Í gær voru tónleikarnir hjá Leeds Methodist choir, ferlega gaman að syngja í svona flottri byggingu og tónleikarnir gengu bara vel, þó mér hafi fundist það ansi bratt að hitta hljómsveitina í fyrsta skipti í gær þá bara gekk það snuðrulaus, stjórnandinn búinn að fara vel í allar innkomur með okkur svo það bara rúllaði flott.
Ég var bara ánægð að geta selt nokkra miða, Gunnar kom auðvitað, Paula nágranni okkar frá Stanmore Grove kom og Hulda og Les líka, við skelltum okkur svo í síðbúinn kvöldverð.
Í morgun eftir gestamorgunverð með lummum og baconi steðjuðum við á Thackray Museum sem er um heilsu og lækningar hér í Leeds frá 18 öld, mikið erum við heppin að vera uppi núna en ekki þá. Svo uppí Roundhay Park enda veðrið dásamlegt.
Svo fékk ég símtal áðan, frá Leeds College of Music og ég fæ söngtíma í vetur, jibbí !
Skriffinnskan í skólanum rúllar líka áfram og búin að fá bréf með formlegu boði frá þeim, en get ekki innritast fyrr en 1.10 meira bullið.
Við Gunnar fórum í 'white wine and nibbles' í skólanum á föstudaginn í tilefni þess að 2 af 3 náttúrfræðistofunum voru teknar í gegn í sumar, kannski líka að þau eru með nýja unga hressa konu sem nennir að skipuleggja svona. Allavega þá hélt ég að þetta yrði stutt og pent en endaði með prófessornum mínum fyllandi glasið mitt endalaust og setið lengur en áætlað var, bara gaman en kannski ekki það skynsamlegasta daginn fyrir tónleika.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli