Jæja það er kominn tími á pínu blogg eins og Gunnar myndi segja. Hér hefur lífið gengið sinn vanagang, ég fer í skrifstofuna og rembist við að læra og vinn á bókasafninu. Gunnar skrifar enskuritgerðir og lærir um stafræna ljósmyndun.
Nei ekki alveg svona rólegt, vorið er komið, páskaliljur og krókúsar út um allt. Svo erum við að verða vitlaus á Ebay, búin að kaupa súkkulaðibrunn, ísvél og tölvu. Það er ofaná tölvuna sem ég keypti beint frá Dell, gamla góða Acer vélin mín gengur enn en ég býst alltaf við að það kvikni í henni einn góðan veðurdag. Allavega eru nýju vélarnar að gera mig klikkaða því það gengur eitthvað illa að tengjast netinu í þeim, finn út úr því með þrjóskunni.!
Ég er að fara á klakann á sunnudaginn.
Námið............. veit ekki mér skilst að maður viti aldrei, það er svo allt öðruvísi að vera einn að hamast við sitt project, leiðbeinendurnir segja að ég sé að "making good progress", er núna að undirbúa að verja rannsóknaráætlunina. Það sem er aðallega að pirra mig er að mér eru takmörk sett í orðafjölda svo ég er að skera niður það sem ég skrifaði í haust.
Annars er spurningalistinn minn opinn, komin um 80 kláruð svör, vildi samt fá fleirri úr stóru skólunum á Reykjavíkursvæðinu, svo er einhver slíkur les...svara takk. Frábært samt hvað það eru komin mörg svör.
Einn í skrifstofunni minni var að fríka út í dag eftir slæman fund og fann þá þetta http://www.phdcomics.com/comics.php, vildi helst hætta, en eins og Charles vinur minn segir "This PhD thing is no simple thing" ...... hann er samt að klára gott að sjá að þetta tekur allt enda.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli