þriðjudagur, júlí 13, 2021

Útför pabba

 12. júlí var  útförin hans pabba, við vorum mjög ánægð með daginn. Athöfnin var í Kálfatjarnakirkju, presturinn heitir Arnór Blómsturberg, hann þjónar í Vogunum og hafði oft hitt pabba sem gerði minningarorðin sérstaklega góð. Hann lagði út af húsunum sem byggð voru á sandi og kletti, en húsin væru samfélögin okkar og hvað pabbi hefði verið duglegur að rækta þau. Svo þýðir Pétur líka Klettur. Kóngarnir sungu fallega en við spiluðum af bandi fyrir athöfn, og The last farewell var líka af bandi.  Barnabörnin báru kistuna sem er mikið puð í þessari litlu og hugguleg kirkju en gekk allt vel þar sem þetta er  stórt og myndaleg fólk.

Erfidrykkjan var svo í Tjarnarsal, við Stóru-vogaskóla sem er stór og bjartur. Veitingarnar voru frá Sigurjónsbakarí og um 100 gestir komu.  Myndir hér.


Gerður skrifaði ítarlega minningargrein, líka Magga og Svava Tanja birti ljóð.  sdf

Engin ummæli: