miðvikudagur, apríl 30, 2008
Jæja nú er apríl að verða búinn mikið óskaplega líður tíminn hratt, ég sé á teljaranaum að aðsóknin minnkar þegar við erum svona löt við að blogga, en eiginlega er frá svo fáu að segja, lífið hefur bara gengið sinn vanagang. Þessa dagana eru síðustu tímarnir á þessari önn í skólanum og við taka skriftir. Fyrir þá sem áhuga hafa er ég annars vegar að skrifa um tilgang náttúrufræðikennslu og hins vegar um hvernig kennarar bregðast við umbótarátökum tilskipuðum af yfirvöldum.
Nú þramma ég í skólann eftir að hjólinu var stolið, þá hefur maður meiri tíma til að spá í umhverfinu og get hlustað á tónlist á meðan svo nú horfi ég á tré og hlusta á klassíska tónlist, poppið er einhvernveginn að hverfa meira og meira af vinsældalistanum hjá mér, nema þegar ég ryksuga !
Í myndasýningunni má sjá fugl sem er búinn að gera sér hreiður á fjölförnustu gatnamótunum við háskólann, þau eru flautandi allan daginn og ef vel er að gáð þá sést að hreiðrið er ekki bara úr náttúruefnum heldur hefur þessi nútíma fugl náð sér í einhverja bláa plastþræði í hreiðurgerðina. Svo eru öll tré að grænka og kirsuberjatrén standa í fullum blóma við student union bygginguna.
Svo erum við að líta í kringum okkur með húsnæði fyrir næstu önn, og komumst að því að skilgreiningin á "garden" er annsi víð hjá sumum, líklega bara autt svæði við hús, því á einni myndinni stendur Gunnar við umræddan garð !
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli