Jæja, nú er íbúðin tóm eða þannig, hreingerningardót og eitthvað smáræði sem vill verða eftir í flutningum. Ég er búin að minnka eigurnar umtalsvert, fór í gær með þrjá fulla sendiferðabíla í Kölku, henti og gaf í Rauða Krossinn, og í dag með jeppann hans pabba tvisvar fullan. Gunnar er búinn að mála allt nema eldhúsið það bíður morgundagins og svo að þrífa.
Það sem situr í mér eftir þetta er hvað það er til mikil ógnótt af dóti í flest skiptin sem ég kom í Kölku var fullt að gera þar og þegar ég kom í seinni partinn allir gámar fullir sem voru tómir rétt eftir hádegið. Æi rafmagnslaus eftir smá stund ........
föstudagur, júní 29, 2007
mánudagur, júní 11, 2007
,,Dont worry about it everything is " Hringdi í gær í leigusalann í Leeds, hann er pínulítill indverji og algjört krútt, talar ekkert frábæra ensku svo hann er ekkert að eyða orðum í þetta og eina sem hann sagði í símtalinu í gær var bara ,,don´t worry about it everything is ok" við vildum svona heyra í honum og vita að húsið biði ennþá eftir okkur, það væri ekki spennandi að standa á Stanmore Grove einhver annar fluttur inn og við með allt okkar hafurtask á götunni.
Hafurtaskið er að tínast saman, búin samt að pakka í 12 kassa í geymslu en tvo með, enda erum við að nota flest sem fer með.
Ef þið vitið um einhvern sem vantar 4 herbergja íbúð í Keflavík til leigu þá er mín laus, stelpurnar sem voru búnar að festa sér hana hættu við :( en það hlýtur að ganga upp.
Hafurtaskið er að tínast saman, búin samt að pakka í 12 kassa í geymslu en tvo með, enda erum við að nota flest sem fer með.
Ef þið vitið um einhvern sem vantar 4 herbergja íbúð í Keflavík til leigu þá er mín laus, stelpurnar sem voru búnar að festa sér hana hættu við :( en það hlýtur að ganga upp.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)