Síður

þriðjudagur, ágúst 21, 2012

Come again sweet love doth now invite

Datt í það að hlusta á þetta lagog spá í því, alltaf eitthvað sérstakt við enska tónlist frá þessum tíma en John Downland var uppi um aldamótin 1600 og þetta lag kom fyrst út 1597.

Come again sweet love doth now invite (John Dowland)

Tenór


Og fyrir fjórar raddir


http://www.jsayles.com/music/comeagain.mp3 undirleikur

nótur ofl http://artsongcentral.com/2007/dowland-come-again-sweet-love-doth-now-invite/

og fleiri útgáfur frá Choralia http://www3.cpdl.org/wiki/index.php/Come_again_sweet_love_doth_now_invite_%28John_Dowland%29

föstudagur, ágúst 10, 2012

Rifsber- sulta og saft

Ég týndi af rifsberjarunnunum um síðustu helgi og sauð sultu.




Þetta urðu allt 5 kg sem komu af þessum 3 runnum og dugðu ekki til dollurnar sem ég hélt ég þyrfti !


Leitaði vel og lengi að uppskrift af rifsberja chilli sultu en gekk ekki.

skáldaði bara og þetta varð niðurstaðan:

2,5 kg rifsber með laufum og stilkum skoluð og svo soðin í 2 dl vatn í 20 mínútur og berin kramin vel

öllu skutlað í sigti og saftin mæld, úr þessum 2,5 kg kom 1200 gr saft,


sett í pott og bætt við 12 smátt söxuðum rauðum chilli belgjum ég sauð þetta eins og vitleysingur í 10 mínútur og allt freyddi sem varð svona ljót ljós skán í þessari annars ágætu sultu, myndi næst sjóða minna og oftar, eða allavega fleyta froðuna strax af.



Þessi tilraun mín gaf 7 krukkur, smakkast mjög vel en hljóp lítið sem ekkert. Ég gerði án fræja en eftir að lesa þessa uppskrift getur verið að ég seti fræ næst eða noti þessa sem er með engiferi og appelsínum líka hún er héðan.

úr hinum 2.5 kílóunum sauð ég venjulegt hlaup og studdist við þessa uppskrift, það hljóp flott og var sæmilega tært, nennti ekki að sía í gegnum grisju það er svo mikið sull. Urðu 9 krukkur.



Þetta er ekki holt með öllum þessum sykri en vonandi í lagi svona spari ;)


Ég nota sjaldnast rotvarnarefni eins og betamon og sé heldur ekki tilgagninn með að vera að troða einhverjum smjörpappír í krukkurnar, málið er að halda sultunni myglu og gerla lausri og mér hefur tekist það með því að velja krukkur sem lokast vel.  Þegar sultan er tilbúin og ennþá sjóðandi heit, set ég krukkurnar í stóran pott með sjóðandi vatni og læt þær hitna vel.  Set svo sultuna heita í krukkurnar, sýð lokin aðeins styttra því í þeim er oft einhver gúmmírönd sem ég held að þoli ekki suðuna og loka öllu meðan það er heitt, þá er það gró og gerlalaust heita loftið skreppur saman og dregur lokið vel fast á og allt geymist í áraraðir.

Svo tók ég allt hratið frá báðum uppskriftum aftur í pott, svona 1,5 lítra vatn og kannski 2 dl sykur og hleypti aðeins upp á því og sigtaði. Þannig fæst þessi fína saft sem bæði má drekka, setja á ís, nota í sósur og ábyggilega eitthvað fleira.

Spurningin  næst er hvort ekki sé hægt að búa til líkjör eða vín, veit samt ekki hvenær næst verður því runnarnir eru svo skrambi ljótir að ég held við neyðumst til að farga þeim og koma til nýjum.

Gunnar tók sig svo líka til og sauð úr 350 gr af jarðarberjum, í þau fóru minnir mig 160 gr sykur, látið bíða í 10 tíma í sykrinum svo soðið frekar stutt. Ein flott krukka þar.

Svona var niðurstaðan :)





Margt framundan

Ég ætla bara að halda áfram þar sem frá var horfið, held líka að ég þurfi að skrifa nokkur upprifjunarblogg, en af hverju, jú þetta blogg er dagbókin okkar, þegar ég segi við Gunnar hvernig var þetta nú? hvenær fórum við x og z þá getum við alltaf kíkt á bloggið.

Það er líka svo ótrúlega margt spennandi, skemmtilegt, taugatrekkjandi og ógnvænlegt að gerast þessa dagana, best ég búi til lista:  (og smá viðvörun, ég ætla ekki að hugsa um málfræði, setningalengd, framsetningu né skýrleika framar í þessu bloggi, þið, ef einhver les þetta einhverntíman verðið bara að þola það.

1. Ég er að klára RITGERÐINA þetta er nú búið að vera 4 ára process, vá hvað það er langt, og í kjölfarið er ég með vöðvabólgu, offitu, kvíða ekki viss um að ég mæli með þessu en....

2. Við vorum að kaupa okkur hús, það er geggjað hlakka svo mikið til að flytja niður á jörðina og dudda í garðinum og halda hundrað veislur og fá gesti, ef þú lest þetta verður þú að koma í heimsókn

3. Ég er að fara á námsskeið/verkefni/eitthvað um að nota samfélagsmiðla til lýðræðislegrar þátttöku. Kom bara til fyrir tilviljun en í þessu felst að fara á kick off fund til Strasbourg í september vinna og lesa og skrifa yfir veturinn í félagi við aðra gegnum netið og hitta þau svo aftur í vor, veit ekki hvar, í Evrópu.

4.  kannski ætti þetta að vera nr. 3 líka en fyrst ég var að fara til Frakklands ákvað Gunnar að skella sér líka og við verðum yfir helgi í París fyrst, ég er búin að dreyma um að fara þangað allt frá því ég las allar Barböru Cartland bækurnar hennar mömmu þar sem söguhetjan flýr til eða er send til Parísar en fellur fyrir fátækum listamanni sem reynist svo auðvitað vera hertogi eða jarl og allt fellur í ljúfa löð eftir baráttu við vondar stjúpur, stigamenn, þröngsýna pabba og illmennisvonbiðla. Ætlum að mæla göturnar og soga í okkur andrúmsloftið.

5. Ég ætla að sækja um starf, þegar það verður auglýst, er eiginlega akkúrat það sem mig langar að gera, verkefnastjórn, kennsla og rannsóknir, vona að það gangi vel

6. Vonandi fæ ég meiri tíma á næstunni til að sinna uppáhaldsverkefninu mínu Náttúrutorg. Í fyrr vann ég með kennurum á Suðurnesjum og ætla að halda því áfram og bæta nú höfuðborgarsvæðinu við.

7. Svo líklega í október fer ég til Leeds að verja ritgerðina, úbbssss magapína

8. og síðast en sko alls ekki síst þá er ferðinni heitið til USA í desember með Bergþóru Sól, Gunnari Halldóri, Möggu og Óðni. Þá heimsækum við Washington og Florida. Meira um það síðar.

9. já og svo birtist von bráðar grein sem heitir "The effectiveness of integrating existing digital learning resources into classroom teaching – an evaluation of the learning achievement"  efttir S. Pétursdóttir, sko pabbi nafnið þitt verður áberandi en ekki mitt....