fimmtudagur, nóvember 06, 2008

Bonfire Night

Við fórum í uppáhalds garðinn okkar (Roundhay park) í gærkvöldi með Sunday eins og sænska vinkonan hennar Svövu kallar hana en hún heitir Sandhya. Við fórum ásamt miklum fjölda til að horfa á brennu og flugelda og síðan var þarna svið þar sem var hljómsveit og kynnir sem reyndi að koma lýðnum í stuð. Kvöldið í garðinum varð mjög fyndið því allt varð svo mislukkað. Ég tók með mér "Kreppu" (nýja fína myndavélin mín sem var keypt rétt fyrir hrunið á Íslandi), því auðvitað ætlaði ég að taka flottar myndir af öllum flugeldunum, Sandhya var ekki með myndavél og var ánægð á fá bara myndir frá okkur. Þegar við komum í garðinn kom í ljós að "Kreppa" var rafmagnslaus :( , en Svava sagði það væri nú í lægi því hún væri með myndavél (vél sem hún erfði þegar ég fékk "Kreppu")............en þegar á reyndi var hún líka rafmagnslaus :( úfffffff Svava vildi meina að þetta væri allt mér að kenna því hún hafði beðið mig um að hlaða vélina.........já kannski........ég man það óljóst að hún hafi beðið mig um það........þannig að ég tók það að mér að vera The GUILTY ONE. Þannig að við ætluðum bara að horfa á flugeldana og njóta kvöldsins. Kynnirinn reyndi og reyndi að koma lýðnum í stuð með því að fá alla til að "verða háværasti hópurinn í Bretlandi" en það var sama hvað hann reyndi þá heyrðist nánast ekkert í lýðnum,,,,,,,,,,,þannig að ég var farinn að vorkenna strákgreyinu........að lokum gafst hann upp........og það síðasta sem heyrðist til hans var þegar hann og örfáir aðrir töldu niður.........tíu,níu,átta,sjö,,,,,,,,,,,og þá var kveikt í brennunni sem var búin til úr brettum sem brunnu mjög hratt. Síðan var talið niður aftur fyrir flugeldana en þeir sáust varla vegna reykský sem var yfir öllu svæðinu, þannig að þarna brunnu upp flugeldar fyrir fleiri þúsund pund í boði Leeds City Council engum til yndisauka. Þarna voru semsagt tugir þúsunda manns í reykskýi. Ég var mest hissa á því hvað allir tóku þessu létt, þrátt fyrir hálf mislukkað Bonfire kvöld.
Kv
Gunnar Halldór

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehe þvílíkur bömmer ; )
kv. Gerður