laugardagur, júní 15, 2013

ISSE 2103 Helsinki

Núna er ég nýkomin frá Helsinki, fyrsta ferðin mín þangað. Ég var á samkomu sem heitir International symposium on science education ISSE ég fór þangað með veggspjald um starfssamfélagið Náttúrutorg


Þessi ráðstefna er meira sniðin að kennurum en rannsakendum. Þemað var menntun til sjálfbærni og velt upp mörgum hliðum af fólki úr ýmsum áttum. Hún hefði eflaust nýst mér betur ef ég væri að kenna slíkt en það sem ég allavega lærði þarna var hvernig mætti skipuleggja svona námsskeið um ýmis aðkallandi þemu fyrir kennara, kannski ekki ósvipað og fræðslan sem við sóttum um 2006 í tengslum við verkefnið "Virkjum vísindin og hugvitið hjá unga fólkinu". Þá einmitt fengu skólarnir á Suðurnesjum vetnisbíla eins og voru kynntir þarna í vinnustofu sem ég fór í.
Annað sem ég þarf að skoða betur eftir þessa ferð er verkefnið Scientix, Evrópusambandsverkefni um ef ég skil rétt að safna saman upplýsingum um námsefni, rannsóknir sem kostuð hafa verið af EU, samt skildist mér á verkefnastjóranum sem ég ræddi við að hvaða verkefni sem er gætu verið með en sá samt ekki alveg ávinningin af því.

Isse 2013 Helsinki

Ég var nú svo óheppin í þessari ferð að ná mér í hundleiðinlegt kvef og gerði lítið annað en það sem var fyrirfram ákveðið.
Ég gisti á Hotel AVA, ósköp þægilegt og einfalt, og 16 mínútur að ganga að Kumpala kampusinn þar sem ráðstefnan var. Til stendur að fara aftur til Finnlands næsta vor  á NFSUN norræna ráðstefnu um náttúrufræðimenntun og ég veit ekki hvort ætti að vega þyngra að gista niður í bæ og geta sérð og gert eitthvað spennandi eða að geta gengið á ráðstefnuna? Þetta hótel er reyndar ábyggilega eitthvað ungmennafélagsdæmi, ekki bar, ekki opið allan sólarhringinn en annað fínt. Það tekur 30 mín að fara með sporvagni eða strætó á milli og en um 40 mínútur með strætó á flugvöllin.
Eins og sést á myndunum heimsóttum við Helsinki Observatorio fínasta skemmtun og svo dinner cruise, þar sem við sigldum um fjörðinn og fengum fínan kvöldmat. Kvöldverðurinn var í gamalli víraverksmiðju og bara fínn, en ekki meira en það.


Engin ummæli: