Bara rólegheit- og fótboltinn alveg að byrja-youtube-Skype
Takk fyrir kveðjuna Nonni, nei Gunnar er ekki búinn að kaupa ársmiðann og ekki risastóra flatskjáinn svo hann ætlar á pubinn í dag til sjá boltann sem byrjar loksins í dag. Blöðin hafa verið full hér af hrakförum Leeds United sem byrjar með mínusstöðu 15 stig svo það verður gaman að fylgjast með (ég kemst víst ekki hjá því nema verða bæði blind og heyrarlaus) hvernig gengur. Ætli það endi ekki með því að ég verði farin að svara íþróttaspurningum eins og herforingi í Trivial Pursuit og geti þá verið ein í liði.
Ég var ein í nokka klukkutíma í gær það hefur ekki gerst í langan tíma. Gunnar og krakkarnir fóru í keilu, en unglingarnir eru reyndar alltaf í keilu og strákarnir komu mjög kátir heim því þeim gengur alltaf betur og betur, náðu þrem fellum í röð og 170 í skor.
-o-
Vinkona mín ein minnti mig á tilveru Skype og ég talaði við hana þar svo þið sem eruð með Skype getið bætt okkur við þar hef nafnið svavapeturs , hlakka til að heyra í einhverjum þar.-o-
Við höfum ákveðið að myndir eru ekki nóg til að sýna myndir í Bretlandi svo lifandi myndir eru að gubbast núna inn á netið. Fyrsta prufan er af prinsessunni á bænum prófa hjólabrettið hans Jóns í götunni hennar Huldu. Slóðin er http://youtube.com/profile?user=SPogGHG held ég allavega er að læra á þetta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli