þriðjudagur, ágúst 28, 2007

Skólaundirbúningur

Nú fer að líða að skólabyrjun hjá Bergþóru Sól svo við drifum okkur af stað að kaupa skólafötin. Eins og sjá má á gekk það ljómandi vel, svo eiga eftir að bætast við fagurbláar peysur sem við kaupum í skólanum.

Skokkur og pólóbolur og svaka bros :)
Stelpuleg og sæt í blússu og pilsi.

Þægilegi gallinn joggingbuxur og pólóbolur.


Pæjufötin, aðsniðin skyrta og sniðnar buxur.
Eins og athugulir taka eftir er blaðrið mitt orðið blaðrið okkar og við getum farið að bíða spennt eftir að Gunnar láti móðan mása í netheimum.
kv. Svava

2 ummæli:

Unknown sagði...

Sæl Öll sömul, rosalega sætar myndir af skólastelpunni. Gangi þér vel í skólanum Bergþóra Sól. Það verður gaman að fá fréttir af hvernig það er að vera í breskum skóla. Örugglega margt sem er ólíkt skólunum heima.
kveðja Inga

Nafnlaus sagði...

Flott föt skvísa. Er þetta ekki bara málið ! Allir í skólabúninga.