Síður

sunnudagur, september 21, 2014

París - Versalir

Sunnudagur 21. september fjórði og eiginlega síðasti dagurinn í þessari ferð.
Við sváfum vel og skelltum okkur svo til Versala með lestinni. Veðrið hafði breyst, kólnað og smá skúrir.
Versalir eru rosa flott höll og hvílíkur íburður, ekki má heldur gleynma því sem ég komst að að Versalir eru líka bær, með meira að sjá, sem við reyndar gerðum ekki. Hér eru nokkrar myndir :





Eitt það besta við heimsókn í Versali var að það voru bekkir í eiginlega hverju herbergi og svo fínn audioguide.
Veskið hans Gunnars hvarf á heimleiðinni, ömurlega eliðinlegt en shit happens. Hér er hann í lestinni sem var skreytt í anda Loðvíks!
Hvíldum okkur og fórum svo með síðustu evrurnar út að borða og njóta síðustu tímanna :)

næsta dag eða réttara sagt þá um nóttina farið heim, gott að vera með hóp og fá rútu út á völl, verra að tékkinn röðin tók klukkutíma, eins gott að það er ekki mikið um að vera eftir security á Charles deGaul.

Flott ferð, maður keyrir sig samt hressilega áfram í svona stuttum ferðum, það átti kannski þátt í því að ég kvefaðist illa í flugvélinni og lá með hita og leiðindi í tvo daga.

Annað sem ég hef verið hugsi eftir þessa ferð er mismunandi hegðun hópa, ég er vön svona hjarðhegðun þar sem allri vilja alltaf vera saman og ferðir oft einkennst að því. En þessi hópur var bara sáttur að hittast í einni ferð og einum kvöldverð og svo bara fólk að dúlla sér í sínum takti þess á milli. Með smá rannsókarmennsku hef ég komist að því að svona eer þetta oft hjá karlavinnustöðum, eiginlega bara skemmtileg tilbreyting. Þakka því samferðafólki samferðina og góðar stundir.

laugardagur, september 20, 2014

París - rólegheit í hitanum 3

Laugardagur 20. september, þriðji dagurinn í þessari ferð.
Nú var  ákváðið að sjá minnsta kosti Louvre að utan þó við nenntum ekki að fara inn í það.


Tókum týpískar túristamyndir og sátum góða stund í sólbaði í Tuileries görðunum, algjör snilld þar að hafa lausa stóla út um allan garð svo fólk getur komið sér fyrir að vild, við sátum við gosbrunn og horfðum á gullfiskana svamla.



Eftir notalegan hádegisverð á enn einu götuhorninu gengum við að Les Halles sem er neðanjarðar verslunarmiðstöð, undarlegt fyrirbæri, tómir ranghalar en fínt HM þar sem keypt var slatti aðallega á barnabörn ;)
um kvöldið var svo sameiginlegur kvöldverður mér tókst að klúðra skipulagningunni og fór af stað í lestinni án heimilisfangsins og endaði að við þurftum að stoppa á öðru veitingahúsi til að komast í wifi og finna heimilisfangið. það gekk upp og kvöldið var fínt á Chez Paul skammt frá Bastillunni. Þar fengum við frábæra foi gras, glæsilega nautasteik og profiteroles.
Svo leigari heim, þá sér maður meira en í lestinni, enda var ég kannski að byrja að fá nóg af þeim í bili.

föstudagur, september 19, 2014

París - skoðuð í bak og fyrir 2

Föstudagur 19. september, dagur 2 af þessari Parísarferð.
Nú var haldið í skoðunarferð með öllum hópnum og henni Kristínu Parísardömu hún veit fullt og segir skemmtilega frá allavega talar um hluti sem hún veit að íslenskir ferðamenn hafa áhuga á. Við keyrðum um allt  fengum fullt af upplýsingum og ráðum.

Þessi mynd er tekið við Eiffel turninn er blessaðir sölumennirnir eru við helstu staði með sitt fátæklega vöruúrval sem samstendur af turnum í ýmsum stærðum, slæður, veskispeglar og ísskápaseglar, greyin....
Svo stukkum við út því við ætluðum að spóka okkur og fara á nýtímalistasafn. Fyrst röltum við um, hádegisverður úti þar sem við horfðum á túristana, unglingana, nunnur, skriftstofufólk og allskonar á fleygiferð.Nútímalistasafnið heitir Centre Georges Pompidou það er í nýrri byggingur á Parísarmælikvarða, með rúllustigum utaná í glertúbum og sker sig út úr borgarmyndinni eins og við sáum hana úr Montparnasse turninum.

Efst uppi er rosaflottur veitingastaður, sem við fengum okkur drykk í steikjandi hitanum. Þangað upp er hægt að fara upp ókeypis og sjá útsýnið.

Innihaldið er samt alveg frábært, við völdum úr tvær sýningar af mk. 4 sem voru í gangi, ein tímabundin  safnsýning Martial Raysse við höfðum aldrei heyrt um hann áður en verkin hans eru allskonar, videoverk unnin með vinum sínum, ma. Erró, málverk, neonlæjósaverk og alls kyns skemmtilegheit. Ég var að segja við Gunnar að að mörgu leyti hef ég meira gaman af nútímalist, hún lætur mann undrast, hugsa, hneyskslast og spá hvert listamaðurinn er eiginlega að fara. Líklega gerðu gömlu meistararnir það í sínu samhengi á sínum tíma, þó ég fatti það ekki núna.

Hin  sýningin var  Saga, listir, arkitektúr og hönnun frá 1980 til nú sem verður uppi til 2016. Mjög ágeng sýning, áhugaverð mikið um stríð og hörmungar, m.a. stoppuðum við lengi að horfa að heimildamynd um 9/11.
Eftir allt þetta var klukkan orðin margt, við dauðuppgefin, fórum í metróið í búð og svo með smá picknick uppá hótel.

fimmtudagur, september 18, 2014

París - aftur og dásamleg-1

18. september fórum við í stutta ferð til Parísar með FIT- vinnufélögum Gunnars. Við gistum á Holiday Inn í 6. hverfi, rétt við Montparnasse. Ósköp venjulegt og notalegt Holiday Inn, en afskapega vel staðsett með St.Placide lestarstöðina næstum á þröskuldinum.
Fórum í næturflugi svo lent var snemma um morguninn. Við röltum næstu götur, fórum í morgunmat á hefðbundið franskt kaffihús.
Á næsta borði við okkur sat maður í bol og gallabuxum frekar venjulegur. Eftir smá stund settist hjá honum kona falleg, dökkhærð í síðu rauðu pilsi og glæsileg í alla staði. Það er oft sagt að París sé borg ástarinnar og það var alveg greinilegt að ástin var í loftinu. Þau kysstust, og strukust og lögði vanga saman dreymin á svip.
Sígaunaprinsessan og fótboltabullan hittust á kaffi húsinu.
Hún var með hring
Hann ekki. 
Á sama tíma steðjaði inn að barnum önnur falleg kona, há og glæsileg kyssti barþjóninn á báðar kinnar og pantaði kaffi. skommu síðar kemur karl, hár, ekki eins myndarlegur. Hann  daðraði mikið,  hún smá, svo fóru þau í leigubíl hún afturí og hann ók.


Eftir kaffihúsið duttum við inn í HM með deild fyrir myndarlegu konurnar og ég gat keypt mér fallega skyrtu. Svo skunduðum við upp í Montparnasse turninn, þar fer lyfta með mann á 38 sekúndum fyrir 15 evrur upp á 56 hæð, þar er svona túristadót, gagnvirkir skjáir, minjagripir og veitingasala. En það sem meira máli skiptir gluggar í 360° svo hægt er að sjá yfir alla borgina. Við tókum fullt af myndum, gengum upp líka á 59 hæð upp á þakið.



Líklegra er bara sniðugra að fara upp í þennan turn og fá þá svona flott útsýni yfir Eiffel Turninn.

Eftir þetta ævintýri gátum við tékkað okkur inn og lagt okkur. Svo farið út að borða rétt hinum megin við hornið, fékk pasta með laxi og hvítt í glas úti á gangstétt í dásamlegum hita og fjörugu mannlífi.