miðvikudagur, ágúst 29, 2007


Þessir síðustu dagar hafa verið dálítið spes, við hérna á Stanmore Grove númer 17 erum farin að bíða eftir því að fara á fullt og Svava er orðin svo óþolinmóð að ég bíð bara eftir því að hún reyni að ráðast til inngöngu í skólann sinn og öskri; "Hleypið mér inn, ég vil fá að byrja að vinna og læra og hafa fullt að gera".
Annars höfum við nú verið að gera ýmislegt eins og sést á skrifum okkar hér að neðan. Í dag fórum við í langan og góðan göngutúr um hverfið okkar. Það er mjög skemmtilegt að uppgötva smá samann nærumhverfi sitt, maður fær þá á tilfinninguna að maður sé svona landkönnuður og sem slíkur uppgötvar maður smátt og smátt tengingar vega og göngustíga og nýjar verslanir og nýtt fólk. Einn daginn hittir maður einn skeggjaðan karl á bekk í einum garðinum og segir við hann "Doctor Livingstone, I presume?"
Í dag fundum við t.d gamalt kvikmyndahús; http://www.hydeparkpicturehouse.co.uk/ sem vel má vera að ég komi til með að heimsækja nokkuð oft, þeir sýna svona litstrænar myndir -iðekki þetta endalausa ameríska bull sem okkur er boðið upp á og skríllinn elskar að horfa á án þess að þurfa að hugsa, bara verið mataður endalaust, hvað sagði einhver góður maður "ópíum fólksins" en þar sem færrri og færri fara í kirkjur þá eru það amerískar myndir sem koma í staðin sem ópíum. Hyde park bíó bíður meira að segja upp baranasýningar á laugadögum og kostar bara 1 pund fyrir börnin.
Við urðum einnig vitni að glæp, og hefðum getað kært viðkomandi (EF ÞAÐ HEFÐI VERIÐ EINHVER MANNDÓMUR Í OKKUR) og þá hefði hann fengið 100 punda sekt. En semsagt það var ungur maður "-indverja-blendingur" í göngutúr með hundinn sinn sem einnig var einhverskonar bastarður, og semsagt þegar við gengum þarna á eftir þeim félögum þá stoppaði annar þeirra og skeit á miðja gangstéttina stórum og vellyktandi og af því loknu þá var bara haldið áfram eins og ekkert hafi gerst. Við þurftum að taka STÓRAN sveig en samt fundum við vel ILMINN í loftinu. Þessi gaur var ekki einn af þessum sem hafa poka með sér til að þrífa eftir félaga sinn, heldur frekar svona gaur sem "don´t give a shit".
Kv. Gunnar Halldór


Hérna er svo nýja myndasíðan okkar;


þriðjudagur, ágúst 28, 2007

Skólaundirbúningur

Nú fer að líða að skólabyrjun hjá Bergþóru Sól svo við drifum okkur af stað að kaupa skólafötin. Eins og sjá má á gekk það ljómandi vel, svo eiga eftir að bætast við fagurbláar peysur sem við kaupum í skólanum.

Skokkur og pólóbolur og svaka bros :)
Stelpuleg og sæt í blússu og pilsi.

Þægilegi gallinn joggingbuxur og pólóbolur.


Pæjufötin, aðsniðin skyrta og sniðnar buxur.
Eins og athugulir taka eftir er blaðrið mitt orðið blaðrið okkar og við getum farið að bíða spennt eftir að Gunnar láti móðan mása í netheimum.
kv. Svava

laugardagur, ágúst 25, 2007

Bókapöntun

Ég er búin að panta á Amazon flestar bækurnar sem ég kem til með að lesa í vetur. Það er bækurnar fyrir skyldukúrsana tvo en svo á ég eftir að velja einn. Listinn er hér fyrir neðan og nöfn bókanna gefa hugmynd um það sem ég er að fara að stúdera en svo er eftir að tengja þetta íslenskum veruleika í verkefnum og ritgerðum. Svo sit ég bara við póstlúguna spennt eins og barn sem bíður eftir jólagjöfunum :) . Hér fáum við póst líka á laugardögum og sú fyrsta datt inn í morgun.

EDUC 5146M: SCIENCE EDUCATION: TEACHING AND LEARNING

Gilbert, J. (Ed.) (2004) The Routledge Falmer Reader in Science Education.

Millar, R. Leach, J. and Osborne, J. (Eds.), (2000) Improving science education: The contribution of research.

Mortimer, E.F. and Scott, P.H. (2003) Meaning Making in Secondary Science Classrooms.

EDUC 5147M: SCIENCE EDUCATION: PURPOSES, POLICY & PROFESSIONAL DEVELOPMENT

Bell, B. and Gilbert, J. (1996) Teacher development: a model from science education.

CHALMERS, A.F. (1999) What is this thing called science?

Cobern, W.W. (ed.) (1998) Socio-cultural perspectives on science education: an international dialogue .

Donnelly, J. & Jenkins, E.W. (2001) Science Education: Policy Professionalism and Change

fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Hjóladagur

Ég þurfti að fara á pósthúsið í morgun 3 km leið og ákvað að skella mér á hjólinu, ekkert mál var 10 mínútur að rúlla þangað. Ætlaði svo í skoðunarferð og leita að Tesco búð sem er þar á næstu slóðum. Það var orðið frekar lint í afturdekkinu svo ég var kát að sjá Essostöð, hendi pening í vélina sem selur manni loft, já það er ekki gefins hér í Uk. Ekki fór betur en svo að ég losaði allt loftið úr dekkinu og tóks engan vegin að koma í það aftur. Ok þá dreif ég mig inn á stöðina finn þar huggulegan afgreiðslumann í hvítri skyrtu og bið hann að koma og aðstoða mig, reyndi að setja upp damsel in distress svipinn, hélt að það gegni ekki nógu vel því eitthvað var hann tregur að koma út og aðstoða mig. Þegar ég sýndi honum í hverju vandinn lægi og bað hann um að redda málunum fórnaði hann bara höndum, I´m not allowed to do that for you, if I burst the tire I´l be responisble, og engu tauti var við hann komandi hann mátti ekki pumpa fyrir mig en hann gat sýnt mér hvernig vélin ynni, það reddaðist málið því með því að ýta á takka fyrir flatt dekk tókst að koma lofti í tuðruna. En mikið er lífið einfaldara þar sem ekki þarf alltaf að vera að spá í öryggi og ábyrgð, já ég gleymdi að segja að til að fara´þarna út á planið fór hann í neongult öryggisvesti !
Eftir þessar ófarir gafst ég upp á skoðunarferðinni og fór beint í hjólabúðina að kaupa pumpu, búin að gefast upp á þessum peningagleypandi loftvélum sem tæma bara dekkin hjá mér. Með því var ferðin orðin heilir 11 km skv. Google Earth sem ég nota óspart þessa dagana.
Ekki má svo gleyma að á leiðinni stoppaði ég ekki á rauðu ljósi klessti á strák á hjóli og datt á bossann á götuna, sem betur fer á engum hraða og er óslösuð en meðvituðum það að það þarf líka að gegna ljósum á hjóli.

Gunnar og Bergþóra fóru svo hring áðan upp á 8 km svo nú eru allir bara þreyttir.
Tenerife 2007 Ferðasaga
Við byrjuðum á því að vakna snemma (0500) til að taka taxa niður á járnbrautarstöðina í Leeds þar sem við tókum lestina til Peterbourgh og skiptum um lest til Norwich og tókum síðan taxa á flugvöllinn. Flugið var ágætt, full vél að Bretum og svo við. Síðan þegar við lentum tók við rútuferð á hótelið. Semsagt 2 taxar, 2 lestar, flugvél og rúta til að komast á áfangastað.
Gistum á Oasis Golf Resort, voðalega fínt fjögurra stjörnu hótel. Tenerife er eldfjallaeyja og mjög brött, lítið sem ekkert undirlendi svo að það er byggt upp í hæðir og hótelið okkar stendur frekar hátt við hliðina á stórum golfvelli og er líka byggt sem raðhúsalengjur sem liggja hver upp af annari og við í þeirri efstu svo einhverjar 50 tröppur þarf að klífa þangað, sem við höfðum nú bara gott af ;) Íbúðin er á tveim hæðum, eldhús og stofa uppi með bedda í skáp þar sem Bergþóra Sól sefur. Niðri er baðherbergi og svefnherbergi allt snyrtilegt og mjög rúmt. Svakalega fínt hótel en svolítið langt frá ströndinni en það kom ekki að sök því við gátum notað ókeypis strætó til að komast á ströndina og til Möggu sem var niðri í bæ á Hótel La Siesta.

Við fórum þrisvar á ströndina, í rennibrautagarð, og vorum tvo daga í garðinum hjá okkur. Gaman að vera með fólki sem vill vera á ströndinni, mig klígjar við sandi á tánum en elska sjóinn svo ég læt mig hafa sandinn og þau gera óspart grín að mér. Magga og Gunnar tóku bæði langar sundferðir með mér og Óðinn og Bergþóra voru meira og minna allan tíman að leika sér í briminu og komu svo heim með fullar buxur af sandi. Hans Þór lá flatur alla daga að reyna að ná í lit á kroppinn en fór svo á kvöldin að spila pool og horfa á fótbolta.
Það mætti halda að ég væri létt heimsk, gleymi alltaf að láta bera sólarvörn á bakið á mér og svo er það ein brunarúst.

Við skelltum okkur í óperuna, eða þannig, svakalega flott hús með styttum eftir öllum veggjum og alvöru klassísk tónlist spiluð fyrir utan, auglýst Ástarelexsírinn eftir Donizetti og við förum, þá var þetta meira eins og flamingósýning en mikil gæði bæði á dansi og tónlistarflutningi, sem var svona blanda af ýmsu. Ekki spillti fyrir að maturinn á undan var mjög góður ólíkt því sem annars gerist á Tenerife, svo á eftir skelltum við fullorðna fólkið okkur á írskan bar á smá skrall.

Hefðbundið notalegt sólarfrí, erum núna komin heim- myndir á http://www.picturetrail.com/svavap

mánudagur, ágúst 13, 2007

Krakkarnir farnir - Adiós estamos a la sol

Fórum í dag í bæinn og keyptum síðustu hlutina á tossalistanum. Allir keyptu eitthvað nema ég og Jón fór hamförum í sportbúðinni sem er alltaf með útsölu keyptum:

3 gallabuxur
6boli
2 nærbuxur
2 stuttbuxur
1 hjólavesti
2 úlpur
1 fótboltahanska
1 joggingbuxur
1 sundpoka
og allt fyrir 178 pund = á alltofháugengi 24.030 kr meðalverð 1264

Þá tekur við hjá þeim að undirbúa skólabyrjun og okkur þremur að skreppa til Kanaríeyja og hætta að borða McDonalds og Burger King, erum búin að fá overdose af því.

Heyrumst líklega ekki fyrr enn að viku liðinni Adiós estamos a la sol

laugardagur, ágúst 11, 2007


Bara rólegheit- og fótboltinn alveg að byrja-youtube-Skype


Takk fyrir kveðjuna Nonni, nei Gunnar er ekki búinn að kaupa ársmiðann og ekki risastóra flatskjáinn svo hann ætlar á pubinn í dag til sjá boltann sem byrjar loksins í dag. Blöðin hafa verið full hér af hrakförum Leeds United sem byrjar með mínusstöðu 15 stig svo það verður gaman að fylgjast með (ég kemst víst ekki hjá því nema verða bæði blind og heyrarlaus) hvernig gengur. Ætli það endi ekki með því að ég verði farin að svara íþróttaspurningum eins og herforingi í Trivial Pursuit og geti þá verið ein í liði.

Ég var ein í nokka klukkutíma í gær það hefur ekki gerst í langan tíma. Gunnar og krakkarnir fóru í keilu, en unglingarnir eru reyndar alltaf í keilu og strákarnir komu mjög kátir heim því þeim gengur alltaf betur og betur, náðu þrem fellum í röð og 170 í skor.
-o-
Vinkona mín ein minnti mig á tilveru Skype og ég talaði við hana þar svo þið sem eruð með Skype getið bætt okkur við þar hef nafnið svavapeturs , hlakka til að heyra í einhverjum þar.

-o-



Við höfum ákveðið að myndir eru ekki nóg til að sýna myndir í Bretlandi svo lifandi myndir eru að gubbast núna inn á netið. Fyrsta prufan er af prinsessunni á bænum prófa hjólabrettið hans Jóns í götunni hennar Huldu. Slóðin er http://youtube.com/profile?user=SPogGHG held ég allavega er að læra á þetta.

miðvikudagur, ágúst 08, 2007

Kærar kveðjur til allra sem lesa bloggið mitt, sérlega þeirra sem skilja eftir athugasemdir

Ég er að komast að því þessa dagana hvað margir eru að lesa kom til dæmis vel í ljós þegar ég skellti símanúmerinu inn og fólk bara farið að hringja því Gunnar er búinn að kaupa símtæki á heilar £ 2.95.
.
Gerður spurði hvað væri að frétta af myndasíðunni minni, plássið á henni var orðið fullt en það er á dagskránni að taka út eldri myndir og skella inn nýrri. Læt ykkur vita hvernig það gengur.
.
Er komin heim til Leeds það er orðið þrælauðvelt að keyra hérna á milli flóknast að komast inn í borgina en þá er ég orðin vön að finna leiðina heim þó ég taki nokkrar vitlausar beygjur.
.
Bíladagurinn m ikli





Þarna sjáið þið okkur öll sælleg og nýbúin í Go Kart
Einbeitti bílstjórinn með rauða hjálminn er enginn annar en Bergþóra.
Mér var nú um og ó að hleypa henni af stað en hún keyrði eins og hún hefði aldrei gert annað, óhikandi og einbeitt. Les, Jón og Pétur keyrðu af öllum krafti, Luke og Jessica eftir bestu getu en Hulda sagði að ég hefði litið út fyrir að vera á sunnudagsrúntinum :) Svakalega skemmtilegt en ég var alveg sátt við að stoppa eftir 30 mínútur en unglingarnir hefðu viljað meira.
...........
Svo borðuðum við á yndslegri krá, þurftum að keyra yfir ,, á " til að komast að henni, gátum borðað undir berum himni og horft á fuglana.
.........
Svo lá leiðin í Skegness, ég er búin að skemmta mér mikið á öllum þessum akstri að lesa nöfnin á þorpunum það sniðugasta hingað til er Kexby :) í Skegness fórum við á Stock Car racing, kappakstur á stuttir braut á litlum bílum og svo var líka klessubílaakstur og fallhlífastökk.
Í lokin voru flugeldar nokkrar svona heimilstertur á íslenskan mælikvarða. Gaman að sjá þennan kappakstur þó við skildum ekkert í reglunum og hvað væri í raun að gerast.

þriðjudagur, ágúst 07, 2007

Staða síðustu seiðatalningar - æi nei meina bitatalningar

Svava 35 víðsvegar (4 bólgin og slæm, ber mig samt karlmannlega eða þannig)

Jón 2 mjöðm og bak (svo hann er í herferð að drepa allar moskító í Englandi, vopnaður sprayi)

Pétur 20 á baki

Gunnar - State secret

Bergþóra 0 Heppna gellan

Lilja 0 (samt sáum við eina sjúga úr henni en Lilja sýnir engin við brögð, líka heppna gellan)

Hulda þó nokkur aðallega fætur

Les 2 mæti halda 20 miðað við hvað þau pirra hann mikið (karlmenn)

Jessica 2 á fæti slæm og bólgin

Luke - classified information
Grillpartý og Flamingoland

Vorum öll boðin í grillpartý hjá Mark bróður Les og Trinu konunar hans á sunnudag. Þar voru 3 systkini Les, með mökum og börnum sem eru flest hálffullorðið fólk svona á bilinu 13 - 24. Jón og Pétur skemmtu sér vel við að segja tröllasögur frá Íslandi um verðlag ógeðslegan mat og þess háttar. Fyrir utan það að njóta þess að líta út eins og tröll við hliðina á litlu ensku mönnunum. Allir komu með sitt kjöt og svo borðuðu allir þegar þeim best hentaði en meiri bjór og breezerar fóru ofan í fólkið en matur. Mikið fjör- myndir síðar.

Fórum öll í Flamingóland sem er tívolí og dýragarður í einum garði. Stóru krakkarnir fóru í allskonar manndrápstæki og tókst meira að segja að hafa Jessicu með sér sem venjulega fer ekki í tívolítæki. Við röltum um dýragarðin og fórum i nokkur rólegheitatæki og nutum sólarinnar sem skín mikið þessa dagana. Tókum með okkkur nesti sem við kældum með frosnum 2 l flöskum eins og Gerður kenndi mér að gera í DK.

Erum núna á leiðinn í gokart.

sunnudagur, ágúst 05, 2007

Skegness og kirkja

í gær ætluðum við í sundlaugagarð rétt utan við Skegness en af óviðráðanlegum ástæðum (vinna, kaupa sundfö, umferðarteppa) komum við svo seint að það tók því ekki að borga sig inn. Fórum þá í tívolí/markað krakkarnir fóru í rússibana og hringavitleysuekjur en ég og Hulda keyptum handklæði.
:::::::::::::::::::::::::::::(((((((((((((((((((())))))))))))))))))):::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::

Við Gunnar fórum í messu í morgun . Hulda var alveg gapandi hissa þegar við komum prúðbúin niður, hún hélt við værum að djóka í gær þegar við sögðumst ætla. Church of England kirkjan hér næst var með messu 9:30 svo við náðum henni ekki en nokkrum húsum frá er Babtistakirkja sem við fórum í fjölskyldumessu. Minnti á hvítsunnusöfnuð sungið í micrafóna en var svartur talaði með einherjum karabískum hreim en svakalega góður ræðumaður.

laugardagur, ágúst 04, 2007

Týnd og villt, en komin með símanúmer

Miðað við að við erum nýgræðingar í umferðinni hér í UK hefur okkur gegnið vel að komast á milli staða. Í gær samt tókst mér að týna Gunnari og stelpunum með því að missa af einn beygju, svo gekk illa með síma sem voru til skiptis rafmagnslausir og innistæðulausir að ná saman aftur en hafðist svo bara fyrri heppni.
Erum komin til Huldu til að vera hér a.m.k. fram á mánudag. Er komin með símanúmer en hér í UK er umferðin öfug, rafmagnsinnstungurnar öðruvísi og símatengin líka svo ég þarf að kaupa mér símtæki áður en númerið fer að nýtast mér læt það samt hér.
Númerið mitt er 0044 113 2160191 hlakka til að heyra í ykkur :)

föstudagur, ágúst 03, 2007

Krakkaskemmtanir

Fórum í keilu í fyrradag og á pizza hut.
Í gær fórum við til York, fórum í Jorvik vikingasafnið það er mjög skemmtilegt, gestir fara í svona kláf sem fer með mann í gegnum endurgert víkingaþorp þar sem vaxbrúðurnar tala íslensku, slæma íslensku sem krakkarnir hlógu að. Vikingar voru í York í 100 ár og mikið verið grafið upp af minjum um veru þeirra þar.
Svo gegnum við um miðbæinn sem er alveg sérstaklega skemmtilegur þröngar gamlar götur, lentum á skemmtilegum útmarkaði og keyptum þýskar pylsur. Gengum a[ York Minster sem er eina af elstu dómkirkjum í Evrópu, núna kostar £9 að skoða hana en þegar ég kom fyrir fjórum árum var eitthvað smá gjald svo við slepptum því að fara inn enda krakkarnir ekki spenntir fyrir kirkjum.
Næst lá leiðin í York Dungeons sem er safn með lifandi leikurum sem leiða okkur í gegnum allt það ógeðslegasta sem ensk saga hefur upp á að bjóða, pláguna, galdraofsóknir, hengingar, pyntingar og drauga . Ég var kölluð fyrir réttinn og dæmd sek fyrir að dansa nakin á St. Georges Heath og fara með særingar til að særa til mín mann :) Hvernig haldið þið að ég hafi náð í Gunnar. Hann greyið var dæmdur sekur fyrir það eitt að vera íslendingur. Mér var um ó og ó þarna inni en mæli samt með safninu fyrir þá sem þora ;).
Við notuðum park and ride, þá leggur maður bílnum á stæði fyrir utan borgina og tekur strætó inn og losnar við að þvælast í þröngri ókunnri miðborg við að leita að stæði og getur í staðinn notið ferðarinnar og útsýnisins.
Enduðum svo daginn á Burger King.
Gleymdi við leigðum bíl, konan tvítókað þetta væri "real tiny car" og horfði á okkur Gunnar, alminnsta gerð af peguot 107 en virkar vel.

fimmtudagur, ágúst 02, 2007

Ætlum í sólarfrí

Jæja við erum búin að hafa það bak við eyrað að skella okkur kannski í alvöru spánarsól og nú er það ákveðið við förum til Tenerife 14. ágúst í viku. Magga verður þar með sína stráka á sama tíma. Við verðum á Oasis resort sem er fjögurra stjörnu gisting en við fengum þetta samt á fínu verði og förum með First Choice . Við verðum reyndar einhverja 1,5 km frá Möggu en ættum að ná saman samt og geta sólað okkur, hlökkum mikið til.