sunnudagur, júlí 08, 2007

Fiskidagar- Takk fyrir okkur
Þetta er skrýtið líf, nú erum við komin upp á góðmennsku vina og ættingja en það er sko nóg til af henni . Eftir rúma viku í húsi Gerðar og Jóns erum við núna hjá pabba, Gunnar reyndar með annan fótinn í hjá mömmu sinni og hefðum getað verið á fleiri stöðum. Erum búin að vera í fínum boðum, fyrst hjá Ingibjörgu og Ármanni, fengum dásamlega sjávarrétt og svo rúnt upp að Elliðavatni að skoða nýbyggingar. Svo hjá Arnþóri og Elínu með öðrum vinahjónum þeirra boðið upp á lax með gráðosti og góðar samræður. Í gær fór ég svo með drengina í keilu og Pottinn og pönnuna, pantaði skötusel, var fyrst borinn steinbítur en fékk svo þennan fína rétt og þurfti ekki að borga :) frábær þjónusta, mæli með þessum stað, góður og ódýr matur, góð þjónusta og gratineruðu sjávarréttirnir enn á seðlinum eins og árin í Kennó þegar við fórum oft þar þegar við fengum nóg af mötuneytinu í Kennó. Jæja svo í dag hittum við Hörð og Sillu í sólinni enduðum á Sjávargreifanum og fékk grillaðan hörpudisk, enda eins gott að hamstra fiskinn þar sem ég er ekki eins hrifin af erlendum fiski. Takk fyrir öll þessi boð og góðan félagsskap :)
Sólarkveðja Svava

Engin ummæli: