Og alveg úr hinni áttinni þá er von á fjölgun því Ágústa og Jón eiga von á barni 26. október, rosaspennandi og þá verður nú freistandi að renna oft í Innri Njarðvík þar sem þau búa.
Ég er búin að vera mikið á flakkinu, fór með ritunarhópnum mínum á Laugarvatn, svo með Samkórnum í æfingabúðir í Skálholt og svo með Fríðunum til Helgu í Kaffi Prímus á Hellnum.
Inga sæm bauð mér í Bláa Lónið, við fengum couchsurfera frá Samså í tvær nætur, skruppum á hádegistónleika í Hörpu. Fórum líka eina nótt í til Iðunnar og Stebba í bústaðinn í upphafi mánaðarins alveg uppúr þurru.
Páskarnir voru rólegir, ætluðum alltaf að fara að vinna í garðinum en þá kom hríð, krakkarnir komu allir í hamborgarhrygg og við fórum í mat til Daða og Dísu og röltum svo okkar rauðvínsleið í hrið. Gabríel gisti líka einu sinni og sagði ömmu sína hrjóta svo mikið að hann fékk illt í eyrun, en þá var ég líka búin að vaka legni við að púsla síðbúna afmælisgjöf frá Pétri.
Vorið er samt komið og við keyptum sumarblóm og kryddjurtir á heimleið frá Skálholti. Pétur er svo búinn að koma að stinga upp kartöflugarðinn svo sumarið má líka fara að koma.
Hér eru svo restin af apríl myndunum:
Engin ummæli:
Skrifa ummæli