miðvikudagur, maí 28, 2008

Best friend for life
Það er mikið að gerast í vinkonumálum Bergþóru Sólar þessa daganna. Virkilegir sviptivindar. Hún er aðalega að umgangast 5 "vinkonur" Frankie, Chelsea, Lauren, Tia og Shanell. Miklar og stórar yfirlýsingar eru hafðar um að "þessi" vinkona sé frábærlega skemmtileg og þær séu sko best friends for life, og það er farið út að leika, í sund, heim til hennar eða upp í herbergi. Stundum 4 saman en stundum bara ein. Eftir nokkra klukkutíma er hurðum skelt, kannski grátið pínu og sagt að "þessi" stelpa væri hundleiðinleg, hún hafi sko sagt og gert þetta og þetta, og hún ætlaði sko ekki að leika við hana "ever" hinar væru miklu skemtilegri. Morguninn eftir kemur "þessi" stelpa og bankar á hurðina hjá okkur og Bergþór fer til dyra og tekur á móti "þessari" stelpu með bros á vör. "Viltu koma út að leika" heyrir maður og svarið JÁ, bíddu meðan ég fer í skóna. Og í kvöld er stór stund því hún hefur fengið leyfi til að gista SLEEPOVER hjá Chelsea skólasystur og það eru stórar yfirlýsingar um að þær séu sko BEST FRIENDS
Hér má sjá tvær vinkonur; Frankie og Bergþóru og yfirlýsingu sem Frankie skrifaði

laugardagur, maí 24, 2008

Áfram Ísland

Náði að greiða 10 atkvæði áður en tíminn leið út, bíð núna spennt eftir atkvæðagreiðslunni topp 10 og þá er ég sátt. Vissi ekki að það væri bara ein kjólatíska í Evrópu, þ.e. silfraðir rétt niður fyrir rasskinnar og varla það !
Bergþóra heldur með sjóræningjunum og ég með Portúgal svona fyrir utan Eurobandið !
Evrovison fríkið ....
Hef verið að hamast við að lesa og skrifa undanfarna daga, um tilgang náttúrufræðikennslu og svo um viðtöl og athuganir. Er að reyna að vera búin með eins mikið og ég get áður en ég skrepp á klakann 7. júní, hitta strákana mína og fara á þessa ráðstefnu . Fékk brandara í frá Iðunni og við Gunnar sáum okkur alveg í þessum :) Höfum nefnilega verið að prófa að versla online og það er bara skrambi þægilegt svo ber einhver gaukur vörurnar inn á eldhúsborð ! Svo er það auðvitað áfram Ísland í kvöld, gaman að hlusta á enska kynninn á BBC, greinilegt að Englendingar taka þessu ekkert alvarlega og hann aðallega gerir grín að öllu.

mánudagur, maí 19, 2008

Smá myndablogg frá síðustu helgi;

miðvikudagur, maí 14, 2008

Mikið um að vera á næstu dögum
Dagskrá næstu daga er að taka á sig mynd. Sif og Dóri eru að koma í dag og verða framá sunnudag. Hulda og Les koma á Föstudag og verða eina eða tvær nætur.
Ég sjálfur er að fara til Manchester til að horfa á útslitaleik UEFA-keppninnar Zenit-Rangers. Þar sem ég er meðlimur í stuðningklúbbi Rangers þá fer ég með Marteini hinum skoska ásamt nokktum þús. áhagendum Rangers FC. frá Leeds. Það á að hittast á pöb niðurí bæ og taka lestina saman til Manchester.
Síðan verður farið á tvenna tónleika, tvisar út að borða, göngutúrar í Yorkshire Dales og miðborg Leeds og margt fleirra.
Mikið verður það gaaaaaaaaaaman ;)

þriðjudagur, maí 13, 2008


A ad vera ad laera en datt ur gir og fann ta frett um Mariu fraenku og hennar lid Flott stelpa taer eru bunar ad vera sigursaelar i Keflavik, hef nu bara farid einu sinni ad horfa og tad var aesispennandi.

laugardagur, maí 10, 2008

Síðasta helgi og ýmislegt blaður

Er ekki hægt að fá svona Kjarnafæðis hvítlaukssósu, takk fyrir.. við erum að fara að grilla úti er 28°C en samt skýjað, ég er búin að þróa með mér nýjan hæfileika, ég las á meðan ég gekk heim, ekki fræðirit, bara reyfara, einn sem ég fann í Lincoln Castle það var á bókinni gulur miði sem sagði " I am not lost - I am FREE" svo ég stóðst ekki mátið og kippti henni með, hún var þá frá frábæru fyrirbæri sem heitir Bookcrossing virkar þannig að þú skráir bækurnar og skilur þær svo eftir á víðavangi, getur svo fylgst með á netinu hvert þær flakka, alveg tilvalið fyrir bókaorm eins og mig.
Já Lincoln, við fórum til Grimsby um síðustu helgi og fórum þaðan í dagferð til Lincoln með Huldu og Les, við skoðuðum kastalann þar, þar í gömlu fangelsi er safn bæði um fangelsið og um stjórnarskrár, þar hvílir Magna Carta , við líka vorum mjög forvitin um fagurgula akra sem eru hér um allt, þetta eru rapeseed akrar, við fengum Les til að stoppa við einn til að skoða og mynda fyrirbærið. Úr þessu er unnin olía líka þekkt sem canola olía og ef þið kaupið olíu sem heitir einfaldlega vegetable oil eru allar líkur á að það sé rapeseed olís. Og líka þetta er ræktað afbrigði af vesturíslendingi DR. Baldur Stefannson.

föstudagur, maí 09, 2008

ARRRGGGGGGGGG,,,,,,,,,,,,,,,ekki góðar fréttir
Pundið er næstum því komið í 160 krónur. Hvar endar þetta.....................
Það var í 122 krónum í byrjun árs

fimmtudagur, maí 01, 2008

I have difficult news for you !

Þannig heilsaði prófossorinn minn þegar ég mætti á fund með honum áðan, en .... hann er einn af þeim sem er alltaf að grínast. O g fréttirnar voru að allir kennaranir mínir mæla með að ég verði doktorsnemi, svo þannig verður það.... og ég verð næstu tvö árin við þetta, eitt hér og eitt frá Íslandi með ferðum hingað eftir þörfum.

kveðja tilvonandi Doktor Svava :)

miðvikudagur, apríl 30, 2008



Jæja nú er apríl að verða búinn mikið óskaplega líður tíminn hratt, ég sé á teljaranaum að aðsóknin minnkar þegar við erum svona löt við að blogga, en eiginlega er frá svo fáu að segja, lífið hefur bara gengið sinn vanagang. Þessa dagana eru síðustu tímarnir á þessari önn í skólanum og við taka skriftir. Fyrir þá sem áhuga hafa er ég annars vegar að skrifa um tilgang náttúrufræðikennslu og hins vegar um hvernig kennarar bregðast við umbótarátökum tilskipuðum af yfirvöldum.
Nú þramma ég í skólann eftir að hjólinu var stolið, þá hefur maður meiri tíma til að spá í umhverfinu og get hlustað á tónlist á meðan svo nú horfi ég á tré og hlusta á klassíska tónlist, poppið er einhvernveginn að hverfa meira og meira af vinsældalistanum hjá mér, nema þegar ég ryksuga !
Í myndasýningunni má sjá fugl sem er búinn að gera sér hreiður á fjölförnustu gatnamótunum við háskólann, þau eru flautandi allan daginn og ef vel er að gáð þá sést að hreiðrið er ekki bara úr náttúruefnum heldur hefur þessi nútíma fugl náð sér í einhverja bláa plastþræði í hreiðurgerðina. Svo eru öll tré að grænka og kirsuberjatrén standa í fullum blóma við student union bygginguna.
Svo erum við að líta í kringum okkur með húsnæði fyrir næstu önn, og komumst að því að skilgreiningin á "garden" er annsi víð hjá sumum, líklega bara autt svæði við hús, því á einni myndinni stendur Gunnar við umræddan garð !

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Í dag kom sumarið hér í Leeds
20 gráður og sól
mmmmmmmmmmm gott
Vonandi fer það ekki aftur í bráð
Helgin

Hér er myndband af Bergþóru og Frankie vinkonu hennar í keilu um helgina.


Við fórum líka í bíltúr til Wetherby sem er hér í útjaðri Leeds, gleymdum að taka myndavélina en bærinn er lítill og heillandi. Einhverjir rótary karlar fengu okkur til að mæla blóðþrýstinginn og sældarlífið hér í Leeds er farið að segja til sín, neðri mörkin mín voru eins og venjulega of há úps....

mánudagur, apríl 14, 2008

Ég er svo reiður, ég er svo reiður, sagði Baktus

og ég líka líður alveg eins og Baktusi, en veit ekki hvern ég á að bíta, líklega mig sjálfa fyrir að skilja hjólið eftir ólæst í bakgarðinum og nú er búið að stela því rakkara pakk........ nú verð ég að labba eða reiða mig á einkabílstjórann minn. Hann er reyndar í augnablikinu að keyra Dóru á Manchester flugvöll eftir 10 daga ánægjulega dvöl, allavega vorum við ánægð að hafa hana vonum að hún hafi haft það gott. Svo er hann líka í vondum málum skildi eftir fyllingu í karamellu í gærkvöldi svo hann þarf líklega að heimsækja tannlækni á næstunni.

kv. Svava reiða fyrrverandi hjóleigandi :(

sunnudagur, apríl 13, 2008

Sundmót
Bergþóra Sól fór á mjög stórt sundmót í gær sem haldið var í Aquatics Centre. Þar kepptu 200 krakkar frá mismunandi stöðum hér í Leeds. Bergþóra keppti í 3 greinum, 50 m. skrið, bak og bringusundi. Hér er listi keppenda; http://www.swimleeds.org.uk/events/events_files/2008%20Meets/sd08%20prog%20final.pdf20final.pdf , og þar má finna nafnið hennar á þremur stöðum. Við vöknuðum klukkan sjö og vorum komin í sundhöllina tuttugu mínútur í átta. Þetta var mikil og góð reynsla fyrir hana. Hún bætti tíma sinn í baksundi og bringu um ca. 4-5 sek í hvoru sundi en gekk ekki eins vel í skriðsundinu, þar sem hún sagðist bara ekki hafa heyrt þegar ræst var og stakk sér þarafleiðandi seinna en hinir (væntanlega svolítið með taugarnar að gera ;) ). Síðan verður svipað mót og þetta í Júní. Ætli það hafi ekki verið svona 500-600 áhorfendur, mikið kallað og klappað. Maður sá á öllu að þetta var "ALVÖRU", mjög góð skipulagining á öllu. Eins var mikil og góð keppni í flestum riðlum.




Á töflunni sjáið þið að í 50 m. bringusundi synti hún á 6 braut, nafnið hennar, tíman hennar og síðan að hún lenti í 5 sæti í þessum riðli. Bara flott hjá stelpunni, bjóst kannski við meiri bætingu, en miðað við að taugarnar voru þandar þarna til hins ítrasta og í sínu fyrsta alvöru móti, þá er þetta flott hjá henni.
Siðan fórum við öll á Töfraflautuna eftir Mosart um kvöldið á The Venue. Sem stóðst bara allar mínar væntingar.
York
Allur fimmtudagurinn hjá okkur Dóru fór í að skoða York. Frábært fyrirkomulag þetta Park and Ride. Leggur bara bílnum í útjaðri borgarinnar og fer síðan með rúti í bæinn. Við fórum í Kastalasafnið og skoðuðum stærstu kirkju í Gotneskum stíl sem fyrirfinnst í N-Evrópu. Það er frábært bara að rölta um borgina því hún er svo falleg og sagan þarna allsstaðar. Rómverja, Víkingar, Saxar, Englendingar hafa allir verið þarna á mismunandi tímum.

Föstudagur
Buðum gestum í mat um kvöldið upp á danskan hamborgarhrygg með ÖLLU, brúnuðum kartöflum, rifs, Waldorfssalat og alles. Sannkallaður Jólamatur þar á ferð og síðan frábæran berja eftirrétt. Mjög indælt og skemmtilegt kvöld.

þriðjudagur, apríl 08, 2008

Dóra í heimsókn

Dóra systir kom í síðustu viku og verður hjá okkur til 14 apríl. Um helgina fórum við að sjá Svanavatnið og út að borða á fisk-veitingastað. Við höfðum mjög gaman af að sjá Svanavatnið með Þjóðarballetinum enska, tónlistin er líka svo frábær eftir Tsjækovskí. Núna er Svava að sýna Dóru háskólann sinn og í heilmiklum göngutúr um borgina.

sunnudagur, mars 30, 2008

Stupid dad!!!
Fór með Bergþóru Sól á sundæfingu í dag. Sunnudags-æfingin byrjar ávalt klukkan 5 eftir hádegi. Bergþóra fór niður til að fara á æfinguna, en ég fór inná foreldrasvæðið, heilsaði Marteini hinum skoska og leit út í laug og spurði hann forviða "Hva, hvers vegna er æfingin byrjuð" og um leið og hann sagði við mig "Gunnar, did you drink to much in Denmark" með þessum frábæra skoska framburði, þá áttaði ég mig á því að búið var að flýta klukkunni um einn tíma. Allir foreldrarnir horfðu á mig og brostu, and I felt so stupid................................og Bergþóra skammaði mig heil ósköp............ auðvitað átti ég að vita þetta með; Daylight Saving Time.
En litla fjölskyldan á Stanmore Grove hafði semsagt vetrartíma til klukkan 18:00 í dag. En við erum hér með komin á sumartíma.
Danmerkurferð

Jæja þá erum við komin heim eftir þrælskemmtilega Danmerkurferð svona okkur til minnis þá var dagskráin einhvernvegin svona : (myndir á Picasa hér við hliðina)

15. Laugardagur Heimsókn til Huldu ofnbakaður fiskur og spilað Barna Trivial, strákarnir komnir til Horsens
16. sunnudagur farið í skip Dana Sirena í Harwich, hlaðborð
17. mánudagur vöknum sjóveikar 10 vindstig, komið til Esbjerg keyrt til Horsens, mangókjúklíngur hjá Bjarti
18. þriðjudagur Jón, Gerður og Skapti koma til Horsens, grillaðar nauta og svínasteikur, drukkið pínupons og talað óhóflega, komst að því að útlend kreditkort eru ekki velkomin í Danmörku
19. Miðvikudagur Farið í bæinn fyrsti í pulsu, keyptir skór og fleirra, McDonalds heimsóttur og spilað eitt Catan
20. Skírdagur Heimsóttum Slottet, fangelsið í Horsens keyrðum út í Juelsminde og 2 í pulsu, komumst að því að það er enn vetur í Danmörku. Fórum á Bones og fengum frábær rif og Bergþóra fékk ofurkók. Strákarnir voru sendir niður í Mosa eftir ýmsu og villtust agalega, keyrðu út úr bænum á alla vegu og fengu viðurnefnið Brödrene Lost....
21. Föstudagurinn Langi heimsóttum sundlaugina í Horsens, alveg dásamlegt að liggja í heitum potti og slaka vel á í gufu og sauna. Matarboð hjá Bjarti, nautafille og alles, drukkum oggupons og spiluðum smá og grettukeppni, úrslit tilkynnt síðar
22. Laugardagur, Pétur keyrði með Jón og mig ti Boager þar sem Jón varð eftir í heimsókn hjá Almari kunningja sínum, syni Huldu frænku Erlu vinkonu, þau reka þar skólabúðir lengst út við sjó svo þeir gátu ekki gert margt af sér þar :)
23. Páskasunnudagur, Nói Síríus í rúmið og svo brunað á stað í Randers Regnskov, frábær hitabeltisdýragarður í kúlulaga gróðurhúsum, dýrin ganga mörg villt í kúlunum svo nálægðin við þau er mikil, það pissaði á mig smáapi og ég fékk á mig risastóran laufskurðar maur ............. mæli með þessu, lögðum ekki í að fara í Lególand þar sem hitastigið var sko ekki hátt, en eftir enn eina veisluna hjá Bjarti og Gerði, dásamleg lambalæri þá fórum við Pétur í snjóhríð og ófærð á slökum dekkjum að sækja Jón úr lestinni til Kolding, 40 mínútna akstur sem tók 1 klst og 40 mínútur í röð sem silaðist á 40 km /klst. Sem betur fer var snjórinn farinn af veginum á bakaleiðinni svo ferðin gekk betur þá.
24. 2. í Páskum Jón og Gerður fara til Kaupmannahafnar, við skreppum í bæinn 3. í pulsu, erum löt hjá Bjarti, kjöftum og pöntum take-away.
25. þriðjudagur Jón og Pétur fara eldsnemma í lestina og drífa sig heim, við fórum með stelpunum í sund og svo í Mosann að borða soðna ýsu.
26. miðvikudagur skreppum í bæinn og versluðum helling enda Dönsk tíska mér meira að skapi en ensk, allavega ennþá :) Það er líka eitthvað svo notalegt við Danmörku og ég bjóst alltaf við þegar fólkið opnaði munninn að það færi bara að tala íslensku, samt var ég alveg farin að bjarga mér á dönsku eftir að hafa ruglað öllu saman fyrstu dagana og notða þrjú tungumál í einni setningu.
27. fimmtudagur, keyrum til Esbjerg og í skip, Esbjerg er mjög viðkunnanlegur bær og virðist stærri miðbær en Horsens, fengum okkur kaffi og það er sko eitt sem við eigum ekki eftir að sakna og það er verðlagið, ekki skánar það að gengið skuli vera svona út úr kú og grey íslensku tekjurnar mínar urðu mikið minni á smá stundu.
28. föstudagur mikið vorum við Bergþóra ánægðar að veðrið var gott og engin sjóveiki að trufla okkur. Keyrðum svo til Colchester þar sem Gunnar vilid finna staðinn þar sem þeir lágu yfir jólin 1981, fundum hann en mikið breyttan og skipaumferð þar nú engin og hafnarsvæðið meira og minna farið og búið að byggja Tesco og blokkir ! Lentum í leiðindateppum svo á leiðinni heim og komum ekki í kuldahúsið fyrr en um kvöldið.

Gunnari tókst að brjóta gleraugun sín og verða hálf sjónlaus í Danmark, en er núna búinn að panta tíma hjá sjónmælingakonu hjá Spectsavers.

Jæja nú verður bara lifað á vatni og grænmeti á næstunni og beðið eftir vorinu sem vonandi er á næsta leyti kv. SVava

mánudagur, mars 24, 2008

föstudagur, mars 21, 2008

Kveðja frá Danmark

Við erum núna í fríi í Danmörku, við sigldum með ferju frá Harwich til Esbjerg fengum 10 vindstig og við Bergþóra urðum sjóveikar. Jón og Pétur komu líka, flugu á Kaupmannahöfn og tóku lestina til Horsens.Við heimsækjum Bjart bróður og allt hans fólk og hunda en gistum í húsi sem við fáum lánað frá íslenskri vinkonu Röggu henni Hafdísi Hill úr Sandgerði.
Jón og Gerður eru hér lika með Skapta en María er í Svíþjóð að keppa í körfbolta. Erum búin að skoða okkur um, versla, rúnta og borða góðan mat.