Að öðrum ólöstuðum fannst okkur Anna Dúna Halldórsdóttir standa framúr, bæði söngur og túlkun, vonandi eigum við eftir að heyra í henni oft aftur. Söngvararnir í sýningunni eru úr Tónlistardeild Listakóla Mosfellsbæjar og smá gúggl sýni með að Anna Dúna hefur sungið með sönghópnum við Tjörninga og virðist vera í námi við Tónlistarskóla FÍH.
Anna Dúna, mynd frá Facebook síðu leikfélagsins. |
Síðan skunduðum við á Forréttabarinn eða forréttindabarinn eins og "auto correct" breytti því í í skilboðum milli okkar Gunnars. Enda eru það tóm forréttindi að fá að eyða kvöldi með góðum vinum við frábæra sýningu og góðan mat. Maturinn var mjög góður og þjónustan frábær. Við höfðum pantað fyrirfram þar sem vitað var að við kæmum stuttu áður en eldhúsið myndi loka. Kokkarnir létu ekki það slá sig út af laginnu og heldur ekki stelpan sem þjónaði okkur, hún var farin að þekkja okkur með nafni og ruglaðist ekki einu sinni þó við skiptum tvisvar um sæti milli rétta og fórum tvö sæti til vinstri, það varð til þessa að hópurinn blandaðist betur og allir gátu talað við fleirri. Bestu þakkir Forréttabar. Verst að ég gleymdi alveg að taka myndir þar. Gæinn fékk góðar gjafir auk allra símanúmerana, bonsai tré, máltíðina, ipad og ferðabók um Colorado.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli