á myndinni er Bergþóra að fara í skólann og Channel fyrir aftan hana.
...
Núna þegar lífið er allt að komast í fastar skorður verður einhvernveginn minna fréttnæmt frá að segja. Gunnar fór með Bergþóru og Channel í bíó í gær og ég rölti um miðbæinn á meðan. Það er alveg greinilegt að hér eins og heima er það aðaltómstundaiðja fólks um helgar að versla, allt troðfullt af fólki. Keypti einn bol, er orðin svo aðhaldssöm í peningamálum.
...
Í skólanum hef ég mest verið með nokkrum konum, Miriam frá Mexico, Sumin Indversk/kananda/UK, Sandhya frá Indlandi, Kate héðan og Islaura frá Kúbu. Eigum svo sem ekkert sameiginlegt nema það að vera að reyna að fóta okkur í ma námi við kennaradeildina.
...
Hitti í fyrsta sinn mann sem ekki vissi hvar Ísland er, sá var frá Nigeríu. Aðalkennararnir mínir hafa báðir komið til Íslands og vildu vita hvort ég þekkti Björk og færi oft í BláaLónið :) eða þannig.
...
Við Gunnar dundum okkur þessa dagana að lesa uppskriftir og elda holla grænmetisrétti aðalega úr Hagkaupsbókinni, gerðum um síðustu helgi einn sem heitir einfaldur baunaréttur eða eitthvað álíka, svo sem auðvelt að gera hann en mörg hráefni eins og sést í picasaalbúminu. Svo suðum við linsubaunir og bjuggum til agalega góð buff, en suðum svo mikið af baunum að það verða linsubaunir í öll mál.