fimmtudagur, júlí 11, 2013

Lake district yfir í Norður Pennines.

Dagur þrjú var dagurinn sem við fórum frá Lakedistrikt yfir í norður Pennines. Við höfðum nú ætlað okkur að fara á Beatrix Potter safn þar sem við höfðum fallið fyrir bíómyndinni um hana svo við settum stefnuna beint á Windermere en þegasr við komum að safninu sáum við að það var kannski ekki það sem við áttum von á heldur meira stílað inn á börn og persónurnar sem hún skapaði World of Beatrix Potter, hinu megin við vatnið virtist vera safn með málverkunum hennar og trúlega þá líka eitthvað um l´ðif hennar en of löng keyrsla fyrir þann dag. Svo við sátum bara í sólinni og röltum um. Windermere er stútfull af túristum, heilu rúturnar í löngum með bunum svo það var aðeins öðruvísi upplifun.

Windermere to North Pennines

Keswick er líka með mikið af túristum en það eru meira bretar að fara í göngutúra og annað andrúmsloft. Svo keyrðum við af stað mjóu vegina með öllum beygjunum og trjágöngunum, oft þannig að næstum þurfti að stoppa til að víkja þegar bílar mættust og á löngum köflum eru hlaðnir veggir á báða vegu svo lítið svigrúm. Ég keyrði víst ansi rólega því ég var alltaf að safna röðum og hleypa fram úr mér. Smá hluti af leiðinni var um A vegi en fljótt tóku við mjóir vegir aftur. Líka upp móti því svæðið sem við vorum að fara að heimsækja er í 400 m hæð svo ég mátti bruna upp langa brekkur, svo sem allt í lagi, ég var allavega á bíl en ekki á reiðhjóli eins og margir túrhestarinr þarna en það er vinsælt að hjóla á þessum slóðum. Navigatorinn vildi nú ekki alveg finna Lovelady út frá póstnúmerinu og fór með okkur troðning uppá hæð, en ég þóttist hafa séð skiltið og fór til baka og fór á réttan stað. Hótelið er alveg úti í sveit, Lovelady Shield Country House rosa krúttlegt og allt voða fínt með hvítu damask og ekta silfri.
From Windermere to North Pennines
Við fórum þangað því við höfðum fundið tilboð með gistingu og sjö rétta matseðli. Sjö rétta matseðillinn var frábær, allt mjög gott en samt ekki mikið vá:

Gourmet Tasting Dinner

Beef tomato, many accompaniments, mozzarella mousse.
Wine Selection (125ml.)          Rheinhessen Spatlese  Oppenheimer Krotenbrunnen 2009 (Rhine) Germany

ooOOoo

Sweet potato velouté.

ooOOoo

Trio of salmon, home smoked, tartar, civiche.
Wine Selection (125ml.)                                                                                 La Brouette Rosé Plaimont (France)

ooOOoo

Lemon  sorbet

ooOOoo
Trio of spring lamb, braised shoulder, herb crusted loin, shepherds pie, daulphine potato, spring vegetables, jus

Wine Selection (125ml.)                                                        Merlot Limited Release Bain’s Kloof (South Africa)

ooOOoo

A selection of local cheeses.
Wine Selection (50ml.)                                                                          Monbazillac 2009 Chateau Septy (France)

ooOOoo

Caramel poached pineapple, rum sphere, coconut gel, pineapple and lemongrass sorbet.

ooOOoo


Freshly brewed coffee

Engin ummæli: