mánudagur, júní 30, 2014

Heimadagur og grillpartý


Sunnudagur 15. júni
Morgunmatur, sundsprettir, skýjað, búðarferð, grilluð steik. Skrifuð dagbók. Við ákváðum að hafa  það þannig að við myndum skiptast á að elda og Gerður og Bjartur voru fyrst til að bjóða sig fram og það var mikill meirihluti fyrir því að grilla steikur. Það varð hvílík veisla með entrecote og fille, borið fram með nýjum aspas, svakalegu salati, frönskum kartöflum, chimchurri sósu og hvítlaukssósu. Við spiluðum svo eina umferð af Fíasko og það er svolítið erfitt þegar fjórir þáttakendur búa ekki á Íslandi og þekkja ekki alla dægurmálakaraktera, sjónvarpsþætti og bíómyndir sem koma fram í spilinu. Svo var auðvitað dansað og sungið, Abba, Bowie, Bubbi og allt hitt.

Engin ummæli: