sunnudagur, apríl 24, 2022

Viðburðarríkir páskar - apríl 2022

 Ég ætla að henda hér stuttum minnislista yfir viðburðaríka páska 2022 og líka um apríl.

Fyrir páskana vorum við eiginlega ekki með miklar áætlanir í hendi en það breyttist fljótt:

Miðvikudagur. Sótti Viktoríu og Kristófer á leikskólann og átti góðan dag með þeim.

Fimmtudagur Skírdagur: Söng eina fermingarmesu og sóttum svo þau systkinin heim og fórum á rúntinn og í Húsasmiðjuna að heimsækja páfagaukana.  Síðan Jesus Christ superstar í Hörpu með Iðunni og Stebba og 1. í grilli hjá þeim áður

Föstudagurinn langi:  verkefnayfirferð hér heima og svo 2. í grilli hjá Ástu Júlíu og Ágúst, spiluðum svo nýju spilin mín, Dixit og Wizard.

Laugardagur: Liðið okkar í læri og bakað grænmeti, páskaratleikur í tveim útgáfum, einn fyrir stubbaliðið og svo flóknari fyrir stóra liðið. Þar sáum við að þau vita ekki mikið um páskana og Jesú. Þið getið reynt ykkur á þessum þrautum hér neðar.

Páskadagur: Eftir söng í  páskmessu með messukaffi með brauðtertum og páskaeggum fórum við í ferðalag á Snæfellsnes. Fyrst á Hótel Búðir þar sem við áttum gjafabréf frá Ingvar og Kristínu. Gengum þar um í dásamlegu veðri, fengum frábæran mat og sváfum í svítu. Gunnar bað um útsýni yfir hafið en starfsmaðurinn uppfærði okkur þá í herbergi með útsýni yfir jökulinn sem er líklega það sem flestir aðrir gestir sækjast eftir.



Annar í Páskum: eftir fínan morgunmat rúntuðum við upp að jökli, skoðuðum ýmsa hliðarvegi og svo í kaffi hjá Herði og Kristínu á Ólafsvík, svo til baka á Arnarstapa í borgara, gistingu og gott spjalla hjá Helgu og Óla. (gleymdum að taka mynd af okkur!)

Fyrst ég er byrjuð á þessari upptaliningu ætla ég að hafa restina af apríl með, við eins og margir aðrir erum búin að vera mikið út á lífinu, ég man varla hvernig eldavélin virkar!

1. apríl fórum við að spila til Möggu og Ínu og tókum með veitingar

2. apríl kom Viktor í gistiheimsókn og við spiluðum tölvuleiki og borðuðum úti á Rif.

3. apríl var Arnar Ingi Valdimarsson fermdur

5. apríl tók kirkjukór Víðistaðakirkju upp útvarpsmessu fyrir föstudaginn langa svo það er búið að vera töluvert um söng, fermingar allar í venjulegu standi, 3. apríl, Pálmasunnudag og skírdag.

8. apríl fórum við loks á 9 líf, Erla og Villi fóru með okkur og við borðuðum fyrst á Finnson. Mig er lengi búið að langa til að fara þangað og varð ekki fyrir vonbrigðum og mæli eindregið með sýningunni.



9. apríl heimsóttum við Daða á flottu leirlistasýningunni hans 



10. apríl fórum við á bryggjurúnt, sem endaði með heimsókn í Kolaportið og High tea á apótekinu, alveg svona óvænt, en þannig er lífið oft með Gunnari

20. síðasta vetrardag Hereford steikhús að kveðja samstarfsmann Gunnars

21. sumardaginn fyrsta buðu Ingvar og Kristín okkur á Vestmannaeyjatónleika í Hörpu

22. apríl Fórum við á eftirminnilega sýningu í Þjóleikhúsinu, Hliðstæður veruleiki þar sem áhorfendur eru með sýndarveruleikagleraugu og eru þátttakendur í atburðarásinni. Tryggvi, Hlín og Skúlína voru með okkur og við ræddum sýninguna á Geira Smart að henni lokinni.

23. apríl var svo Gabríel Veigar fermdur en það er eiginlega efni í sér póst

Svo fer ég á barinn með samkennurum á morgun og svo til Parísar á fimmtudag svo það er enginn endir á gleðinni.

Ég sé að ég er ekki alveg að standa mig í myndtökunum en hér er albúm með ágætu úrvali



Páskaþraut

Þið finnið stafina með því að vita eitthvað um Jesús og páskana – megið ekki gúggla. Raðið svo saman stöfnunum í orð sem er vísbending um næsta stað 

Jesús fékk þetta að drekka á krossinum  (1 stafur)

Garðurinn þar sem Jesús var handtekinn  (1 stafur)

Hvað heitir dagurinn fimmtudag fyrir páska  ( 1 stafur)

Mamma hans Jesú  ( 2 stafur)

Hæðin þar sem Jesús var krossfestur (6 stafurinn)

Borgin sem Jesús fæddist í (fyrsti stafurinn)

Jesú var nelgdur á ….. (fyrsti stafurinn)

Sá sem var landstjóri þegar Jesús fæddist ( 4 stafurinn) 

Seinni þrautin:

 Lærisveinninn sem afneitaði Jesú 3 sinum (fyrsti stafurinn)

Lærisveinninn sem sveik Jesú (síðasti stafurinn) 

Hvað hét dýrið sem Jesú reið inná í borgina sunnudeginum fyrir páska?

Fjöldi silfurpeninga sem sá fékk sem sveik Jesú (2 stafurinn) 

Á krossinum voru fjórir stafir, þetta er sá fyrsti

Lærisveinninn sveik jesú með …..  (þriðji stafurinn

Fjöldi lærisveinanna ( 1 stafur)

Borgin sem Jesú reið inní sunnudaginn fyrir páska (2 stafur)

Lærisveinninn sem skrifaði guðspjallið og er oftast lesið á Jólunum (1 stafurinn)

Þegar Jesús hitti Lærisveinana á Hvítasunnudag fylltust þeir ……. (5 stafurinn)



Engin ummæli: