laugardagur, júlí 26, 2008

Er búin að bæta við fullt af nýjum myndum á picasa safnið okkar.
- frá flutningum í nýtt hús eigum samt eftir að koma okkur fyrir og mynda almennilega
- frá 'farewell' partýinu sem við héldum fyrir Bergþóru, buðum öllum bekknum, og skátunum, leigðum hoppukastala, grilluðum og mikið stuð.
- í Bergþóru albúmið bætti við myndum úr sundi, skátum og skrúðgöngu með skólanum
- nokkrar myndir í 'krakkar í heimsókn'
- og nýtt albúm frá Blackpoolferðinni.

Erum nú í Grimsby, fórum með dótið hennar BErgþóru í skip og bílinn í viðgerð og skoðun.

fimmtudagur, júlí 24, 2008

Halló aftur...

Síðan við blogguðum síðast erum við búin að fara til Blackpool yfir eina nótt gistum á einu af mýmörgum litlum hótelum sem eru þarna við ströndina. Fórum í vatnsgarð þar með rennibrautum og fossum mikið stuð. Lilja og Jón fóru í go-kart og við prófuðum traminn sem gengur eftir sjávarsíðunni.

Stelpurnar fóru svo á föstudaginn svo nú og meira seinna.
Höfum einfaldlega ekki haft tíma að blogga
Skrifum fljótlega aftur og ítarlegri fréttir.

laugardagur, júlí 12, 2008

Krakkar í heimsókn

Lítið um blogg núna, búið að vera mikið að gera eða kannski erill.

Bergþóra hefur nú lokið skólagöngu í Leeds, búin að kveðja alla og fékk frábærar umsagnir frá kennara og skólastjóra, líka dásamleg kort frá bekkjarfélögum þar sem stelpurnar tala um bros og létta lund en strákarnir um hæfileika hennar í tæklingum !

Pétur er kominn og farinn. Ég fór með stóra liðið í Alton Towers, stóran tívolígarð með klikkuðum tækjum og fallegu umhverfi, þau keyptu sér hraðpassa til að komast örugglega í öl klikkuðu tækin. Ég prófaði eitt svona sakleysislegt og æpti allan tímann og sá ekkert fyrir hárinu sem fór fyrir andlitið á mér svo það var nóg fyrir mig þann daginn, las bara bók og skoðaði umhverfið í rigningunni.



Það er búið að taka eina verslunarrispu á mann, Jóni sagðist mest yfir því að fá í H&M 3 hettupeysur, skyrtu, 2 armbönd og belti á verði einnar peysu sem hann keypti á ísl í vor.

Fór með stóru krakkana í Royal Armories, þau eru nú ekki beint safnatýpurnar en strákarnir voru samt imponeraðir eins og strákum ber yfir byssum og sverðum.

Já og svo skruppum við öll til Grimsby um síðustu helgi. Fengjum gott að borða eins og venjulega og skruppum á boot sale.

laugardagur, júlí 05, 2008

Krakkar í heimsókn

Brödrene lost og Lilja Björg flugu yfir hafið í gær og eru núna komin til Leeds. Þetta verður eitthvað skrýtið allt saman, Pétur stoppar bara í viku, Lilja í tvær og Bergþóra fer svo með henni alfarin. En Jón er komin í langa útlegð og verður með okkur í fimm vikur og fær þá heiðurinn af því að hjálpa okkur að finna nýtt húsnæði og flytja. Svo skilur hann okkur tvö eftir í kotinu.
Búið að vera dásamlegt veður núna í nokkra daga en grenjandi rigning og þungbúið í augnablikinu.

Ég er búin að skila af mér ritgerðinni sem er eini mælanleg afrasktur annarinnar. Leið svolítið eins og ég væri ekkert búin að vera að gera en þurfti svo að taka þetta allt saman fyrir formlega umsókn um flutning yfir í EdD og þá var það bara heilmikið en ekkert sem klárast vegna flutningsins. Svo er ég að vinna rannsóknaráætlunina, mikið stuð og fékk í gær þær fréttir að vegna efnisins verður annar leiðbeinandinn minn Aisha Walker, hún er prófessor i upplýsingatæknideildinni og verður örugglega styrkur af henni.

kv. Svava