sunnudagur, apríl 13, 2008

York
Allur fimmtudagurinn hjá okkur Dóru fór í að skoða York. Frábært fyrirkomulag þetta Park and Ride. Leggur bara bílnum í útjaðri borgarinnar og fer síðan með rúti í bæinn. Við fórum í Kastalasafnið og skoðuðum stærstu kirkju í Gotneskum stíl sem fyrirfinnst í N-Evrópu. Það er frábært bara að rölta um borgina því hún er svo falleg og sagan þarna allsstaðar. Rómverja, Víkingar, Saxar, Englendingar hafa allir verið þarna á mismunandi tímum.

Föstudagur
Buðum gestum í mat um kvöldið upp á danskan hamborgarhrygg með ÖLLU, brúnuðum kartöflum, rifs, Waldorfssalat og alles. Sannkallaður Jólamatur þar á ferð og síðan frábæran berja eftirrétt. Mjög indælt og skemmtilegt kvöld.

Engin ummæli: