fimmtudagur, júlí 26, 2007

Bloggað hjá Huldu- bílakaup

Jæja við lýsum okkur sigruð í bílastríðinu og erum nú í Grimsby að kaupa bíl. Pabbi sagðist fyrst myndu gefa okkur viku og svo 10 daga en nú eru liðnir 14 og við erum sigruð. Þetta var í sjálfu sér ekki flókið reikningsdæmi, strætó dagpassi fyrir okkur þrjú £6,5, bílaleigubíll meðan krakkarnir eru hér £ 400- 500 , lest til Grimsby fram og til baka fyrir okkur £ 61. Svo þegar Les hringir og segist vera með fínan Ford Escort Estate 1998 station fyrir £500 létum við slag standa. Auðvitað segir það sig líka sjálft að það er meira frelsi í að hafa bíl og auðveldara að draga björg í bú.
Ég fór í gær og gekkst í bankamálin og fæ reikning hjá Barkleys og debetkort þegar póstverkfalli lýkur. Fór á hjólinu og komst að því að með smá krók kemst ég hjá lífshættulega bröttum brekkum og er ekki nema 10 - 15 mínútur á leiðinni.
Enn rignir............
Skráðum okkur hjá lækni og það var ekkert mál. Pantaði síma, hann kemur 3. ágúst þá hringi ég í ykkur öll og læt ykkur vita númerið.

Engin ummæli: