Magna Science and group work
Á sunnudaginn fór ég með Margaretu og Sandhyu í Magna Science Adventure Center. Gunnar og Bergþóra höfðu ætlað með en hún greyið var með magapest svo þau urðu eftir heima. Safnið var svolítið skrítið í gamalli járnvinnslu, risastórt og ískalt brrrrrrrrrrrbrbrbrrr fullt af dóti fyrir krakka að prófa og líka fróðleikur fyrir fullorðna. Við prófuðum líka allt og ef ég gefst upp kennslu get ég orðið skurðgröfustjóri ! Sýnid hvílíka hæfileika á henni.
Svo ætluðum við að borða á enskum pöpp, það varð ekki þrautalaust, fyrsti var yfrifullur, næsti seldi ekki mat en fengum voða fínt á þeim þriðja.
Í gær fór ég með tveimur að vinna hópverkefni heima hjá Jane sem er bresk og starfandi kennari hér í Leeds, hún bauð upp á ´Shepherds pie' stilton og cheddar voða gaman. Ég fór einhverja ógurlega krókaleið heim til hennar og var föst í umferðaröngþveiti tók 1 klst en renndi svo heima á 10 mínútum !
Gunnar er núna orðinn veikur, vona að ég verði ekki næst má ekkert vera að því, heilinn er núna í bleyti fyrir næstu tvö verkefni, er að lesa kringum þau.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli