sunnudagur, júní 29, 2008

Busy weekend
Það má fullyrða að það hafi verið allt á fullu hjá Bergþóru Sól um þessa helgi. Föstudagskvöldið var að venju undirlagt skátfundi, og síðan ver vaknað á laugardagsmorgni klukkan 7 til að fara á stórt sundmót. Þetta var á sama stað og síðast, yfir 600 áhorfendur og kringum 100 keppendur. Bergþóru gekk mjög vel og bætti tíman sinn í baksundi og skriðsundi um 3-4 sekúndur en "bara" um 1 sekúndu í bringusundi sem er í raun hennar sterkasta grein. Þar sem bringusundið er ávalt fyrsta keppnisgreinin og hún yfir-spennt, skemmir það mikið fyrir henni. Það er svolítið fyndið að sjá hana rétt áður en hún fer uppá start-blokkina, hún getur ekki verið kjurr, hoppar og læti. Eftir fyrsta sundið er hún síðan orðin róleg og einbeitt. Ég veit að hún getur betur í bringunni vegna þess að stelpa sem hún er að æfa með er ávalt á eftir henni í keppni á æfingum, en er svo með betri tíma en hún á sundmótum. Eftir mótið fórum við og sóttum Svövu á kóræfingu og fórum í bíltúr út í sveit. Á sunnudagsmorguninn var einnig vaknað klukkan 7 of farið á brautarstöðina hér í Leeds þar sem 15 aðrar skátastelpur biðu. Flokkurinn fór síðan til Eureka sem er frábært safn fyri krakka, með áherslur á að leika og læra.
Skátastelpurnar komu svo til baka með lestinni rétt fyrir fimm og þá var farið strax á sundæfingu sem byrjar fimm. Þannig að það var ánægð og þreytt stelpa sem sofnaði í kvöld og mætir síðan með bros á vör í fyrramálið í skólann. Hún fékk sérstök verðlaun á sal fyrir helgi.
En eins og segir á skjalinu; Bergthora was praised in our Special Assembly for a lovely friendly attitude.............

fimmtudagur, júní 26, 2008

Gunnar og ástarsambandið við krónuna

Uppáhalds vefsíða Gunnars er um gengi íslensku krónunnar gagnvart pundi, þetta er svona "love - hate relationship" Fluttum smá pening í gærmorgun, hefðum sparað okkur þó nokkrar krónur að bíða fram eftir degi, en Gunnar var búinn að bíða eftir betra gengi en það virtist ekkert á leiðinni. Vona samt að þetta skáni, svo verður tryggara þegar Gunnar fer að fá laun í pundum sem ekki rýrna reglulega.

miðvikudagur, júní 25, 2008

Kikid a bloggid hans Bjarts Brodir flott fjarfesting i gangi tar ! tengill nidri til haegri...

laugardagur, júní 21, 2008

Jæja komin aftur heim til Leeds, smá ruglingslegt hvað er heim !

Gunnar sótti mig til Manchester og þau voru búin að skvera allt til svo mér leið eins og prinsessu.



Ferðin var ósköp fín, svolítið annar bragur en áætlað var en var samt glöð að vera á Íslandi því amma mín lést þremur dögum eftir að ég kom, blessuð sé minning hennar. Svo ég náði að kveðja hana og vera við kistulagningu, útför og hitta ættingja.

Reyndi að hitta sem flesta, en komst ekki yfir allt og vona að ég nái þeim í næstu heimsókn. Fyrri vikan var undirlögð af ráðstefnunni sem var mjög góð, varð til þess að ég gjörbreytti áherslum í komandi doktorsverkefni, alveg sannfærð um að það verði heillaskref.
Svo núna undanfarið er ég búin að vera að vinna í verkefni, skiladagur nálgast óðum, ég gisti hjá pabba sem varð að orði, hva! komstu til Íslands til að læra !
Jón var með mér hjá pabba, hann er núna að vinna við smíðar. Pétur vildi bara vera á sínum stað í herberginu í blokkinni og sækja sína vinnu í Dominos, svo skrapp hann líka á Bíladaga á Akureyri en kom heill heim. Þeir virðast ósköp sáttir við lífið, fannst gott að fá mömmumat nokkrum sinnum.

Já og íbúðin mín er laus til leigu eða sölu, ef þið vitið um einhvern sem vantar nóg pláss fyrir sanngjarnt verð. Er með létt í maganum ef hún stendur auð lengi fer fljótt að hringla í buddunni.


miðvikudagur, júní 11, 2008

Jæja nú er ég barasta á Íslandi, á laugardaginn var gilli með saumaklúbbnum, fór ekki með Möggu og Erlu í göngu, en sleppti sko ekki Bláa Lóninu :)
Svo var humarveisl og irish hjá Írisi, mikið stuð fórum meðal annars út í skúr með Ómari að hlusta á tónlist á LP - plötum ! Lög sem hann lét Ómar kom okkur uppá á sínum tíma
Njótið ! Og syngið hátt



mánudagur, júní 02, 2008

Stórborgin

Stundum verður maður áþreifanlega var við það að maður býr núna í stórri borg með þeim kostum og göllum sem því fylgja. Ég labbaði í skólann í dag og það er kyrrt veður, þá finn ég sko fyrir menguninni þó vinkona mín frá Indlandi hlægi og segi að þetta sé sko ekki mengun.

Hnífaglæpir eru agalega algengir hér í Englandi og varla líður sú vika að ekki gerist eitthvað skelfilegt. Í morgun fannst kona látin af stungusárum heima hjá sér, og barnabarn hennar handtekið. Það sem verra er að hún er þekkt baráttukona gegn ofbeldisglæpum eftir að sonur hennar var myrtur. Það sem gerði þetta áþreifanlegt er að hún bjó við götuna sem við keyrum niður í bæ, og áðan sá ég syrgjendurnar og blómin við húsið. Fréttin er hér.

sunnudagur, júní 01, 2008

Ég er að fríka út !

Hef aldrei held ég unnið eins leiðinlegt verkefni, um athuganir og viðtöl í aðferðarfræði, við höfðum bara þrjú ritgerðarefni og þetta fannst mér skást. Sit og þykist vinna er reyndar búin að lesa allan fj... um viðtöl og athuganir sem vonandi kemur að gagni á næstu árum.
Fer til Ísland á föstudaginn ! verð þá að vera búin að skila uppkasti og helst fá viðtal um það....

Suðum hangikjötið sem er búið að bíða í frystinum frá jólum, nammi namm. Erum að reyna að tæma frystinn, erum víst að fara að flytja, veit ekkert hvert, Gunnar er með málið í nefnd, vonast samt eftir niðurstöðu fljótlega.

Það rignir mikið, skólinn orðinn tómur allir í grunnnámi farnir burt og eftir sitja alvarlegir doktors- og mastersnemar.

Sé ykkur Svava

miðvikudagur, maí 28, 2008

Best friend for life
Það er mikið að gerast í vinkonumálum Bergþóru Sólar þessa daganna. Virkilegir sviptivindar. Hún er aðalega að umgangast 5 "vinkonur" Frankie, Chelsea, Lauren, Tia og Shanell. Miklar og stórar yfirlýsingar eru hafðar um að "þessi" vinkona sé frábærlega skemmtileg og þær séu sko best friends for life, og það er farið út að leika, í sund, heim til hennar eða upp í herbergi. Stundum 4 saman en stundum bara ein. Eftir nokkra klukkutíma er hurðum skelt, kannski grátið pínu og sagt að "þessi" stelpa væri hundleiðinleg, hún hafi sko sagt og gert þetta og þetta, og hún ætlaði sko ekki að leika við hana "ever" hinar væru miklu skemtilegri. Morguninn eftir kemur "þessi" stelpa og bankar á hurðina hjá okkur og Bergþór fer til dyra og tekur á móti "þessari" stelpu með bros á vör. "Viltu koma út að leika" heyrir maður og svarið JÁ, bíddu meðan ég fer í skóna. Og í kvöld er stór stund því hún hefur fengið leyfi til að gista SLEEPOVER hjá Chelsea skólasystur og það eru stórar yfirlýsingar um að þær séu sko BEST FRIENDS
Hér má sjá tvær vinkonur; Frankie og Bergþóru og yfirlýsingu sem Frankie skrifaði

laugardagur, maí 24, 2008

Áfram Ísland

Náði að greiða 10 atkvæði áður en tíminn leið út, bíð núna spennt eftir atkvæðagreiðslunni topp 10 og þá er ég sátt. Vissi ekki að það væri bara ein kjólatíska í Evrópu, þ.e. silfraðir rétt niður fyrir rasskinnar og varla það !
Bergþóra heldur með sjóræningjunum og ég með Portúgal svona fyrir utan Eurobandið !
Evrovison fríkið ....
Hef verið að hamast við að lesa og skrifa undanfarna daga, um tilgang náttúrufræðikennslu og svo um viðtöl og athuganir. Er að reyna að vera búin með eins mikið og ég get áður en ég skrepp á klakann 7. júní, hitta strákana mína og fara á þessa ráðstefnu . Fékk brandara í frá Iðunni og við Gunnar sáum okkur alveg í þessum :) Höfum nefnilega verið að prófa að versla online og það er bara skrambi þægilegt svo ber einhver gaukur vörurnar inn á eldhúsborð ! Svo er það auðvitað áfram Ísland í kvöld, gaman að hlusta á enska kynninn á BBC, greinilegt að Englendingar taka þessu ekkert alvarlega og hann aðallega gerir grín að öllu.

mánudagur, maí 19, 2008

Smá myndablogg frá síðustu helgi;

miðvikudagur, maí 14, 2008

Mikið um að vera á næstu dögum
Dagskrá næstu daga er að taka á sig mynd. Sif og Dóri eru að koma í dag og verða framá sunnudag. Hulda og Les koma á Föstudag og verða eina eða tvær nætur.
Ég sjálfur er að fara til Manchester til að horfa á útslitaleik UEFA-keppninnar Zenit-Rangers. Þar sem ég er meðlimur í stuðningklúbbi Rangers þá fer ég með Marteini hinum skoska ásamt nokktum þús. áhagendum Rangers FC. frá Leeds. Það á að hittast á pöb niðurí bæ og taka lestina saman til Manchester.
Síðan verður farið á tvenna tónleika, tvisar út að borða, göngutúrar í Yorkshire Dales og miðborg Leeds og margt fleirra.
Mikið verður það gaaaaaaaaaaman ;)

þriðjudagur, maí 13, 2008


A ad vera ad laera en datt ur gir og fann ta frett um Mariu fraenku og hennar lid Flott stelpa taer eru bunar ad vera sigursaelar i Keflavik, hef nu bara farid einu sinni ad horfa og tad var aesispennandi.

laugardagur, maí 10, 2008

Síðasta helgi og ýmislegt blaður

Er ekki hægt að fá svona Kjarnafæðis hvítlaukssósu, takk fyrir.. við erum að fara að grilla úti er 28°C en samt skýjað, ég er búin að þróa með mér nýjan hæfileika, ég las á meðan ég gekk heim, ekki fræðirit, bara reyfara, einn sem ég fann í Lincoln Castle það var á bókinni gulur miði sem sagði " I am not lost - I am FREE" svo ég stóðst ekki mátið og kippti henni með, hún var þá frá frábæru fyrirbæri sem heitir Bookcrossing virkar þannig að þú skráir bækurnar og skilur þær svo eftir á víðavangi, getur svo fylgst með á netinu hvert þær flakka, alveg tilvalið fyrir bókaorm eins og mig.
Já Lincoln, við fórum til Grimsby um síðustu helgi og fórum þaðan í dagferð til Lincoln með Huldu og Les, við skoðuðum kastalann þar, þar í gömlu fangelsi er safn bæði um fangelsið og um stjórnarskrár, þar hvílir Magna Carta , við líka vorum mjög forvitin um fagurgula akra sem eru hér um allt, þetta eru rapeseed akrar, við fengum Les til að stoppa við einn til að skoða og mynda fyrirbærið. Úr þessu er unnin olía líka þekkt sem canola olía og ef þið kaupið olíu sem heitir einfaldlega vegetable oil eru allar líkur á að það sé rapeseed olís. Og líka þetta er ræktað afbrigði af vesturíslendingi DR. Baldur Stefannson.

föstudagur, maí 09, 2008

ARRRGGGGGGGGG,,,,,,,,,,,,,,,ekki góðar fréttir
Pundið er næstum því komið í 160 krónur. Hvar endar þetta.....................
Það var í 122 krónum í byrjun árs

fimmtudagur, maí 01, 2008

I have difficult news for you !

Þannig heilsaði prófossorinn minn þegar ég mætti á fund með honum áðan, en .... hann er einn af þeim sem er alltaf að grínast. O g fréttirnar voru að allir kennaranir mínir mæla með að ég verði doktorsnemi, svo þannig verður það.... og ég verð næstu tvö árin við þetta, eitt hér og eitt frá Íslandi með ferðum hingað eftir þörfum.

kveðja tilvonandi Doktor Svava :)

miðvikudagur, apríl 30, 2008



Jæja nú er apríl að verða búinn mikið óskaplega líður tíminn hratt, ég sé á teljaranaum að aðsóknin minnkar þegar við erum svona löt við að blogga, en eiginlega er frá svo fáu að segja, lífið hefur bara gengið sinn vanagang. Þessa dagana eru síðustu tímarnir á þessari önn í skólanum og við taka skriftir. Fyrir þá sem áhuga hafa er ég annars vegar að skrifa um tilgang náttúrufræðikennslu og hins vegar um hvernig kennarar bregðast við umbótarátökum tilskipuðum af yfirvöldum.
Nú þramma ég í skólann eftir að hjólinu var stolið, þá hefur maður meiri tíma til að spá í umhverfinu og get hlustað á tónlist á meðan svo nú horfi ég á tré og hlusta á klassíska tónlist, poppið er einhvernveginn að hverfa meira og meira af vinsældalistanum hjá mér, nema þegar ég ryksuga !
Í myndasýningunni má sjá fugl sem er búinn að gera sér hreiður á fjölförnustu gatnamótunum við háskólann, þau eru flautandi allan daginn og ef vel er að gáð þá sést að hreiðrið er ekki bara úr náttúruefnum heldur hefur þessi nútíma fugl náð sér í einhverja bláa plastþræði í hreiðurgerðina. Svo eru öll tré að grænka og kirsuberjatrén standa í fullum blóma við student union bygginguna.
Svo erum við að líta í kringum okkur með húsnæði fyrir næstu önn, og komumst að því að skilgreiningin á "garden" er annsi víð hjá sumum, líklega bara autt svæði við hús, því á einni myndinni stendur Gunnar við umræddan garð !

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Í dag kom sumarið hér í Leeds
20 gráður og sól
mmmmmmmmmmm gott
Vonandi fer það ekki aftur í bráð
Helgin

Hér er myndband af Bergþóru og Frankie vinkonu hennar í keilu um helgina.


Við fórum líka í bíltúr til Wetherby sem er hér í útjaðri Leeds, gleymdum að taka myndavélina en bærinn er lítill og heillandi. Einhverjir rótary karlar fengu okkur til að mæla blóðþrýstinginn og sældarlífið hér í Leeds er farið að segja til sín, neðri mörkin mín voru eins og venjulega of há úps....

mánudagur, apríl 14, 2008

Ég er svo reiður, ég er svo reiður, sagði Baktus

og ég líka líður alveg eins og Baktusi, en veit ekki hvern ég á að bíta, líklega mig sjálfa fyrir að skilja hjólið eftir ólæst í bakgarðinum og nú er búið að stela því rakkara pakk........ nú verð ég að labba eða reiða mig á einkabílstjórann minn. Hann er reyndar í augnablikinu að keyra Dóru á Manchester flugvöll eftir 10 daga ánægjulega dvöl, allavega vorum við ánægð að hafa hana vonum að hún hafi haft það gott. Svo er hann líka í vondum málum skildi eftir fyllingu í karamellu í gærkvöldi svo hann þarf líklega að heimsækja tannlækni á næstunni.

kv. Svava reiða fyrrverandi hjóleigandi :(