... Record high minimum temperature and record high dailyOkkur fannst nú bara hlýtt, en rigningin var ansi hressileg á köflum, svo við fórum að versla bæði mánudag og þriðjudag. Buxur og blankskó, boli og brækur, bara góður árangur.
precipitation set yesterday at Anchorage International Airport...
A record high minimum temperature of 52 degrees was set at Anchorage
International Airport yesterday. The previous record of 51 degrees
was set in 1996 and 1990.
A record high daily precipitation of 0.40 inches was also set at
Anchorage International Airport yesterday. The previous record of 0.38 inches was set in 2013. http://www.wunderground.com/US/AK/101.html?MR=1
Það er reyndar frábært að versla hér, að því leyti að þjónustan er svo dásamleg. Ég leitaði uppi búðir sem myndu hafa föt við mitt hæfi. Fór fyrst í Torrid, sem er meira svona fyrir ungar piur, ágætt úrval en hauskúpumunstur á öðrum hverjum hlut. Afgreiðslufólkið fylgist með manni og um leið og maður er kominn með 1-2 flíkur á handlegginn koma þau og bjóðast til að fara með það i mátunarklefa fyrir mann. Þar stilla þau því upp og láta manni líða mjög velkominn. Næst var það Classic Woman, mjög fín búð með fjölbreyttum vörum, allt frá pallíettukjólum til útivistafatnaðar frá Columbia og fleirra. Þar sá ég líka merki og meira segja kjól sem ég á heima keyptan í Belladonna. Þar bar bætt um betur við þjónustuna og sú fór að bera í mig vörur sem henni sýndist að mér myndir líka og hafði rétt fyrir sér. Dóra var líka með mér og stakk uppá outfitti sem virkaði svo vel að ég keypti það líka. Síðast fórum við í Nordströms, og hefðum eiginlega átt að byrja þar því þar er góð deild með góðum númerum, afskaplega vandaðir bolir og góðar gallabuxur á betra verði en í hinum búðunum. Mæli með því. Annars eru verðin bara svona rétt sjónarmun lægri en á Íslandi, en gott að vera í fríi og hafa tíma til að versla.
Svo um kvöldið eru það flottar máltíðir frá Bjartmari og fjörugar samræður.
Meiri myndir hér
Engin ummæli:
Skrifa ummæli