Thunder and lightning
Bæði í gær og í fyrradag voru þrumur og eldingar og hvílíkar hellidembur en
svo kemur sól á milli. Ein fréttin í Leeds í dag er að það kviknaði í húsi hér vegna eldingar. Við Bergþóra Sól fórum svo á hjólunum fyrst að pumpa í dekkin það var á sjálfsala og þurfti að stilla inn loftþrýstinginn sem á að vera í dekkjunum . Svo að kaupa lás á hjólin og svo loksins í sund. Ekki má gleyma að segja frá því að við vorum rétt lagar af stað þegar það kom hvílík demba svo ég er núna miss wet T-shirt of the Year í Leeds.
Mikið er baðmenning mismunandi milli þjóða. Heima striplumst við svona mátulega um og ég vorkenndi alltaf svo túristunum í klefunum í gamal Bláalóninu þar sem maður rak ber brjóst og rass utan í næstu konu og þær voru greyin að reyna að klæða sig undir handklæðinu. Í Kína í sundlauginni gengu þær um alsnaktar eins og ekkert sé en hér eru tjöld fyrir sturtunum og allir skipta um föt í lokuðum klefum og... engin sápa í sturtunum. Annars var sundlaugin fín, löng og allt hreint og fínt.
Indverjakrúttið er búinn að slá garðinn og klippa runna, fínt að hafa svona einkagardner. Ég bjóst nú við að húsið yrði frekar óhreint en það kom mér á skemmtilega á óvart hversu snyrtilegt það er, samt greinilegt að það voru krakkar sem þrifu hér svo ég er aðeins að snurfusa í kringum mig.
1 ummæli:
Hæ
Var að hugsa um ykkur og mundi þá að þú ert með bloggsíðu - frábært að geta kíkt á myndir og séð fréttir af ykkur :) Gott að heyra að íbúðin var hrein og fín - vonandi á eftir að fara vel um ykkur.
kv.
Magga
ps. skrýtið að þið séuð farin...
Skrifa ummæli