt. Það var sungin afmælissöngur, blásið á kerti og farið í ýmsa leiki. Veislan tókst vel og allir fór heim saddir og glaðir. Afmælisbarnið var líka í skýunum yfir að fá Wii í afmælisgjöf frá okkur Svövu og þær gera ekki annað núna en að leika hina ýmsu leiki sem við keyptum með tölvunn. Skólinn byrjar svo hjá Bergþóru á morgun eftir miðannarfrí en í dag ætlum við til Sheffield á Art on Ice og einnig að skoða borgina svona í leiðinni.
kveðja GHG

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Bergþóra Sól 10 ára

Eins og lög gera ráð fyrir var hún vakin upp með afmælissöng, gjöfum og morgunmat í rúmið.

Skammt stórra högga á milli

Sú stutta er 10 ára í dag og fær af því tilefni smá myndasýningu með uppáhalds pósinu :)
Til hamingju með afmælið prinsessa.

mánudagur, febrúar 11, 2008

Árinu eldri og alltaf jafn kát :) 24 eða 42

Nú um helgina skall á mig eitt árið enn, ekki það að ég finni mikið fyrir þeim. Tók svona próf á Facebook "What is your real age" og þá kom í ljós 23 ára, svo Sandhya sagði að nú hefði ég orðið 24 ára svo við höldum því bara svona á milli okkar að það er víst á hinn veginn.
Hulda og Les komu á föstudaginn, ákváðu að taka sér frí frá því að kaupa húsgögn og fagna afmælum með okkur, því jú Les og ég eigum sama afmælisdag.
Við Hulda græjuðum heita rétt og alles á laugardaginn svo komu nokkrar pæjur í partí, ég hafði keypt nýtt spil í tilefni dagsins, The Big Taboo, og Articulate, spiluðum þau og skemmtum okkur frábærlega. Fékk fullt af kveðjum og pökkum takk fyrir það allt.
Svo kíktum við í bæinn á sunnudag með strætó í sól. Sjá myndir hér við hliðina.
Takk fyrir djúserinn, komuna og hjálpina Hulda og Les

föstudagur, febrúar 08, 2008


Ofsa-veður
Það er nú svolítið gaman að lesa um allt þetta ofsa- veður sem er búið að hamra á íslendingum í allan vetur og þá sérstaklega undanfarnar vikur. Við hefðum ekki getað valið betri vetur til að vera fjarverandi af landinu bláa. En svona veður herðir bara mannskapinn "only the fittest survive".
En það er svosem einnig ofsa-veður hérna s.s. ofsalega mikil sól, logn og hitinn á bilinu 10-15 gráður á daginn :)
Bkv Gunnar Halldór, Svava og Bergþóra Sól

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Búin að skila fyrsta skammti





Svona leit bunkinn út sem ég skilaði af mér í gær ! 4 ritgerðir = 12000 orð eða um 60 bls. Hér er skilað tveim pappíreintökum og einu á CD. Svo þarf að fylla út tvö eyðublöð eitt um að maður hafi engu rænt af annara hugverkum og eitt sem kennararnir skrá svo athugasemdir og einkunn. Einkunnirnar eru á skalanum 0 - 90 og þarf 50 til að ná, ég hef ekki hugmynd um hvar þessi skrif mín eiga eftir að lenda kemur bara í ljós.
Það er allavega ljóst að ég lá í leti og ætla ekki að líta í bók fyrr en á sunnudaginn, næsta verkefni sem liggur fyrir er að ákveða hvaða efni ég vil fjalla um í MA ritgerðinni og annari smærri sem á að byrja á fljótlega. See you later er farin að horfa á DVD og liggja í leti ;)

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Art on Ice
Við erum farin að hlakka til 17. febrúar því þá förum við til Sheffield til að sjá þetta; Art on Ice þarna er hægt er að fá forsmekinn af því sem við komum til með að sjá og heyra. Garðar Cortes verður þar ásamt
Ronan Keating úr strákasveitinni Boyzone OG heill hellingur af frábærum listadönsurum á skautum. Þetta verður örugglega gaman og ekki mundi skemma fyrir ef Ronan tæki nú aðallagið úr uppáhaldsmynd Svövu; Notting Hill þá kæmi maður til með að sjá tár á hvarmi.
Allaveganna mikið gaman og mikið fjör.
Bkv Gunnar Halldór

laugardagur, febrúar 02, 2008

Afmæli
Bergþóra fór í afmælisveislu í dag hjá Shanell skólasystur sinni ásamt fullt af gestum, bæði úr bekknum hennar og eins töluðvert af ættingjum hennar Shanell. Veislan var haldin í sal út í bæ þar sem var mikið um dýrðir og gott að borða. Á myndinni hér til hliðar eru nokkrar bekkjasystur Bergþóru og einnig frænka og hálfsystir. Það var úrvinda stelpa sem kom heim rúmlega níu eftir að hafa dansað og leikið sér frá klukkan fimm. Svo á Bergþóra Sól sjálf afmæli 12 febrúar og ætlar að bjóða stelpunum úr bekknum í veislu heim laugardaginn 16 febrúar.
Speki dagsins.
Fékk þetta frá Iðunni áðan alltaf got að minna sig á svona hluti.

Every sixty seconds spent Angry, upset , or mad unnecessarily, is a full minute of happiness lost.
Life is short, Break the rules, Forgive quickly, Kiss Slowly, Love truly, Laugh uncontrollably, And never regret anything that Made you smile.
Life may not be the party we hoped for, but while we're here we should Dance

Það snjóaði í morgun svona föl sem var horfin fyrr en varði, en samt fór rafmagnið einhversstaðar í Norður Yorkshire, enda allar rafmagns og símalínur bara í loftinu og ekki merkilegar að sjá.

föstudagur, febrúar 01, 2008

Blogg er ágætisvettvangur til að fá úrás fyrir geðvonsku maður sér það oft á moggablogginu t.d. hér . Ég ætla núna að röfla um bókasafnið í Leeds háskóla. Það er að flestu leiti frábært, get tekið frá bækur sem mig vantar á netinu ef einhver annar er með hana í útláni. En þessvegna varð ég svo fúl í gær, einhver hafði tekið frá bók sem ég var með í láni, ok. það væri alveg skiljanlegt og ekkert mál ef þetta væri fágæt bók og fá eintök til. En ég sá stax á netinu að það voru mörg eintök til og laus, fer með bókina á safnið til að athuga málið og það voru TÍU, endurtek TÍU eintök í hillunni enda mjög góð almenn bók um námsmat. En einhver kálfur úti í bæ hafði tekið frá mitt eintak... þá get ég ekki endurnýjað og fæ sektir ef ég skila ekki.... ég röflaði þetta við tvo starfsmenn, en svörin á þá leið að svona væri kerfið..... það gæti verið einhver ástæða til að viðkomandi vildi þetta eintak, kannski voru öll eintökin úti þegar hann tók frá.... blablabla.... og ég röflaði í alvöru.... er ekki vön að gera svoleiðis..... endirinn varð að ég varð að skila eintakinu... og ná í eitt af þessum tíu...... Paul Yates skuldar mér 40 pence ( ég les svo vel á hvolfi að ég sá nafnið á þrjótnum sem tók mína frá )