fimmtudagur, janúar 31, 2008


Fljótt skipast veður..........
Ég hefði átt að tala meira um vorveðrið hér í Ledds. Í dag blésu ansi hvassir og kaldir vindar um okkur og spáir köldu næstu daga........aumingja gróðurinn já og mannfólkið,,,,,,,,,,,,,,,

þriðjudagur, janúar 29, 2008


Vor í lofti
Undanfarna daga hefur verið alveg frábært vorveður hérna í Leeds með 10 stiga hita og logni. Þegar sólin skýn þá verður þetta alveg barasta dásamlegasta veður og maður fær svona vorfíling í sig. Gróðurinn er að taka við sér t.d. gulir krókusar eru komnir víða upp úr moldinni og sum tré eru byrjuð að bruma. Maður þakka líka sínu sæla fyrir að þurfa ekki að takast á við íslenskt veðurfar eins og það er búið að að vera undanfarnar vikurnar.

sunnudagur, janúar 27, 2008

A perfect day for Rangers at Ibrox
Þegar Bergþóra Sól og Svava fóru til Liverpool í gær þá fór ég til Glasgow ásamt fullri rútu af hörðum stuðningsmönnum Rangers FC.
Ég hef verið að tala við ágætis náunaga sem heirtir Martin og er ekta skoti, með alveg dásamlegan skoskan framburð. Ástæðan fyrir því að við hittumst 3 sinnum í viku er að hann á strák sem er í sama sundliði og Bergþóra er að æfa með. Við höfum auðvitað verið mikið að tala um fótbolta og þannig kom það til að ég fór þessa ferð.Svava skutlaði mér niður á rútustöð klukkan hálf átta og við tók nærri 5 klukkutíma ferð til Glasgow þar sem hlustað var á stuðningmannalög og drukkinn bjór og rabba um fótbolta. Það sem ég veitti athygli var þessi gömlu baraáttulög sem fjalla aðalega um einhvern eða hverja sem eru að berjast á vígvellinum eða annars staðar , falla með sæmd, og einnig hvatt til þess að sonurinn fylgi í fótspor feðrana. Þetta er eins og ég sagði við Martin svona “sacrificing songs” og hann og félagi hans hlógu mikið af nafngiftinni hjá mér. Martin sagði mér að það væri búið að banna sum þessara laga á Ibox. Einngi fannst mér athyglisverður rígurinn milli Rangers þar sem eru svokallaðir loyalists (mótmælendur sem styðja krúnunna) og kaþólikka (sjálfstæðissinna) sem styðja Celtic FC. Einnig eru mjög mikil tengsl við Norður Írland og félag þar sem heitir Linfield FC. En semsagt þetta var mjög fræðaðndi ferð og gaman að koma á Ibrox, þar sem Rangers sigraði St Mirren 4-0. Spurning hvort ég láti verða af því að fara í 10 tíma rútuferð til Skotlands á fótborltaleik aftur í bráð. Við sjáum til en þetta var enga að síður mjög gaman.
Veðrið !

Ekki í Leeds sem er bara meinlaust, heldur á klakanum, pabbi hringdi, bílskúrshurðin fokin af og míglekur svefnherbergið voru fyrstu fréttir, það var samt ekki alveg svo slæmt, því hurðin slóst til, björgunarsveitin kom og festi hana og plötur sem voru að losna af bílskúrsþakinu. Það var samt rétt með lekann í svefnherberginu, vonandi samt bara tilfallandi með þessu brjálaða veðri, þakið á allt að vera í lagi.
Hér er bara setið við og þóst vinna... (fór áðan og bakaði skúffuköku og er alltaf eitthvað að drolla :( ) erfið þessi síðustu handtök, er að breyta og bæta eftir umsögnum kennaranna og klippa niður orðafjölda sem verður víst að virða.

laugardagur, janúar 26, 2008

Heimsókn í Menningarborg Evrópu 2008

Við Bergþóra fórum í dag til Liverpool, með International Student Office, Gunnar fór til Glasgow að horfa á fótboltaleik og er ekki enn komin heim þegar þetta er skrifað, hann segir ykkur vonandi frá því seinna.

Við fórum að sjálfsögðu í Bítlasafnið eins og sjá má, og í City tour í tveggja hæða bíl með leiðsögn, skoðuðum stærstu Dómkirkju í UK Liverpool Cathedral hún er úr rauðum sandsteini og allt öðruvísi þannig en aðrar stórar kirkjur sem ég hef séð hér í landi. Höfnin Albert Docks hafa líka sinn sjarma og mikið af gömlum og fallegum byggingum. Annars takmarkað sem hægt er að komast yfir á einum degi.


fimmtudagur, janúar 24, 2008

Nýjar myndir eða þannig.

Betra seint en aldrei skellti inn slatta af myndum úr afmælinu hennar Möggu, hugsa að það hafi ekki verið teknar svona margar myndir af henni á einu kvöldi áður, en myndirnar geyma góðar minningar úr alveg frábæru teiti. Það er tengill á þær hér við hliðina,maður er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt.

kv. Svava

föstudagur, janúar 18, 2008

  • ekki gott ad vera med blogg og skrifa ekki neitt
  • tad rignir og rignir
  • a ad vera ad skrifa 6. feb nalgast odfluga, er ekki ad nenna tvi nuna :(
  • skiladi uppkasti sem tarf mikillar endurskodunar vid
  • tad eru komin paskaegg og valentinusarkort i budirnar

kv. svava i letikasti.............

laugardagur, janúar 12, 2008

Til hamingju með 18 ára afmælið Pétur





Hann Pétur minn varð 18 ára í gær elsku karlinn bara orðinn sjálfráða. Safnaði saman myndum af þessu tilefni sem eru hér. Þar má sjá að hann er alltaf að gera tilraunir með hártískuna, nú er hann komin með göt í bæði eyrun og ég get ekki bannað honum lengur að fá tattú svo það verður gaman að sjá hvort hann stendur við það að setja á ennið á sér "bara af því að mamma bannaði mér það" ! Hvað sem verður er hann allavega stór og flottur strákur.

þriðjudagur, janúar 08, 2008

Við erum komin aftur til Leeds, rosalega skrýtin tilfinning að vera að fara til útlanda og vera að fara heim til sín. Ég var svo rugluð þegar Bergþóra sagði að við værum örugglega komin í flugvélinni, hún sæi svo mikið af ljósum að það datt´upp úr mér "þetta er ábyggilega Reykjavík". En maðnni á líður víst best heima hjá sér í með sína sæng og sitt drasl. Við höfðum það samt alveg svakalega gott allstaðar sem við komum og þökkum öllum sem buðu okkur í mat, og leyfðu okkur að gista, við eru vel haldin og sæl með þessa för. Að öðrum ólöstuðum þá fá Jón og Gerður þúsund kossa fyrir gistingu, bílalán og umburðarlyndi Takk Takk.

mánudagur, desember 31, 2007

Gleðilegt nýtt ár.
Við óskum öllum nær og fær til sjávar sveita borga og í Sandgerði gleðilegs nýs árs og farsældar.

Happy new year !!!!

We send you all our fondest wishes for a great new year and happyness for all

Svava og Gunnar Halldór






mánudagur, desember 24, 2007

Komin til Íslands

Flugið gekk vel til Íslands og erum við búin að vera á fullu í undirb. jóla m.a. með mömmu og fl. Við erum líka búin að fá þessa fínu íbúð á Sóleyjargötunni, þar sem Jón og Pétur eru líka komnir. Við fórum í bæinn í kvöld með Sillu og Herði og gengum um miðbæinn og hlusuðum á góða tónlist í Óperunni ásamt því að fara á veitingastað og bara horfa á allt fólkið og fá góðan jólafíling sem virkilega var hægt þarna á Laugarveginum.
Gaman að vera komin heim.
Það væri skemmtilegt að allir þeir sem heimsækja síðuna okkar hér kvittuðu fyrir sig undir commends hér fyrir neðan.
Gleðileg jól til allra og hafið það gott um jólin og vonandi finna allir hinn sanna jóla-anda.......................................Gunnar Halldór og Svava



föstudagur, desember 21, 2007

FARIN TIL ÍSLANDS í Jólafrí

Við erum nánast búin að pakka og ætlum að fara að setja töskurnar inn í bílinn og keyra á flugvöllinn í Manchester. Þar sem bíllinn okkar fíni mun dvelja um jólin, en ekki vorkenna honum hann mun vera á fínu bílastæði þar sem menn mun klappa honum. Við fórum síðustu innkaupaferðina niður í bæ fyrir jólin í gærkveldi og Sherelle og Shenell komu til að keðja og færa Bergþóru Sól jólagjöf og var gerð undanþága, hún fékk að taka hana strax upp. Hún var mikið ánægð með gjöfina, var reyndar búin að óska sér þess að fá svona tösku í jólagjöf.







Við hlökkum til að sjá ykkur um jól og áramót.



Lendum um miðnættið á flugvelli Lefs Eiríks.

þriðjudagur, desember 18, 2007

Nú ætla ég að röfla aðeins hér, búin að röfla svo mikið í Gunnari að hann er komin með sigg á eyrun greyið. Ég keyrði á tré í dag :( eða þannig var búin að hringsóla í kringum háskólann í 40 mínútur að leita að stæði, fór svo inn á stæði sem þarf að borga 5 pund og ætlaði að troða mér í þröngt stæði og fór utan í tré................... argargarg....
Læt bara einkabílstjórann minn keyra mig og sækja í skólann þegar ég vil ekki fara á hjóli. Verð þá líklega að minnka röflið aðeins.......
Kleinur

4 bollar hveiti (400 gr)
1 bolli sykur ( 80 gr)
75 gr smjörlíki
1 tsk kardimommudropar ( ég nota alltaf vanillu smekksatriði)
1 egg
2,5 dl mjólk
1 tsk lyftiduft
1 tsk eggjaduft ( hvað er það ?)

hnoðað gerir u.þ.b. 40 stk, ég geri 3-4 falda uppskrift í einu tekur ekki að byrja fyrir minna.

Gangi þér vel Bjartur.

Reyni að vera með jólaeyrnalokka þegar ég heimsæki Heiðarskóla.

Jólakveðja SVava

þriðjudagur, desember 11, 2007


Skrítnir dagar og síðasta kennsluvikan í bili

Jæja nú er kennslunni að ljúka síðustu tímarnir í þessari viku þá þarf bara að bretta upp ermarnar og skrifa 8000 orð, hljómaði einu sinni agalega mikið en vandinn hjá mér er frekar hverju á að sleppa, það er að segja loks þegar ég er búin að ákveða hvað ég vil skrifa um.


Annars er nóg að gera í öðru líka, jólapartý í skólanum á föstudaginn var, allir áttu að koma með einhvern mat svo ég bakaði kleinur sem voru borðaðar með alls konar undarlegum réttum. Ég söng, Gunnar sagði að hann hefði sko heyrt að ég er ekki í æfingu vona að þetta hafi verið sæmilegt samt.


Bergþóra er búin að liggja lasin með hita og hálsbólgu alveg agalega slöpp, þá er nú gott að hafa pabba alveg til að sinna sér.


Það er orðið hundkalt hérna, hrím á bílnum í morgun, hann er samt alltaf í fríi, ég hjóla flesta daga, fór með það í yfirhalningu um daginn, stilla gíra og laga bremsur, ekki gott að vera bremslulaus hér í brekkunum hjúúúú´.... og svo sprakk daginn eftir, gaurinn í hjólabúðinni orðinn ágætis kunningi minn.


teljum held ég öll dagana þar til við förum til Íslands, komum kvöldið 21.des. Sé ykkur þá kv. Svava

laugardagur, desember 01, 2007

Aðventan byrjuð
Ég og Bergþóra fórum í skólann minn í morgun að skreyta andyrið (sjá mynd) . Við heyrum af nemendum í öðrum deildum að við erum frekar öfunduð, farið með okkur í ferðalög, haldin boð og allskonar ummhyggja sem skortir annarstaðar.
Svo fórum við í búð og ég varð bara ringluð (ringlaðri sagði Gunnar !!!!) af öllu úrvalinu, hlakka bara til að fara í Bónus og velja bara út 2 -3 tegundum í staðin fyrir 23 hér. Val á greinilega ekki vel við mig því ég skipti um skoðun á korter fresti um hvað ég ætla að skrifa í næsta verkefni.
Slapp ekki við pestina en var bara heima á fimmtudaginn sem var samt of mikið því ég missti af tíma um faglega þróun og endurmenntun.
Sí jú Svava

þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Magna Science and group work

Á sunnudaginn fór ég með Margaretu og Sandhyu í Magna Science Adventure Center. Gunnar og Bergþóra höfðu ætlað með en hún greyið var með magapest svo þau urðu eftir heima. Safnið var svolítið skrítið í gamalli járnvinnslu, risastórt og ískalt brrrrrrrrrrrbrbrbrrr fullt af dóti fyrir krakka að prófa og líka fróðleikur fyrir fullorðna. Við prófuðum líka allt og ef ég gefst upp kennslu get ég orðið skurðgröfustjóri ! Sýnid hvílíka hæfileika á henni.
Svo ætluðum við að borða á enskum pöpp, það varð ekki þrautalaust, fyrsti var yfrifullur, næsti seldi ekki mat en fengum voða fínt á þeim þriðja.

Í gær fór ég með tveimur að vinna hópverkefni heima hjá Jane sem er bresk og starfandi kennari hér í Leeds, hún bauð upp á ´Shepherds pie' stilton og cheddar voða gaman. Ég fór einhverja ógurlega krókaleið heim til hennar og var föst í umferðaröngþveiti tók 1 klst en renndi svo heima á 10 mínútum !

Gunnar er núna orðinn veikur, vona að ég verði ekki næst má ekkert vera að því, heilinn er núna í bleyti fyrir næstu tvö verkefni, er að lesa kringum þau.

laugardagur, nóvember 24, 2007

Veturinn kominn

Jæja, nú loksins tók ég kápuna mína í notkun enda orðið kalt og hráslagalegt úti. Fór út að dansa með Sandhyu, Miriam og Islauru stanslaust salsa og samba með rappívafi í tvo tíma og svo heim, kostnaður samtals: miði inn, 2 drykkir og stúdentarúta upp að dyrum 7,50 eða um 1000 kall.
Fórum að versla jólagjafir og föt í dag, gengur bara vel, verst held ég að ég keypti þrjár gjafir á einum stað borgaði þær og fór, vona að þær verði þar enn þegar ég fer að vitja þeirra, orðin eitthvað utan við mig á gamals aldri.
Lærði eins og berserkur undanfarinn hálfan mánuð og skilaði tveimur uppköstum í vikunni. Fyrir þá sem vilja vita þá var ég að stúdera rannsóknir á hugmyndum nemenda um varðveislu massans og áhrif þeirra á kennslu og skipulagningu hennar, og hugmyndir tveggja fræðinga um heim skóla og náttúrufræði sem sér menningarheim, og hvernig nemendum gengur að aðlagast hann að sínum daglega menningarheim. Næsta mál á dagskrá er að ákveða efni næstu verkefna og lesa og skipuleggja.

mánudagur, nóvember 19, 2007

Skátar og sund.
Ég gleymdi einu þegar ég var að telja upp hvað dugnaðarstelpan hún Bergþóra Sól tekur sér fyrir hendur á viku hverri. En semsagt á föstudagskvöldum milli 18 og 20:30 þá er hún í skátastarfi (Brownies). Hér til hliðar er hún í búningnum sínum. Það er margt skemmtilegt sem stelpurnar læra þar, og síðasta föstudagskvöld var farið í bæinn til að skoða ljósmyndasýningu og á Mcdonnald´s á eftir. Mikið fjör og mikið gaman að hennar sögn.
Þar sem það var starfsdagur í skólanum hennar í dag þá lærðum fyrst og síðan fórum við í sund. Henni hefur farið ótrúlega mikið fram á ekki lengri tíma. Við versluðum líka nýjan bol og æfingadót í klúbb-búðinni, það má nú ekki minna vera fyrir keppnina. En laugin sem hún kemur til með að keppa í 1. des. er stór og flott laug með sæti fyrir 800 áhorfendur. Hérna eru myndir frá Leeds Aquatic Centre; http://www.leeds.gov.uk/page.aspx?pageidentifier=92E3BE57BD5C06CD80256E1A00424F70; þar sem hún kemur til með að keppa fyrir City Leeds Swimming Club; http://www.swimleeds.org.uk/
Kveðja frá okkur hérna í Leeds............
Gunnar Halldór

sunnudagur, nóvember 18, 2007

Velti vöngum, les og skrifa
þarf að:
- lesa hraðar
- taka lengri skorpur
- vera skipulagðari
- byrja fyrr

og hana nú....
æi gleymdi ... hætta að vera sammála öllu sem ég les