Fimmtudagur 2. desember. Fimmtugar og frægar.
Hvað gerist þegar 9 fimmtugar og flottar konur fara i helgarferð til Dublin. Auðvitað er bara hlegið og kjaftað og verslað og haft gaman. Við gistum á vegum Gaman ferða í Dún Laoghaire https://en.wikipedia.org/wiki/D%C3%BAn_Laoghaire sem er úthverfi eða smábær rétt sunnan við miðborg Dyflinar. Hótelið Royal Marina http://www.royalmarine.ie/ er stórt og glæsilegt, held ég hafi talið 15 kristalsljósakrónur af ýmsum stærðum og litum. Það er voðalega notalegt að vera þarna en nokkuð gott ferðalag með lest (ca 3 eur) eða leigubíl (30-40 eur) niður í miðborg sem maður auðvitað vill heimsækja.
Fyrst á dagskrá í Dun Laoghaire var að finna hádegismat og helst að komast í smá hvítviín í leiðinni. Klukkan var rétt uppúr ellefu þegar við röltum af stað og komumst fljott að því að i þessum smábæ var það ekki einfalt mál, á pöbb sem við fundum var barinn opinn, en eldhúsið lokað, á litlu bistrói var eldhúsið opið, en vinveitingaleyfið gaf ekki leyfi til hvítvínssölu fyrr en kl. 13:00, Hungrinu varð að sinna fyrst sem við snæddum þar.
Næst þurfti að gera úttekt á veslunum sem gekk ágætlega, nokkrar verslanir við aðalgötuna og lítil verslunarmiðstöð nálægt hótelinu. Þar steðjuðum við allar upp rúllustiga á hæð sem var svo augljólega tóm að þær fyrstu voru lagðar af stað niður aftur þegar þær síðustu voru rétt lagðar af stað upp, svo ekta móment sem hefði verið gaman að eiga á myndskeiði.
Eftir að kaupa slatta af gullbolum, veskjum og kælitöskum var steðjað á næsta bar, þar fannst mér mjög þægileg að ná wifi inu frá hótelinu og hafði orð á því að við hlytum að vera nálægt því, það var samt ekki fyrir en ein fór á wc og sá að við vorum bara í hótelinu!!!!
Í þessu fína hóteli er spa og sundlaug.. Ferðanefndin hafði pantað lúxus afslöppun og spa, http://www.royalmarine.ie/en/dublin-hotel-spa/sansana-spa/ nudd fyrir okkur allar, aðgang að heitum bekkjum, vatnsrúmi, sauna, gufu, aromagufu, aroma sturtur og svo í heita pottinn og sund þannig að eftir þetta allt við vorum eins og nýjar og endurnærðar konur.
Sem var eins gott því umkvöldið fórum við á uppistand með Deirdre O‘Kane, https://en.wikipedia.org/wiki/Deirdre_O'Kane á undan var einhver dúddi sem var skemmtilegur, en Deidre var gjörsamlega frábær, þar hjálpar eflaust til að hún gerir grín að lífi kvenna, vera heimavinnandi, barnseignum, kynsveltum eiginmönnum, að ferðast með börn, systur sem kunna sig ekki, hitakóf og hormónarugl sem hún segir hafa aukaverkunina MRS syndrome, sem veldur því að allt karlkyns verður aðlaðandi, að eiga í ímynduðum ástarsamböndum til að gera tilveruna bærilega, í hennar tilviki með Mark Ruffalo og nýja Late night gæjanum. Dúddinn á undan tókst samt að vekja athygli allra gesta rækilega á okkur þegar hann spurði hvort einhverjir gestir utan Írlands væru á staðnum og komst að því að þarna væru níu íslenskar staddar að halda uppá fimmtugsafmælin sín. Við mælum við þessu þó ekki hafi okkur öllum tekist að halda augunum opnum allan tímann enda dagurinn sem byrjaði kl. 04 orðinn langur.
Föstudagur 2. desember. Fimmtugar og fimar
Eftir lúxus morgunverð skelltum við okkur í bæinn með lestinni. Ein kíktifyrst aftur í heita pottinn. Á stöðinni gekk hjá maður sem spurði “Eruð þið frá Íslandi?”, “já” “eruð þið allar fimmtugar !” - glott- sko við vorum orðnar frægar í Dún Laoghairie.
Við vorum alveg á siðusttu stundu að ná í gönguferð sem við höfðum bókað, af einhverjum ástæðum þvældumst við með í ranga ferð, sem uppgötvaðist þó fljótt og við steðjuðum af stað og náðum þeirri réttu. Sú gekk með okkur um Henry Street, yfir Millenium brúna í Temple Bar, að Trinity College, að Olympia leikhúsinu, og City hall. Við fræddumst um sögu íra og dálæti þeirra á Bono, sem við höfðum reyndar lika heyrt töluvert um daginn áður.
Eftir þetta gegnum við til baka meðfram ánni Liffey og að veitingastanum The Church http://www.thechurch.ie/ í hádegisverð, mælum með því líka og gönguferðinni. Veitingastaðurinn er í gamalli kirkju, orgelið enn á sínum stað, mikið af dökkum við, svalir um kring og nóg pláss í kjallaranum.
Næst tók við búðarráp, m.a. voru keypt í ferðinni 12 skopör, slatti af barnafötum og leikföng. Auk þess að auka við safnið af gull og silfur klæðnaði. Svo var dinner á The Church, mikið gaman, allir fengur jólasveinahúfur, knöll, fullt af hvítvíni, stórar steikur og dásamlegt creme brullee. Svo leigari til baka í herbergjapartý og fimi athuganir.
Laugardagur 3. Desember. Fimmtugar og flottar
Tvær vöknuðu sprækar og skelltu sér í nokkrar ferðir í lauginni og heita pottinn. Þetta var rólegheitamorgunn og meira að segja prjónaðar nokkrar lykkjur. Næst var það lestin í bæinn til að fara í brunch og búðarráp. Veitingastaðurinn Bow Lane, var smá labb frá stöðinni og okkur til mikillar mæðu fór að rigna, því mátti redda í apóteki á leiðinni þar sem fjárfest var í regnhlífum, jólaskrauti, snýrtivörum og afgreiðsludömurnar voru svo ánægðar með heimsóknina að við vorum leystar út með ilmvatnsprufum. Það þarf lítið til að gleða okkur stundum.
Á Bow Lane http://www.bowlane.ie/social/ fengum við kokteila, misgóða samt, fín egg benedikt, pönnukökur og annað gómsæti. Svo voru það meiri skókaup, jólagjafir og gjafir í pakkaleik. Ein dreif sig í lökkun og mætti með fagurgylltar glimmerneglur.
Skipulag kvöldsins var búið að distkútera hægri, vinstri, ferðanefndin hafði pantað borð á Brasserie 66 http://www.brasseriesixty6.com/ sem hefði verið vel viðeigndi enda við allar fæddar ´66 en það hefði þýtt mikil ferðalög til að fara á hótelið og í sparigallann. Á leiðinni í lestina höfðum við séð fínan stað Hartleys http://hartleys.ie/ og ákváðum að gera stutta úttekt, þá komumst við að því að það hafði losnað borð svo rými var fyrir okkur mili 6-9, við ákváðum að nýta okkur það og sáum ekki eftir því. Við fengum þar frábærar móttkur í flotta #rigout inu okkar, gyllt og silfrað og allar með kórónur.
Annars er mikið upp pantað á öllum stöðum og margborgar sig að vera skipulagður. Við steðjuðum svo á Weatherspoons pub í næsta húsi en þar var margt um manninn og fáir stólar svo ákveðið var að kíkja á hótelið og reyna að crasha einhver sjötugsafmæli en kannski var það bara grín. Allavega á hótelbarnum var írskur trúbador, alltof eitthvað hávær og glymjandi svo lítil gleði í því svo við færðum okkur fram í lobby, þá fengu einhverjar veður af jólagleði í næsta sal sem endaði í þrusu dansi með skrautlegustu hljómsveit sem ég hef séð sem kunni sko aldeilis að halda uppi stuðinu. Pop gods, með bassaleikara í neon gulum leggings og allt eftir því http://popgodsband.ie/ https://youtu.be/2jXVAZ57moQ Svona á að enda gott kvöld! Nema nokkrar bættu um betur og sungu íslenska slagara fyrir aldna sjarmöra í andyrinu enda með MRS syndrome.
Sunnudagur 4. desember Fimmtugar og frábærar
Sunnudagur var svo heimferðardagur með þessum frábæru ferðafélögum. Eftir að vera búnar að ganga 10-16 þúsund skref á dag, kjafta, hlægja, borða, drekka, dansa og slappa af í spai var kominn tími til að troða silfurgöllum og nýfengnu góssi í töskur, taka rútu á völlinn og fara heim með bros á vör og gleði í hjarta. Takk allar saman og sérlega sú sem var með skipulagið og fjármálin á hreinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli