mánudagur, apríl 27, 2009

Tíminn er svoooo fljótur að líða....



Jæja, ég hef nú ekki bloggað lengi lengi, kannski ekki skrýtið þar sem ég er alltaf að skrifa eitthvað annað. en nú skal eitthvað fest á blað.

Hulda og Les voru hjá okkur um helgina, Gunnar eldaði alveg svakalega gott sjávarrétta lasagna, uppskrift hér, héldum svo heilmikið blip.fm og youtube party svaka fjör. Svo fórum við í bæinn á laugardeginum og versluðum og gerðum úttektir á veitingastöðum fyrir kvöldið. Svo tókum við taxa heim og haldiði ekki að ég hafi gleymt veskinu með ÖLLU í: seðlaveski með kreditkorti, nemendakorti, ökuskírteini, sími, myndavél, vegabréf sem ekki hafði verið gengið frá eftir Íslandferðina og ... húslyklar svo við stóðum bara á götunni eins og kálfar !!!!
Við hringdum í stöðina og þeim gekk eitthvað illa að hafa upp á honum, en svo þegar ég ropaði upp úr mér að síminn minn væri í veskinu gátum við hringt í hann og til allrar hamingju svaraði leigubílstjórinn og kom með veskið.

Nú og svo fórum við á Spice Quarter að borða sem er alveg geggjað hlaðborð, og á kvöldin elda þeir líka fyrir mann meðan maður bíður, núðlur, pasta, pizzu og svo er frábært úrval af indversku, kínversku, tælensku svo ekki sé talað um kökur, creme brulle, mousse, súkkulaðibrunn og ísvél, held ég sé ennþá södd. Enda fórum við heim með það í huga að horfa á kosningasjónvarp og "Britain has got talent" en ég bara sofnaði, strax.

Við skötuhjúin erum annars bara sátt við úrslit kosninga, en held þetta verði ansi töff tímabil og ekki öfundsverðir þeir sem verða við stjórn.

Vona að Hulda og Les hafi átt góða helgi hjá okkur, Fudge greyið lést á fimmtudaginn og bara skiljnlegt að þau hafi viljað komast út húsi enda hún búin að vera prinsessan á heimilinu í áraraðir. Vonandi töltir hún nú um í hundahimnaríki og borðar bolognese og skinku.

Annars, nú tel ég í dögum fram að vörn á rannsóknaráætlun, búin að skrifa er að ganga frá síðustu leiðréttingum, vona að þetta gangi nú allt upp. Þau sögðu alla vega í morgun, "this is coming along nicely". Einn af prófdómurunum hefur unnið smá með mér við erum aldrei sammála og hann kallar mig "Liberal Scandinavian" en hann er réttsýnn og bráðskarpur svo ætti engu að kvíða. Hinn er í ICT geiranum komin á eftirlaun og þau segja að hann eigi eftir að lesa hvert orð með athygli svo ég vanda mig eins og ég get.

mánudagur, apríl 20, 2009


Flott veðurspá næstu daga;)

LeedsFive-day forecast
Conditions Max Temperature
Monday; sunny Max: 17°C 63°F
Tuesday; sunny Max: 17°C 63°F
Wednesday; sunny Max: 18°C 64°F

Svava og Gunnar Halldór

sunnudagur, apríl 19, 2009

NÚ ER SUMAR, SUMAR OG SÓL Í LEEDS
Fórum út í sólina í dag, gengum í garðinum Temple Newsam og nutum þess að vera í sól, heiðskýru, logni og 20 gráðu hita. Það er alveg magnað hvað það er bara komið sumar svona allt í einu, fólk að flatmaga í sólinni og bara njóta. Fórum líka á Pub, fengum okkur nokkra kalda og horfðum líka á Everton sigra MansteftirUnided. Hér eru nokkrar myndir af blómstrandi trjám og fl.

mánudagur, apríl 13, 2009

hvað þetta kom á óvart.
Það kennir manni að maður á ekki að dæma fyrirfram. Allur salurinn var á móti henni í byrjun og bjóst ekki við neinu, hún er nú engin fegurðardís blessunin en VÁ þvílík rödd. Ég átti ekki til orð þegar ég horfði á Britain´s got talent á laugardaginn.
Þetta var líka mjög skemmtilegt, gaman að sjá hvað feðgarnir höfðu gaman af þessu og tóku sig ekki of alvarlega.
Gunnar Halldór

sunnudagur, apríl 12, 2009

Gleðilega Páska


Við óskum öllum gleðilega páska og farið nú varlega í eggin.


Munið nú líka eftir því að við höldum páska til að fagna upprisu Jesú Krists frá dauðum. Þess vegna eru páskarnir gleði- og sigurhátíð í hugum kristinna manna og eru þeir raunar elsta hátíð kristninnar. Af þeim sökum kölluðu kirkjufeðurnir páskana "Festum festorum" eða hátíð hátíðanna. Sérhver sunnudagur er, frá sjónarhóli kristninnar, endurómur af gleðisöng páskanna: „Hann er sannarlega upprisinn!” Því er sunnudagurinn einnig nefndur Drottinsdagur.

Svava fór í messu klukkan átta í Keflavíkurkirkju og ég ætla í messu í Kaþólskri kirkju hérna rétt hjá.

Svava og Gunnar Halldór í Keflavík og Leeds

fimmtudagur, apríl 09, 2009

Heimsókn á klakann I

Ég er núna á Íslandi í stuttu páskastoppi, kom sunnudagskvöldið 5. apríl. Búin að gera helling á stuttum tíma:
  • fara með pabba í lónið
  • Fara i afganga til nöfnu fermingarstúlku og gefa henni forláta skartgripaskrín
  • syngja í Singstar með nöfnu og spila Phase10
  • drekka kaffi með Sollu
  • hitta Kennaraháskólakórsvinkonur, Völu og Gústu hjá Helgu Guðrúnu
  • hossa Gabríeli Veigar og spjalla við Kristínu Hrönn, hitti líka Lilju og Bergþóru þar
  • elda grjónagraut og slátur fyrir strákana
  • spjalla við Guðbjörgu og Bjössa
  • ganga hring um Keflavík með Írisi og Erlu
  • ræða heimsmálin við pabba
  • fá hamborgara og spjalla við Möggu
  • fara með Olsen til Jóns
  • fara í bankann
  • kjósa
  • leika mér í nýju tölvunni minni

Nóg að gera, meira seinna Svava

miðvikudagur, apríl 08, 2009

Because
Because the world is round it turns me on, because the wind is high it blows my mind, because the sky is blue it makes me cry......
Frábært að enda þessa góðu mynd með þessum texta og lagi. American beauty er mynd sem blows your mind, frábært handrit og með þessum líka flottu leikurum. Kevin Spacey er bara trygging fyrir góðri mynd. Uppáhaldssetningar; Spectacular og You are so busted....
Horfði líka á What's eating Gilbert Grape, mynd sem er svosem ágæt á sinn hátt. Góður leikur og fínn söguþráður. Mynd sem skartar að öllum líkindum þyngstu leikonu heims.
Þessi gagnrýni var í boði Gunnars Halldórs

fimmtudagur, apríl 02, 2009

Jæja það er kominn tími á pínu blogg eins og Gunnar myndi segja. Hér hefur lífið gengið sinn vanagang, ég fer í skrifstofuna og rembist við að læra og vinn á bókasafninu. Gunnar skrifar enskuritgerðir og lærir um stafræna ljósmyndun.
Nei ekki alveg svona rólegt, vorið er komið, páskaliljur og krókúsar út um allt. Svo erum við að verða vitlaus á Ebay, búin að kaupa súkkulaðibrunn, ísvél og tölvu. Það er ofaná tölvuna sem ég keypti beint frá Dell, gamla góða Acer vélin mín gengur enn en ég býst alltaf við að það kvikni í henni einn góðan veðurdag. Allavega eru nýju vélarnar að gera mig klikkaða því það gengur eitthvað illa að tengjast netinu í þeim, finn út úr því með þrjóskunni.!

Ég er að fara á klakann á sunnudaginn.

Námið............. veit ekki mér skilst að maður viti aldrei, það er svo allt öðruvísi að vera einn að hamast við sitt project, leiðbeinendurnir segja að ég sé að "making good progress", er núna að undirbúa að verja rannsóknaráætlunina. Það sem er aðallega að pirra mig er að mér eru takmörk sett í orðafjölda svo ég er að skera niður það sem ég skrifaði í haust.
Annars er spurningalistinn minn opinn, komin um 80 kláruð svör, vildi samt fá fleirri úr stóru skólunum á Reykjavíkursvæðinu, svo er einhver slíkur les...svara takk. Frábært samt hvað það eru komin mörg svör.

Einn í skrifstofunni minni var að fríka út í dag eftir slæman fund og fann þá þetta http://www.phdcomics.com/comics.php, vildi helst hætta, en eins og Charles vinur minn segir "This PhD thing is no simple thing" ...... hann er samt að klára gott að sjá að þetta tekur allt enda.

fimmtudagur, mars 12, 2009

Flu knocks out Tina Turner concert dates

Fengum bréf um að það væri búið að fresta tónleikunum í Sheffield sem áttu að vera í dag til 5 maí vegna þessa "unglambið" hún Tina væri komin með flensu eina og lesa má hér.
Þannig að við verðum bara að bíða smá tíma í viðbót.

sunnudagur, mars 08, 2009

Þorrablót og tónleikar
Um síðustu helgi fórum við með Huldu og Les á Þorrablót voða fínu hóteli rétt við Hull. Það býr töluvert af íslendingum á Humbersvæðinu aðallega í kringum fisk innflutning en það kom líka fólk að sunnan, frá Gatwick og Cambridge. Þetta var bara gaman, fá hrútspunga og brennivín og syngja Táp og fjör, reyndar gátu karlagreyin ekkert sungið svo Fósturlandsins Freyja fékk hræðilega útreið. Það skyggði óneitanlega á fjörið að ég var enn með hálsbólgu og frekar slöpp. Hafði samt gaman af því að kynnast Kristínu Wallis sem er að vinna við að kynna íslenskum kennurum Numicon.

Daginn eftir fórum við á rúntinn til Bridlington og gengum með höfninni og fengum okkur Fish and Chips, skoðuðum ágengustu máva sem ég hef séð og einn skeit á Les greyið.


Myndir frá Þorrablótinu og Bridlington http://www.facebook.com/album.php?aid=63403&id=696749115&l=2cca8


Svo í vikunni fórum við Hulda til Sheffield og á tónleika með Il Divo, þeir syngja náttúrulega dásamlega en það er svolítið skrýtið að vera svona langt frá sviðinu. Mínir myndir eru frekar slakar en hér eru fleirri . Þeir sungu fullt af lögum sem við höfðum ekki heyrt þá taka áður og við vorum hrifnastar af "The impossible dream" enda aldar upp á Roger Whitaker og svo skelltu þeir inn einu ABBA, minnir "the winner takes it all" og fóru bara vel með. Er ekki alveg sammála þessari umsögn. Við gistum á glænýju og ótrúlega flottu hóteli og fór vel um okkur. Við fórum út að borða a Café Rouge og spókuðum okkur um Sheffield en miðborgin þar er lítil og mjög hugguleg að verða.

föstudagur, febrúar 27, 2009

Þorrablót um helgina
Við verðum hér; http://www.cavecastlehotel.com/home.php um helgina á þorrablóti Íslendingafélagsins í Hull. Það er að vísu komin Góa og Þorrinn búinn, en ætli ástæðan fyrir þessu sé ekki tímamunurinn. Vonandi fáum við svona stórt rúm með himnasæng eins og þeir sýna á heimasíðunni sinni, og vonandi gefur heimasíðan sanna mynd af þessu hjá þeim. Jæja við sjáum hvernig þetta verður vonbráðar. Hafið góða helgi. Kveðja frá Leedsurunum.

þriðjudagur, febrúar 24, 2009

Skemmtilegir dagar!

Við erum búin að vera með góða gesti undanfarna daga. Gunnar fór á fleygiferð (var að fá bréf frá löggunni hann hafði náðst á hraðamyndavél) og sótti Hörð og Sillu á Stansted og mjökuðu sér heim í rólegheitum með góðu stoppi í Cambridge. Ég gekk frá lokahnútum á ritgerðinni á meðan.

Á fimmtudeginum fórum við öll til York, þar stóð yfir Víkingahátíð og mikið líf á götunum eins og myndin sýnir. Meiningin hafði verið að fara í víkingasafnið en þar var heillöng röð svo við fórum í York Minster, ég er að koma þar í 5 sinn held ég en er alltaf jafn impressed og sé eitthvað nýtt.

Á föstudeginum var lífinu tekið með ró, ég prentaði út ritgerðina og skilaði. Hörður prófaði að fara í klippingu in the Hood, þau heimsóttu Thackray Medical Museum og þau versluðu í matinn og elduðu, ekki amalalegt að fá svoleiðis gesti.

Um kvöldið lá leiðin í The Birdcage, næturklúbb með drags/kabarettshówi, alveg brjálæðislegur hávaði svo söng í eyrunum á okkur fram á næsta dag. Showið var nú bara svona lala, dónaleg dragdrottning sem mimaði allt og gerði grín að gestunum, en okkur fannst nú líka eiginlega jafn gaman að horfa á þá, Englendingar kunna greinilega að skemmta sér þegar þannig stendur á. Þarna var ein að halda upp á sextugsafmælið með fjölskyldunni, nokkur afmælispartí enn og gæsapartí og fullt af liði í grímubúningum. Showið var bara líka eitt atriði í einu og svo flykktist liðið á gólfið þess á milli.

Á laugardeginum byrjaði fótboltaæðið, ég hef alltaf stefnt að því að fara á einn leik á Elland Road, leikvelli Leeds Utd. þetta var hin ágætasta upplifun en skítakalt. Það voru 20.371 manns á vellinum og Leeds vann 2-0.

Á sunnudeginum var svo farið á alvöruleik eins og Hörður sagði með Liverpool-Man. City, en hann er mikill aðdáandi og naut sín alveg í botn eins og hægt var svona lasinn eins og hann var allan tímann. Við Silla fórum á Bítlasafnið og góðan rölt um bæinn fylgdumst með stöðunni í gegnum glugga pöbbana fórum einu sinni inn og spurðum einhverja strákaorma um stöðuna og þeir urðu half hvumsa en þá var Liverpool undir en þeir náðu að jafna og þannig endaði.

Á milli allra þessara ferða höfðum við það gott heima og elduðum góðan mat og við þökkum Sillu og Herði fyrir góða samveru. Myndir má sjá á http://www.facebook.com/album.php?aid=61055&id=696749115&l=94fa3

miðvikudagur, febrúar 11, 2009

Afmæli og kostulegt par!

Ég átti afmæli í gær, það gerist nú víst einu sinni á ári. Gunnar vakti mig upp með morgunmat í rúmið, og fjóra pakka. Peysa, baðbombur, róman ( sem má ekki lesa fyrr en ritgerðin er búin) og rafdrifnar salt og piparkvörn, hann sagði nú að það væri alveg eins handa honum en það var sko í góðu lagi því þetta var allt svo flott. Svo fékk ég símtöl frá Huldu og Bjarti, og grilljón kveðjur á Facebook. Og Gerður sendi pakka gegnum Amazon, hún er sko orðin tæknivædd, og víst annar á leiðinni enég er alsæl með handáburðinn frá henni, ekki veitir af á svona gamlar hendur ! Við ákváðum að fara ekkert út fyrr en við fáum góða gesti í næstu viku þá verður sko farið út.

Annars leiddu öll þessi gjafakaup hans Gunnars til kostulegrar uppákomu. Hann sækir mig alltaf í tónlistarskólann og bíður yfirleitt fyrir utan þegar ég kem út. En nú síðast beið ég og beið og hrindi í alla síma og náði bara ekkert í hann. Svo ég skelli mér í strætó til að fara heim og ekki vildi betur til en að ég fór í vitlausan strætó, var alltaf að vona að hann beygði svo og færi með mig heim en hann hélt bara áfram út í vitleysuna, ég spurði samferðafólkið ráða og var ráðlagt að fara úr vagninum og taka svo tvo heim. Ég fór úr vagninum en leist ekkert á að bíða og bíða í rigningu og Gunnar kannski fótbrotinn í stiganum heima, náði mér í leigubíl og sagði leigubílstjóranum farir mínar ekki sléttar, hann var einna helst á því að karlinn væri bara sofandi! Þegar ég svo kem heim er allt slökkt og enginn bíll og.......... ég lyklalaus, hafði gleymt þeim í skrifborðinu í skólanum. Til allrar hamingju renndi Gunnar uppað þar sem ég stóð og hugsaði málið. Hann var úrlaus og símalaus, hafði spurt fólk hvenær verslunarmiðstöðin lokaði og sá að þetta yrði í lagi, endaði þar í matvöruverslun en þær eru auðvitað oft opnar lengur svo hann bara valdi lauk og epli í mestu makindum á meðan ég var í þessum óförum.
Kv
Svava

laugardagur, febrúar 07, 2009

Mesti snjór í 18 ár

Ég er hreinlega farin að velta því fyrir mér hvort við Gunnar höfum svona sterk áhrif, fyrst kemur jarðskjálfti, ekki gerst í manna minnum, svo mesti snjór í 18 ár hvað verður næst, eldgos?

Annars er snjórinn nú minni hér en sunnar í landinu, við höfum auðvitað gaman að þessu, skólar lokaðir, allt ófært fólk kann hvorki að ganga né keyra í smá föl ! Fyndnast finnst mér samt að sjá fólkið með regnhlífar í snjókomu.

Lífið gengur sinn vanagang, ég læri, Gunnar skutlar mér, verslar og eldar. Hann er líka byrjaður á enskunámskeiðum og er alsæll þar, seinna í mánuðinum fer hann á námskeið í stafrænni ljósmyndun, bæði að læra á græjuna sem ég taldi að er með 27 tökkum! og svo að vinna með myndir.

Ég er núna að hamast við aðferðafræðiritgerð, þá seinni og upplifði í fyrsta sinn í gær þessa tilfinningu sem víst allir doktorsnemar fá með tímanum að taka fram úr leiðbeinendunum og vita meira en þeir á einhverju sviði, ekkert merkilegt svo sem, sem ég komst að en gaman samt.

Meiri snjómyndir hér:
http://www.facebook.com/album.php?aid=56449&l=18f09&id=696749115

þriðjudagur, janúar 27, 2009

Þessi ummæli hér að neðan er tekin úr eyja-blogginu þar sem umræður eru um;
Ráðherralista Sf. og VG.

77 ummæli
Grimmur 26. janúar, 2009 kl.20.50
"jesús minn, nú pantar maður flug út, aðra leið...Er þetta liðið sem ætlar að takast á við Gordon Brown og skapa trúverðugleika gagnvart erlendum aðilum...Við getum alveg eins valið fólk af handahófi út á götu í Sandgerði það kæmi miklu betur út ".

OG Svava sagði "hvers á fólkið í Sandgerði og Æsufellinu að gjalda"

HAHAHAHAHAHAHAHA

laugardagur, janúar 24, 2009

Jæja það er löngu kominn tími á smá pistil, einhvernveginn hefur andinn einhvernveginn ekki verið yfir manni og svo stelur Facebook smá.

Ég kom aftur til Leeds 12. jan eftir annasaman tíma á Íslandi, jólin og ármótin með öllu sem því fylgir, reyna að vera mamma smá og elda handa strákaormunum sem líkaði það bara vel, allavega Jóni, Pétur yfirgaf okkur þegar internetið lá niðri um tíma.
Svo var ég að prufukeyra spurningalistann fór og hitti 10 kennara sem prófuðu hann fyrir mig, frábært að fá hjálp hjá þeim öllum. Svo sat ég við tölvuna að reyna að skrifa ritgerðir með litlum árangri, tíminn alltof sundurslitinn, var líka alltaf að skjótast að sýna íbúðirnar okkar báða, tókst að leigja mína en sú í Fálkahöfðanum er ennþá laus. Svo seldi Gunnar bílskúrinn og einn dagur fór í að flytja dótið hans í skúrinn á Hringbrautinni.
Nú hefur gengið betur að vinna og ein ritgerð tilbúin og búin að fá frest á hina fram til 20. feb.

Svo svona til að halda til haga hvað maður getur verið klikkaður koma tvær sögur, frá þessari viku:
-ég er á síðustu stundu að mæta á kóræfingu stend í lyftunni og ýti og ýti á takkann og ekkert gerist hurðin bara helst opin, vörðurinn kemur og segir ´it won´t work this way love, you are on ONE and you are pressing ONE'
- ég geng að bílnum, hugsa ég set bara dótið mitt í aftursætið hér bílstjóramegin, það er hægra megin, geri það geng svo kringum hann sest inn vinstra megin með lykilinn tilbúinn...... en ekkert stýri þar... ¨!

Sandhya vinkona mín var hjá okkur núna í nokkra daga, búin að skila sínu húsnæði en flugið ekki strax, hún er núna farin til Indlands, svo nú eru bara tvær eftir sem byrjuðu með mér í mastersnáminu.

miðvikudagur, desember 31, 2008

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla
Jólamyndirnar

Ég er háftvístígandi hvar ég eigi að halda áfram að birta myndirnar mínar, finnst gaman að hafa þær á Picasa en hugsa að fleirri skoði þær á Facebook ? Hvað finnst ykkur.

Allavega núna eru þær komnar á Facebook hér : http://www.facebook.com/album.php?aid=49386&l=7e560&id=696749115

Þetta er úr þrem boðum. Aðfangadagur með Möggu og hennar strákum, Jóladagur með Guðbjörgu og svo svakapartý með öllum hjá Gerði þar sem alltof mikill matur var á boðstólum, við spiluðum actionary þar sem margir fóru á kostum og sjá mátti húsmóðurina velta um á gólfinu leikandi rúllupylsu. Mitt lið var reyndar meira frammi að reykja en inni að leika svo ekkert gekk, ætla að hafa það í huga næst þegar ég kýs í lið. Svo var dansað og sungið og mikið stuð.

Í kvöld erum við svo hjá Iðunni, með Möggu lika og allir okkar krakkar, stelpurnar voru reyndar hjá okkur á annan, og Bergþóra búin að vera meira og minna hér. En mínir strákar voru á aðfangadag hjá pabba sínum og hafa svo verið að vinna og bauka við sitt og lítið sést.

Svava

laugardagur, desember 27, 2008

Kæru vinir og ættingjar óskum ykkur öllum gleðilegra jóla.

Sendum engin jólakort í ár en þökkum kærlega þau sem okkur hafa borist og lofum að standa okkur betur næst.

Erum búin að hafa það svaka gott, á aðfangadag hjá Möggu, Guðbjörgu á jóladag og Gerði í gær. Erum núna hjá Herði og Sillu og ég fékk aðeins að nota tölvu, netið bilaði hjá pabba og við erum öll búin að vera hálf vængbrotin yfir því en Pétur verstur, svo að hann fór aftur með tölvuna í kjallaraherbergið sitt ! Vona samt að þetta komist í lag og hann komi aftur!

miðvikudagur, desember 24, 2008

Þorláksmessa

Gunnar kom á klakann í gær, við fórum að hitta fólkið hans og dreifa pökkum, ég varð nú bara smá upp með mér þegar Kristín Hrönn rétti mér Gabríel Veigar og spurði hann hvort hann vildi fara til "ömmu Svövu" sko ég er amma :) Fórum með stelpurnar í bæinn aðeins að ná í smá jólafíling, ætluðum á Lækjarbrekku en lögðum ekki í skötulyktina og enduðum á Kaffi París sem var fínt.

Svo lá leiðin til pabba í hangikjötssmakk, þessi hefð okkar byrjaði allavega þannig að hangikjötið var soðiði á Þorláksmessu og allir vildu smakka, smám saman fór mamma að gera ráð fyrir smakkinu og sjóða meira en nú er svo komið að pabbi býður okkur öllum í hangikjöt á Þorlák.


Tókum líka í spil, kannski smá svindl, alveg eins og jólin séu bara komin hjá okkur.


Einhver sagði sem svo að við værum eins og ítölsk fjölskylda, við vorum víst svo hávær og málglöð.