laugardagur, júní 21, 2008

Jæja komin aftur heim til Leeds, smá ruglingslegt hvað er heim !

Gunnar sótti mig til Manchester og þau voru búin að skvera allt til svo mér leið eins og prinsessu.



Ferðin var ósköp fín, svolítið annar bragur en áætlað var en var samt glöð að vera á Íslandi því amma mín lést þremur dögum eftir að ég kom, blessuð sé minning hennar. Svo ég náði að kveðja hana og vera við kistulagningu, útför og hitta ættingja.

Reyndi að hitta sem flesta, en komst ekki yfir allt og vona að ég nái þeim í næstu heimsókn. Fyrri vikan var undirlögð af ráðstefnunni sem var mjög góð, varð til þess að ég gjörbreytti áherslum í komandi doktorsverkefni, alveg sannfærð um að það verði heillaskref.
Svo núna undanfarið er ég búin að vera að vinna í verkefni, skiladagur nálgast óðum, ég gisti hjá pabba sem varð að orði, hva! komstu til Íslands til að læra !
Jón var með mér hjá pabba, hann er núna að vinna við smíðar. Pétur vildi bara vera á sínum stað í herberginu í blokkinni og sækja sína vinnu í Dominos, svo skrapp hann líka á Bíladaga á Akureyri en kom heill heim. Þeir virðast ósköp sáttir við lífið, fannst gott að fá mömmumat nokkrum sinnum.

Já og íbúðin mín er laus til leigu eða sölu, ef þið vitið um einhvern sem vantar nóg pláss fyrir sanngjarnt verð. Er með létt í maganum ef hún stendur auð lengi fer fljótt að hringla í buddunni.


Engin ummæli: