Alltaf þegar ég sest niður til að skrifa annaálinn fárast ég yfir því að hafa ekki bloggað meira. En með hjálp frá myndum og dagatali tekst nú að halda flestu til haga.
Þegar ég fletti í gegnum myndirnar er eiginlega þrennt mest áberandi, vinnumyndir sem ég tek mikið af, ferðalög og svo barnabörnin, eiginlega mest barnabörnin. og sextugsafmælið, maður minn, hér eru myndir úr því, en það var grímuball með 99 kynlegum gestum haldið í Firði uppi á 7 hæð í huggulegum sal. Meiri myndir
hér og
hér partýið hét Gunnars....
Viktor Darri var mikið hjá okkur, bæði var mamma hans dugleg að vinna bæði hjá Símanum og svo í heimahjúkrun, og svo Kolaportið með. Þau voru svo hjá okkur nokkrar vikur meðan þau voru milli íbúða. Svo bættust við ferðir til Danmerkur að hitta Ingvar sem nú er fluttur til hennar með sín tvö börn. Kristín Hrönn átti líka stórafmæli og hélt uppá árin 30 með partýi þar sem gamla settið mátti fljóta með.
Viktor er algjör fjörkálfur eins og myndirnar bera með sér, alltaf á fleygiferð, farinn núna í árslok að tala alveg helling, m.a. að stríða afa sínum og kalla hann Gunnar, eða Gunnaf, og vill alltaf koma mef. Honum finnst mjög gaman að ipadinum hjá ömmu, að láta hana byggja legóturna sem hann fellir með ýmsum kúnstum, sparkar og fellir með bumbunni. Sennilega finnst honum þó mest gaman að fara í göngutúra, oftast með afa að heimsækja fuglana niðri við læk og róluvelli í nágrenninu.
Við sjáum minna af Gabríel en samt hann kom í heimsóknir, bakaði eplakökur, spilaði og fór í göngutúra. Við buðum honum og Hilmi Breka að sjá Dýrin í hálsaskógi í janúar, en þá komst Guðmundur Pálmi ekki vegna veikinda.
Guðmundur kemur í heimsóknir, leikur með legó og bíla, hann vill helst fara í sund og leika með iPadinn. Í sumar áttum við svo góðar stundir með þeim öllum saman í sumarbústað í Öndverðarnesi.
Svo eru það ferðalögin:
Febrúar fór ég í
DILE vinnuferð til Finnlands í dásamlega fallegan en nístandi kulda. Í apríl hitti ég svo sama hóp í Noregi og sá enn meira af upplýsingatækni í leikskólum.
Næsta ferðalag var stórt og mikið. Þá fór ég til Bukarest í námsheimsókn í
Makey evrópuverkefni. Ég skrifa um
fyrstu dagana í þeirri ferð hér, þá var ég að heimsækja háskóla, fablab smiður og leikskóla. Gunnar kom í heimsókn og við áttum góða daga,
skrifa um þá hér. En svo hittum við líka Svein frá Njarðvík sem var með mér í söngnámi, fórum með honum, foreldrum hans í óperuna og svo með þeim og tengdafólki í svaka spa Therme. Fórum einnig til Constanta og böðuðum okkur í Svarta hafinu.
Síðan fór ég beint fra Búkarest til Aarhus á verkefnafund meðal annars með kollegum mínum Sólveigu og Skúlínu.
Fyrst ég var komin til Danmerkur fór ég i afslöppun á kránni með heimafólki þar í nokkra daga.
Stærsta ferðalagið var í ágúst með Herði og Sillu til fjögurra ríkja í Bandaríkjunum, keyrðum mikið og sáum stórkostlega náttúru. Skrifa um það hér. Frábært að skoða sig um í margbreytilegri og fallegri náttúru í Colarado, New Mexico, Arisona og Utha. Mjög eftirminnileg ferð,
skrifa meira um hana hér.
Strax í september var næsta ferðalag og þá með Frú Láru, starfsmannafélaginu i vinnunni hjá Gunnari til Þýskalands og Austurríkis, stutt ferð en bráðskemmtileg.
Skrifa um hana hér.
Við fengum líka góða gesti. Í febrúar kom Audrey Shih og kærastinn hennar. Hún var með mér í náminu í Leeds og er mikill áhugaljósmyndari. Við fengum lánaðan jeppa hjá Daða og fórum hring um Reykjanesið í ósnertri mjöll og fallegu veðri. Stoppuðum í hádegismat í Grindavík og að skoða bátana.
Í febrúar voru Anita og María á landinu, við fórum í göngutúra, í þjóðminjasafnið og uppí Hallgrímskirkju.
Ég byrjaði árið með því að fara með Möggu og Gerði í sumarbústað, áttum dásamlegan tíma svona hálft í hvoru í tilefni þess að Magga varð 50, við urðum veðurtepptar og græddum auka nótt til að hanga á náttfötunum, fara í sund, spila, kjafta og fá okkur púrtvín.
Pétur smíðaði handa mér kertastjaka á afmælinu mínu, og við Bergþóra spiladrottningarnar buðum í spil og kaffi.
Frá páskunum finn ég engar myndir nema af tertu og hamborgarahryggjum, en ef ég man rétt var ég með eitthvað af okkar börnum og systkinabörnunum í mat.
Við fórum víst í mars í sumarbústað í mars, Hörður og Silla ætluðu með en Gunnar var að verða veikur og endaði með lungnabólgu, hann endaði árið líka þannig og má greinilega passa sig á flensunum. Hann er annars bara hress en ekkert brálæðislega kraftmikill. Fyrri hluta árs var hann í Hjarta og lungnastöðinni í leikfimi og fór svo undir árslok í karlajóga, segir það erfitt en er greinilega ánægður þar.
Gunnar fór í veiði norður í land með Tuma og Daða og fleirri körlum. Með Oddfellow fórum við á glæsilega árshátíð á Hótel Selfossi, en ég missti af flestu öðru eins og jólaboðinu.
Ég fór ein á Ljósanótt að þessu sinni og stoppaði bara yfir daginn, hitti ´66 hlutan af saumaklúbbnum, en okkur tókst öllum saman að heimsækja Helgu fyrir vestan í apríl.
Krakkarnir okkar eru hressir. Bergþóra býr enn hjá okkur, hún kláraði stúdentspróf í maí og byrjaði í hagfræði í haust og gengur bara ljómandi vel miðað við hvað þetta er stíft nám.
Lilja Björg er flutt suður og leigir í Engihjallanum með Daníel og þau eiga von á dreng nú í upphafi árs. Hún kláraði MS í sálfræði frá HA síðasta haust og vinnur nú á geðsvið LÍ.
Það var aldrei haldin veisla og útskrift Bergþóru var meðan ég var i Rúmeníu svo að í júní var slegið í allserjar útskriftarteiti fyrir MS og stúdent.
Ég er alltaf á fleygiferð, bara dugleg í leikfiminni og næ oft þrem tímum í viku. Syng með Samkórnu sem var bæði með vortónleika og jólatónleika, auk þess að syngja í Hörpu 1. des á a 80 ára afmælisfagnaði blandaðra kóra. Við vorum rausnarleg og fórum í æfingabúðir á Hótel Örk bæði vor og haust.
Kór Víðistaðakirkju er líka búinn að vera mjög virkur, sungum á Lúthersafmæli, og svo allt þetta venjulega en ég gat ekki alltaf verið með vegna ferðalaga og annara anna. Þau komu öll í þorrapartý til okkar í febrúar. Við sungum með Eyþóri Inga annað árið í röð og alveg hægt að mæla með þeim skemmtikrafti.
Jón glímir við sína djöfla en býr nú með Dagbjörtu frænku Gunnars.
Já við byrjuðum víst á því í sumar að mála húsið en svo bara rigndi og það er enn hálfklárað. Það var samt stundum sól og frekar hlýtt svo það óx allt vel og eftir tvö vor þar sem ég er í burtu er illgresið næstum búið að ná yfirhöndinni.
Svo gerðum við eitt og annað skemmtilegt. Gunnar gaf mér síðustu jól námskeið hjá endurmenntun HÍ um Rocky Horror Picture show svo við fórum þrjú kvöld og lærðum eitt og annað auk þess að skemmta okkur konunglega, sérlega á sýningunni sjálfri 15. mars sem var gjörsamlega frábær.
Auk þess sem hefur verið upptalið eru hérna að auki nokkur atriði;
27. janúar Ellý - Með Ínu og Möggu
17. febrúar Phantom of the Opera, tónleikar með Ástu Júlíu og Ágústi
5. maí Missa Creola- Söngfélagið í Korpúlfstöðum með Ástu Júlíu
22. júlí matarboð hjá Kristján og Rhonu
10. október Blíða 100 ára, súpa hjá Ingibjörgu Vald
23. október 60 ára afmæli BHM
27. október Brunch með frænkum Gunnars að norðan
3. nóvember í mat, spil og kokteila til Gerðar og Jóns.
Nóvember vinnuferð á Grundarfjörð Makerý
10. nóv, Von mathús með Daða og Dísu, jólagjöf frá Bergþóru
11. nóvember Langur göngutúr og Pallett með Daða og Dísu
30. nóv jólahangikjöt Menntavísindaviðs - ég söng í kvartett.
1. des Jólahlaðborð Frú Láru og félaga uppi á höfða.
18. des, Eyþór Ingi með stelpunum, í stað Gunnars.
23. des, Þorláksmessurölt og matur á Skólabrú með Herði og Sillu.
25. des. Fjölskyldan í mat, öll börn og barnabörn.
27. des Kristján, Rhona, Steingrímur í mat.
28. des Ása Júlía og Ágúst í mat og spil
31. des Kristín, Ingvar, Gabríel Veigar, Hrafnhildur, Baltasar, Viktor Darri, Lilja Björg, Daníel, Iðunn, Stebbi og Svava Tanja í áramótapartýi.
|
Systurnar með pabba í jólaboði hjá Möggu. |
Allt þetta og meira til þannig að þegar farið er yfir árið þá er nú hægt að segja að við gerðum nú eitt og annað. Það er um að gera að nýta tímann og lifa lífinu núna og það er búið að plana helling sem við ætlum að gera á áriðnu 2019 sem verður vonandi gott og gæfuríkt ár.