sunnudagur, júlí 14, 2013

ÚTSKRIFT :)

Dagur 9 ÚTSKRIFT Þá var loks komið að aðaldeginum. Ég átti að mæta 90 mínútum fyrr til að skrýðast og í myndatöku eða kl. 8:00. Glampandi sól og hátt í 30 stiga hiti svo mjööööög sveittur dagur fyrir mig. Skrúðinn er í þrennu lagi, þykkur og þung kápa, hetta og hattur. Kápan skreið aftur á mér og hettan líka og togaði í kjólinn minn, hatturinn var sem betur fer léttur og ekki mikið íþyngjandi. Mælt hafði verið með að við værum í hnepptum skyrtu en ég hafði pantað mér kjóla online og látið senda til Huldu, grunaði að það yrði heitt, en kannski ekki svona. Þeir pössuðu báðir og útskriftakjólinn var svartur með rauðum panel framaná. Allt skipulag var til fyrirmyndar og gekk hratt og vel fyrir sig að skrýðast og fara í myndatöku. Svo hittum við stöllur mínar Emmu og Helen sem líka voru að útskrifast. Tókum fullt af myndum sem eru á Facebook og komum okkur svo fyrir.
Athöfnin var stutt, ræða frá vice chancellor og svo bara afhending skírteina, upptöku af allri athöfninni má sjá hér.  Eftir athöfn meiri myndir meðal annars við tréð hans Phil, fann fyrir því á þessum degi að hafa hann ekki þarna. Aisha kom en Jenny var í London með nýju barnabarni. Svo var móttaka í Hillary Place boðið upp á vatn, djús te og kaffi og fullt af kökum, hitti reyndar mjög fáa þar. Rölti yfir í CCSME og þar voru Matt Homer, Jim Ryder og Stef. Voðalega skrýtið hvað margir eru farnir en síðan ég kom fyrst eru núna einn látinn, einn hættur, og þrjú farin á eftirlaun svo eiginlega bara Jim Ryder eftir af þeim sem voru fyrst. Eftir að ég skilaði gallanum fórum við í hádegismat á Zizzi í The Light. Við Hulda höfðum farið þangað tvisvar áður og alveg elskum antipasti þar. Áttum huggulega stund áður en aftur var haldið á pubbinn að hitta fólkið. Emma og Lasse, Helen og Andy, Maria og Sacha og Chung komu. Svo við sátum þarna lengi vel og kjöftuðum í sólinni. Um kvöldið fórum við á Sheesh Mahal, indverska uppáhaldið okkar á Kirkstall road. Maturinn alltaf jafn góður og Hulda hamaðist við að reyna að fá uppskriftina frá þjónum og eigendum. Held samt að við höfum bara verið orðin þreytt eftir þennan langa og mikla dag og fórum snemma aftur uppá hótel þar sem við rotuðumst. Þetta var frábær dagur og gaman að þekkja fleirri sem voru að útskrifast. Við þrjár vorum mikið samferða í gegnum allt ferlið og Helen prófarkalas ritgerðina mína fyrir mig. Eftir situr samt tilfinningin að eiga ekki aftur eftir að eiga erindi til Leeds en þetta er búin að vera mjög eftirminnilegur tími í alla staði.

Engin ummæli: