Jæja, ég hef nú ekki bloggað lengi lengi, kannski ekki skrýtið þar sem ég er alltaf að skrifa eitthvað annað. en nú skal eitthvað fest á blað.
Hulda og Les voru hjá okkur um helgina, Gunnar eldaði alveg svakalega gott sjávarrétta lasagna, uppskrift hér, héldum svo heilmikið blip.fm og youtube party svaka fjör. Svo fórum við í bæinn á laugardeginum og versluðum og gerðum úttektir á veitingastöðum fyrir kvöldið. Svo tókum við taxa heim og haldiði ekki að ég hafi gleymt veskinu með ÖLLU í: seðlaveski með kreditkorti, nemendakorti, ökuskírteini, sími, myndavél, vegabréf sem ekki hafði verið gengið frá eftir Íslandferðina og ... húslyklar svo við stóðum bara á götunni eins og kálfar !!!!
Við hringdum í stöðina og þeim gekk eitthvað illa að hafa upp á honum, en svo þegar ég ropaði upp úr mér að síminn minn væri í veskinu gátum við hringt í hann og til allrar hamingju svaraði leigubílstjórinn og kom með veskið.
Nú og svo fórum við á Spice Quarter að borða sem er alveg geggjað hlaðborð, og á kvöldin elda þeir líka fyrir mann meðan maður bíður, núðlur, pasta, pizzu og svo er frábært úrval af indversku, kínversku, tælensku svo ekki sé talað um kökur, creme brulle, mousse, súkkulaðibrunn og ísvél, held ég sé ennþá södd. Enda fórum við heim með það í huga að horfa á kosningasjónvarp og "Britain has got talent" en ég bara sofnaði, strax.
Við skötuhjúin erum annars bara sátt við úrslit kosninga, en held þetta verði ansi töff tímabil og ekki öfundsverðir þeir sem verða við stjórn.
Vona að Hulda og Les hafi átt góða helgi hjá okkur, Fudge greyið lést á fimmtudaginn og bara skiljnlegt að þau hafi viljað komast út húsi enda hún búin að vera prinsessan á heimilinu í áraraðir. Vonandi töltir hún nú um í hundahimnaríki og borðar bolognese og skinku.
Annars, nú tel ég í dögum fram að vörn á rannsóknaráætlun, búin að skrifa er að ganga frá síðustu leiðréttingum, vona að þetta gangi nú allt upp. Þau sögðu alla vega í morgun, "this is coming along nicely". Einn af prófdómurunum hefur unnið smá með mér við erum aldrei sammála og hann kallar mig "Liberal Scandinavian" en hann er réttsýnn og bráðskarpur svo ætti engu að kvíða. Hinn er í ICT geiranum komin á eftirlaun og þau segja að hann eigi eftir að lesa hvert orð með athygli svo ég vanda mig eins og ég get.
mánudagur, apríl 27, 2009
Tíminn er svoooo fljótur að líða....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Sko Hulda ég skrifaði sjálf, en fékk reyndar Ghost writerinn til að klára og föndra við myndirnar.
Gott blogg, gaman að fylgjast með : ) kv. Gerður
Skrifa ummæli