Grillpartý og Flamingoland
Vorum öll boðin í grillpartý hjá Mark bróður Les og Trinu konunar hans á sunnudag. Þar voru 3 systkini Les, með mökum og börnum sem eru flest hálffullorðið fólk svona á bilinu 13 - 24. Jón og Pétur skemmtu sér vel við að segja tröllasögur frá Íslandi um verðlag ógeðslegan mat og þess háttar. Fyrir utan það að njóta þess að líta út eins og tröll við hliðina á litlu ensku mönnunum. Allir komu með sitt kjöt og svo borðuðu allir þegar þeim best hentaði en meiri bjór og breezerar fóru ofan í fólkið en matur. Mikið fjör- myndir síðar.
Fórum öll í Flamingóland sem er tívolí og dýragarður í einum garði. Stóru krakkarnir fóru í allskonar manndrápstæki og tókst meira að segja að hafa Jessicu með sér sem venjulega fer ekki í tívolítæki. Við röltum um dýragarðin og fórum i nokkur rólegheitatæki og nutum sólarinnar sem skín mikið þessa dagana. Tókum með okkkur nesti sem við kældum með frosnum 2 l flöskum eins og Gerður kenndi mér að gera í DK.
Erum núna á leiðinn í gokart.
1 ummæli:
hæ hæ mikið er gaman hjá ykkur, greinilega nóg að gera og um að gera áður en alvaran tekur við, smá öfundskveðjur Íris
Skrifa ummæli