Síður

sunnudagur, júní 14, 2015

Alaska - veislur og bíltúrar.

jæja nú erum við komin heim frá Alaska og fólk spyr "Hvernig var?" og það fyrsta sem mér dettur í hug að tala um er náttúran og trén, aðallega trén.  Það eru aspir og grenitré og birki út um allt.

Tókum einn dag í rólegheit og að ganga frá fiskinum og elda prufur af honum.
Við gerðum nú ekki margt seinustu dagana, fórum í mat til Önnu og Bob með fisk, bæði lúðu og lax sem bragðaðist allt mjög vel, og aftur komu vinir þeirra og Bjartmar með Sweeny vin sinn.

Þarna er Gunnar með Ottó vin sin barnabarn Franks og Teresu sem komu með Önnu og Bob 2013 og gistu þá heima hjá okkur.
Dóra og Bjartmar eru annars búin að vera mikið upptekin við tiltektir í húsinu sem þau eru að gera upp, liggur mikið við þar sem Bjössi og co flytja þangað fljótlega.

Veislan heppnaðist vel, sungið og kjaftað fram á nótt svo við fórum ekkert stórt næsta dag nema að skella okkur í bíó og rúnta um downtown Alaska sem minnir mig að mörgu leiti á Minneapolis, sérlega það að húsin eru mörg tengd saman með göngubrúm á svona 3ju hæð, kemur sér örugglega vel þegar allt er á kafi í snjó og tveggja stafa frost úti.

Svo fórum við í bíltúr og Dóra með okkur, heimsóttum Alaska Wildlife Conservation Center, sáum þar allskyns dýr sem hafð verið bjargað úr ógöngum í náttúrunni og svo vinnur miðstöðin að því að koma dýrum eins og vísinundum (bison) og antilópum og hreindýrum út i náttúruna. Það var hellirigning sem skyggði svolítið á upplifunina en góð heimsókn samt, fórum með rútu um svæðið og fengum góða leiðsögn. Í góðu veðri væri skemmtilegta að ganga hreinlega hringinn og sjá öll dýrin.



Næst fórum við upp að vatni Portage, þar sem ætlunin var að sigla upp að skriðjökli sem er víst rosalega brattur og flottur og jakarnir falla í vatnið svipað og jökulsárlónið okkar. Okkur grunaði það svosem að ekki yrði siglt, en ákváðum að kíkja samt uppað vatninu að sjá. Jú, öllum siglingum var búið að aflýsa enda mikið rok, og rigning.  Komum við í gestamóttökunni  að Chugach þjóðgarðinum en keyrðum svo aftur af stað og fóum í hádegismat á þorpi Girdwood, sem er eiginlega skíða svæði.

Svo þurfti að versla smá, þessi ameríkuferð endaði í 5 pörum af skóm, hefur stundum verið meira.
 
Mér gekk ágætlega að versla á mig, en það er samt áberandi að í búðunum eru næstum því bara sumarvörur svo ég fékk bara þunn föt á Guðmund Pálma og ekki er víst mikil þörf á því á klakanum.
Við fórum líka uppfyrir borgina þar sem er gott útsýni og fólk leggur af stað í göngur, á þeirra Esju greinilega sem heitir Flattop, nafnið segir sig svolítið sjálft þar sem flestir aðrir tindar í Alaska eru mjög strýtulaga en þessi er flatur efsti. Gaman að sjá þar gróðurinn við bílstæðið, krækiberjalyng, fífla og holtasóley, við létum það alveg vera að ganga nokkuð enda ekki miklir garpar í þeirri deildinni og töluvert rok og kuldi.


Við enduðum í hádegismat á Spenard Roadhouse með öllu liðinu Dóru, Bjartmar, Önnu og Bob með Dóru Stínu (6ára) og Bjössi og Kasia með Aniu (15mánaða) og Sigga (6ára) sem fór svo með okkur til Íslands í heimsókn til pabba síns.


Tímamismunurinn er 8 tímar svo núna 2 dögum seinna erum við öll í ruglinu, vöknum um miðjar nætur og sofum á daginn, tekur ábyggilega viku að snúa þessu við aftur.

Bestu þakkir til allra í Alaska fyrir móttökurnar og samveruna, lán á bíl og gistingu, partí og félagsskap.

Meiri myndir hér

Svava og Gunnar.

föstudagur, júní 05, 2015

Matur í Alaska

Ég elska hvernig þjónustufólkið talar hér í Alaska, ef maður pantar mat þá eru viðbrögðin oft "Alrigth! - Good idea" eins og maður hafi gert eitthvað stórkostlegt að takast að velja milli 20 rétta!  Nóg um það, bara að bera það fram með skemmtilegum Alaskahreim.

Hér að ofan er nammi sem við prófuðum, alltag gaman að prófa nýtt. Reyndar erum við ekki búin að prófa mikið nýtt í mat hér í Alaska. 
Oftast erum við búin að borða hjá Dóru og Bjartmari,  thai fisk, linsubaunasúpu, grillað svínakjöt. Morgunmaturinn er gott brauð og frábær fersk ber, jarðaber og blaber.  Það virðist gott úrval af nýju og ferskum ávöxtum og grænmeti í búðunum. 
Við erum líka búin að fara nokkrum sinnum út að borða þegar við höfum verið á flakkinu og fengið góðan og týpískan amerískan mat en ekkert sem hefur slegið í gegn. Jú reyndar kökurnar í Nordströms voru fyrsta klassa, mæli með því. 

Homer and beyond

Við áttum góðan dag í gær, keyrðum hér út á tanga fleiri hundruð mílur, það eru svooo miklar vegalengdir hér. Enduðum í bæ sem heitir Homer og Gunnar tók skyndákvörðun að fara á lúðuveiðar í dag, líklega hefur hann alltaf haft það bak við eyrað en hann kann illa við að fara svona og skilja mig eftir eina en ég sagði honum að hafa ekki áhyggjur, ég gæti lesið unnið og farið í gönguferðir. Væri í raun bara ánægð að fá ró og frið svo núna flakka ég milli kaffihúsa hér og slaka bara á.

Við sáum margt skemmtilegt á leiðinni í gær, skallaerni, jökla, elg, vegaframkvæmdir sem við höfum alltaf svolítið gaman af. Hér eru ekki notuð umferðaljós til að stjórna umferðinni þegar búið er að loka annari akgreininni, heldur eru stelpur með skilti og flögg sem stjórna.
Á myndinni má sjá húsbíl, það er rosalega mikið af þeim hér, og svo sést líka að það er snjór í fjöllum þó gróðurinn sé kominn langt og hlýtt úti.

Homer er lítill og skemmtilegur bær með einum umferðarljósum, allt snýst um sjóinn og menn rölta hér um í gúmmistígvélum. Svolítill sveitabragur líka og skallaörn með hreiður í miðjum bæ.
 Náttúran er allt um kring, sjór, jöklar og fjöll.

Gunnar var ánægður með túrinn, það voru feðgar sem fóru með þá og svo þrír aðrir gestir frá Vermont. Hann var nú ekki ánægður með að fá ekki að taka meiri þátt en svo varð að vera þegar þetta er allt miðað við túrista sem sumir hafa kannski ekki snert stöng áður hvað þá annað. Annars fékk hann tvo laxa, tvær lúður og slatta af þorski og kom með þetta allt flakað í land.


Allar myndirnar hér 

miðvikudagur, júní 03, 2015

Veður og verslun í Alaska.

Veðrið var svona:
... Record high minimum temperature and record high daily
precipitation set yesterday at Anchorage International Airport...
A record high minimum temperature of 52 degrees was set at Anchorage
International Airport yesterday. The previous record of 51 degrees
was set in 1996 and 1990.
A record high daily precipitation of 0.40 inches was also set at
Anchorage International Airport yesterday. The previous record of 0.38 inches was set in 2013. http://www.wunderground.com/US/AK/101.html?MR=1
Okkur fannst nú bara hlýtt, en rigningin var ansi hressileg á köflum, svo við fórum að versla bæði mánudag og þriðjudag.  Buxur og blankskó, boli og brækur, bara góður árangur.

Það er reyndar frábært að versla hér, að því leyti að þjónustan er svo dásamleg.  Ég leitaði uppi búðir sem myndu hafa föt við mitt hæfi. Fór fyrst í Torrid, sem er meira svona fyrir ungar piur, ágætt úrval en hauskúpumunstur á öðrum hverjum hlut.  Afgreiðslufólkið fylgist með manni og um leið og maður er kominn með 1-2 flíkur á handlegginn koma þau og bjóðast til að fara með það i mátunarklefa fyrir mann. Þar stilla þau því upp og láta manni líða mjög velkominn. Næst var það Classic Woman, mjög fín búð með fjölbreyttum vörum, allt frá pallíettukjólum til útivistafatnaðar frá Columbia og fleirra. Þar sá ég líka merki og meira segja kjól sem ég á heima keyptan í Belladonna. Þar bar bætt um betur við þjónustuna og sú fór að bera í mig vörur sem henni sýndist að mér myndir líka og hafði rétt fyrir sér. Dóra var líka með mér og stakk uppá outfitti sem virkaði svo vel að ég keypti það líka. Síðast fórum við í Nordströms, og hefðum eiginlega átt að byrja þar því þar er góð deild með góðum númerum, afskaplega vandaðir bolir og góðar gallabuxur á betra verði en í hinum búðunum. Mæli með því. Annars eru verðin bara svona rétt sjónarmun lægri en á Íslandi, en gott að vera í fríi og hafa tíma til að versla.

Svo um kvöldið eru það flottar máltíðir frá Bjartmari og fjörugar samræður.

Meiri myndir hér

mánudagur, júní 01, 2015

Heimsókn til Önnu og ferð til Talkeetna

Anna og Bob buðu til samsætis með vinum þeirra  þar sem þau búa niðri í borginni. Þar var mikið kjaftað, grilluð rif og dásamlegur ferskur maís. Þó Anchorage sé bara 4 breiddargráðum sunnar en Reykjavík er hér annað loftslag, mikið heitara og allur gróður hér kominn á fullt og tréin allaufguð sem voru bara rétt að byrja í Hafnafirðinum. Tegundirnar eru samt margar þær sömu, mikið af ösp og birki, en samt mest áberandi allskyns grenistré, löng og mjó.
Við gistum og fengum þannig margar góðar samræður við litlu dömuna á bænum, hana Dóru Stínu sem hér situr með Uncle Gunnar ;)
Svo var ákveðið að skella sér í bíltúr. Við keyrðum 186 km í gegnum landslag sem einkenndist af skógum, vötn falin þar inní, og svo glitti einstaka sinnum í fallega fjallasýn.
Áfangastaðurinn var smábærinn Talkeetna, mikil miðstöð útivistarfólks, og túrista sérlega þeirra sem eru að fara að ganga að fjallinu Denali, eða Mt. McKinley hæsti tindur í norður Ameríku 6.168m eða um 3 hærra en okkar hæsti tindur.  Við gengum að ánni Susitna þar sem við dýfðum tánum í sem eru bæði þrútnar og með moskútóbit og sóbrúnkurenndur. Svo gengum við að járnbrautarbrú, um bæinn og tókum myndir.  

Annars eru í Alaska deilur eins og víða um hvort virkja eigi ána og byggja stíflu sem ku eiga að verða sú 5ta stærsta í heimi og skaffa rafmagn fyrri 2/3 íbúa Alaska, við sáum víða skilti þar sem stíflunni er mótmælt.
Allar myndirnar hér


Alaska 2015 - fyrstu dagarnir

Núna erum við á ferðalagi og þá tilheyrir að blogga.
Við fórum af stað 26. maí með Icelandair og fengum að vera á Saga Class, stelpurnar og Gunnar gerðu reyndar grín að mér því fyrsta sem datt uppúr mér var, ohhh, þá þarf ég að vera fín. En það var sko alveg fyrirhafnarinnar virði, Gunnar allavega naut sín alveg í botn.

Við erum í heimsókn hjá Bjartmari og Dóru systir Gunnars.  Þau eru búin að búa hér hátt á fjórða áratug og hafa byggt sér alveg frábært hús hér í Stuckagain Heights, hæðum hér fyrir ofan Anchorage. Þetta er hálfgerð sveit og viltir birnir og elgir ráfa um.  Við fengum að kynnast því einn morguninn þegar kýr með tvo kálfa kom alveg upp að húsinu, át elririrnn sem vex í kringum húsið og þefuðu af grillinu. Gestgjafarnir giskuðu líka á að þau væru að leita vars undan birni sem hafði sést á vappi og nágranninn hafði varað okkur við að væri á leið niður götuna kvöldið áður. Við fengum samt ekki að sjá hann og nú er hann víst allur.
Hundurinn á bænum er hún Aría sem ver hús og fólk á göngu, varar við bjarndýrum og býr bara úti.

Annars hef ég ekki getað verið alveg í fríi þar sem ég á að skila grein núna næstu daga. Þá hefur komið sér vel að Anna dóttir Dóru og Bjartmars vinnur í bókasafninu í háskólanum og ég hef sitið þar við skriftir. Mjög huggulegt og opið net svo það gat ekki verið betra.

Á meðan hefur Gunnar rúntað um kíkt á bæinn, búðir og ættingjana. Það fer vel um okkur og fáum lika lánaðan bíl.

Allar myndirnar hér