föstudagur, ágúst 24, 2018

Fjögur ríki USA

Þetta ferðalag einkenndist af miklum akstri og stórfengilegri náttúru.

15. Miðvikudagur

Flugum við til Denver og skutluðum okkur beint í bílaleigubíl og keyrðum til  Econo Lodge Pueblo West , https://www.booking.com/hotel/us/hotel-south-radnor-dr-pueblo-west.is.html
Komum við í Wall Mart og birgðum okkur upp af vatn og nesti fyrir akstursdaga. Aksturinn var í myrkri og mest lítið að sjá. 202 km  

Manni verður illt í endurvinslubeininu í USA

16. Fimmtudagur

Nú var ferðinni heitið í mikla lestarferð. Við ókum til Canon City í gegnum landslag sem minnti mig á kúrekamyndir, kannski mest á þáttin The Ranch sem er á Netflix.  Við höfðum tímann fyrir okkur svo við Gunnar röltum eftir Main Street, Canon City í steikjandi hitanum. Bærinn er lítill, mikill vestrafílingur og skemmtilegar bygginar.  Skrýtið samt að sjá þarna fangelsi rétt við miðbæinn en fangelsisrekstur er víst mikill iðnaður þarna um slóðir. Svo var kominn tími til að fara í lestina, við fengum sérþjónustu fyrir Sillu og fengum öll rúnt með golfbíl að lestinni.  www.royalgorgeroute.com fer eftir djúpu og fallegu gljúfri. Við höfðum pantað lúxus pakkann og fengum 3ja rétta máltíð, sem var bara fín. Ég er samt ekki viss um að ég mæli með því, það er kannsi mikið betra að geta bara verið úti og notið útsýnisins almennilega.  Í gilinu má sjá mikið af fólki í rafting, risastóra kaktusa, stórmerkilega vatnslögn og gullgrafarasvæði. Meðal annars var okkur bent á svæði sem einhver fjölskylda á og kemur árlega og grefur upp gull um 2500 dollara virði. Síðan ókum við uppa gilbarminn en þar er þjóðgarður og aðstaða til að fara í kláf yfir gljúfrið og á zip línu til baka.  Ég lét samt duga að ganga út á brúna enda hressilegt rok og þrumuveður í nánd sem elti okkur til baka til að gista áfram í Econo Lodge Pueblo West.
2x35 mínútur





Takið eftir skýjastróknum bak við mig.

17. Föstudagur

Farið frá Pueblo, keyrt til Gunnison, og svo Montrose
Nú fór leikurinn að æsast og keyrt nær fjöllum og gilum. Yfir Monarch Pass, þar sem vegurinn liggur í yfir 3400 m hæð, karlarnir bættu um betur og fóru upp með kláf til að fá meira útsýni.  Við Silla létum þetta gott heita, sóluðum okkur og sjússuðum á súrefni í þrýstibrúsa. Gunnison er lítill og skemmtilegur bær. Samferðafólkið vildi heimsækja búð með upptoppuð kvikindi, það var svosem í lagi, en svo var allt fullt af hundum þarna inni svo ég lenti næstum í sjálfheldu og var farin að fá ofnæmi fyrir öllu þessu loðna liði.  Þá var gott að koma sér út í ferskt loftið, sem var reyndar ekki ferskt lengi því þar sem við komum okkur fyrir á bar við aðalgötuna streymdu að kaggar af öllum stærðum og gerðum sem voru að koma sér fyrir í bílasýningu sem var hluti af mikilli bæjarhátíð sem stóð fyrir dyrum. Þarna hefði ég viljað stoppa lengur.
Gistum næst í  Red Arrow Inn and Suites, í Montrose. https://www.booking.com/hotel/us/red-arrow-inn-suites.is.html Við Gunnar áttum brúðkaupsafmæli og skelltum okkur í Mexíkóskan mat til að halda uppá það,
346 km






18. Laugardagur

Keyrt frá Montrose til Durango, gegnum Silverton.

Við Gunnar vorum árrisul og fórum á Ute indjánasafn, mjög áhugavert að lesa um sögu þeirra og sjá muni.
Frá Montrose keyrðum við til Durango, gegnum Silverton og mikil fjallaskörð. Milli Durango og Silverton gengur lest, alvöru eimreið sem gengur fyrir kolum. Við vorum þarna í hádeginu og sáum hana koma og fara, lestar starfsmanninn moka kolum og lyktina og hljóðin beint í æð. Silverton er ekta vestra bær, við borðuðum í Shady Lady Saloon, mörg húsin virðast upprunaleg og önnur aðalgatan er ekki malbikuð!
í Durango gistum við á Best Western hóteli með sundlaug og komum  nógu snemma til að geta dóla í henni góða stund og notið sólarinnar, það var best.  175 km



Sunnudagur

Þá keyrðum við frá Durango til Page Arizona.  Á leiðinni stoppuðum við líka við Mesa Verde, þjóðgarð  með miklum hellaborgum indíána uppi á mikilli sléttu. Við gengum þar um í brakandi hitunum. Næsta stopp var á Four corners þar sem mætast fjögur ríki! Colorado, New Mexico, Utah og Arizona. Þar hefur verið reistur skúlptúr þar sem vinsælt er að taka myndir, en annars er ekkert þar nema eyðimörkin og sölubásar indíána.
418 km


20. Mánudagur

Þennan dag tókum við Gunnar snemma.  Hörður skutlaði okkur út að Horseshoe Bend, þar er hægt að ganga frá veginum að því þar sem Colorado River er búin að grafa skeifulega leið með miklum drangi í miðju skeifunnar. Mjög flott, og gott að ganga að meðan sólin er ekki orðin of sterk.  Áhugaverð skiltin þarna við sem leggja hart að fólki að bera með sér nóg af vatni og að vera með hatt. Við klikkuðum ekki á því og tókum flottar myndir. Annars var verkefni dagsins að akoða Grand Canyon, við North Rim.  Leiðin þangað var mjög áhugaverð, ekið er uppá mikla sléttu þar sem gróðurfarið verður allt annað en niðri í hitanum. Á sléttunni er allt grasi vaxið og vísindahjörð reikar um og ein sjoppukona vildi endilega að við færum að leita að sveppum, sem við létum þó vera.
Okkur hafði verið ráðlagt að heimsækja Grand Canyon Norðan megin, það væri less touristy.  Það var alveg rétt, en þarna hefði líka mátt vera heilan dag eða tvo, við brúnina og á leiðinni er gisting.  Gljúfrið sjálft er engu líkt, stórt og mikilfenglegt eins og nafnið gefur til kynna. Nauðsynlegt að vera með nóg pláss á minniskortinu, hatt og vatn.
Við keyrðum aðra leið til baka gegnum Kanab, kannski of langt því þá varð heimleiðin í lokin í myrkri. 444 km  Gista áfram í Page
Við Page er Antelope Canyon, við þurftum að sleppa því en það er alveg ástæða til að taka amk 1 dag enn í Page og heimsækja það. https://en.m.wikipedia.org/wiki/Antelope_Canyon


21. Þriðjudagur

Næst á dagskrá var að keyra frá Page til Moab gegnum Monument Valley og útsýni að Mexican hat.
Nú var ekið í gegnum rauðar eyðimerkur, fjöll og hæðir sorfið af vindi og vatni svo eftir standa flottar steinmyndir,  Þarna hefði mátt stoppa og vera lengur, kannski ekki besti dagurinn því það var gustur sem þýddi töluvert sandrok. Landslagið þarna er frægt úr bíómyndum, m.a. Þar  sem Forrest Gump hættir að hlaupa.  Óvænt ánægja var að detta inn á safn landnema í Utah í Fort Bluff.  Safnið er í kofum eins og landnemarnir bjuggu og sýnir líf þeirra vel.  Mér fannst gaman að sjá þetta, sérlega eftir að hafa lesið sögur Mitchener og Dana Fuller Ross um landnemana í Wagons West seríunni og meðan við ferðuðumst las ég Colorado og rifjaði upp þá sögu.
439 km  Gisting: Cozy Moab Home


22. Miðvikudagur

Núna lá leiðin bara til baka þar sem við keyrðum frá Moab til Denver, mikill akstur og við meira að segja lentum í umferðateppu!
553km

23. Fimmtudagur

Versla í Colorado Mills, Gunnar fataði sig upp með jakkaföt, buxur, skyrtur og skó. Fullt af jólagjöfum á litla og stóra stráka.  http://www.simon.com/mall/colorado-mills


24. föstudagur

Last minute shopping, skila bíl og fljúga heim.
58 km

Þetta var fín ferð, við sáum margt og nutum þess að aka og sjá allt útsýnið sem var síbreytilegt, miklir skógar, sléttur, eyðimerkur, litlir og stórir bæir, vinalegt og áhugavert fólk. Þjóðgarðaverðir, marjuanaræktandi og trukkeigandi.

Takk fyrir samveruna, aksturinn og goða ferð. Hér eru meiri myndir.


föstudagur, júní 01, 2018

Með Gunnari í Rúmeníu

Gunnar kom í heimsókn til mín í Bucharest sem var mjög notalegt og við áttum góða daga.

Hann byrjaði að koma með mér í heimsókn i Universitatea Politehnica Din Buchuresti en þar tók á móti okkur strákur sem ég hafði kynnst vegna umsóknavinnu fyrir nokkrum árum.  Í þessum skóla eru kenndar margar tæknigreinar en líka eitt og annað eins og kennaranám.


Svo kynntumst við Rúmensku skrifræði þegar við ætluðum að heimsækja safn við forsetabústaðinn fyrirvaralaust, en það er sko ekki hægt, það þarf að panta daginn áður.

Þá drifum við okkur í bæinn á Sænskt hlaðborð á Hótel Capitol sem Steingrímur hafði mælt með.  Notalegt að koma þangað, hlaðborð með allí lagi mat og lifandi píanómúsík.  Svo röltum við í gegnum gamla bæinn. Kíktum á kirkjur sem eru margar hér.  Mér er sagt að trúariðkun fari vaxandi  og allstaðar sá maður fólk vera að signa sig, ef farið var framhjá kirkju, ein svo mikið að ég hélt fyrst að hún væri að slá frá sér flugur. Fjölmennustu trúabrögðin kalla þau bara ortodox, ekki grísk og ekki rússnesk, komst einna næst því að þetta væri bara þeirra útgáfa. Kirkjurnar eru frekar litlar allar, og bara með örfáum stólum.  Fólk stendur bara í athöfnum  Reyndar virðist fólk fara í kirkju á öllum tímum og eitt föstudagseftirmiddaginn sáum við fólk streyma í eina.  Þar var fólkið í óðaönn að skrifa bréf sem virtust svo lesin eða tónuð af klerk sem var í einhverskonar lúgu. Það var biðröð langt út fyrir dyr að komast að honum.  Svo er mikið af ikonum og jesúmyndum og venjan að kyssa þetta allt i bak og fyrir, kemur frekar undarlega fyrir sjónir.


Hér sést röðin út úr dyrum.


Þessi er rétt hjá Bukarest háskóla og hingað fara stúdentarnir til að biðja um gott gengi á prófum.
Nóg um kirkjur, ef þú biður fólk i Bucharest um að mæla með veitingastað þá er svarið oftar en ekki Caru cu Bere, eða vagn af bjór.  Hann er eldgamalt brugghús, þjónarnir þjóðlega klæddir og maturinn hefðbundinn rúmanskur,  skylda var að fá sér miete, eða skinnalausar pulsur eins og þær heita á matseðlinum.  Geta víst verið úr grís, nauti eða lambi, en rúmenar borða mikið svínakjöt.  Pulsurnar eru borðaðar með sinnepi, frönskum og bjór og er alveg ágætar.
mynd af vefsíðu staðarins.
Við vorum nú ekkert að eltast við að smakka rúmanskan mat, hann einkennist helst af súpum og þeir eiga mörg orð yfir þær.  Svo nokkurskonar gúllash allskonar og svo nefna þeir alltaf sarmale, sem eru kjöt pakkað í kál, litla böggla.   Innlendi bjórinn er fínn, og tvisvar fengum við rúmanskt vín og bæði mjög góð, ekkert sull eins og t.d. við fengum oft á Krít.

Við drolluðum ekkert við þetta og fórum í lest til Constanta sem er borg við Svarta hafið, keyptum okkur herbergi á Hótel Carol
We stayed at Hotel Carol in really hot weather, still the room was wonderfully cool, staff friendly, bed good. Heavy classy furniture, and carpeted floors in the room. The breakfast is ok, with fried eggs, sausages, lot of cheese options, cut meats, cereal, juice, coffee, tea, nice cutlery. Only 2 minute walk to the long stairs to the beach. Short walk to the old town for restaurants and more.
I think I read that the room had a balcony, but that was just one of those really small ones, not for sitting on
Við nutum þess fyrst að vera í stofu með sjónvarpi en fórum svo út að borða.
We had dinner in Pizzico, we had steaks, hummus, taiziki, steaks, tiramisu and a fantastic lava cake with icecream (called chocolade mousse on the menu). Everything was really good. We were not sure about going there because of previous reviews about bad service but the service we had was outstanding, they take special car with the wines, and the coniac was heated to perfection. There were quite a few guests but not full. The atmosphere if friendly, we sat in cozy sofas by the wall. The place is much nicer on the inside than outside. Highly recommend

Þar sem við vissum að við yrðum þarna bara einn dag ákváðum við að skipta liði og hver mynd sinna sínu.  Ég setti tærnar uppí loft á ströndinni, synti í sjónum sem var heitur, ósköp notalegur dagur fámennt og mjög heitt.


Gunnar aftur á móti fór á Sjóminjasafnið og skoðaði höfnina, og forna frægð borgarinnar sem var eitt sinn áfangastaður ríkra sem silgdu um svartahafið og komu svo í land til að spila í casino sem núna var ekki í neinni notkun þó þetta væri falleg bygging við aðaltorgið í gamla bænum. Gunnar var svo genginn uppað hnjám þegar hann kom að sækja mig svo þau voru þung skrefin upp allar ábyggilega 70 tröppurnar af ströndinni.  Ég var aftur á móti bara spræk eftir að hafa flatmagað með hljóðbók og fór og sótti pizzzur fyrir okkur.
Svo næsta dag var það bara lestin heim og afslöppun en það einkenndi þessa viku að við vorum ekkert að spenna okkur að gera of mikið og tókum lífinu með mikilli ró.

Hér eru meiri myndir frá þessum dögum.  og svo kemur annar póstur með seinni hluta vikunnar.


laugardagur, maí 12, 2018

Bucharest - dagur 1

Nú er ég búin að vera einn sólarhring í Bucharest, koma mér fyrir í íbúðinni og heimsækja háskólann.

Íbúðin er alveg eins og lofað var, ég er mest ánægð með skrifborðstólinn og gott netsamaband.  Verra eru sexfætt sambýlisdýr í stærri kantinum og rúmið er lágt og óspennandi en dugar.  Vonandi verður það samt einsdæmi en það var rafmagnslaust þegar ég kom úr gönguferðinni í gær.

Ég gekk töluvert um borgina í gær til að átta mig á hlutunum.  Að sumu leyti minnir hún mig á París en að öðru leyti á Kúbu og svo er smá ameríka inni á milli.  París kemur aðallega frá byggingastílnum, þétt skreytt  íbúðarhús uppá 6-8 hæðir, þeirra eigin sigurbogi og breiðstræti sem minna á Champs Elysees.  Kúba kemur af niðurníðslunni, hér vantar nokkra milljón lítra af málningu og veggir eru brotnir og ég hef hvergi séð eins mikið veggjakrot, þá meina ég krot en ekki fínar myndir.  Ameríka kemur svo inn af stórum auglýsingaskiltum, ljósaskiltum, verslunarmiðstöð, og svona retail parks. Svo er greinilega verið að breikka breiðstrætin eða laga gatnamót og mér fannst sorglegt að sjá svona fallegan gosbrunn brotinn niður.


Annað sem ég tek eftir í útlöndum er hvað sé gert við ruslið.  Enn hef ég ekki séð nein merki um flokkun eða endurvinnslu, sá meira að segja sorp úti á götu rétt hjá þar sem ég bý, en sumar götur þar eru víst varasamar og mér sagt að ganga ekki þar ein að kvöldi. Þar sem ég gekk í gær var samt snyrtilegar götur, bara tveir hundar og svotil enginn að reykja úti á götu þar til ég var komin í bæinn og tveir bankastarfsmenn í pásu voru að púa.


Verðlagið er bara djók, leigubíll 19 km frá flugvellinnum kostaði 922 kr. Hamborgari og tveir stórir bjórar með ríflegu þjórféi á frekar fínum veitingastað 1800 kr.


Ég fór í háskólann sem er með í verkefninu, hér eru margir háskólar, jafnvel í sömu byggingunni.  Þessi er í byggingu sem fyrrum stjórnvöld byggðu með það í huga að þar yrði almennings mötuneyti að sönnum kommonískum stíl, en af því verð ekki svo flestar svona byggingar urðu að verslunarmiðstöðvum en þessi að háskóla.

Þessi og margir háskólarnir eru einkareknir, og ég hafði ekki skilið hvernig Makerspacið sem er með okkur í verkefninu gat verið húsnæðislaust, en það og fleirri slík eru víst einkarekin og rekstrarmódelið er þannig að þau selja almenningi sem vill nota áskrift.

Nú sit ég bara og fer yfir síðustu verkefni annarinnar, meistaraverkefni og hlusta á Eurovision söngvakeppnina.

Meira seinna.

Myndir úr háskólanum 

Myndir af röltinu.

föstudagur, apríl 13, 2018

Ferð með leikskólakennurum til Notodden

Nú er ég búin að vera í verkefninu DILE, digtal learning in pre-schools með hléum í þrjú ár.

Ég var að koma úr verkefna fundi í Notodden sem er sunnarlega í Noregi.  Samgöngur þangað eru ekki auðveldar svo við leigðum bara bíl og keyrðum þangað, ég hafði gert það sama í febrúar 2016.  Það gengur bara vel og er gott tækifæri til að sjá meira af landinu.


Nú var ég á ferð með tveimur leikskólakennurum og í góðum félagsskap.  Þetta eru alltaf skemmtilegar en krefjandi ferðir.  Við mætum með frásagnir af því hvernig leikskólarnir hafa verið að prófa upplýsingatækni, prófum sjálf og heimsækjum leikskóla.

Notodden er bara 12000 manna bær, hugggulegur í djúpum dal.  Við gistum á hálfgerðu sveitahóteli sem er ekki með veitingahúsi svo fyrsta kvöldið rúntuðum við og enduðum á pizzum, fáir staðir og margir lokaðir.

Hann er á heimskrá Unesco fyrir að vera upphafsstaður Norsk Hydro, og áburðarverksmiðja.  Svo lokaði fullt af verksmiðjum þarna við lok aísðustu aldar og þeir fengu blúsinn og eru núna fræg fyrir mikla blúshátíð í sumarlok og í bænum er blússafn.


Hér eru myndir úr ferðinni

sunnudagur, mars 25, 2018

Húsafell og faðirinn

Örpóstur

Fórum í Húsafell eina helgi Silla og Hörður komu ekki með vegna veikinda, Gunnar var eiginlega veikur.  Ég naut mín við vinnu, gönguferð og flatmaga í pottinum.  Fór með Gunnar til læknis og hann var komin með lungnabólgu. Það varð til þess að ég fór í leikhús með Daða og Dísu á faðirinn, frábær sýning um alheimer og að eiga aldraða foreldra.

miðvikudagur, febrúar 28, 2018

Veturinn og leikhús


Ég ætla bara að henda hér til minnis smá upptalningu:


12. - 14 janúar  fórum við Magga og Gerður í bústaðinn hjá Möggu að slappa af og halda uppá 50 ára afmæli Möggu, áttum notalegar stundir, urðum veðurtepptar eina nótt og söknuðum Iðunnar sem boðaði forföll á síðustu stundu.

27. janúar  með Möggu og Ínu að sjá Ellý,



28. janúar fórum við með Gabríel og Hilmir Breka að sjá Dýrin í Hálsskógi en Guðmundur Pálmi komst ekki, var lasinn, þó hann sé nefkirtlunum fátækari síða 18. janúar


1. feb komu Hörður og Silla í mat og Pétur og þeir þrír settu upp sjónvarpið í svefnherberginu svo nú má líka glápa þar

2. febrúar ´var partý hjá  Kirkjukór Víðstaðakirkju heima hjá okkur. Sannkallaður Öskubusku-kór, allir farnir heim fyrir miðnætti eftir óhóflegar veitingar og fjörlegan söng.

9. febrúar var ég loksins viðstödd upptöku af útsvarsþætti, Hafnarfjörður og Rangárþing kepptu og Hanfarfjörður vann.  Kórfélagar voru fengnir í fjör í auglýsingahléi.

17. febrúar  fórum við í frábæran rúnt með Audrey Shih frá Taiwan sem var með mér í náminu í og kærastanaum hennar frá Leeds og keyrðum um Reykjanesið, fórum Krýsuvíkurleið og fengum súpu á Bryggjunni í Grindavík, mæli með þessu litla skemmtilega kaffihúsi. Við fengum lánaðan jeppa hjá Daða og vorum í miklu dásemdarveðri.  Tók margar myndir

Sama kvöld fórum við svo með Ástu Júlíu og Ágústi að sjá Phantom of the Opera, sem ég hafði pantað í afmælisgjöf.
Lentum svo í fínni óvæntri bógsteik þegar við skiluðum bílnum.


20. - 23. febrúar fór ég í vinnuferð til Jakobstad í Finnlandi, heimsótti leikskóla og fundaði með hópnum.  Varð alveg ástfangin af hrímuðu trjánum þar og tók fullt af myndum.

11. febrúar buðum við Bergþóra í spila afmæliskaffi en það gerði brjálað veður og öllu frestað. Nema Magga og Ína komu við enda í nágrenninu og á jeppa!  Boðið var því 24. febrúar sem hitti vel á því Anita og María voru komnar í Íslandsferð.  Þær, María, Svava Tanja, ég, Pétur og Bergþóra spiluðum fullt, pabbi og Lilja komu í kaffi. Flottur dagur.  Pétur færði mér stjaka sem hann smíðaði.

Febrúar endaði svo á því að ég fór að hitta Fimmtugar og frægar á Hjallatúni og borðuðm á Library, sem ég mæli mikið með. En áður hitti ég Guðmund og Jón og við fórum á róló með vinum Jóns.





Svo má ekki gleyma að Viktor Darri kom nokkrum sinnum í pössun.


sunnudagur, október 15, 2017

59 ára

Gunnar varð 59 ára á föstudaginn.  Í tilefni af því bauð hann litlum hópi vina með í leikhús, auðvitað hjá Leikfélagi Mosfellsveitar að sjá sýningu sem þau kalla Allt önnur Ella.  Sýningin er sett upp á sviðinu í bæjarleikhúsinu og búið að breyta því í næturklúbb, ca. 1930.  Nóg er að fþjónustustelpum sem ganga um beina í svörtum pilsum og hvítum skyrtum, áður en sýningunni lauk voru þær allar búnar að koma símanúmerinu sínu í vasana hjá Gunnari og kyssa hann í bak og fyrir. Snemma í sýningunni komu þær allar strollandi með bollaköku með einu kerti og sungu fyrir hann afmælissönginn. Á milli stuttra likinn atriða voru sungin lög Ellu Fitzgerald, tvær stúlkur skiptust mest á en svo komu þrír karlar líka og sungu, hver fyrir sig með ólíku lagi og einn mera að segja lag sem á ekkert skylt við Ellu Fitzgerald, skifa þetta ekki nú til að skemma ekki fyrir þeim sem eiga eftir að sjá sýninguna.
Að öðrum ólöstuðum fannst okkur Anna Dúna Halldórsdóttir standa framúr, bæði söngur og túlkun, vonandi eigum við eftir að heyra í henni oft aftur. Söngvararnir í sýningunni eru úr Tónlistardeild Listakóla Mosfellsbæjar og smá gúggl sýni með að Anna Dúna hefur sungið með sönghópnum við Tjörninga og virðist vera í námi við Tónlistarskóla FÍH.

Anna Dúna, mynd frá Facebook síðu leikfélagsins.
Gunnar mætti með hatt, greinilega tilbúinn að taka þátt í sýningunni og við skemmtum okkur konunglega.



Síðan skunduðum við á Forréttabarinn eða forréttindabarinn eins og "auto correct" breytti því í í skilboðum milli okkar Gunnars. Enda eru það tóm forréttindi að fá að eyða kvöldi með góðum vinum við frábæra sýningu og góðan mat.  Maturinn var mjög góður og þjónustan frábær. Við höfðum pantað fyrirfram þar sem vitað var að við kæmum stuttu áður en eldhúsið myndi loka.  Kokkarnir létu ekki það slá sig út af laginnu og heldur ekki stelpan sem þjónaði okkur, hún var farin að þekkja okkur með nafni og ruglaðist ekki einu sinni þó við skiptum tvisvar um sæti milli rétta og fórum tvö sæti til vinstri, það varð til þessa að hópurinn blandaðist betur og allir gátu talað við fleirri.  Bestu þakkir Forréttabar. Verst að ég gleymdi alveg að taka myndir þar. Gæinn fékk góðar gjafir auk allra símanúmerana, bonsai tré, máltíðina, ipad og ferðabók um Colorado.