föstudagur, maí 29, 2009

EVERTON FC og Rhydian


Nokkrar línur frá grasekklinum hérna í Leeds.

Ég skrapp með Tony til Liverpool til að horfa á Everton keppa við West Ham á Goodison Park. Þeir eru nú að verða nokkrir vellirnir sem ég er búinn að koma á hér í UK. Þetta var mjög skemmtileg ferð með honum og family, sem eru mikið stuðningfólk Everton. Eru með ársmiða og allt það, og ég fékk sæti þar sem aðalstuðningmennirnir voru. Allir voru í mikkklu stuði enda unnu þeir 3-1.


Ég fór einnig síðasta laugardag til Sheffield til að horfa á Rhydian í City Hall, það var nú svolítið fyndið að fara á tónleikana einn og með 3 miða, miðarnir keyptir fyrir löngu síðan vegna þess að Svövu langaði mikið að sjá hann og bauð Huldu með. Svava þurfti síðan að fara til Ísland og Hulda gugnaði á að fara þannig að ég stóð fyrir utan City Hall í Sheffield og var að reyna að gefa fólki miða á tónleika sem voru uppseldir. Ég hætti því fljótlega því að stelpurnar og einnig strákarnir sem ég reyndi að gefa miða horfðu á mig með þannig augnaráði og vissu ekki hvað þessi karl, ég, hefði eiginlega í hyggju. Sá svo hóp af kellum sem voru auðsjáanlega "groupies" en komnar af léttasta skeiðinu og bauð þeim að fá miðana. Það var nú líka svolítið fyndið að ég var með sæti á besta stað með fullt af miðaldra kerlingum í kringum mig sem héldu ekki vatni yfir Rhydian og ein sem sat við hliðina á mér var að fara á 6 tónleikana hjá honum í röð, bara elti hann um allt. Ætli hún hafi ekki verið svona um sextug og sagðist búa rétt hjá Manchester. Aðdáendahópurinn, eingöngu konur, kölluðu sig Rat pack. Þetta voru svosem alltílagi tónleikar en hann kemst nú ekki í hálkvist á við hana Tinu mína.

Hérna sjáið þið hann í öllu sínu veldi: http://www.youtube.com/watch?v=YC61Bp_dq8U&feature=channel

Svo er ég nú bara að læra fyrir þessi próf mín, fer í göngutúra, bíltúra og kaffihús. Fyndið hvað sumt breytist hjá manni þegar maður er svona einn, t.d. þá hef ég ekki kveikt á sjónvarpinu meðan Svava hefur verið á Íslandi. jæja þetta er nóg í bili.

Annars hlakka ég mikið að fá þær tvær Svövu og Bergþóru Sól á mánudaginn.

GHG

mánudagur, maí 25, 2009


Jæja, ætla að henda inn nokkrum línum um hvað ég er að bauka núna á Íslandi. Tilgangur ferðarinnar er að safna gögnum fyrir rannsóknina, ætla að taka 8 viðtöl við kennara, 2 rýnihópa kennara og 2 rýnihópa nemenda, allt þetta er um hvernig kennarar nota upplýsinga og samskiptatækni í sinni kennslu. Svo það eru búnir að vera grilljón tölvupóstar og símtöl að láta það allt ganga upp.


Svo þess á milli hef ég haft það skemmtilegt, horft á 6 bíómyndir með Iðunni í 2 lotum !!! Borðað sushi og spilað með systrum mínum og hitt vinkonur mínar úr kennó, en belive it or not þá eru 20 ár síðan ég útskrifaðist þaðan.

Svo reyni ég að fóðra strákana þegar ég næ í þá, Jón kemur reglulega á garðana en Pétur vann og vann síðustu viku enda megavika á Dominos, býst við að sjá hann meira í þessari viku.

laugardagur, maí 16, 2009


Hitti í mark


Ég er komin til Íslands eina ferðina enn, nú til að taka viðtöl við kennara.


Kippti með mér skóm fyrir drengina og það hitti í mark eins og myndin sýnir!

fimmtudagur, maí 14, 2009

Vörn á rannsóknaráætlun og góðir gestir



svona leið mér í dag, þegar ég var búin að hitta andmælendur mína (veit ekki hvaða orð á að nota, hér en það eru tveir prófessorar sem eru kallaðir examiners) og þeir búnir að gefa mér græna ljósið að halda áfram með verkefnið mitt.


Annars eru hjá okkur góðir gestir, Halla Kolbeins vinkona okkar sem er að ganga frá sölunni á húsinu sínu hér í UK og ýmislegt annað (t.d. að ná í duftker með eiginmanninum heitnum), frænka hennar kom með henni til halds og trausts. Annars er Gunnar búinn að vera að sinna þeim í nokkra daga og keyra þær út um allt. Þau fór t.d til York í dag.
Við fórum öll saman út að borða í kvöld til að halda upp á þetta allt saman áðan.

Svo er það Ísland á morgun og viðtöl og rýnihópar næstu tvær vikunnar. !! endalaust stuð !!
Gunnar Halldór og Svava

sunnudagur, maí 10, 2009

Star Trek,
við erum nú ekki dugleg að fara í bíó en þegar nú Star Trek er í boði læt ég mig ekki vanta og tókst að draga Gunnar með mér. Ég var alveg voðalega hrifin ánægð með að hitta gamla vini sem margir vorum miklu myndarlegri en áður. Mikil spenna og gott fyrirsjánlegt Star Trek plot. Gunnar hló nú að mér þegar ég varð skíthrædd í slagsmálum við snjóskrimsli.

Vorum með gesti í dag Jane sem var með mér í náminu og Tony kærastinn hennar, Everton maður sem ætlar með Gunnar á leik um næstu helgi. Kokkuðum íslenskt lambalæri og maregnstertu, þau voru ánægð og gaman að hafa kompaní, eins og Gerður segir þá erum við að verða svolítið heimaskrítin að ræða bara mestmegnis hvort við annað!

fimmtudagur, maí 07, 2009

Tina Turner

Tónleikarnir 5 maí með Tinu Turner voru hreint frábærir. Ótrúlegt að hún verði 70 ára á þessu ári. Þetta voru lokatónleikar hennar í tónleikaröðinni: Tina!: 50th Anniversary Tour og voru því að mörgu leiti svolítið spes. Þessir tónleikar voru besta Show - tónleikar sem ég hef séð og Tina kann svo sannarlega að skemmta fólki. Hreint út sagt frábærlega útfært show.

Þetta hefur hún sjálf að segja um tónleikana:
“It’s a sort of flashback tour,” she has explained. “I wanted to give people everything they love about Tina Turner, which is why I went back to the short skirts, the wild dance routines, the wigs, the big numbers – and, of course, the legs. It’s just my final great big celebration.”

Hérna er ágætt sýnishorn af tónleikunum:

Gunnar Halldór

mánudagur, maí 04, 2009

Saltaire

Við héldum áfam að túristast í gær. Fórum til Saltaire sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Heilt þorp og verksmiðjur sem var byggt í kringum 1850 sem ein heild og má lesa um hér. Merkilega saga og frábært að eyða deginum þar.

sunnudagur, maí 03, 2009

Yorkshire Sculpture Park


Við skötuhjúin ákváðum að túristast svolítið þessa helgi og skoða nágrennið, nokkra staði sem eru búnir að vera á listanum. (og ég að gefa lestrinum frí í tvo daga)

Fórum í gær í Yorkshire sculpture park, hann er bara í hálftíma fjarlægð, Gunnar notaði tækifærið til að æfa sig á takkana sína 27 og tók 600 myndir og ég nokkrar af honum að taka myndir ! Dásamlegt veður, flottar höggmyndir (tókum reyndar fáar myndir af þeim).


Við settumst við niður með picknickið okkar, það má bara vera með svoleiðis á nokkrum stöðum og sá sem var næstur bílastæðinu var með kindum og lömbum, kindur á Íslandi eru styggar svo ég hélt þetta væri nú í lagi þegar búið var að sparka burt nógu mörgum spörðum til að geta komið teppinu fyrir, en ein rann á lyktina og sá mig ekki í friði! kom aftur og aftur og reyndi að éta veskið mitt! En fyrir utan það var þetta frábær dagur.
Keyrðum svo sightseeing krókaleið til baka með einum köldum á crummy pub.


föstudagur, maí 01, 2009

Einn áfangi að baki.

Ég skilaði inn skrifunum fyrir vörn á rannsóknaráætlun í dag, rúmlega 90 bls með öllum leyfilegum og svindluðum viðaukum. Gott þegar svona er að baki, en samt bara hálfnað, nú liggja prófdómarar yfir þessu næsta hálfa mánuðinn og svo má ég svara fyrir mig og fæ það annaðhvort " fínt hjá þér haltu áfram", "ok, þetta er ágætt en komdu aftur eftir mánuð og vertu þá búin að bæta x og z" eða í versta falli, "þetta á greinilega ekkert við þig og farðu bara heim aftur".

Er samt bara bjartsýn, en verð að lesa og lesa til að vera með á nótunum og eiga svör við öllu!

Myndir hér http://www.facebook.com/album.php?aid=74079&id=696749115&l=ec885681aa