Bakewell festival |
fimmtudagur, júlí 11, 2013
Dagur 6 Bakewell festival
Dagur 6 Bakewell festival
Annar heitur dagur með glampandi sól. Gunnar skrapp í bakaríið og náði í gúmmilaði sem dugði út
veruna í Bakewell. Gengum svo góðan túr um bæinn sem var í hátíðarskapi og fullur af fólki.
bærinn er pínulítill en mjög huggulegur og margir pöbbar en ekki svo margir veitingastaðir. Við
gegnum meðfram á með alveg tæru vatni svo silungarnir sáust slást við endurnar um brauðið sem
fólkið fleygði til þeirra. Á krikett vellinum var skrúðgangan að stilla sér upp, fyrst
uppstrílaðar stelpur í fallega skreyttum bílum. Svo allskonar vagnar skreyttir með þemum úr
bíómyndum, Mary Poppins, vestrar, Willy wonka and the chocolate factory, flestir spiluðu mjög
háværa tónlist og þetta söng í hausnum á okkur næstu daga og þi getið hlustað á Candyman hér að neðan.
Síðast voru mótorhjól og fornbílar. Kvöldmatur á pöbbnum í steikjandi hita og vínið úr plastglösum þar sem
löggan bannar gler á hátíðinni. Líklega skynsamlegt því það var mikið fjör í gangi.
Staðsetning:
Bakewell, Derbyshire DE45, UK
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli